Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brotist inn á heimasíðu Hæstaréttar Gerði forsætisráðherra að fyrrverandi dómara TÖLVUÞRJÓTI tókst að komast fram hjá öryggisstöðlum vefseturs Hæstaréttar og gera tvær breyting- ar á vefsíðu réttarins í fyrradag. Þrjóturinn bætti Davíð Oddssyni for- sætisráðherra á lista yfir fyrrverandi dómara og afbakaði mynd af Garðari Gíslasyni dómara. Símon Sigvalda- son, skrifstofustjóri Hæstaréttar, segir vefsetrið ekki hafa að geyma trúnaðarupplýsingar og að afrit sé til í tölvutæku formi af öllum dómum. Um leið og innbrotið inn í tölvu- kerfi Hæstaréttar hafi uppgötvast var vefsetrinu lokað og það fært aft- ur í samt horf. Hann segir að unnt sé að rekja allar breytingar sem gerðar eru á vefsíðunni. Símon segir árásina hafa verið gerða hér á landi og fyrir liggi ákveðnar upplýsingar sem gætu innihaldið vísbendingar um tölvu- þrjótinn. Hann segir að ekki hafi ver- ið tekin ákvörðun um hvort þrjótur- inn verði kærður. Eins og fyrr segir var Davíð Odds- syni bætt á lista yfir fyrrverandi hæstaréttardómara og mynd af Garðari Gíslasyni var breytt með því að teiknuð voru á hann svört gler- augu. Vefsíðan var í þessu horfi í nokkra daga. Það tók tölvuþrjótinn skamma stund að gera breytingarnar og hann fór einungis einu sinni inn í tölvu- kerfið, að sögn Símonar. Hann segir að mjög gaumgæfilega verði farið yf- ir öryggiskröfur vegna vefsins þó svo að það sé gert reglulega. Símon segir þó að öryggiskerfið sé mjög gott og alltaf sé hægt að sjá ef óboðinn fer inn á vef Hæstaréttar og rekja breyt- ingar sem á honum eru gerðar. Sím- on segir ekki um það að ræða að hægt hafi verið að komast í trúnaðar- upplýsingar á vefnum heldur sé allt efni birt opinberlega. Eini skaðinn sem hægt sé að gera er að breyta þeim upplýsingum sem á vefnum eru. Morgunblaðið/Ami Sæberg Island leggur fram fé vegna sóttvarna í Eystrasaltslöndunum og Rússlandi Mikil útbreiðsla alnæmis, kynsjúkdóma og berkla Heimssýningin Expo 2000 Fyrirtæki með mót- töku í íslenska skálanum NOKKUR íslensk fyrirtæki og stofnanir í ferðaþjónustu héldu ásamt sendiherra Islands í Þýska- landi, Ingimundi Sigfússyni, boð í gær á milli 18 og 20 að staðartíma, í íslenska skálanum á Heimssýning- unni Expo 2000 í Hannover. Að sögn Þorvarðar Guðlaugssonar, svæðis- stjóra Flugleiða í Þýskalandi, var blaðamönnum, fólki úr ferðamanna- iðnaðinum í Þýskalandi og sam- starfsaðilum íslensku fyrirtækjanna boðið til móttökunnar. „Þetta er það, sem við köllum „ferðadaginn", þar sem við erum að bjóða fólki í ferðageiranum í smá- boð.“ Ingi Gunnar Jóhannsson sá um íslandskynningu og boðið var upp á íslenskan mat úr eldhúsi Bláa lóns- ins. Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðraði samkomuna með nærveru sinni og hélt stutta tölu. Þeir aðilar, sem stóðu að móttök- unni, eru Flugleiðir, Bláa lónið, Reykjavíkurborg, Ferðamálaráð og Island Tour í Hamborg. Hver dagur heimssýningarinnar er tileinkaður ákveðinni þjóð og í dag er dagur íslands. Forseti íslands og menntamálaráðherra verða við- staddir listviðburði í tilefni dagsins en Qöldi íslenskra listamanna kemur fram og stendur dagskrá þeirra til kvölds. ÍSLENSKA ríkisstjórnin leggur fram 12 milljónir króna á þessu ári og næstu tveimur árum til sótt- vama í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Haraldur Briem sótt- varnalæknir er í viðbragðshóp á vegum forsætisráðherra ríkjanna sem standa að Eystrasaltsráðinu. Þau ríki eru, auk Islands, Norður- löndin, Rússland, Eystrasaltsríkin, Pólland og Þýskaland. Fyrsti fundur hópsins var hald- Réttað í Djúpadal RÉTTIR voru óvenjusnemma á ferð í Reykhólasveit í ár. Heyrðist því fleygt, til skýringar, að nú væri svo komið að kaupfélagið vildi fá bless- aða sauðkindina magra, svo pranga mætti henni inn á kaupendur. Fannst Samúel Sakaríassyni, bónda á Djúpadal, sem sést hér við Djúpa- dalsrétt í gær ásamt Sigurbirni Haraldssyni úr Reykjavfk, það skjótu skökku við að markaðurinn heimtaði nú frekar magra sauði en feita. Já, það er af sem áður var, er verðmæti sauðfjár hélst í hendur við fallþunga og væn flís af feitum sauð þótti herramannsmatur. Fyrstu fjárréttir samkvæmt fjár- og stóðréttaskrá verða sunnudag- inn 3. september í Hlíðarrétt í Mý- vatnssveit. inn í júní sl. í Ósló þar sem Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti niðurstöður for- sætisráðherrafundar sem haldinn var í Kolding í apríl. Stjórnvöld þessara ríkja hafa áhyggjur af því að smitsjúkdómar geti verið hindr- un í eðlilegum samskiptum ríkj- anna, verslun og viðskiptum. Þau vilja að tekið sé á þessu vandamáli sem eru smitsjúkdómar í Rúss- landi og Eystrasaltsríkjunum. Viðbragðshópurinn hélt annan fund sinn í síðustu viku. Verkefnið er að skila tillögum til forsætis- ráðherranna um hvað megi betur gera. „Það vinna margir að verk- efnum þessu tengdum og við þurf- um að finna út hvað sé verið að gera. Niðurstaða fundarins núna var sú að taka starfsemina út og kalla til sérfræðinga sem hafa þekkingu á ákveðnum málaflokk- um. Sérstök áhersla verður lögð á berkla og fjölónæma berkla gegn sýklalyfjum, alnæmi og HlV-smiti, kynsjúkdóma og almennt fjöl- ónæmar bakteríur sem menn telja að geti verið vandamál þarna. Einnig vilja menn skoða sóttvarnir almennt og bólusetningar. Við vit- um að á sumum svæðum er ekki bólusett vegna skorts á bóluefnum. Við viljum vita hvað þetta er stórt vandamál,“ segir Haraldur. Norðurlöndin hafa verið með átak í berklavörnum á þessum landssvæðum og einnig er mikið samstarf með Norðurlandaþjóðun- um í sambandi við sóttvarnir og vöktun sýkinga. Haraldur segir að unnið sé með Eystrasaltsríkjunum á þessu sviði eins og héruðum Rússlands sem liggja að þessu svæði. Gríðarlegt verkefni fram undan Tíðni berkla í þessum löndum hefur verið há og farið vaxandi og segir Haraldur með ólíkindum hve mikið HlV-smit hafi vaxið á und- anförnum árum. „Þá hafa þessir gömlu sjúkdómar, eins og t.d. barnaveiki, verið að stinga sér nið- ur vegna þess að bólusetninga- verkefni hafa ekki verið sem skyldi. Astandið þarna er eins og það var hjá okkur á stríðsárunum. En ég trúi ekki öðru en að þetta sé eitthvað sem hægt sé að laga,“ segir Haraldur. Haraldur segir að það komi fram í yfirlýsingu forsætisráð- herra Eystrasaltsráðsins að þeir líti svo á að þessi vandamál séu viðráðanleg. Hann segir að mun minni hætta sé á því að fjölónæmir berklar stingi sér niður hérlendis en t.d. í Finnlandi og Svíþjóð. Þessi hætta sé engu að síður fyrir hendi. Hér fari allir í berklaskoðun sem sæki um dvalarleyfi og viðbúnaður sé því fyrir hendi. Ekki hafi einstakl- ingar sem hingað hafa komið verið greindir með fjölónæma berkla. Þessa hafi orðið vart hjá innflytj- endum í Finnlandi en sýkingar hafi ekki náð að breiðast út. Haraldur segir að við afar sér- stæð vandamál sé að etja og þau tengist mikið slæmum aðbúnaði í fangelsum, aðstæðum heimilis^ lausra og drykkjusjúkra. Á þessu þurfi að taka með einhverjum hætti. „Þetta er gríðarlegt verkefni en afar brýnt ef t.d. Eistland, Lett- land og Litháen ætla að verða hluti af Evrópusambandinu og mikilvægt að þessi mál séu komin í gott horf. En ég held að þetta sé alveg viðráðanlegt." Vinna viðbragðshópsins fram í desember miðast við það að safna gögnum og að leggja fram tillögur um aðgerðir. Morgunblaðið/Jim Smart Skrifstofa jafnréttismála var tæmd í gær og allt, nema starfs- fólk, flutt norður. Skrifstofa jafnréttis- mála flutt SKRIFSTOFA jafnréttismála í Pósthússtræti var tæmd í gær og húsgögn og annað flutt norður til Akureyrar þar sem stendur til að opna Jafnréttisstofu á föstudag. Að sögn Elsu S. Þorkelsdóttur, fráfar- andi framkvæmdastjóra, er mikil eftirsjá í skrifstofunni í Reykjavík. „Ég hef ekki séð nein fagleg rök fyrir flutningnum ennþá og tel flutn- inginn faglega mjög vanhugsaðan. Miðað við að við öll og löndin í kring- um okkur eru að leggja aukna áherslu á þennan málaflokk hefði ég viljað sjá útibú á Akureyri, ekki flutning, það hefði mér þótt myndar- lega að verki staðið.“ Enginn starfsmannanna sex flytur norður og segir Elsa tvo þeirra vera komna með nýja vinnu, einn sé að skoða málin en þiíi-, þar á meðal hún séu á biðlaunum. „Það má kannski kalla flutninginn héðan dreifbýlis- pólitík húsgagna, ekki fólks þar sem rið flytjum ekki norður með hús- gögnunum. Þetta er óneitanlega sér- stök tilfinning því þó að ég hafi verið byrjuð að íhuga að hætta með nýju lögunum þá býst maður alltaf við að sjá starfið sitt áfram.“ Ljáðu Jþeim eyra á Súfístanum miðvikudaginn 30. ágúst í draumum var þetta helst... Útgáfutónleikar Einar Már Guðmundsson og Tómas R. Einarsson ásamt hljómsveit flytja efni af nýútkomnum geisladiski. Dagskráin hefst kl 20 og er aðgangur ókeypis. $ L Mól og menning malogmennlng.ls Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.