Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LIST OG HÖNIVUIV Æ vi saga STEINSNAR Gestur Þorgrímsson myndhöggv- ari. Eftir Þorgrím Gestsson og Ragnheiði Gestsdóttur. Ut- gefendur: Gestur og Rúna. Texti: Þorgrímur Gestsson. Hönnun: Ragnheiður Gestsdóttir. Umbrot: Blaðasmiðjan. Filmuvinna, prent- un, og bókband: Prentsmiðjan Grafík. 99 síður í stóru broti. Verð: 3.500 kr. UNDANFARNAR vikur hefur staðið yfir sýning á skúlptúrverkum Gests Þorgrímssonar í Listasafni Reykjavíkur, sett upp í tilefni átt- ræðisafmælis listamannsins og mun eftir framlengingu standa til 10. september. Að vísu alltof lítil og tak- mörkuð framkvæmd, sem segir skoðandanum einna helst frá af- markaðri glímu við grjót og marm- ara. Sú glíma hófst fyrir alvöru þeg- ar þau hjónin Gestur og Rúna dvöldu um nokkurra mánaða skeið í einni af gestavinnustofum norræna myndlistarbandalagsins í Svíavirki, eyju í skerjagarðinum utan við Hels- ingfors. Ferlið er sérstakt fyrir þá sök að það markar nokkurn veginn upphaf giftumikils tímabils hjón- anna fjölhögu, er þau hafa svo til óskipt getað helgað sig list sinni, að mestu ótrufluð af brauðstriti og fjöl- skylduamstri. Að sjálfsögðu lét ár- angurinn ekki á sér standa, því sam- felldari vinnubrögð hafa ekki sést frá hendi þeirra, eitt dæmið er þetta úrval verka Gests í borgarlistasafn- inu. Þessar staðreyndir eiga heima hér þótt engan veginn sé á ferð rýni á sýninguna, öllu frekar rétt kíkt í bók sem gefin var út um listamann- inn í tilefni hennar og tímamótanna. Minna í leiðinni á, að senn verða síð- ustu forvöð að sækja þessa fallegu sýningu heim. Bókin, sem hlotið hefur nafnið Steinsnar, er eins konar kynningar- rit á æviferli listamannsins sem tvö elstu börn hans hafa tekið saman. Þorgrímur Gestsson ritar samfelld- an texta, en inn í hann er hér og þar fellt glósu- og minningabrotum frá hendi Ragnheiðar Gestsdóttur, sem og fleiri, en hún hefur einnig annast hönnun bókarinnar. Gestur Þor- grímsson er, eins og Rúna spúsa hans, ákveðin stærð í íslenzkri myndlist og Iistiðnaði, einnig hliðar- störfum tengdum kennslu sem öðru. Útávið mun Gestur þekktari aðilinn vegna starfa hans við ríkisútvarpið og í kátínulífinu um árabil, er hann var vinsæll útvarpsmaður og eftir- herma. Rúna var hins vegar á af- markaðra sviði í list sinni, fjölhæfni hennar eðlilega meira tengd heimil- isstörfum sem ekki fara hátt, en bæði reyndu þó jafnt fyrir sér um hin ólíkustu efni og áttu þar samleið. Má vera, að einhveijum komi spanskt fyrir sjónir, að um fjöl- skyldufyrirtæki er að ræða og elstu böm listamannsins komi helst að kynningunni, en svo er ekki í á þessu sviði óþroskaða þjóðfélagi, mun frekar fagur vottur ræktarsemi sem ber að meta og virða. Ekki er úr vegi að nefna hér að ein skilvirkasta og sannverðugasta ævisaga listamanns sem skrifari hefur lesið er um málar- Bókin um Gest Gestur og Rúna bjuggu lengstum við norðurenda Laugarholts, sem er hluti af Laugarneslandi, en fluttu svo til Hafnarfjarðar á æskuslóðir Rúnu. Hér er Gestur fyrir utan vinnustofu sína á Austurgötu 17. ann Pierre-Auguste Renoir, eftir son hans Jean Renoir, kvikmynda- leikstjórann nafnkennda. Trauðla geta þeir sem ekki hafa lesið þá bók sett sig í spor listamanna áhrifa- stefnunnar, og hún ber lesandanum sannindi sem síður liggja á lausu við lestur almennra listaverkabóka, síst hinna fræðilegri. Það er svo eftir öðru, að menn eru ekki mikið nær um listamanninn á bak við verkin eftir lestur ritgerðar Auðar Ólafs- dóttur listsögufræðings, en hún er fulllangt frá því sviði sem hún tekur til meðhöndlunar, á stundum utan við lifaðan þekkingarheim hennar. Þannig alveg rétt, að Einar Utzon Frank (1888-1955), lærimeistari Gests við Akademíuna í Höfn, þótti af mörgum gamaldags í hugsunar- hætti, þó er full langt gengið að nefna hann erkiímynd íhaldssamrar akademískrar höggmyndalistar, sem ég hefði þó sennilega alveg tek- ið undir á þeim árum. Gleymist þá alveg hve gífurlega mikla þekkingu hægt var að sækja í smiðju hins hára þular, sem Siguijón Ólafsson naut óspart, einkum í sínum frábæru hausamyndum þótt ekki sækti hann stflbrögðin til lærimeistarans, frek- ar tæknilegt öryggi. Þá er Utzon Frank hátt skrifaður í danskri myndlist, og í glæsilegri bók um þró- un danskrar höggmyndlistar í 125 ár er út kom 1996, árið sem Kaup- mannahöfn var menningarborg Evrópu, kemur hann einna oftast við sögu eða 20 sinnum! Um okkur sem komum frá útskerinu einangraða í norðri til náms við akademíuna um og eftir miðbik aldarinnar má hægast heimfæra orðtækið; hinn fávísi veit jafnan betur, og að auk vorum við fullir h ranghugmynda um listasög- C una. Við höfðum ekki þá miklu arfleifð að baki sem danskir félagar okkar, enga Listakademíu til að vera uppsigað við, hvað þá alda- langar hefðir í að rífa niður, hins vegar afar brokkgengir og óvægir gagnrýnendur á allt til hægri og vinstri. Eins og fleiri af því sauðahúsi vildi Gestur höndla listina í skyndi, snilldina í hvelli, og þá í, er vandinn mestur fyrir kennarann að sýna fram á að svona gera menn einfaldlega ekki. Og þótt til að mynda Svavar Guðnason stæði stutt við á akadem- íunni naut hann nálægðarinnar við félaga sína í Helhestinum og lærði mikið af þeim, einkum Egil Jacob- sen, en þeir máluðu á tímabili hlið við hUð. En sem fræðilegar vanga- Gestur er fæddur á Laugames- inu, í hinum gamla Laugarnes- bæ, þar sem hestamaðurinn Sig- urður Ólafsson söngvari bjó slðast, en nú er Iöngu horfinn, hafði Laugarnesfjöruna og allt gijótið þar að ieiksviði. Lista- maðurinn þannig alinn upp við gijót, meira gijót og enn gijót. Hér sést hann fara höndum um myndræna klöpp í fjörunni, þá fulltíða maður. veltur er hlutur Auðar að sjálfsögðu fullgildur... Ytri aðstæður gerðu að verkum að nám Gests við akadem- íuna varði einungis þennan eina vet- ur, en listspíran unga náði þó að sýna fram á að eiga fullt erindi á vettvanginn eins og fram kemur í bókinni. Lengi framan af báru verk Gests þó greinileg merki þess, að bakgrunnurinn var ekki jafn traust- ur og hjá Sigurjóni, sem var næstum jafnvígur á allt sem hann tók sér fyr- ir hendur. Má alveg fullyrða að það er fyrst í steinhöggi síðustu áratuga að Gestur sýnir okkur áþreifanlega hvað raunverulega er í hann spunnið á vettvangi mótunarlistar. Nú eru og blessunarlega komin fram tæki sem gera steinhöggið til stórra muna Tvíund, grani't, 1990. auðveldara viðfangs, hægast er að labba inn í steinsmiðju og fá sniðin verk eftir uppdrætti og bæta kannski einhverju smálegu við á eft- ir. Lesandinn kynnist þeim hjónum Gesti og Rúnu frá mörgum hliðum við lestur bókarinnar, og það eru þýðingarmiklar upplýsingar sem dregnar eru fram, um sumt mikils- verðar heimildir fyrir framtíðar- rannsóknir. Hér er þó meira um fjöl- skyldusögu að ræða en að kafað sé djúpt í hlutina og, svo aftur sé vikið til akademíunnar, verður maður ekki mikið fróðari um lífið þar, til að mynda er tæpt á því að í matsölu- kjallaranum, Kantinen, hafi fyrrum verið geymdir afbrotamenn og svo ekki söguna meir. Á fyrstu árunum eftir stríð var meiri fjöldi íslenzkra listspíra við nám þar en nokkru sinni fyrr og náði mest tölunni 18 að ég held, sem þótti þá ískyggilegt og yf- irþyrmandi, og margt var brallað í Kantinen sem og annars staðar í ná- grenninu. Á öðrum stað er sagt frá höggmyndagarðinum stórkostlega í Hakone, en ekkert hvað þar var að sjá, og raunar er annar mikill högg- myndagarður í nágrenni Osaka, en ekki stafkrókur þar um. Þetta eru bara þijú dæmi þess að iðulega er fullhratt farið yfir sögu, og á stund- um þar sem gullnámur fanga voru á næsta leiti, en svo kannski óþarflega miklu rými eytt í annað sem minna vægi hefur. Hins vegar er ítarlega sagt frá ævintýrinu um Laugarnesleirinn, sem réttilega er mikil saga. Fylgdist ég sem áhugsaöm og forvitin list- spíra í Handíðaskólanum grannt með þróunarferlinu og man mjög vel eftir sýningunni í Café Höll 1950, sem mikla athygli vakti. Hörmulegt að þeim hjónum skyldi ekki takast að fylgja velgengninni eftir vegna innflutnings á glerkúm, eins og það var orðað, og var samheiti yfir gjafa- og skreytidrasl. íslendingar hafa allt frá stofnun lýðveldisins verið þjóða iðnastir við að sóa peningum í lítilsiglt skran og allt sem rýrnar eyðist og hverfur. Orð Örlygs Sig- urðssonar listmálara í Morgunblað- inu varðandi sýninguna hér afar lýs- andi, satt að segja þrumuskot í bláhornið. Fram kemur að með Gesti leynist skáld og segja yrk- ingar hans ekki svo lítið um þankaganginn á bak við verkin, en ljóðin hefðu mátt vera með smærra letri til að trufla síður sjónlestur höggmynd- anna. Einnig tel ég far- sælla varðandi minningar- brot að skipta yfir í skáletur en lit, sem leiðir hugann um of að upplýs- ingabæklingum. Þá raska myndimar á stundum ein- beitni við lesturinn og hér hefði meiri aðgreining verið farsælU, en á stundum tekst afar vel til svo sem um raku- skálamar á bls. 83. Á heildina litið er vel að verki staðið mið- að við aðstæður, en ég geri ráð fyrir að tíminn hafi verið naum- ur. Kynningarritið er fallegt og öllum til sóma er lögðu hönd að, verst að það skuli ekki vera 2-300 blaðsíður, kafað dýpra og meira sagt frá hlutunum allt um kring. Bragi Ásgeirsson Buslað á barnum KVIKMYJVDIR Kringlnbfo, Sambíóin Álíabakka, Stjiirnubró, N|ja bfó Keflavík, lVýja bíó A k u r e y r i BARSTÚLKURNAR ★ ■/* „Coyote Ugly“. Leikstjóri: David McNally. Handrit: Gina Wendkos. Framleiðandi: Jerry Bruckheimer. Aðalhlutverk: Piper Perabo, Adam Garcia, John Goodman, Maria Bel- lo. Buena Vista 2000. AMERÍSK lágmenning er hvað sýnilegust í myndum stórframleið- andans Jerry Bmckheimers og ekki síst þessari nýjustu sem frá honum kemur, „Coyote Ugly“. Hún er ein- staklega væmin dramatísk mynd sem fjallar um ameríska drauminn eins og hann sé eina ástæðan fyrir því að draga andann. Ekkert skiptir eins miklu máli og að verða frægur. Bandaríski fáninn í bakgranni þar sem hægt er að koma því við. Búin til saga um unga stúlku af landsbyggð- inni, næstum því nákvæmlega eins og Julia Roberts, sem dreymir um að verða frægur lagahöfundur en hún getur ekki komið sér á framfæri af því hún er með ógurlegan sviðs- skrekk - alveg eins og nýlega látin móðir hennar; harmurinn í lífi henn- ar var einmitt sá að hún náði aldrei að verða fræg. Fór víst með hana í gröfina. Dóttirin þarf bara að komast yfir sviðsskrekkinn og þá verður hún ör- ugglega fræg og eitt hjálparmeðalið í því ferli er barinn Coyote Ugly, sögusvið myndarinnar. Þangað kem- ur hún saklaus sveitastelpan, við vit- um að hún er saklaus af því að svip- urinn á henni segir okkur það, alltaf, en tekur breytingum, finnur sitt innra sjálf uppi á barborðinu; þetta er svona staður þar sem barstúlk- uraar era yfirleitt uppi á barborðinu. Já, svo hittir hún strák sem fórnar dýrasta hasarblaðinu sínu svo hún megiverðafræg! Gina Wendkos er skrifuð fyrir handriti myndarinnar en það er spuming hverju hún hefur fengið að ráða. Þetta er Bruckheimer-mynd út í gegn og handritin hafa aldrei verið hans sterka hlið; innihaldið virðist ekki skipta hann nokkra máli, aðeins útlitið, pakkningin og markaðssetn- ingin. Aðalpersónumar era svo ein- faldar og klisjukenndar að manni gæti ekki staðið meira á sama um þær, söguþráðurinn, eins örþunnur og hann nú er, virkar svo ofnotaður að varla kemur eitt einasta atriði á óvart og leikurinn er vaðandi í stæl- gæjahætti og yfirborðsmennsku (Bruckheimer getur meira að segja gert John Goodman væminn, grát- andi í sjúkrarúmi). Klippt er úr einu í annað að vild. Oft er eins og verið sé að byggja upp stemmningu sem svo er hætt við í miðjum klíðum og farið út í eitthvað allt annað. Svo er bætt við tónlist og hávaða til þess að magna upp fjörið. Kannski er eini kostur myndar- innar sá að hann fjallar um sjálf- stæðar stúlkur sem kalla ekki allt ömmu sína og láta ekki vaða yfir sig. Það er hasar í atriðunum á barnum þótt hann virki ofboðslega sviðsettur og þar er fjörið í mynd sem gengur öll út á innantóma sýndarmennsku. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.