Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
.. Morgunblaðið/Ásdís
Stefán Orn Amarson og Pétur Eggerz í Völuspá.
Möguleikhúsið
Yöluspá á
faraldsfæti
„VÖLUSPÁ Þórarins og Möguleik-
hússins ætlar að fá rífandi byrjun nú
á haustmánuðum eftir góðan byr í
kjölfar frumsýningar á Listahátíð í
Reykjavík á vordögum," segir Sess-
elía Traustadóttir, markaðsstjóri
Möguleikhússins. „I fyrstu leikferð
leikársins er stefnt vestur á firði með
Völuspá dagana 18.-23. september.
F ormlegt samstarf Leikfélags Akur-
eyrar og Möguleikhússins um sýn-
ingar á Norðurlandi eystra er áætlað
tímabilið 16.-27. október. Þá hefur
leikhúsinu og borist boð um þátttöku
á MINIFEST Intemational Festival
í Rostov-on-Don Academic. Sú leik-
listarhátíð hefst 27. september og
stendur til 9. október.
í ljósi þess hvað Listahátíð í
Reykjavík var sérlega tileinkuð
bömum er þátttaka á hátíðinni í
Rostov-on-Don alveg frábært fram-
hald á gengi Völuspárinnar. í Rost-
ov-on-Don má gera ráð fyrir að komi
saman allir helstu leikhúsráðunautar
fyrrverandi Ráðstjórnarríkjanna,
sem að bamaleikhúsi starfa,“ segir
Sesselía.
„Þegar Völuspá var frumsýnd á
listahátíð í vor voru gagnrýnendur á
einu máli um ágæti sýningarinnar.
Völuspá er leiksýning fyrir áhorf-
endur frá tíu ára aldri og byggir á
hinni fomu Völuspá. Kvæðið er not-
að sem grannur til að veita áhorfend-
um sýn inn í hugmyndaheim heiðinn-
ar goðafræði og sjá hvernig menn
sáu fyrir sér sköpunarsögu heims-
ins. Textinn er saminn af Þórami
Eldjárn, sem hefur sérstakt lag á að
gera kveðskap að góðgæti í hugum
íslenskra bama. Leikstjóri sýning-
arinnar er danski leikarinn Peter
Holst, en hann rekur sitt eigið leik-
hús í Danmörku, Det lille turnéteat-
er. í dómum gagnrýnenda kemur
fram að leikstjóm hans á Völuspá sé
hugmyndarík og styrk og einfald-
leiki og skýrleiki einkenni hand-
bragð hans. Guðni Franzson samdi
og stýrði tónlistinni í verkinu og fékk
eindóma lof fyrir.
Pétur Eggerz leikur öll hlutverkin
í Völuspá og Stefán Örn Amarson
sellóleikari galdrar fram úr hljóð-
færi sínu áhrifshljóð og gefur hverri
persónu verksins sérstakt stef úr
sellóinu.“
Söngvar og sónhendur
frá ýmsum löndum
Á LIÐNU vori sendi
Þorsteinn Gylfason frá
sér safn Ijóðaþýðinga
sem ber heitið Söng-
fugl að sunnan. Ljöða-
bókin er að ýmsu leyti
framhald af Sprekum
af reka, bök Þorsteins
sem út kom árið 1993
og líkt og þá ræðst
hann ekki á garðinn
þar sem hann er lægst-
ur; í bókinni er að
finna þýðingar á höf-
uðskáldum eins og
William Shakespeare,
Johann Wolfgang von
Goethe og Alexander
Púshkín. Þá eru í bók-
inni þýðingar á Ijóðum eftir Victor
Hugo, Paul Verlaine, Robert Frost
og fleiri góðskáld frá ýmsum lönd-
um. Ensk miðaldakvæði, þeirra á
meðal hið bráðskemmtilega
„Thule“ eftir Thomas Weelkes ber
fyrir augu ogþýðingar á spænskum
þjóðvísum frá miðöldum er einnig
að finna í Söngfugli að sunnan. Síð-
ari hluti bókarinnar er helgaður
þýska skáldinu Bertolt Brecht og
þar snarar Þorsteinn mörgum
kunnum söngljóðum Brechts, meðal
annars úr „Túskildingsóperunni",
svo sem hinum þekkta „Götusöng"
um Makka hníf, og birtir þýðingu
sína á hinu rómaða kvæði Brechts
„Til hinna óbornu". Eins og sjá má
er af mörgu að taka en það þótti við
hæfi að vikja talinu fyrst að þýðingu
Þorsteins á átjándu sónhendu
Shakespeares en við hana hafa
margir ljóðelskir menn tekið miklu
ástfóstri á umliðnum öldum.
Varglíman við enska stórskáldið
erfið?
„Michelangelo, sem er þama við
hliðina á honum í bókinni, var nú
erfiðari," svarar Þorsteinn glaður í
bragði og heldur áfram: „Sónhenda
er dálítið snúinn bragarháttur, og
ítalska gerðin af henni er erfiðari
en hin enska. Kvæði Shakespeares
hefur reyndar verið íslenzkað áður
af Helga Hálfdanarsyni og Daníel
Daníelssyni, og þær þýðingar eru
Þorsteinn
Gylfason
prentaðar aftanmáls í
minni bók.“
Þú lætur ekki staðar
numið heldur þýðir líku
„Söng Aríels“ úr„Of~
viðrinu
„Þá þýðingu gerði
ég handa Arnheiði Sig-
urðardóttur vegna
þess að hún var að
þýða fyrirlestur eftir
Karen Blixen þar sem
Blixen vitnar í þetta
kvæði án þess að nefna
hvaðan hún hefur til-
vitnunina. Hún segir
bara „eins og skáldið
segir“ eins og við segj-
um stundum. Arnheið-
ur spurði mig hvað þetta myndi
vera, og ég fann það fyrir hana og
þar með þýðingu Helga sem er af-
bragð. En þá skipti það máli fyrir
þýðingu Amheiðar á Blixen að efni
kvæðisins skiptist eins í línur á ís-
lensku og á ensku, og það gerir það
ekki hjá Helga. Þess vegna snaraði
ég söngnum handa Amheiði, bara
til að hún fengi íslenzka útgáfu af
kvæðinu þar sem efnið skiptist eins í
línur og í frumkvæðinu."
Þær spurningar vakna þegar mað-
wles kvæðið svona eitt ogsér, hvort
það hafi ekki orðið T. S. Eliot æði
hugstættþvíefniþess virðist svo
kunnuglegt?
„T. S. Eliot vitnar orðrétt í þetta
kvæði í Eyðilandinu. Hann orti líka
kvæðaflokk sem hann kallaði
„Aríelskvæði“.“
I bókinni eru þýðingar úr mörgum
tungumálum ogljóð frá mörgum
löndum.
„Já, ég reyni sitt af hverju og
kann ekki öll málin! Til dæmis ekki
rússnesku. En þá fæ ég hjálp. Ég
þýði svo dæmi sé tekið kvæðið „Gít-
ar“ eftir Victor Hugo úr rússnesku.
Ástæðan er sú að það er til stórkost-
legt lag við þetta kvæði eftir Sergei
Rakhmanlnov, gert við rússneska
þýðingu Levs Meij. Victor Hugo var
alveg framúrskarandi Ijóðskáld og
eitt af mestu ljóðskáldum heimsins
held ég raunar. Hann lifir aðallega
Islensk
grafík
GRAFIK
Hafnarhúsinu
RAGNHEIÐUR
JÓNSDÓTTIR
Til 10. september. Opið þriðju-
daga til sunnudaga frá kl. 14-18.
SÝNINGIN á verkum Ragn-
heiðar Jónsdóttur sem opnuð var á
menningamóttinni 2000 er lítil yf-
irlitssýning sem gefur prýðilega
innsýn í þróun hennar sem grafik-
listamanns og teiknara. Allt frá
áttunda áratugnum þegar áleitnar
spekúlasjónir hennar um stöðu
konunnar lýstu sér í hinum þekktu
ætingarmyndum af konum með
tertur á hausnum og óléttum kjól-
um á snúra og stól hefur hún verið
í fararbroddi íslenskra svartlistar-
manna.
í hinum litla sal í Hafnarhúsinu
má sjá að Ragnheiður hefur aldrei
verið hlutlaus í list sinni. Öll verkin
era afgerandi, dregin upp með
sterkum og tjáningarríkum hætti
svo skörp skilin milli ljósra og
dökkra flata verða óvenju drama-
tísk. Þannig er eins og listakonan
hafi viljað bora sig inn í vitund
áhorfandans með verkum sínum
svo að útilokað væri að hann
gleymdi þeim.
Einungis á síðasta áratug hefur
impressjónískari still læðst inn í
verk Ragnheiðar og gert sig æ
heimakomnari eftir því sem nær
dregur okkar tíma. Sennilega byrj-
aði það með hinni merkilegu graf-
íkmyndröð sem helguð er Völuspá.
Svelgurinn sem opnaðist í miðjum
fletinum var þó þegar kominn
fram í „Kumli“ frá ofanverðum
níunda áratugnum eða hvað annað
gæti opið ofan í dökkan hauginn
verið, ef ekki undanfari ginnunga-
gapsins í Völuspármyndröðinni?
En ef áhorfandinn er vökull hlýtur
hann að taka eftir því að gapið var
þegar komið, löngu áður en Kuml-
þemað kristallaðist. Óléttu kjól-
arnir eru með áþekku gati í háls-
málinu, og þannig sést ef til vill
mjög sterk framvinda í verkum
Ragnheiðar, sem manni yfirsést í
fyrstu vegna þess að fyrri verk
hennar voru svo fullkomlega hlut-
læg. Það er aðeins með því að sjá
myndirnar samankomnar á einni
sýningu að skoðandanum verða
ljós ákveðin tengsl milli hinnar fíg-
úratífu myndgerðar fyrri tíðar og
mun huglægari stíls síðar meir.
Það virðist nefnilega sem mynd-
efnið hafi ráðið meira um myndmál
Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson
Frá sýningu Ragnheiðar Jónsdóttur í sýningarsal fslenskrar grafíkur.
Ragnheiðar en ætla mætti af nýrri
verkum hennar. Það sem við blasir
er sérkennileg ganga hennar frá
myndlist í mjög afgerandi frásagn-
arstíl til táknrænnar myndlistar
sem síðan endar í uppgufun mynd-
efnisins. Sumpart er þetta eins og
ferðalag frá jörðu og út í geim. Allt
er skýrt og auðsætt í upphafi ferð-
ar en síðan hverfur allt og verður
loks að stjörnuþoku í fjarska.
Þannig sannar sýning Ragnheið-
ar að einstaklingsbundin listþróun
er ekki á eina bókina lærð. Hug-
myndirnar koma og hverfa með
eins mismunandi hætti og mynd-
listarmennimir era margir. Og
það sem einnig sést svo vel í þess-
ari knöppu en merkilegu yfirlits-
sýningu er að þróun listarinnar
fylgir ekki alltaf hinu mikilvæga
eftir. Jafnoft era það smáatriðin -
ómerkileg eða illmerkjanleg atriði
- sem gefa tóninn um framvind-
una. Það styður óneitanlega kenn-
ingar Derrida um að hlutirnir
verði ekki aðgreindir með eins ein-
földum og afgerandi hætti og við
ætlum í fljótu bragði. Aldrei skyld-
um við misvirða hið ómerkilega því
hver veit nema það sé einmitt lóðið
sem máli skiptir? Það má að
minnsta kosti ráða af verkum
Ragnheiðar Jónsdóttur í íslensk
grafík.
Halldór Björn Runólfsson
sem slíkur á tuttugustu öld. Frakk-
ar líta á hann sem einn sinn allra
fremsta rithöfund, og fyrst. og
fremst fyrir kvæðin nú til dags.
Ekki fyrir skáldsögur hans og leik-
rit. Þau hafa þótt fyrnast á ýmsa
lund en kvæðin ekki.“
Svo er þarna kvæði eftir Banda-
ríkjamanninn Robert Frost, „Staldr-
að við skóg á hríðarkvöldi“.
„Já, það er eiginlega rímþraut,
ein af nokkrum eftir Robert Frost.
Ég hef glímt við hann áður. Það eru
tvö kvæði eftir hann í Sprekum af
reka.“
Þá er það síðari hluti bókarinnar
sem hefw að geyma ljóð og söngva
eftir Bertolt Brecht. ErBrechtfrá-
brugðinn öðrum skáldum, eins ogoft
er látið í veðri vaka ?
„Brecht er töluvert mikið öðru-
vísi en önnur skáld. Hann hefur sinn
eigin stfl, sín eigin yrkisefni og
mjög persónulegt tungutak. Mikið
af kvæðunum sem ég þýði eru
söngvar úr leikritum. Þau bera þess
merki að vera ort til söngs og bera
þess jafnvel merki að vera ætluð til
söngs á leiksviði. Kvæðin voru
stundum ort jafnharðan og lögin
urðu til og þá í samvinnu við tón-
skáldin. Af því að Brecht hafði yfir-
leitt mjög góð tónskáld sem sam-
verkamenn er það ein þraut í
þýðingum á kvæðum hans að það er
óráðlegt að breyta lögunum smá-
vægilega hér og þar. Oft þegar
kvæði eru gerð við lög leyfist manni
að laga lagið h'tið eitt að textanum,
og gera til dæmis eitt atkvæði úr
tveimur eða öfugt, en hjá tónskáld-
um Brechts má helzt ekki hagga
einni einustu nótu. Það verður jafn-
vel hver einasta þögn að koma eins
og hún var fyrirskrifuð af tónskáld-
inu.“
Aðhvaða leyti er hann ólíkur öðr-
um skáldum ? Er hann meira blátt
áfram en þau, eða hvað erþað sem
einkennir hann?
„Vissulega er hann blátt áfram,
en það er hinsvegar ekki mjög
óvenjulegt um skáld. Mörg skáld
yrkja þannig. Það hafa ýmis skáld
Islendinga á tutt ugustu öld, eftir
daga Einars Benediktssonar, gcrt
sér far um að gera, til dæmis Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi, Tómas
Guðmundsson og Steinn Steinarr.
Þessi skáld eru blátt áfram og yfir-
leitt auðskiljanleg. Brecht yrkir
blátt áfram eftir þýskri hefð. Svona
var Heine. Svo kemur krafan um að
vera ljós og blátt áfram eiginlega af
sjálfu sér þegar verið er að semja
söngva í leikrit. Væntanlega verða
kvæðin að skiljast þegar þau eru
sungin í leikhúsinu. En Brecht hef-
ur líka sitt eigið tungutak, og yrkis-
efnin eru að mörgu leyti óvenjuleg:
til dæmis undirheimar stórborgar,
glæpamenn og vændiskonur. Svo
má ekki gleyma viðhorfum hans til
þessara yrkisefna. Þau eru sam-
bland af kulda og hlýju, harðneskju
og viðkvæmni. Og þegar hann er
viðkvæmur er það oftar en ekki með
einhverjum svip sem líkist glotti."
Sönguráhausti
(Paul Verlaine)
Sártgnauðarblær
ergígjurslær
gulnað haust,
særirminnhug,
sviptir dug,
linnulaust.
Þrúgarmigkvöl
ogkinnerfól,
klukkurslá.
Greinistumhríð
míngengnatíð.
Grætégþá.
Andblásturfer
aðfeyHjamér
staðúrstað
umauðanveg
semværiég
visið blað.
tír Söngfugli að sunnan.