Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 11
FRÉTTIR
Urslit hug’myndasamkeppni um tilhögun kosninga með rafrænum hætti
• •
Orgjörvakort og korta-
lesarar í staö kjörseðla
Morgunblaðið/Jim Smart
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, kynnti úrslit samkeppninnar.
DÓMS- og kirkjumálaráðherra hef-
ur tilkynnt úrslit úr hugmyndasam-
keppni um tilhögun kosninga með
rafrænum hætti. Valnefnd, sem falið
var að meta tillögumar, komst að
þeirri niðurstöðu að engin hugmynd
ein og sér bærí af hvað varðaði allt
kosningaferlið. Lagði hún því til að
fyrstu og önnur verðlaun skiptust
jafnt milli tveggja aðila sem í sam-
einingu myndu starfa að því að út-
færa hugmyndir sínar og gera sýn-
ingarhæfa frumgerð að
kosningakerfi.
Fyrsta og annað sæti samkeppn-
innar hrepptu Tölvubraut ehf. ann-
ars vegar og Ásta Þorleifsdóttir og
Jens Fylkisson, hjá net- og gagna:
högunarhópi EJS hins vegar. I
rökstuðningi valnefndarinnar segir
að með því að steypa hugmyndunum
saman sé komin nokkuð heildstæð
hugmynd sem sé innan ramma upp-
lýsingasamfélagsins eins og það er í
dag, bæði tæknilega og og eins laga-
lega. „Notuð eru vinnubrögð og
tækni sem til eru í dag. Ennfremur
er hugmyndin nógu sveigjanleg til að
leyfa einnig hefðbundna kosningaað-
ferð fyrir þá sem slíkt kjósa.“
Þriðju verðlaun hreppti Hugvit hf.
auk þess sem ráðuneytið keypti hug-
mynd Vals Óskarssonar til að hafa til
hliðsjónar við frekari þróun raf-
rænna kosninga.
Orkar tvímælis hvort tillögurn-
ar standast kosningalög
Sólveig Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, segir það taka
töluverðan tíma að þróa fyrirkomu-
lag á rafrænum kosningum. „Stærsti
þröskuldurinn, sem komast þarf yfir
í sambandi við fullkomlega rafrænar
kosningar, er að tryggja svo öruggt
sé að það sé sá kjósandi sem merkt
er við á kjörskránni sem raunveru-
lega kýs,“ segir Sólveig. Hún segir
að einnig þurfi að vera hægt að
tryggja að kosningar verði ávallt
fullkomlega leynilegar og ekki sé
hægt að lesa vélrænt hvernig ein-
stakur kjósandi kýs.
í umsögn valnefndarinnar kemur
fram að flestar hugmyndimar sem
bárust eiga það sammerkt að þær
horfa til framtíðar og gera ráð fyrir
rafrænu samfélagi sem ekki er til í
dag. Er þar sérstaklega átt við raf-
ræn persónuskilríki, sem staðfesta
svo ekki verði um villst að sá sem
framvísar slíkum skilríkjum sé sá
sem hann segist vera. Slík persónu-
skilríki eru ekki til í dag.
Einnig taldi nefndin það orka tví-
mælis hvort allar tillögurnar sem
bárust væru framkvæmanlegar mið-
að við núverandi kosningalög.
Ekki allir vanir
tölvutækninni
Svanur Baldursson þróaði hug-
myndina sem barst frá Tölvubraut
ehf. Hann segir hana felast í notkun
á svo kölluðum örgjörvakortum eða
smartkortum. Kjósandi fer í viðeig-
andi kjördeild, sýnir persónuskil-
ríki og fær því næst afhent ör-
gjörvakortið. Inni í kjörklefanum
stingur kjósandi kortinu í þar til
gerðan kortalesara eða posa og
birtast þá myndir á snertiskjá sem
líkjast kjörseðli. Svanur segir
helsta gallann við slíkt kosninga-
kerfi að ekki eru allir vanir að nýta
sér tölvutæknina. Því gerir hann
ráð fyrir í hugmynd sinni að sam-
hliða verði hægt að notast við hefð-
bundna aðferð við kosningar.
I hugmynd Ástu og Jens sem
hlaut fyrsta og annað sætið ásamt
hugmynd Svans er gert ráð fyrir að
kosning muni fara fram á kjörstað í
gegnum vefviðmót í miðlægri kosn-
ingamiðstöð. Kjörskrá verði geymd
miðlægt og kjósandi geti því kosið á
hvaða kjörstað sem er óháð kjör-
dæmi.
Jens segir helstu kosti rafrænna
kosninga vera að með þeim verði
kjörseðlar og þau umsýsluvanda-
mál sem þeim fylgja úr sögunni auk
þess sem talningin yrði nákvæmari.
Hægt að taka upp rafrænar
kosningar í áföngum
Dóms- og kirkjumálaráðherra
telur ekki hægt að segja til um á
þessari stundu hvenær sýningar-
eintak af rafrænu kosningakerfi
yrði til reiðu. Sólveig segir þá hug-
mynd hafa komið fram í nefndinni
sem fjallaði um hugmyndirnar að
hafa tilraunakosningar með kerfinu,
jafnvel skoðanakönnun. Þannig
væri hægt að láta á kerfið reyna og
kanna kosti þess og galla.
Sólveig segir hægt að taka upp
rafrænar kosningar í áföngum, t.d
með því að byrja með notkun mið-
lægrar og tölvutengdrar kjörskrár
fyrir allar kjörstjórnir og rafræna
úrvinnslu kosningaúrslita í auknum
mæli en þróa hins vegar kosninga-
athöfnina hægar. Þá yrði notast við
kjörseðla en ef til vill í nýrri mynd
sem auðveldaði vélræna úrvinnslu
og yfirfærslu í stafrænt form.
Japönsk þingnefnd í heimsókn á fslandi
Forsætisráðherrarn-
ir hittist í New York
Morgunblaðið/Ásdís
Eiichi Yamashita, Akira Imaizumi, Kinuko Ofuchi, Yoshihiro Nishida og
Masaaki Yamazaki sitja í stjórnlaganefnd efri deildar japanska þingsins
og komu þau hingað til lands til að kynna sér störf Alþingis.
YOSHIHIRO Nishida, formaður
stjórnlaganefndar japanska þings-
ins, sagði að hann væri að reyna að
koma á fundi milli Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra og Yoshiros Moris,
forsætisráðherra Japans, þegar þeir
verða báðir í New York á sérstökum
fundi 150 leiðtogasem haldinn verður
á vegum Sameinuðu þjóðanna í til-
efni áhþúsundamótanna 6. til 8. sept-
ember.
Margir smærri fundir verða einnig
haldnir á leiðtogafundinum og er
meðal annars gert ráð fyrir því að
leiðtogar þeirra fimmtán ríkja sem
eru í öryggisráðinu komi saman til að
ræða friðargæslumál. Búist er við að
mörg hundruð fundir í líkingu við
þann, sem Nishida vill koma á milli
Davíðs og Moris, verði haldnir þessa
þrjá daga í New York.
Nishida, sem var hér í heimsókn
ásamt fjórum öðrum nefndarmönn-
um 27. og 28. ágúst, ræddi í gær við
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
hei'ra og fór meðal annars fram á
frekari stuðning íslendinga við um-
leitanir Japana um að fá fast sæti í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Stjórnlaganefndin er í efri deild
japanska þingsins og nefndarmenn-
irnir, sem hér voru, eru hver úr sín-
um flokki.
Þróa samskipti þinga
Islands og Japans
Nishida sagði að forseti efri
deildarinnar hefði komið hingað til
lands fyrir þremur árum og Keizo
Obuchi heitinn, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, hefði síðan komið 1999.
Heimsókn þingnefndarinnar nú hefði
verið möguleg vegna framtaks Áma
Steinars Jóhannssonar, varaforseta
Alþingis, og fór nefndin á fund hans í
fyrradag.
„Við viljum nota þetta tækifæri til
að þróa samskipti milli þinga íslands
og Japans,“ sagði hann. „Við mynd-
um einnig vilja sþiptast á skoðunum
um þingkerfin á íslandi og í Japan.“
Nishida sagði að miklar umbætur
ættu sér stað í Japan um þessar
mundir og væri sérstaklega verið að
taka til hendinni í stjórnkerfinu.
„Við ætlum að straumlínulaga
framkvæmda- og löggjafarvaldið til
að búa okkur undir 21. öldina,“ sagði
hann. „Hluti af því er að breyta fyrii--
komulaginu sem er á starfi fasta-
nefnda í þinginu. Við höfum hug á að
kynna okkur hvernig fastanefndir
starfa hér á landi.“
Nishida kvaðst fagna auknum
samskiptum Japans og íslands. í
apríl hefði Japan opnað upplýsinga-
skrifstofu í Reykjavík og stefnt var
að því að opna sendiráð í Japan. Um
leið hygðust íslendingar opna send-
iráð í Japan.
„Ég öfunda stundum íslendinga
vegna mikilla auðlinda landsins,“
sagði hann. „yið flytjum aðallega bíla
frá Japan til Islands en mér skilst að
90% af útflutningi íslands til Japans
sé sjávarafui’ðir. Þarna eru því
ákveðin tengsl.“
Nishida er í Frjálslynda lýðræðis-
flokknum og flokksbróðir bæði
Obuchis heitins og Moris eftirmanns
hans.
„Samband ríkjanna styrkist og efl-
ist um þessar mundir og byggist það
á gagnkvæmu trausti," sagði hann.
„Ég á von á að sambandið milli ríkj-
anna styrkist enn á næstunni. Það
byggi ég á því að Mori, núverandi
forsætisráðherra, sagði nýverið að
hann hygðist halda áfram stefnu
Obuchis."
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagði nýverið í Noregi að ein for-
sendan fyrir því að hefja mætti hval-
veiðar á íslandi væri að erlendir
markaðir væru tryggðir. Nishida
sagði að það væri sín persónulega
skoðun að Japan gæti orðið aðlað-
andi markaður fyrir íslenskar hvala-
afurðir.
Hvalveiðar hluti af
japanskri menningu
„Hvalveiðar hafa ávallt verið hluti
af japanskri menningu og mér þótti
persónulega mjög leitt að hvalveiðar
voru bannaðar," sagði hann. „Auðvit-
að á að leita jafnvægis milli verndar
umhverfisins [ogveiða] en hvalveiðar
eru bannaðar á kostnað annaira
þátta í umhverfinu. Það er mikilvægt
að takmarka veiðar ákveðinna teg-
unda en ég held að leita eigi jafnvæg-
is. Vitaskuld er mjög mikilvægt að
samfélag þjóðanna vinni náið saman
að verndun umhverfisins og Japanar
þurfa að leggja hart að sér til að
vernda dýren ég verð um leið að
benda á að sum dýr skaða umhverfið.
Það er mikilvægt að takmarka heild-
arkvóta hvala en of mikil vernd hefur
skaðleg áhrif og mér virðist ekki
virka að banna hvalveiðar."
Nishida sagði að þessi orð sín um
hvalveiðar mætti hins vegar ekki
túlka sem stefnu japönsku stjórnar-
innar. Hins vegar hefði hann verið á
ferð um Norður-Evrópu og hefði lát-
ið skoðanir sínar um málið í ljós í
henni.
Þingnefndin átti fund með Ólafi B.
Thors, heiðursræðismanni Japans á
Islandi, á sunnudag og sagði Nishida
að hann hefði lagt mikið af mörkum
til að efla samskipti ríkjanna, hjálpa
Japönum á íslandi og undirbúa
heimsóknir frá Japan. Japanar
kynnu honum miklai’ þakkir fyrir.
Forseti þýska Sambands-
þingsins til Islands
FORSETI þýska Sambands-
þingsins, Wolfgang Thierse, verð-
ur dagana 1.-3. september nk. í
opinberri heimsókn á Islandi í
boði Halldórs Blöndals, forseta
Alþingis. Fyrsti varaforseti Al-
þingis, Guðmundur Árni Stefáns-
son, tekur á móti forseta þýska
Sambandsþingsins fyrir hönd for-
seta Alþingis.
Forseti þýska Sambandsþings-
ins mun ræða við 1. varaforseta
Alþingis, formann utanríkismála-
nefndar, formann íslandsdeildar
þingmannanefndar EFTA, full-
trúa þingflokka Framsóknar-
flokks og Vinstri hreyfingarinnar
- græns framboðs og formann
Samfylkingarinnar. Wolfgang
Thierse hittir jafnframt að máli
forseta Islands og forsætisráð-
heira auk þess sem þýski þingfor-
setinn mun ferðast um Austur-
land.