Morgunblaðið - 29.08.2000, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FOLKI FRETTUM
ERLENDAH
oooooo
z ★★★☆
PÁLL ÓSKAR - tónlistar-
maður pælir í nýjustu plötu
Robbie Williams Sing When
You’re Winning.
Ekkert mál fyrir
Robbie Williams
ÞETTA er góð plata. Öðruvísi mér
áður brá, en Robbie Williams er
kominn til að vera. Ég held að það
sé einsdæmi að nokkur tónlistar-
maður lifi það af að vera í stráka-
bandi (Take That), takist að rísa
upp á afturlappirnar og sanna sig
sem söngvari, lagasmiður, texta-
smiður og frábær „performer".
Hann er líka svo góður leikari, að ég
gæti trúað honum í hvaða hlutverki
sem er, dramatísku eða ekki. Plötu-
umslagið er t.d. kapítuli út af fyrir
sig: Þemað er breskur fótbolti, og
allir fylgifiskar hans. Nema hvað,
Robbie Williams er ALLIR á fót-
boltavellinum, leikmennirnir, áhorf-
endur, löggur o.s.frv. (Þetta er
tækni sem notuð hefur verið af
Chris Cunningham í myndböndum
Aphex Twin). Robbie er ein af fáum
poppstjörnum sem gæti gert svona
plötuumslag og svona splatter-
myndbönd eins og við fyrstu smá-
skífuna „Rock D.J.“, þar sem hann
húðflettir sjálfan sig og kastar inn-
yflum sínum í súpermódel á rúllu-
skautum, allt til að ná athygli
þeirra! Algjör snilld.
Og lögin? Jú, Robbie var það
heppinn að hitta sálufélaga sinn,
Guy Chambers, um það leyti er sóló-
ferill hans var að hefjast. Guy þessi
er afburða lagasmiður, hljóðfæra-
leikari, útsetjari og húmoristi, það
er auðheyrt. Saman semja þeir nær
öll lögin á þessari plötu, eins og á
fyrri verkum Robbies. Þeir eru
náttúrulega Bretar, þannig að það
örlar á íhaldssemi hér og þar. Laga-
smíðarnar eru svona nokkurs konar
poppað léttrokk, ofurlítið gamal-
dags kannski stundum - og gamli
70’s David Bowie fílingurinn er ekki
fjarri góðu gamni, sérstaklega í
ballöðunum. (Allir vildu „Space
Oddity“ kveðið hafa.) Það er allt í
lagi að semja gamaldags músík, ef
útkoman er GÓÐ. Ég er reyndar
ósköp lítill rokkari inni í mér, en lög-
in hans Robbie eru lúmsk - og plat-
an verður betri við hverja hlustun.
Bestu plöturnar eru alltaf svoleiðis.
Ég fíla það bara svo vel hvað
Maestro
/
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
„Ég er í heildina ákaflega glaður yfir gengi Robbies," segir Páll Óskar í dómnum um Sing When You’re Winning.
Robbie er að taka mikla ábyrgð með
textum sínum. Hann gerir sér grein
fyrir því núna, að þegar hann opnar
munninn leggja milljónir manna við
hlustir. Hann syngur því um kær-
leikann, (Let Love Be Your En-
ergy) sjálfsskoðun, (Better Man) og
ást (Love Calling Earth) - og gerir
það alla leið. Hann er alltaf að bæta
sig sem söngvari, og hann er mun
sterkari ballöðusöngvari en rokk-
söngvari. Röddin hans er eiginlega
of „mjó“ fyrir rokk, en framkoman
vegur það alveg upp.
Bestu lögin eru „Rock D.J.“, „If
It’s Hurting You“, og „Better Man“.
*>*!!*+
slaginni >
Ég er í heildina ákaflega glaður yfir
gengi Robbies, og nú er bara spurn-
ing hvernig þessari plötu verður
tekið utan heimalandsins, en hann
er náttúrulega súperstjarna í Bret-
landi. Lagasafn hans er allavega
farið að verða nokkuð traustvekj-
andi, mikið af klassískum flottum
popplögum: „Angels", „Strong",
„Let Me Entertain You“, „She’s the
One“ og svo „No Regrets", sem ég
elska mest af öllu. Svo má hann
Robbie eiga það að hann kann nú að
velja kærustur á réttum tíma, svona
rétt í þann mund sem platan er að
koma út. En það er nú líka hluti af
leiknum. Gulir fjölmiðlar og popp-
stjörnur væru ekkert án hvort ann-
ars. Annars held ég bara að Geri og
Robbie eigi bara mjög vel saman -
þau eru bæði sæt og fyndin, með
„framkomuna" á réttum stað, for-
ríkar breskar poppstjörnur sem
sparka í rassa og tókst báðum að lifa
af unglingahljómsveitirnar sem þau
voru í. Ætli þau hafi kynnst á EA
fundi? (Entertainers Anonymus!)
Hey, P.S. - það er hægt að sjá
óklippta útgáfu af „ógeðslega“
myndbandinu „Rock D.J“ á heima-
síðunni www.robbiewilliams.com. -
Allir þangað!
Virðum ,
_uti vistar tuna..
barna og unglmga
KUI'.h'.'I tl M. I. M ■ Ul U U J Pt JI. B f
Bruce Willis fær Emmy-verðlaun
Besti gesta-
leikarinn
BRUCE WILLIS vann sín önnur
Emmy-verðlaun um helgina þegar
hann var útnefndur besti leikarinn
í gestahlutverki gamanþátta fyrir
leik sinn í þremur Vina-þáttum.
Það má því með sanni segja að
góðverkin borgi sig á endanum því
Willis lét sem kunnugt er þóknun
sína fyrir verkið renna óskipta til
Bjóðum upp á 3 tegundir:
2 billj., 4 billj. og 8 billj.
APÓTEKIN
FRÍHÖFNIN
Uppl. í síma 567 3534
VISA
VAKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA (slandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
fyrir að klófesta kort
og vísa á vágest
VISA ISLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavik.
Sími 525 2000.
Stoltur Brúsi.
Reuters
góðgerðarmála. Kappinn vann sín
fyrstu Emmy-verðlaun árið 1987
fyrir aðalhlutverk sitt í þáttunum
Moonlighting þar sem hann lék á
móti Cybil Sheppard.
Umrædd Emmy-verðlaunaaf-
hending helgarinnar sneri þó að
mestu að tæknilegum hliðum
sjónvarpsþáttaframleiðslunnar en
hin eiginlega Emmy-verðlaunaaf-
hending fer fram hinn 10. septem-
ber næstkomandi.
KIAILARATILBOÐI
3 þrúgur á verði 2
Greitt er fyrir þær dýrari
Skeifunni 11 D og Kringlunni S: 533-1020
Yfir 30 tegundir!
Tilboði lýkur 3. sepL