Morgunblaðið - 29.08.2000, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.08.2000, Qupperneq 28
28' ÞRIÐ J'U D AGUR 29.' ÁGÚST 2000 MOBGUNBLAÐIÐ ERLENT A Miklar skemmdir á Ostankino-sjónvarpsturniiium í Moskvu Astæða eldsvoðans sögð skammhlaup og skortur á viðhaldi Moskva. AP, AFP, Reuters, Daily Telegraph. TALSMENN slökkviliðsins í Moskvu greindu frá því síðdegis í gær að búið væri að slökkva eld sem upp kom í Ostankino-sjón- varpsturninum í Moskvu á sunnu- dag. Turninn skemmdist verulega í eldinum og hafa yfirvöld lýst því yfír að svo kunni að fara að turn- inn hrynji. Slökkviliðsmenn höfðu þó, að sögn fréttastofu BBC, náð að bera út lík fjögurra einstakl- inga sem fórust í eldhafinu eftir að hafa fest í einni af lyftum turnsins í 270 metra hæð. Ostankino-sjónvarpsturninn er 540 metrar á hæð og annað hæsta mannvirkið á heimsvísu - á eftir CN-turninum í Toronto í Kanada. Hann hefur undanfarin 33 ár verið eitt helsta kennileiti og vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar. Skammhlaup er talið hafa valdið eldinum sem varð fyrst vart um hálffjögurleytið á sunnudag og voru upptök eldsins rúma 100 metra fyrir ofan útsýnispall og veitingastað á snúningsöxli, sem er um 340 metra frá jörðu. Ekki urðu nein alvarleg slys á gestum, sem tókst að forða sér út áður en eld- urinn læsti sig niður eftir turnin- um, þótt nokkrir hafi þurft á að- stoð að halda vegna minni háttar meiðsla. Fjórir fórust Þrír slökkviliðsmenn og starfs- maður lyftu fórust hins vegar í eldsvoðanum er þeir festust í 270 metra hæð í einni af fjórum lyftum sjónvarpsturnsins. Gengu björgun- arstörf erfiðlega, en slökkviliðs- mennirnir voru á leið upp að eld- stað í lyftunni er rafmagn fór af. Turninn, sem er tvisvar sinnum hærri en hinn franski Eiffel-turn, er of hár til að slökkviliðsmenn hafi geta notað hefðbundnar að- ferðir við störf sín og urðu þeir ýmist að fara fótgangandi upp í Ostankino-turninn með slökkvi- búnað sinn, eða nota þyrlur sem úðuðu sérstöku efni á turninn er hefta átti frekari útbreiðslu elds- ins. Á þriðja hundrað slökkviliðs- manna unnu dag sem nótt við að ráða niðurlögum eldsins og hafði BBC eftir einum yfirmanna slökkviliðsins að hitinn væri slíkur að stigar í turninum svignuðu. Heldur þótti hafa dregið úr brunanum á sunnudagskvöldið, en um miðnætti hafði eldurinn engu að sfður náð að læsa sig í um helming byggingarinnar. Innviðir loguðu þá víða, reykur og hiti fylltu ganga og svo virtist sem eldvarnir sjónvarpsturnsins kæmu að litlu sem engu gagni. Það var síðan um miðjan dag í gær að slökkviliðsmenn, sem segja efsta hluta turnsins gjöreyðilagðan, til- Aðstæður til björgunarstarfa voru erfiðar og urðu slökkviliðsmenn m.a. að klífa upp hundruð stiga með búnað sinn áður en þeir náðu á eldstað. Reuters Þyrlur voru notaðar til að hefta útbreiðslu eldsins sem upp kom í Ost- ankino-sjónvarpsturninum í Moskvu á sunnudag. kynntu að þeir hefðu náð stjórn á útbreiðslu eldsins þótt enn mætti sjá eldglæringar á stöku stað. Vegna þeirra miklu skemmda sem orðið hafa á sjónvarpsturnin- um er talin viss hætta á að hann kunni að hrynja og því mun e.t.v. reynast nauðsynlegt að rífa hann. Fjöldi stálkapla, sem notaðir voru til að veita Ostankino-turninum nauðsynlegan stuðning eru illa skemmdir eftir brunann, auk þess sem efsta spíra turnsins hefur svignað eina tvo metra út frá miðju. Sagði Viktor Klinkin, tals- maður slökkviliðsins, öryggissveit- ir áhyggjufullar vegna þessa. „Ég get engan fullvissað um að turnbyggingin taki ekki einhverj- um breytingum," sagði Klinkin. Hafa yfirvöld lýst svæðið í allt að 700 metra fjarlægð frá turninum bannsvæði og hefur þurft að bægja frá þúsundum manna sem safnast hafa saman til að fylgjast með brunanum. Ostankino-sjónvarpsturninn var reistur á árunum 1960-1967 í til- efni af 50 ára afmæli byltingarinn- ar 1917 og þótti hann einstakt dæmi um tækniþekkingu Sovét- manna. Algjört sjónvarpsleysi Á undanförnum árum hefur út- sendingarbúnaði fyrir bæði sjón- varp og útvarp, sem og ýmsum öðrum sendibúnaði, verið komið fyrir á turninum í síauknu magni. Turninum sjálfum hefur hins veg- ar ekki verið við haldið og var ör- BRUNINN I OSTANKINO-TURNINUM í MOSKVU Siökkviliðsmenn greindu frá því í gær að tekist hefði að ráða niðurlögum eldsins. Enn er þó óttast að turninn kunni að hrynja. Lokað . 'LW Ostankino-turninn Eifflel-tuminn, París (300m) REUTERS ^ -540 metrar Fullhæð -100-450 metrar Á þessu svæði brann eldur - 334 metrar Veitingastaðurinn ___V Ostankinö* Sjöundi himinn - 271 metrar 2 til 4 fastir ílyftu Ostankino sjónvarpsturninn -136 metrar Burðarkaplar World Trade Center, skemmdiraf NewYorkf4,7mJ ‘ völdum elds yggiskerfi hans því í mörgu ábóta- vant. „Það er nokkuð ljóst að öryggis- og brunavarnakerfí turns- ins var úrelt,“ sagði Edvard Sagalaíjev, yfirmaður samtaka rússneskra sjónvarps- og útvarps- fyrirtækja, í viðtali við ITAR- Tass-fréttastofuna. íbúar Moskvu búa nú við algjört sjónvarpsleysi, utan þá fáu sem aðgang hafa að kapalstöðvum, en útsendingar 12 sjónvarpsstöðva féllu niður í kjölfar eldsvoðans, auk þess sem truflanir urðu á útsendingum myndbandsefnis og útvarps, sem og samskiptabún- aði lögreglu og sjúkrahúsa. Utsendingar hófust þó fljótlega á ný með aðstoð gervihnatta, sem gagnast öðrum héruðum landsins. Talið er hins vegar að nokkrir dagar muni líða þar til Moskvu- búar hafi aðgang að sjónvarpi á ný. Að sögn fíeuters-fréttastof- unnar telja rússneskir sálfræðing- ar að búast megi við aukinni taugaveiklun meðal margra í kjöl- far sjónvarpsleysisins. „Það verður erfitt að vera án sjónvarpsins," sagði Anna, einn af ellilífeyrisþegum Moskvu. „Þetta er ein leið fyrir okkur til að gleyma öllum þeim hörmungum sem dunið hafa yfir Rússland og liggja svo þungt á fólki. Mér finnst eitthvað vanta.“ Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, sem sætti mikilli gagnrýni fyrir sein viðbrögð er kafbáturinn Kúrsk sökk nýlega, var sneggri að grípa í taumana að þessu sinni. Sagði hann slæmar efnahagsað- stæður í landinu eiga stóran þátt í brunanum, en stjórnvöld í Rúss- landi hafa áður varað við þeim hættum sem lélegu viðhaldi og slæmum efnahag landsins fylgi. Of lítið sé lagt í viðhald á flugvélum, jafnt sem lyftum, og því sé öryggi víða í lágmarki. Nú fyrr á árinu lýsti ráðuneytið sem sér um neyðaraðstoð á vegum rússnesku ríkisstjórnarinnar því til að mynda yfir að slysagildrur væri nú víða að finna í Rússlandi vegna lélegs viðhalds og gamals búnaðar. Hagamýs á Svalbarða bera hættulegt smit KOMIÐ hefur í ljós að hagamýs á Svalbarða bera með sér sníkilsmit sem getur verið banvænt, að því er greint er frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Hafa yfir- völd ákveðið að bjóða öllum börn- um á eyjunum blóðrannsókn, en segja að frekari aðgerða sé þörf til þess að draga úr hættunni. Tveir vísindamenn munu þegar hafa smitast af sníklinum, sem getur valdið banvænum lifrar- sjúkdómi. Hafði annar þeirra unnið á því svæði þar sem smit- hætta er mest í aðeins einn dag. Yfirmaður umhverfisverndarmála á eyjunum, Carl Erik Kilander, sagði við fréttavef BBC að menn hefðu áhyggjur af málinu en væru „ekki skelfdir“ því sá hópur fólks sem væri í hættu væri lítill. íbúar á Svalbarða eru innan við 3.000, en um 14 þúsund ferðamenn heimsækja eyjarnar árlega. I ljós kom í fyrra að hagamýs voru hýslar fyrir bandorm sem á seinni hluta ævi sinnar lifir í hundum og refum og öðrum dýr- um af hundakyni. Dýr smitast af orminum með því að éta mýsnar. Egg bandormsins ganga niður af dýrunum og geta síðan borist í fólk, t.d. ef það strýkur dýrunum. Eggin berast í lifrina, klekjast út og geta þar myndað blöðrur sem geta verið banvænar ef þær eru ekki fjarlægðar. Meðgöngutími sjúkdómsins getur verið allt að 15 ár. Hefur um 100 fyrrverandi námsmönn- um, sem stunduðu rannsóknir á Svalbarða, verið skrifað og þeir varaðir við og mælt með því að þeir gangist undir blóðrannsókn. Ibúar eyjanna hafa verið beðnir um að þvo hendur sínar eftir að hafa snert hunda eða refi og sjóða vatn sem kemur úr ám og lækj- um. Vísindamenn eru beðnir um að nota hanska þegar þeir með- höndla refi. Hafa allir hundar í stærsta bænum á eyjunum, Longyear- byen, verið rannsakaðir. Flestir eru þeir sleðahundar. Sníkillinn mun líka geta lifað í köttum, en þeir eru bannaðir á Svalbarða þótt vitað sé að nokkrir séu haldnir í rússnesku bækistöðinni Barentsburg. Engin formleg aðvörun hefur verið gefin út fyrir ferðamenn, en Kilander sagði að huga þyrfti að því að gefa út slíka aðvörun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.