Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 63

Morgunblaðið - 29.08.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 63 Þrjú ný myndbönd meðal þeirra vinsælustu Misskildir snillingar PEGURÐIN ameríska heldur velli á myndbandalistanum þessa vik- una þrátt fyrir útkomu nokkurra klassamyndbanda. Þetta sýnir og sannar enn einu sinni áhuga fólks fyrir þessari gráglettnu sýn Bret- ans Sams Mendes á bandarískt miðstéttarsamfélag og meinið sem yfirborðskenndin getur verið. Af þeim tíu myndböndum sem gefin voru út á myndbandi í síðustu viku náðu þrjár inn á topp 20 yfir mest leigðu myndirnar; Man on the Moon, Joan of Ai-c og Angela’s Ashes. Tvær fyrstnefndu, sem báðar ná inn á topp fímm, fjalla um tvo ólíka einstaklinga sem uppi voru hvor á sinni öldinni en eiga það báðir sameiginlegt að hafa verið misskildir í lifanda lífi. Andy Kaufmann, umfjöllunarefni Tékk- ans Milos Formas í myndinni Man on the Moon, er nú af mörgum tal- inn einn besti grínisti sem Banda- ríkin gátu af sér á tuttugustu öld- inni en þegar hann var og hét vissu samtímamenn hans hreinlega ekki hvar þeir höfðu hann - hvort hann væri hæfileikamaður eða hálfviti. Jim Carrey hefur fengið mikið lof fyrir túlkun sína á Kauf- mann og hafa spakir fleygt því fram að eina ástæðan fyrir því að framhjá honum var gengið á Ósk- arsverðlaunaafhendingunni síðustu sé sú að menn áttuðu sig ekki al- mennilega á því að Carrey hafi í raun verið að leika - svo líkur sé hann Kaufmann í myndinni. Önnur misskilin hetja í lifanda lífi kemur síðan inn í fimmta sætið en það er sjálf Jóhanna af Örk sem galt lífi sínu fyrir hetjulega framgöngu í Hundrað ára stríðinu þjóð sinni frönsku og konungis til dýrðar. Allt frá upphafi kvikmynd- anna hefur þessi sögufrægði písl- arvottur verið kvikmyndagerð- armönnum hugleikin og nú síðast stórmyndaleikstjóranum Lue Besson sem jós heilum 60 milljón- um dollara í gerð myndarinnar. Nokkrar ansi öflugar myndir detta inn á leigurnar í þessari viku; þ.á.m. Three Kings, I Kina spiser de hunde og The Beach og má búast við miklu af þeim á myndbandalista næstu viku. LJJiJJ VINSÆLUSTU A ISLANDI -IKA- 22. - 28. ðgúsf Nr. var vikur Mynd Útgefandi i Tegund 1. 1. 2 American Beauty Sam myndbönd : Drama 2. NÝ 1 Man on the Moon Sam myndbönd ! Drama 3. 2. 5 The Whole Nine Yards Myndform iGaman 4. 3. 4 Final Destination Myndform iSpenna 5. NÝ 1 Joan of Arc Skífan ; Droma 6. 4. 3 Stigmata Skífan ; Spenna 7. 5. 6 The Green Mile Hóskólabíó : Drama 8. 6. 3 Mystery Alaska Sam myndbönd ; Gaman 9. 8. 7 Double Jeopardy Sam myndbönd : Spenna 10. 9. 7 Doqma Skífan : Gaman 11. 7. 3 Fíaskó Hóskólabíó | Gaman 12. 15. 2 Anywhere But Here Skífan ; Drama 13. NÝ 1 Angela's Ashes Hóskólabíó | Drama 14. 12. 9 The Bone Collector Skífan ; Spenna 15. 14. 7 The Insider Myndform : Drama 16. 10. 3 Ghost Dog: The Way of the Samurai Bergvík iSpenna 17. 19. 2 Tarzan Sam myndbönd : Teikni 18. 11. 5 Bringing Out the Dead Sam myndbönd 1 Drama 19. 16. 5 Bicentennial Man Skífan i Goman 20. 17. 4 The Limey Snm myndbönd ; Spenna 'nt í Loftkastalai miðasala i síma: 5 Laugardagurinn 26. ágúst Föstudaginn 1. september ,ÞaS er mikils krafist af leikhópnum og hann stendur undir þvr.” in pt- MBL Gamansöngleikur byggður á lögum Michael Jackson Jim Carrey er hér í hlutverki Andy Kaufmanns, sem kom sér oft í bobba vegna fíflaláta. SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qfuntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 og nútímadans Innrítun hefst 29. ágúst Bjóðum faglega kennslu í klassískum ballett og nútímadansi Kennt er í litlum hópum. Tökum nemendurjfá 5 ára aldri. Bjóðum einnig einkatíma og framhaldsþjálfun. Nemendur Klassíska Listdansskólans eru á aldrínum 5 til 23 ára. KLASSÍSKl LISTDANSSKÓLINN er einkarekinn ballettskóli, sem Ieggur sérstaka áherslu á þjálfun einstaklingsins. Áhersla er því lögð á einstaklingsbundna kennslu í minni hópum. Skólastjóri og aðalkennari er Guðbjðrg Skúladóttir listdansari. Ólöf Ingólfsdóttir kennir nútímadans. Katla Þórarinsdóttir er aðstoðarkennari. KLASSISKI LISTDANSSKÓLINN MJÓDD Álfabákka I4a Sími: 587 9030. Veffang; ballett.is Metnaður - Þjálfun Hvatning - Vellíðan - Árangur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.