Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 41 HALLDÓRA OGANNA GOTTLIEBSDÆTUR + Halldóra Gott- liebsdóttir fæddist í Bursta- brekku í Ólafsfirði 30. ágúst 1916. Hún lést 4. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðar- kirkju 11. mars. Anna Baldvina Gottliebsdóttir fæddist á Horn- brekku í Ólafsfirði 12. maí 1924. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Akureyri 31. júlí síðastliðinn og fór útför henn- ar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 5. ágúst. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast systranna frá Bursta- brekku, þeirra Dóru (móður okkar) og Onnu frænku, en þannig töluð- um við alltaf um hana. Systurnar voru um margt ólíkar en þó svo líkar, og nánar alla tíð og engan hefði órað fyrir því að svo stutt yrði á milli þeirra, sem raun ber vitni. Báðar áttu þær hlýleg heimili þar sem snyrtimennskan var í fyrir- rúmi, þessi heimili voru öllum opin, og oft glatt á hjalla. Þær voru báðar einstaklega áhugasamar um allan gróður, sérstaklega þó blóm og tré og að hafa þetta allt þrifalegt og vel hirt svo að eftir var tekið, og báðar höfðu þær fengið viðurkenningu fyrir garðana sína og sumarbúst- aðalöndin. Þær áttu líka mörg önn- ur áhugamál t.d. alls konar hann- yrðir s.s. útsaum og fleira og eru ófá stykkin sem eftir þær liggja. Þær höfðu líka gaman af lestri góðra bóka, hlusta á fallega tónlist, ræða heimsmálin og ræða ættfræði, og þá hafði mamma vinninginn, en hún var sérstaklega vel heima í hin- um ýmsu ættum, en þegar kom að fatasaum og öllu sem að honum íýt- ur hafði Anna frænka vinninginn. Það eru örugglega margir sem minnast hennar með hlýhug fyrir fallega kjóla, dragtir, jakkaföt og margt fleira. Allt lék þetta í hönd- unum á henni og eljan og afköstin voru hreint ótrúleg, þær systur höfðu oft verkaskipti þegar börnin voru öll heima, þá saumaði frænka en mamma gerði einhver heimilis- verk fyrir hana í staðinn. Það hlýtur að vera hverjum manni hvatning að sjá hvernig hægt er að taka erfiðum sjúkdóm- um með mikilli rósemi og yfirvegun eins og þær systur gerðu, aldrei örlaði á uppgjöf eða sjálfsvorkunn, og það var allt svo sjálfsagt og rétt sem læknarnir lögðu fyrir þær, að við efumst um að til hafi verið sam- vinnuþýðari sjúklingar. Þær voru sterkar og ákveðnar, og lífssýn þeirra varð ekki breytt. Æðruleysi og óbilandi trú á hið góða var sterkur þáttur í lífí þeirra, þær voru mjög minnugar og gaman var að heyra þær rifja upp bernsku- árin sín frá Bustabrekku. Með Dóru og Önnu kveðjum við góðar konur og margir munu minnast þeirra með hlýhug og þökk fyrir allt sem þær veittu þeim á lífsleiðinni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er hér að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Júlíana og Sigurbjörg. ARNI EÐ VALDSSON OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN ADAlJSTILÍ*Vn 4B • 101 RKYKJÁVÍK Ddvíb lnger Ólafitr Útfnnnstj. I hj'anmtj. Vtfitnmtj. I.ÍKKIS T UVIN N líSi'O FA EYVINDAR ÁRNASONAR + Árni Eðvaldsson fæddist á Seyðis- firði 11. desember 1946. Hann Iést 3. ágúst siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 14. ágúst. Fyrir um það bil fimm árum velti Árni bílnum hennar mömmu á Reykja- nesbrautinni, bífiinn gereyðilagðist en Árni slapp með skrámur. Eg man að ég varð ekki hissa þegar ég frétti þetta enda þótt ég vissi að Árni keyrði aldrei með bílbelti. Hann slapp alltaf og þannig hafði það verið þau tuttugu ár sem ég hafði þá þekkt hann, hvort heldur var frá sjávarháska, bílslysum, drykkju- skap eða öðru. Það er því hálf kaldhæðnislegt að þegar Árni var kominn á lygnan sjó í lífi sínu skuli hann veikjast af krabbameini fyrir þremur áram sem að lokum dró hann til dauða. Það er eins og skapanornirnar séu að hafa mann að fífli. Lífshlaup Árna var litríkt í meira lagi og fullt af u-beygjum, hann ætlaði aldrei að hætta að drekka, aldrei að eignast börn og aldrei að ílengjast í Keflavík, en hann hætti að drekka fyrir átján árum, eignaðist tvö börn, og dó í Keflavík. Þegar ég var fimm ára var mamma í háskólanum og átti gáfu- legar samræður við samnemana í Norræna húsinu, þess á milli sótti hún fundi hjá rauðsokkum og Fé- lagi einstæðra foreldra. Fólkið sem hún umgekkst gekk í mussum og mokkajökkum og drakk heima- bruggað rauðvín og talaði um maó- isma, Che Guera og Durkheim. Inn í þessa veröld ruddist Árni eins og þrama úr heiðskíru lofti. Rauðhærður, rauðskeggjaður, drykkfelldur sjóari að austan með tattóveraðan framhandlegg og grænan sjópoka sem lyktaði af slori. Mamma og hann voru skrýt- ið par sem þó náðu saman á sína vísu. Árni var oftast í glasi þegar hann var í landi, þá lá jafnan vel á honum og hann jós peningum hægri og vinstri og fékk fyrir það viður- nefnið Árni milli. Þeg- ar Árni hætti að drekka var það að eigin sögn vegna þess að hann var hættur að nenna út á lífið og sat orðið heima í stofu og drakk og „það var nú lítið varið í það“. Árni hætti að drekka í fyrstu at- rennu með hjálp SÁA og AA-samtakanna, hann var 36 ára og átti ekki neitt og skuldaði engum neitt. Þvínæst safnaði hann sér fyrir útborgun í trillu og lét þannig gamlan æskudraum rætast um að vera eigin herra á eigin bát. Eftir þessi hapiskipti breyttust lífsviðhorfin og Árni varð ábyrgur fjölskyldufaðir öllum til mikillar furðu. Stundum urðu árekstrar á milli okkar í gegnum tíðina og við rifumst og fórum í fýlu en það risti sjaldnast djúpt. Á bak við grodda- legt yfirbragð og talsmáta var til- finninganæm sál sem átti alla tíð erfitt með að ræða tilfínningar sín- ar og kaus að láta verkin tala. Eftir að Árni veiktist kom aldrei til greina að gefast upp fyrir þess- ari „flensu“ og með hverri nýrri stöðu brást Árni við með bestu hugsanlegu viðhorfum þangað til að ekkert var eftir nema æðraleys- ið. Hafi veikindin verið einhvers konar próf í því hversu sterk lífs- viðhorfin voru þá stóðst Árni það próf upp á tíu. Síðustu mánuðina töluðum við nánast saman daglega, oftast símleiðis, yfirleitt töluðum við um allt milli himins og jarðar eins og við höfðum alltaf gert: þjóðmálin, heimsmálin, lífið og dauðann, fjölskyldumálin, framtíð- ina, veikindin, tómlæti læknanna Eg er ennþá að velta fyrir mér mörgu af því sem við töluðum um og verð örugglega um ólcomna tíð. Ég verð alltaf þakklátur fyrir að hafa kynnst Árna Eðvaldssyni. Tumi Kolbeinsson. Legsteinar í Lundi 3ÓLSTEINAR vlð Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BJARNI A. BJARNASON, Lerkitundi 1, Akureyri, sem lést 24. ágúst, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 31. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeir sem vilja minnast hans láti Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Jóna Baldvinsdóttir, Jón H. Bjarnason, Halla Einarsdóttir, Ingibjörg E. Bjarnadóttir, Pétur Bjarnason, Ágústa Björnsdóttir, Lilja K. Bjarnadóttir, Hrafnkell Reynisson og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLA AÐALSTEINSDÓTTIR, Brekkugerði 34, Reykjavík, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Grensáskirkju, föstudaginn 1. september 2000 kl. 13.30. Guðmundur Árnason, Árni Árnason, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Aðalsteinn Árnason, Þórný Eiríksdóttir, Helga Lára Guðmundsdóttir, Björn Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Lúðvíg Lárusson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, PÁLL FRIÐFINNSSON byggingameistari, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Hlíð, Seljahlíð 13a, Akureyri, sem lést á FSA þriðjudaginn 22. ágúst verður jarðsunginn frá Glerárkirkju föstudaginn 1. september kl. 14.00. Anna Ólafsdóttir, Björgvin L. Pálsson, Anna Eiðsdóttir, Þór S. Pálsson, Ólöf J. Pálsdóttir, Tryggvi Pálsson, Bragi V. Pálsson, Hrefna Sigursteinsdóttir, Jóhannes Hjálmarsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Hafdís Jóhannesdóttir, Friðfinnur S. Pálsson, Inga Tryggvadóttir og fjölskyldur. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágryti Gabbró Líparít Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.