Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ijóska
Ferdinand
Smáfólk
ITS EVEN more pathetic
U)HEN IT'S A P06. ANP
INFINITELV MORE PATHETIC
WHEN IT'S A BEA6LE..
Það er alltaf bijóstumkennanlegt þegar
ein af verum heimsins er neydd til að
vera úti í rigningunni..
Það er jafnvel enn brjóstumkennan-
legra þegar það er hundur, og
óendanlega brj óstumkennanlegt ef hann
er lítill..
Jllovötmltlníití*
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Raunhæf umferðar-
lög - nýtt viðhorf
Frá Birni Sigurðssyni:
ÁTAK í umferðarmálum er orðið
tískuorð og heyrist því oft...
Dómsmálaráðherra hefír skipað
nefnd en hinir ráðherraskipuðu óska
eftir tillögum. Ætlunin virðist vera sú
að herða refsingar með viðbótarlög-
um. Satt best að segja vantar síst
fleiri lög heldur nýtt viðhorf.
Rétt lög og reglugerðir eru þegar
fólkið tekur sjálft í sínar hendur þessi
ákvæði og vill að fram sé fylgt. Lítið
dæmi. Ökuljós skulu tendruð þá bíl er
ekið. Jafnvel um sólstöður í hádegi
blikkar sá er mætir Ijóslausum. Öku-
maðurinn er að framfýlgja lögum um
notkun ökuljósa. Ölvunarakstur er til-
kynntur lögreglu. Oft á tíðum af maka
„hins meinta“. Afbrotið er talið
hættulegt og reynt að hindra það þó
svo múltur og straff liggi við.
Svipting og fjársektir koma óbeint
niður á tilkynnandanum í þessu til-
viki. Hitt er þó þyngra á vogaskál
ákvarðana okkar. Ákstur ölvaðs öku-
manns getur kallað yfir tilkynnanda
annað og verra. Slysfarir á honum eða
að hann verði valdur að skaða á öðru
fólki. Búslóðarmissir getur legið við
vegna ákvæða tryggingafélaga.
Vegir okkar sem alltaf eru að batna
eru orðnir að blóðvelli. Tuttugu og
þrjár manneskjur hafa misst lífið í
umferðinni það sem af er ári (18.
ágúst 2000). Hversu margir eiga um
sárt að binda? Höfum í huga þá er lífi
héldu en voru aðilar að árekstrinum.
Slysinu. Jafnvel umferðarréttm-
græðir ekki sárin. Tala hinna látnu er
skráð á skiltið í Svínahrauni en er
ekki rétt. Þessu furðulegu ákvæði um
slysdag og tímann að andláti hins
slasaða. Hinir er örkuml hlutu verða
ekki fréttaefni er frá líður. Árið er
rúmlega hálfnað. Skólatíminn fer í
hönd og síðan kemur skammdegið
með myrkri, bleytu og hálku fyrir-
varalausri.
Hinn 26. maí ’68 gengu ný lög í
gildi. Við fluttum okkur af vinstri
kanti yfir á þann hægri. Lögreglu-
stjórinn í R.vík lagði þunga áherslu á
leiðbeiningar er öfugt vai' ekið en
varðandi ökuhraða voru engin grið
gefin. Fólldð tók við framkvæmdinni.
Allt gekk vel og aukavinna okkar lög-
reglumanna upp að höku. Þó varð
dauðaslys er rakið var til „vinstri
villu“ nokkuð löngu frá lagabreyting-
unni. Um breyttan vegarkant ræddi
yfirlæknir slysadeildar um tímann
fyrst á eftir þessum nýju lögum og tí-
mann á undan og þann er eftir fór.
Meðan allir höfðu nóg með sjálfan sig
í umferðinni fækkaði umferðarslysum
og margfalt við tímann á undan. Fólk-
ið, ökumennirnir, leið ekki hraðaakst-
ur og ógætilegan meðan verið var að
venjast nýjum vegarkanti.
Brennivínslögin hafa ekki í sumum
greinum náð almannahylli. Bestu
mönnum verður tæpast bumbult af
áfengi þó svo að farið hafi framhjá
álagningu og ríkisstjóminni, fjár-
málaráðherra, hvað sölu varðar.
Kunnugt er um búhnykkinn þegar
verðmætir hlutir voru teknir til hand-
argagns frá hernámsliðinu og síðar
hersins á Keflavíkurvelli, sem passar
upp á okkur.
Hvað varðar lög og reglur þá þarf
hvorttveggja að vera sanngjamt og
sett af nauðsyn. Til er í merkri stjóm-
arskrá „fyrir fólkið og vegna fólks-
ins“. Framkvæmd umferðarlaga í
ræðum og riti hefir verið dálítið ein-
hæf og staglsöm. Bílbeltin. Við hvert
slys tönglast á að hinn slasaði eða
látni hafi ekki verið í bílbelti. Yfir hinu
þagað hvort viðkomandi hafi bundinn
verið. Staðreyndin er að bílbeltin em
öryggisbúnaður og að auki fest í lög.
Aðvaranir skortir síst af öllu. En
þegar framkvæmdastjóri umferðar-
ráðs er svo fastm- í belti sínu að hann
hefir vart annað að segja þá verður
slíkur málflutningur staglsamur og
þreytandi. I þokkabót er umferð af
honum og öðmm lýst sem framrás
hers í vígahug. Áherslur og æsingur.
„Eg er bundinn og farþegar mínir.
Ekkert getur farið úrskeiðis.“
Gömul sannindi og um leið sálfræði
er hermaðurinn á leið til vígvallar.
Hann verður áreiðanlega í þeim hópi
er snýr heim heill á líkama og sál.
Slysin em voðaleg og engin leið að
skoða þau sem einhvem sjálfsagðan
hlut. Eitthvað er ekki verður við ráð-
ið. Ökumenn em stjómendur umferð-
arinnar. Þar með hraða. Slysavaldar
geta orðið hinir gætnu. Aka eins og
lús með saum, auðvitað fast við mið-
línu vegar. Þá hefst framúraksturinn.
Umferðarráð, framkvæmdastjórinn,
talsmaðurinn. Gjöra svo vel að greina
frá árekstmm og slysum við slíkar að-
stæður. Auðvitað em ökumenn ekki
bundnii- því að aka á hámarkshraða.
En að hindra aðra og tefja er sjálftek-
ið vald og því rangt. Því ekki að víkja
og/eða stansa á heppilegum stað og
leyfa lestinni að fara hjá?
Sektir við umferðarlögum era sett-
ar eftir gjaldskrá. Því miður era lög-
reglustjóraembættin og þar með
sýslumenn rekin að hluta á sektum og
innheimtu þeirra. Aðstæður ætti að
meta en fara síður eftir tölunum í
glugga ratsjárinnar einvörðungu. I
sekt eða sakleysi þarf að veita hinum
seka nokkra vörn samanber önnur
lögbrot.
Per exlense Sólveig Pétursdóttir.
gæti verið að fræðsla og aðvaranir
þyrftu að leika á þeim nótum er
sjaldnast heyrast? Tillaga mín er ein-
feldningsleg eins og flest sannindi.
Fáum nýjan tón og áslátt. Bílbeltin og
bílbeltin. Má ekki fara að slaka á.
A.m.k. að hafa annað efni með? ,Akið
hægar, akið hægar“ er það sem
þjóðkunnar manneskjur kalla til okk-
ar úr sjónvarpi, að sjálfsögðu er
myndin af viðkomandi. „mynd af
mér“.
Em tiltök að hætta málflutningi af
sama tagi og góður maður á Grím-
staðaholtinu gerði að orðataki sínu.
Hann hafði lent í því að kaupa rörbút
fyrir kaldavatnið frá götuæðinni og
inn í eldhúsvaskinn. Rörið var galvan-
íserað. Eftir þetta taldi hann alla góða
hluti galvaníseraða, eða hitt „það er
ekki við góðu að búast, þetta er held-
ur ekki galvaníserað".
Gæti kallari umferðarmála á opin-
berum vettvangi verið kominn í sama
farveg og hinn fátæki maður er reisti
hús sitt, ekki stórt, um aldamótin
1900?
Em tiltök að hrópandinn í eyði-
mörkinni hafi eitthvað nýtt að kalla?
Eitt gæti verið að minna á þá stað-
reynd að ökumenn em í samábyrgð-
arfélagi. Ökumenn þurfa að taka á sig
að líða aldrei ógætilegan akstur. Það
er í raun stærra mál en að minna aðra
á að tendra ökuljósin. Jafnvel um sól-
stöður í hádeginu.
BJÖRN SIGURÐSSON,
lögreglufulltrúi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.