Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 27
LISTIR
Samhljómur í Skien
N orræna/Eystrasalts-
kórahátíðin var haldin
í bænum Skien í Noregi í
sumar. Einum kór frá
hverri Norðurlandaþjóð
og Eystrasaltslöndunum
var sérstaklega boðið til
hátíðarinnar. Hljómeyki
þáði boðið fyrir íslands
hönd og kynnti nýlega ís-
lenska kóratónlist.
Hildigunnur Rúnarsdóttir
segir frá.
Stund milli stríða.
Nokkrir kórfélagar fyrir framan kirkjuna í Skien.
HLJÓMEYKI var stofnaður fyrir
26 árum og 1986 var ákveðið að
áhersla yrði lögð á nýlega íslenska
tónlist í samstarfi við Sumartón-
leika í Skálholtskirkju. Kórinn hef-
ur haft nægan starfa og flutt ný
tónverk eftir Jón Nordal, Hjálmar
H. Ragnarsson, Þorkel Sigur-
björnsson, Hafliða Hallgrímsson,
John Speight, Hildigunni Rúnar-
sdóttur og fleiri á Sumartónleikun-
um hin síðari ár. Kórinn hefur líka
látið til sín taka við annars konar
verkefni og er þar hægt að nefna
uppfærslur á óperum á borð við
Dido og Æneas eftir Purcell, út-
varpsupptöku af Orfeus og Evridís
eftir Gluck og Orfeo eftir Mont-
everdi. Hljómeyki hefur gefið út
þrjá geisladiska með verkum eftir
Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel
Sigurbjörnsson og nú síðast Jón
Nordal, í samvinnu við Mótettukór
Hallgrímskirkju.
Raddir Hljómeykis hafa borist
víða og vann kórinn til bæði gull-
og silfurviðurkenninga í kóra-
keppni í Riva del Garda á Italíu ár-
ið 1998. Ekkert var því að vanbún-
aði af hálfu kórfélaganna að vera
fulltrúi Islands á þessu móti. Eftir
að boðið kom fór æfingatímabil í
hönd og fljótlega fór spenningur að
gera vart við sig í hópnum. Eftir-
væntingin varð ekki minni þegar í
ljós kom að kórnum var ætlað að
gista undir sama þaki og tveir hvað
virtustu kórarnir, þ.e. Eistneski
fílharmóníukammerkórinn og kam-
merkór Óslóborgar. Eini gallinn
var að um var að ræða lýðháskóla í
um 30 km fjarlægð frá sjálfum
bænum! Ekkert þýddi auðvitað að
kvarta yfir því enda eðlilegt að
15.000 íbúar Skienbæjar gætu átt í
erfiðleikum með að taka á móti
4.000 gestum í um 150 kórum, á
einu bretti um hásumar.
Glataði smókingurinn
Rúta var fengin til að lóðsa
mannskapinn í bæinn og fyrir
sjálfa opnunarhátíðina var öllum
boðið til hádegisverðar í stórri
íþróttaskemmu skammt frá hátíð-
arsvæðinu á aðaltorgi bæjarins.
Vegna leiðinlegs misskilnings vildi
svo til að einn karlmannanna í
kórnum gleymdi einkennisbúningi
sínum í rútunni og stóð því uppi
smókinglaus að lokinni máltíðinni.
Nú voru góð ráð dýr og reyndu
nokkrir í hópnum að sannfæra
þann fatalausa um að svört flís-
peysa gæti vel þjónað sama til-
gangi og smókingurinn góði. Eftir
að hafa litið í eigin barm dofnaði
sannfæringarkrafturinn í röddun-
um og fátt virtist til ráða. Skyndi-
lega datt einum kórfélaganna
snjallræði í hug og lét ekki sitja við
orðin tóm. Hann arkaði inn í herra-
fataverslunina Dressmann, festi
kaup á skyrtu og sokkum, og
spurði kurteislega hvort að hægt
væri að fá lánaðan smóking í réttri
stærð í um 30 mínútur. Málaleitan-
inni var vel tekið og léttist brúnin
heldur betur á kórfélaganum eftir
að lausn hafði verið fundin á vand-
anum. Hljómeyki komst á svið á
tilsettum tíma og við þetta tæki-
færi sungu boðskórarnir - hver
fyrir sig og allir átta saman - sig
inn í hug og hjörtu áheyrendanna á
torginu í blíðskaparveðri. Við sama
tækifæri skemmtu þjóðdansa- og
þjóðlagahópar viðstöddum.
Eftir opnunarhátíðina hlýddu
flestir í kórnum á tónleika eist-
neska fílharmóníukammerkórsins
og er óhætt að segja að áheyrend-
ur hafi ekki orðið fyrir vonbrigð-
um. Stjórnandanum Tönu Kaljuste
þykir hafa tekist sérstaklega vel til
við mótun kórsins. Á efnisskrá
kórsins var aðeins eitt verk, eftir
Arvo Párt, rúmur klukkutími á
lengd, en langt var frá því að
nokkrum leiddist.
Þakklæti norska
sjónvarpsins
Skien er í um 100 km fjarlægð
suðvestur af höfuðborginni Ósló.
Bærinn er fæðingarbær norska
skáldjöfurins Ibsens og fóru aðal-
tónleikar Hljómeykis fram í
stærsta tónleikasal svokallaðs Ib-
senshúss daginn eftir opnunarhá-
tíðina. Salurinn tekur um 1.200
manns í sæti og voru tónleikarnir
nokkuð vel sóttir. Góður rómur var
gerður að söng kórsins og sérstak-
lega sóst eftir nótum að lögum
Jóns Nordals við Heilræðavísur
séra Hallgríms Péturssonar og
lögum eftir Snorra Sigfús Birgis-
son. Eftir tónleikana gafst lítið
ráðrúm til hvíldar því að við tók
undirbúningur fyrir hátíðartón-
leika með hinum boðskórunum í
aðalkirkjunni í bænum um kvöldið.
Skýrt hafði verið tekið fram að
hver kór hefði aðeins um 10 mínút-
ur til umráða á tónleikunum. Engu
síður áttu kórarnir erfitt með að
halda sig innan þess tímaramma -
nema Hljómeyki sem hélt sig vel
innan settra marka - og hlaut að
launum innilegt þakklæti frá
tæknimönnum norska sjónvarps-
ins. Hátíðartónleikarnir verða
væntanlega á dagskrá norska
sjónvarpsins seinna í haust. Vegna
þrengsla gafst kórunum því miður
ekki tækifæri til að njóta framlags
hver annars. Aðeins bárust af því
fregnir að tónleikarnir hafi verið
hin mesta veisla fyrir augu og
eyru.
Lykilmenn spá í spilin
Eins og allir vita gegnir stjórn-
andinn lykilhlutverki í öllum kór-
um. Stjórnendurnir gleymdust
heldur ekki á kórahátíðinni því
stjómendur boðskóranna héldu
hver fyrir sig sérstakt stjórnenda-
námskeið. Bernharður Wilkinson,
stjórnandi Hljómeykis, hélt stjórn-
endanámskeið daginn eftir og naut
að sjálfsögðu fulltingis kórsins.
Kórinn söng einstök dæmi úr efn-
isskrá sinni og var þar að finna
verk eftir tónskáld á borð við Jón
Leifs, Jón Nordal, Hafliða Hall-
grímsson og Báru Grímsdóttur.
Námskeiðið sóttu bæði stjórnend-
ur annarra boðskóra og fleiri kóra
því eins og áður segir sóttu sam-
tals um 4.000 manns kórahátíðina
að þessu sinni. Hingað til hefur
kórahátíðin verið haldin þrisvar
sinnum, annað hvort ár, til skiptis
á Norðurlöndunum og í Eystra-
saltslöndunum þremur.
Eftir stjórnendanámskeiðið tóku
við aðrir hátíðartónleikar, að sögn
ekki síðri hinum fyrri og lauk þess-
um degi eins og deginum á undan
ekki fyrr en upp úr kl. 1 eftir mið-
nætti.
Stórfengleg
lokahátíð
Á lokadegi hátíðarinnar hófst
dagskráin á stórfenglegri skrúð-
göngu. Norðmennirnir létu sér
ekki nægja að láta alla þátttakend-
urna strunsa um bæinn í ferfaldri
röð. Ormurinn langi var látinn
bylgjast með skipulögðum hætti,
bíta í halann á sér og fara hinar
ýmsu krókaleiðir um bæinn þveran
og endilangan áður en komið var
að stórum íþróttaleikvangi þar sem
lokatónleikarnir fóru fram undir
berum himni. Stemmningin var
ólýsanleg þar sem öllum bæjarbú-
um var boðið á íþróttavöllinn til að
hlýða á samsöng kóranna uppi í
stúku. Gleðin var heldur ekki á
enda eftir tónleikana því á eftir var
öllum boðið til glæsilegs lokahófs í
íþróttaskemmunni. Með því lauk
hinni glæsilegu kórahátíð í Skien í
Noregi og er óhætt að segja að
kórinn hafi haft bæði gagn og gam-
an af öllu saman. Að fá tækifæri til
að njóta og mynda tengsl við kóra
af öllum stærðum og gerðum á
einu virtasta kórasvæði heimsins
er ekki aðeins fræðandi heldur
hvetjandi fyrir alla áhugasama
kórfélaga.
LIÐ-AKTIN
Góð fæðubót fyrir
fólk sem
er með mikið álag
á liðum
Skólavðrðuatfg, Kringlunni & Smáratorgi
' 1
■
J
Innritun í síma 567 8965
B alletskóli,
Sigríðar Armann
I Reykjavík og Kópavogi
Námskeið fyrir byrjendur (4 ára yngst)
og framhaldsnemendur.
1
I
WM
lllf
A
Kennslustaðir:
Félagsheimili Þróttar í Laugardal
og Iþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum
Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT