Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 30

Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 MORGTJNBLAÐIÐ ERLENT Þrír Israelar féllu fyrir kúl- um samherja Nablus á Vesturbakkanum. AFP. Clinton Bandaríkjaforseti heimsækir Afríkulönd Clinton var vel fagnað í nígeríska bænum Ushafa. Hann er klæddur kufli er höfðingi staðarins gaf honum. Hvetur til málamiðl- unar í Búrúndí Arusha. AP, Reuters. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, reyndu í gær í samein- ingu að blása nýju lífi í tilraunir til að binda enda á þjóðernisátök í Afríku- ríkinu Búrúndí. Átökin hafa staðið í sjö ár og kostað um 200.000 manns lffið. Clinton hyggst koma við í Kaíró á heimleiðinni frá Afríku og eiga fund með Hosni Mubarak Egypta- landsforseta um friðarsamninga Israela og Palestínumanna. „Þið og aðeins þið getið ákveðið hvort börnin ykkar munu eiga bjarta fi-amtíð,“ sagði Clinton er hann ávarpaði tólf afríska þjóðarleiðtoga sem taka þátt í friðarviðræðunum um Búrúndí sem eru haldnar í Ar- usha í Tanzaníu og Mandela stýrir. Tvær þjóðir berjast um völdin í Búr- úndí,annars vegar Hútúar, sem eru mun fjölmennari og hins vegar Túts- ar er hafa nú töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Samkomulag virtist vera í höfn en forseti Búrúndí krafðist þess skyndi- lega í gær að gerðar yrðu breytingar á skilmálum um valdahlutfóll. Clint- on hvatti til þess að fundin yrði mála- miðlun og hét því að Bandaríkja- menn myndu veita aðstoð við lausn ýmissa vandamála, þ. á m. alnæmis- faraldursins sem er alvarleg ógn á þessum slóðum. Svo fór að fimm af alls tíu hópum Tútsa undirrituðu friðarsamning auk níu samtaka sem vitað var að myndu styðja samkomulagið. En stjómvöld bentu á að sumir vopnaðir hópar hafa ekki tekið þátt í samningavið- ræðunum og því óvíst um árangur- inn. Var því ákveðið að undirrita samninginn ekki við hátíðlega athöfn í viðurvist Clintons en þess í stað var tækifærið notað til að hylla Mandela. Fyrir fundinn í Arusha var tekið á móti Clinton og Chelsea Clinton, dóttur forsetans, í borginni með listamönnum er börðu bumbur á al- þjóðaflugvellinum Kilimanjaro. Bandaríski forsetinn hóf Afríku- ferð sína á laugardag er hann kom til fjölmennasta lands Afríku, Nígeríu, þar sem hann ávarpaði meðal annars þingið. Hann hrósaði Nígeríumönn- um fyrir þær framfarir sem orðið hafa í lýðræðisátt í landinu. PALESTÍNUMENN sögðu í gær að þeir mundu draga fyrir dóm- stóla einn eftirlýstasta hryðju- verkamann í Israel, eftir að þeir tóku hann höndum í kjölfar mis- heppnaðrar tilraunar ísraela til að ná honum. Þrír ísraelskir hermenn féllu, að því er virðist fyrir byssu- kúlum eigin liðsmanna, í tilraun- inni. Hryðjuverkamaðurinn, Mahmud Abu Hannud, er leiðtogi í Hamas- samtökunum og er eftirlýstur fyrir fjölda hryðjuverka sem hafa orðið tugum Israela að bana. Hann særðist en náði að flýja eftir skotbardaga við ísraelska úrvals- sveit í þorpinu Assira á Vestur- bakkanum á laugardagskvöldið. Israelskir fjölmiðlar hafa harm- að fall hermannanna þriggja, sem talið er að hafi orðið fyrir kúlum úr byssum liðsmanna sinna, og ísraelskir embættismenn hafa krafist þess að Abu Hannud verði afhentur ísraelskum yfirvöldum. Samkvæmt Óslóarsamkomulagi Israela og Palestínumanna, sem Hamas-samtökin eru eindregið andvíg, þarf hvorugur að afhenda hinum grunaða afbrotamenn sem nást. Hamas-liðar segja að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Pal- estínumanna, hafi fullvissað þá um að Abu Hannud, sem er á sjúkra- húsi með skotsár á baki og öxl, verði áfram í haldi Palestínu- manna. Palestínskur öryggisdóm- stóll mun rétta í máli hans um leið og palestínska lögreglan hefur lok- ið rannsókn málsins og Abu Hann- ud grær sára sinna, að sögn dómsmálaráðherra Palestínu- manna. Kæruleysi og mistök í árásinni á laugardagskvöld handtóku ísraelskir hermenn fjóra Hamas-liða, og hafa palestínskar öryggissveitir síðan handtekið átta á norðurhluta Vesturbakkans. ísraelski herinn hefur hafið rann- sókn á dauða hermannanna þriggja, en ísraelsk blöð kenna um kæruleysi og mistökum úrvals- sveitarinnar. Fyrir hálfum mánuði var aldraður Palestínumaður skot- inn til bana af liðsmönnum sömu sveitar í næturárás í öðru þorpi á V esturbakkanum. „Eina leiðin til að lýsa því sem gerðist á laugardagskvöldið er gá- leysi, gáleysi og aftur gáleysi," sagði dagblaðið Yediot Ahrohnot, og sagði atburðinn jaðra við að vera „þjóðaráfall". Ströng öryggisgæsla er á sjúkrahúsinu í bænum Nablus á Vesturbakkanum þar sem Abu Hannud dvelur. Herma fregnir að starfsfólk sjúkrahússins óttist að ísraelskir leyniþjónustumenn muni reyna að ráða hann af dögum, og allt sem kemur nálægt honum er vandlega skoðað, þ.á m. matur. Abu Hannud er hetja í augum margra Palestínumanna. Hann slapp úr palestínsku fangelsi 1995 með því að telja fangavörðinn á hugmyndir sínar um herskáa isl- amska andspyrnuhreyfingu. Leitin að merki um vitsmunalíf í himingeimnum Hin langa, háværa þögn Reuters Leitin að vitsmunalifi úti í geimnum verður hert mjög þegar teknir verða í notkun nýir og öflugir sjónaukar sem sýndir eru hér á myndinni. Paul Allen, annar af stofnendum Microsoft-fyrirtækisins, lagði í byrjun ágúst fram 11,5 milljónir dollara, um 900 milljónir kr., til verksins. eftir Gwynne Dyer ÞÚ getur farið út að næturlagi, jafn- vel í Austin, Texas, bent á hana og sagt að umhverfis þessa stjörnu gangi reikistjarna," sagði dr. William Cochran, stjörnufræðideild Texashá- skóla. Epsilon Eridani. Stjaman, sem hér um ræðir, er ekki sérstaklega björt en hún er mjög nálægt jörðu. Af þeim sökum er hægt að greina hana með berum augum. Stjömur með reikistjömum hafa ekki áður verið uppgötvaðar svona nálægt okkur - en þá er á það að líta að þangað til 1995 þekktust engar stjömur sem höfðu reiidstjömur umhverfis sig. Á þeim tíma vissu menn ekki betur en að það væra fáar eða engar aðrar plánetur til, og töldu að allt líf væri sjaldgæft í himingeimnum. Fyrir ut- an hið níu-reikistjamakerfi, sem om- ar sér við hitann frá sólinni okkar, höfðum við aldrei séð reikistjömu. Allar aðrar stjömur voru of langt í burtu til að við gætum séð nokkuð jafnsmátt og reikistjömu umhverfis þær. Þá þróuðu stjörnufræðingar tækni til að koma auga á reikistjörnur (þó aðeins mjög stórar) umhverfis aðrar stjömur, og flóðgáttirnar opnuðust. Á síðastliðnum fimm áram hafa 40 nýjar reikistjömur verið uppgötvað- ar, allar gasrisar af sömu stærðar- gráðu og Júpíter, stærsta pláneta sólkerfis okkar. 24. heimsþing Alþjóða stjömu- fræðisambandsins var haldið 7.-10. ágúst í Manchester á Englandi. Þar var greint frá tíu reikistjömum til viðbótar, að meðtalinni þeirri sem starfshópur Copchrans uppgötvaði umhverfis Epsilon Eridani. „Þetta er mjög spennandi uppgötv- un,“ sagði dr. Geoff Marcy, sem til- heyrir starfshópi í Berkeleyháskóla er vinnur við að uppgötva plánetur, „vegna þess að hún er aðeins tíu ljós- ár í burtu. Einhvem tímann á næstu hundrað eða tvö hundrað áram verð- ur hún ein af fyrstu reikistjömunum sem mannkynið heimsækir.“ Og það er á reikistjömum, ekki stjörnum, sem við kynnum að finna líf í líkingu við það sem er á jörðinni. Nýjar reikistjörnur Fimmtíu nýjar reikistjömur á að- eins fimm áram, sem allar hafa verið uppgötvaðar með tækni sem er mjög þung í vöfum og getur eingöngu greint fyi-irferðarmiklar plánetur á tiltölulega nálægum, hraðskreiðum brautum sem snúa íleti sínum meira og minna að okkur - og það tók margra ára þolinmæðisverk að finna þær. En Berkeley-hópurinn tilkynnti í Manehester að hann hefði skoðað aftur stjörnur sem vitað væri að hefðu eina reikistjömu - og í fimm af tólf tilfellum fundu þeir aðra reiki- stjömu umhverfis stjörnuna. Það lítur út fyrir að það sé alvana- legt í himingeimnum að umhverfis stjömur gangi hópur reikistjarna. Þó að sú tækni sem við höfum yfir að ráða geri okkur ekki ennþá kleift að greina smærri, grýttar plánetur, eins og jörðina, umhverfis aðrar stjömur, þá virðist það samt verða líklegra með hverjum deginum sem líður að það mynstur sem við þekkjum frá sólkerfi okkar, með mörgum gasris- um á ytri brautum og nokkrum minni, byggilegri plánetum nær hita sólarinnar, sé nær sanni. „Vetrarbrautin hefur sannarlega að geyma milljarða plánetukerfa," sagði Geoff Marcy. „Eflaust era til margir hálfvolgir heimar sem geta fóstrað flókna lífræna efnafræði, sem leiðir til framleiðslu á sameindum sem keppa hver við aðra um orku og bjargráð. Frækomum lífs er sáð í slíku umhverfi, og ekki er ástæða til að efast um að flóknari lífsform fylgi á eftir.“ Það sem Marcy á við er að yfirborð allra reikistjarna sem geta fóstrað líf (hvorki of heitt né of kalt) ver ður þak- ið lífrænum efnasamböndum sem svífa um í geimnum í gríðarlegu magni. Þróunin hneigist síðan í þá átt að það kviknar ekki aðeins líf, heldur einnig vitsmunalíf að lokum. Svo að ef hentugar plánetur era á hverju strái, og líf er ekki sjaldgæft heldur almennt á þeim - hvar era þá allir? Þessi ráðgáta hefur orðið æ flókn- ari síðan SETI-verkefnið (Search for Extra-Terrestrial Intelligence eða Leit að vitsmunalffi í alheiminum) var sett af stað á áttunda áratugnum. Fylgst hefur verið með öllum þeim tíðnisviðum rafsegulbylgna sem lík- leg þykja til að geta náð árangri til að nema merki um vitsmunalíf á öðram plánetum. Árangurinn? Þögn. Ann- aðhvort er engin vitræn vera þama uppi, eða þær hafa einhverra hluta vegna hljótt um sig. Hugsanlegar skýringar Þrjár hugsanlegar skýringar kunna að vera á þessu, sem hver um sig gæti kollvarpað hugmyndum okk- ar um okkar eigin stöðu í alheiminum. Einn möguleikinn er sá að vits- munaverar á háu tæknistigi verði til fyrir furðulega tilviljun en séu ekki afleiðing náttúralegrar þróunar. Ef svo er þá bíður okkar heill heimur úti í geimnum með vænlegum svæðum til búsetu en enga vitræna fram- byggja, og í fjarlægri framtíð er vel hugsanlegt að mannkynið muni byggja „Vetrarbrautar-ríki“ í líkingu við það sem var svo vinsælt í fyrstu vísindaskáldsögunum. Annar möguleikinn, og heldur dapurlegri, er sá að þótt vitrænt líf skjóti upp kollinum öðra hverju, þá endist það aldrei lengi: tegundir sem þróa tækni gereyða sjálfum sér mjög fljótt. Það gæti útskýrt þögnina, því að ef meðalskeið hátæknisiðmenn- ingar er aðeins nokkur hundrað ár, og jafnvel þótt milljarðar hentugra plánetna séu í Vetrarbrautinni, þá væri að meðaltali aðeins ein sið- menning (eða engin) til á hverjum tíma. Þriðji og dapurlegasti möguleikinn er sá að það séu vissulega mai-gar vit- rænar tegundir í Vetrarbrautinni, en þær gáfaðri láti lítið á sér bera. Ef þú hefur enga hugmynd um hvað er þama úti - eða ef þú veist hvað er þarna og það hræðir úr þér líftórana - þá er það síðasta sem þú gerir að draga að þér athyglina með því að gera öllum alheiminum staðsetningu þína heyrinkunna. Þetta era óraunveralegar hugleið- ingar og allir þrír möguleikamir virð- ast mjög ólíklegir - en samt sem áður hlýtur einn af þeim að vera réttur. Þekking okkar á alheiminum er enn- þá afar takmörkuð og nema því að- eins að mannkynið gjöreyði sjálfu sér þá munu komandi kynslóðir senni- lega slá okkur saman við Tyrkjaveldi, tímabO Tang-keisaraættarinnar í Kína og Rómaveldi sem upphafi sið- menningar. En nú era spennandi tímar til að vera til. Gwynne Dyer er búsettur íLundún- um og vinnur sem sjálfstætt starf- andi blaðamaður. Hann birtir blaða- greinar í 45 löndum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.