Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 29.08.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 65 -I MYNPBÖNP Nætur- vargar Leðurblökurnar (Bats) Drama 'k Leikstjóri: Louis Morneau. Handrit: John Logan. Aðalhlutverk: Lou Diamond Phillips, Dina Meyer og Bob Gunton. (92 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. ALLT frá því að doktorinn ungi Victor Frankenstein fylltist of- drambi og fékk síðan að kenna á því hafa hryllingssög- ur varað menn við afleiðingum þess að taka fram fyrir hendurnar á móður náttúru. í Leður- blökunum segir frá afdrifaríkum mis- tökum ^ af þessu tagi. í viðleitni sinni til að smíða ósigrandi stríðstól nær siðlaus vís- indamaður á mála hjá ríkisstjórninni að skapa svo háþróaða tegund leður- blakna að heiminum stafar ógn af. fTí er hins vegar aldrei svarað hvers vegna hernaðarbákn sem þegar ræð- ur yfir fjölbreytilegu vopnabúri ger- eyðingarvopna telur sig þurfa á stjórnlausum mannætublökum að halda. Þá eiga áhorfendur að taka það gott og gilt að fegurðardís á tvit- ugsaldri sé lærðasti leðurblökufræð- ingur heimsins. Söguþráðurinn er annars sorglegt samansafn úrsér- genginna hugmynda og ekki hjálpar að leikaraliðið getur hvorki leikið né talað án þess að skapa samstundis einhvern óræðan hjúp ótrúverðug- leika umhverfis atburðarásina. Þetta er einhver versta hryllingsmynd sem rekið hefur á fjörur mynd- bandaleiganna um nokkurt skeið. Tárin kreist fram Hausthjarta (The Autumn Heart) D r a m a ★★ Leikstjóri: Steven Maler. Handrit: Davidlee Wilson. Aðalhlutverk: Tyne Daly, Ally Sheedy. (106 mín.) Bandaríkin, 1999. Háskólabíó. Öll- um leyfð. HAUSTHJARTA er fjölskyldu- drama sem segir frá Ann Thomas, miðaldra verkakonu sem barist hef- ur í bökkum við að sjá dætrum sínum þremur farborða frá því að hún skildi við eiginmanninn. Hann flutti hins vegar burt og fékk forræði yfir syni þeirra. Þegar Ánn veikist alvarlega sendir hún dætur sínar til þess að hafa uppi á bróðurn- um sem þær ekki þekkja. Bilið sem myndast hefur milli hinna tvístruðu fjölskyldumeðlima reynist hins veg- ar ekki aðeins tilfinningalegt heldur einnig stéttarlegt. Dæturnar hafa al- ist upp við kröpp kjör í verkamanna- bæ á meðan bróðir þeirra er nem- andi í Harvard-háskóla. Myndin lýsir ágætlega ólíkum bakgrunni persónanna og persónusköpunin sjálf er jarðbundin og raunsæ. Sheedy leikur ágætlega og aðrir leikarar standa sig vel. Hins vegar er söguþráðurinn sem slíkur nokkuð fyrirsjáanlegur og sérstaklega eru tárakreistingaratriðin útreiknuð. Það getur því verið gott að leggjast undir feld á rigningardegi með kvik- niynd á borð við þessa, en hún skilur samt sem áður sáralítið eftir sig. Heiða Jóhannsdóttir FÓLK í FRÉTTUM James heldur tímamótatónleika í Kína James-liðar hafa lagt Kína að fótum sér - a.m.k. tíu þúsund Kínverja. Uppréttir áhorfendur EITT SINN sungu Manchester rokkararnir í James og skipuðu fólki að setjast niður í laginu „Sit Down“ en það er æði trúlegt að sá söngur hafi hljómað sem öfugmæli á tónleikum sem þeir héldu nýverið á í Kína. Tónleikamir em nú taldir tímamótatónleikar fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn sem tón- leikagestir fengu að standa upp- réttir og almennt sleppa fram af sér beislinu samkvæmt vestrænum sið á tónleikum með vestrænum popp- umm. Hingað til hafa kínversk yfir- völd lagt mikið upp úr því að ung- lýðurinn haldi stillingu sinni og sitji yfirvegaður í sætum sínum en á Heineken Beat-tónlistarhátíðinni, sem haldin var í Ritan garðinum í Beijing-borg var slakað á hinum ströngu agareglum, hinum 10 þús- und ungmennum sem mættir voru til mikillar undmnar og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Þessi fram- faraviðburður vakti þvílíka athygli í Kina að sýndur var nær tveggja og hálfrar stundar þáttur frá tónlistar- hátíðinni í Kínverska sjónvarpinu.f umfjöllun Beijing Evening News, eins útbreiddasta dagblaðs Kfna, segir að hið sprengikröftuga and- rúmsloft sem bresku rokkararnir í James mynduðu á tónleikunum hafi loksins gefið kínversku þjóðinni hugmynd um hversu kröftugur og ástríðufullur tjáningarmiðill rokk- tónlistin getur verið þegar hún er flutt á ALVÖRU tónleikum. Nú er rétti tíminn... Vilt þú margfalda lestrarhraðann og auka afköst í námi? Vilt þú stórauka afköst þín í starfi um alla framtíð Nú er rétti tíminn til að fara á hraðlestrarnámskeíð, ef þú vilt ná frábærum árangri í vetur. Námskeið hefst 31. ágúst. Skráning er í síma 565 9500 ÍIRAÐLESTRARSKÓLINN www.hradlestrarskolinn.is Nú skolast allt út Vegna vatnstjóns 15-50% afsláttur ayn Opið ---------«*r----- Skeifunni • Grensásvegi 3 Sími: 533 1414 • Fax:533 1479 • www.evro.is vg>mbl.is -ALLTAf= eiTTHV'AO NÝTT Súrefnisvönir Karin Herzog Silliouctte

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.