Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 37 bar Konráð heitt fyrir brjósti alla tíð. - Þess má geta, á hverjum af- mælisdegi þeirra og oftar samdi hann Ijóð þeim tileinkuð. Og fleiri nutu þess að fá ljóðakveðjur frá Konráði, t.d. sá, sem þetta ritar, á öllum smekklegu jólakortunum, sem hann sendi mér. Eftir Konráð liggja meðal annars fimm falleg trúarvers við sálmalag, sem stundum er sungið við messur í Karmelklaustrinu, en Konráð valdi og vígði orgelið þar, sem árið 1986 var gjöf margra velunnara til klaustursins. Þessi vers vitna um einlæga trúhneigð Konráðs eins og hér kemur fram í einu þeirra: Hreinsa Drottinn huga minn hjörtun særðu græddu. Ver mér kæri vinurinn val míns huga gæddu. Ljós þitt bjarta lýsi. Leið til Guðs mér vísi. í þeirri trú, að hið eilífa Ijós lýsi látnum vini, dauðinn sé framhald lífsins og sálin lifi að eilífu, er Kon- ráð kvaddur með djúpri virðingu. Honum fylgi hjartans þakklæti fyrir fógur fordæmi, lærdómsrík kynni og allt annað, sem hann gaf mér á akri vináttunnar. Ámi Gunnlaugsson. í mínum huga er margs að minn- ast við fráfall Konráðs Bjarnasonar. Hann var sérstæður og um margt áhugaverður samferðamaður, einn fárra sem eftir verður bráðlifandi í huga þótt horfmn sé af veraldar- sviðinu. Þegar kynni okkar hófust bjó Konráð uppi á Öldum sem kallað er og átti stundum leið framhjá þar sem ég bjó eða hann gekk niður Sel- vogsgötuna og leiddi litla telpu sér við hönd sem var að fara í „Nunnu- skólann" - dagheimili St. Jósefs- systra við Suðurgötu í Hafnarfirði. Mér varð strax starsýnt á þennan lágvaxna og léttstíga mann, fíngerð- an og einarðlegan og af sjálfu leiddi að mér varð forvitni á að kynnast honum, enda fór það svo að með okkur tókust farsæl og hnökralaus kynni sem báðum urðu ávinningur. Konráð Bjarnason ólst upp í Sel- vogi hjá foreldrum sínum í Þorkels- gerði. Faðir hans var þar sjálfseign- arbóndi og var titlaður svo, enda þótti til þess koma því að íslenskir bændur eignuðust almennt ekki jarðir sínar fyrr en kom fram á þessa öld, þ'að var því ekki óeðlilegt, á fyrstu árum aldarinnar, að bænd- ur væru aðgreindir eftir því hvort þeir áttu jörð eða höfðu hana á leigu. Selvogssveit hefur löngum átt á brattann að sækja vegna ágangs sjávar og foks úr jarðvegi; um aldir hefur þessi plága herjað á sveitina og gekk svo nærri henni um eitt skeið að mannlíf hafði nær til þurrð- ar gengið; var þá af sem eitt sinn var þegar tignarmenn sátu í Selvogi og höfðu um sig fjölmenni og gnægtir í búi. Á því skeiði sögunnar kunnu menn engin ráð til að hefta náttúruöflin; þekkingu og tækni skorti, ef til vill einnig vilja og fram- sýni til að hindra eyðilegginguna og því fór svo illa sem fór. Bjarni Jónsson sjálfseignarbóndi lét ekki deigan síga um sína ævi og stundaði sjó- og landbúskap. Hann var fyrirhyggjumaður og búnaðist vel og tókst með atorku sinni og elju að seðja hina mörgu munna fjöl- skyldu sinnar, en móðirin, Þórunn, sem var sömu gerðar og samstiga bónda sínum, var ljósmóðir og hafði til þess tilskilin próf og réttindi. Fjölskyldan varð afar stór, sautján eignuðust þau börnin á 25 árum en tvö létust í frumbernsku. „Bjarni bóndi í Þorkelsgerði var mikill fjár- gæslumaður, búhygginn og vel virk- ur, enda skorti aldrei mat né aðrar nauðþurftir á hans stórheimili“; skrifaði Konráð um föður sinn. I sjálfsþurftarbúskap harðbýlla sveita var að sjálfsögðu engra kosta völ annarra en vinna hörðum hönd- um með fyrirhyggju og dugnaði ár og eindaga að öflun nauðsynja til lands og sjávar til að hafa ofan í og á stóra fjölskyldu; Bjarni í Þorkels- gerði lést fyrir aldur fram á fyrri hluta árs 1935 og voru þá sjö barna hans innan fermingar, en ekkja hans, Þórunn, hélt búi þeirra gang- andi svo að vel dugði þeim öllum til sjálfsbjargar. Aldrei heyrði ég Kon- ráð kvarta yfir kjörum sínum, hvorki frá árum bernsku sinnar né æsku né heldur endranær; oftar en ekki var það, a.m.k. á seinni árum, að upp í huga hans kom lagið og textinn um Gömlu fötuna, þá hann settist við píanóið og hóf að spila og syngja: Hve ljúft er í minningum liðinna daga / að líta þig bemskunn- ar dýrðlegu slóð. Þegar böm uxu úr grasi á þessum tímum vom þau strax látin fara að hjálpa til við búverk og hvers konar annað amstur. Konráð mun hafa lært til flestra eða allra verka sem inna þurfti af hendi á jörð þar sem föng vom sótt til sjós og lands. Hug- ur hans hneigðist þó ekki til bú- verka heldur blundaði í honum lista- mannssál sem náði sér ekki á flug vegna tímans aðstæðna og krappra kjara. Hann tók að stunda verslun- arrekstur í þágu sveitunga sinna í tengslum við Þorlákshöfn og seinna fór hann til Vestmannaeyja og vann svo ámm skipti hjá hinum ötula at- hafnamanni og kaupmanni, Helga Ben. í Eyjum, og meðal annars sá hann um þá deild fyrirtækisins sem annaðist netagerð og netabætur. Tónlistin var sú grein sem Kon- ráð þráði að tileinka sér umfram það sem alþýða manna átti kost á um þessar mundir; og þegar hér er komið sögu ákveður hann að velta af sér reiðingnum og sigla til Kaup- mannahafnar til náms í orgelleik og söng. Þar í borginni við Eyrarsund var Konráð við nám á ámnum 1946- ’49. Þau árin urðu honum mikill gróskutími í andlegu tilliti sem hann bjó að æ síðan. Hann hlaut lofsverð- ar umsagnir kennara sinna og kynntist mörgu vel menntuðu og áhrifaríku fólki; einn þess á meðal var Leifur Auðunsson frá Dalsseli í Vestur- Eyjafjallahreppi, tónlistar- maður og þekktur harmónikuleik- ari, sonur Áuðuns kaupmanns þar og bónda, Ingvarssonar, og konu hans Guðlaugar Hafliðadóttur. Dalssel var miðstöð í sveit á þessum tíma, þar var fjölmennt og anna- samt heimili, mikill menningarbrag- ur og gestrisni í hávegum. Þeir Leifur urðu samferða heim frá námi og fór Konráð með honum austur til Eyjafjalla. Af þeÚTÍ heim- sókn hlaust það að þau Konráð og Guðrún yngri, dóttir þeirra Dals- selshjóna, sem ávallt og ævinlega gekk undir nafninu Donna, felldu hugi saman. Það var Konráði mikið happ og gæfa að fá Donnu til sam- fylgdar; hún bai' með sér mikinn og góðan þokka, traust, hæglát og staðföst með músik í blóðinu og hljómmikla söngrödd. Milli þeiiTa varð gott samstarf og náin tengsl þótt þau virtust við fyrstu kynni, í framgöngu og fasi, hai'la ólíkar persónur. Um haustið 1950 tók Konráð að sér þjálfun kirkjukóranna við Stóra- dals- og Holtskirkju undir Eyjafjöll- um og í framhaldi af því um stuttan tíma Karlakór Rangæinga á Hellu. Síðla árs 1951 hófu þau Donna bú- skap á Ránargötu 7 í Reykjavík, húsi sem mágar Konráðs, Leifur og Ólafur, áttu og þar fæddust bæði böm þeirra, Guðlaug og Sverrir. Erfitt var fyrir Konráð að sjá fjölskyldu sinni farborða með tekju- rýru kórstjóra- og söngkennslu- starfi, enda taldi hann kennslu ekki henta skaplyndi sínu sem skyldi. Hann ákvað því að snúa sér að byggingarstörfum, enda maðurinn laghentur og útsjónarsamur og í mörgum verkum þjálfaður og jafn- framt var gróska í byggingariðnaði um þær mundir. Hann kom sér upp húsgrunni í Kópavogi sem varð að framlagi til góðrar íbúðar við Kleppsveg í Reykjavík. Um 1960 eignuðust þau Konráð einbýlishús að Aratúni 25 í Garðabæ og um ára- tug síðar húseign í Norðurbænum í Hafnarfirði. Um tveggja ára skeið áttu þau og ráku garðyrkjustöð í Hveragerði, en þaðan fluttu þau til Hafnarfjarðar 1975 og keyptu húsið Öldutún 18. Tíminn sem þau áttu saman á Öldutúninu var hamingjuríkur. Donna tók mikinn þátt í söngstarfi sem var henni lífsfylling og andleg nautn. Það varð að ráði með þeim að hafa hlutverkaskipti. Konráð gerð- ist heimavinnandi húsfaðir en Donna réð sig til starfa við Borgar- spítalann þar sem hún vann sérhæfð störf á svæfingadeild við traust og vinsældir meðan heilsan entist. Þessi hlutverkaskipti ollu því að Konráði tókst að afla sér meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum en ella hefði orðið, en það var einkum ættfræðin og sagan sem honum var hugleikin. Oft og einatt sat hann lungann úr deginum inni á þjóð- skjalasafni við upplýsingaöflun, en hreinskrifaði ættrakningarnar heima á þar til gerð eyðublöð. Margii' höfðu áhuga á ættfræði- iðju Konráðs og báðu hann leiðsagn- ar um sinn ættarskóg og vildu gjarnan fá sig rakta jafnvel aftur í myrkviði til fornra stórkappa og konunga! Mörgum veitti Konráð úr- lausn og margir urðu honum þakk- látir, enda liggur ættfræðiáhugi í landi á íslandi. Hinsvegar held ég að iðja hans í þessu efni hafi ekki alltaf verið ábatasöm, jafnvel stund- um lítið annað í aðra hönd að hafa en grúskið eitt og ánægjuna sem af því leiddi. Konráð var enda maður greiðugur og vann oft af mikilli ósérplægni án tillits til launa og þótti ekki umtalsvert. Um grúsk hans í sögu er svipað að segja. Saga átti hug hans, eink- um íslandssaga, en alveg sérstakan áhuga hafði hann á sögu sveitar sinnar: Selvogsins. Ymislegt hafði hann skrifað og skráð um búskap, býli og ábúendur í sveit sinni, presta og æðri leikmenn í gegnum tíðina og með því lagt drjúgan skerf til sögu þessa litla samfélags, en kirkj- an á Strönd - Strandarkirkja - átti sérstakt hólf í hugskoti hans, tilurð hennar, helgisagan og sagan í gegn- um tíðina. Þegar Donna lést, 1. maí 1987, brotnaði stórt skarð úr þeirri undir- stöðu sem líf Konráðs hafði byggst á. Hann bjó þó áfram ekkjumaður á Ölduslóðinni og stytti sér stundir við tónlist, sögu- og ættfræðigrúsk og gönguferðir. Það var hans upp- áhaldsgönguleið að ganga upp á Ás- fjall og það er ég viss um að enginn Hafnfirðingur hefur gengið jafnoft á fjallið og Konráð gerði meðan hann bjó á Öldutúninu. Oftast fór hann þetta einn sér til hressingar og ánægju, en oft var það að aðrir slóg- ust í för með honum, þar á meðal undirritaður sem hafði jafnan af því mikla ánægju Þegar Konráð hafði verið 20 ár á Ölduslóðinni breytti hann til, seldi húsið og keypti sér íbúð af hentugri stærð í Kaupfélagsblokkinni, þar undi hann sér vel þau fímm ár sem eftir voru. Úr stofuglugga og af svölum íbúðarinnar er fögur útsýn til suðurs og vesturs; Helgafell, Grindaskörð, Sveifluháls, Trölla- dyngja og Keilir, en að norðan allur varða um allt sem var að gerast í lífi mínu hverju sinni og þér þótti allt jafnmerkilegt og áhugavert sem maður hafði að segja. Ég er af- skaplega lánsöm að hafa fengið að eiga þig sem frænda og þakka öll þau skipti sem við hittumst og gáf- um okkur tíma í smáspjall. Þú átt á þessari jörð víðáttumikið blómstrandi engi. Frá himnum get- ur þú nú látið geisla þína skína á hvert einasta blóm þessa fallega enps. Eg kveð þig nú, kæri frændi, með hringurinn vestan frá Jökli með Akrafjall og Esju í miðpunkt og svo austurum til Vífilsfells. Þegar Kon- ráð hafði komið sér fyrir á nýja staðnum hóf hann gönguferðir útí Gálgahraunið og stundum allt að klettinum kunna sem við gálga er kenndur; þetta gerði hann sem áður sér til styrktar og hressingar, enda hélt hann sér alla tíð kvikum í hreyfingum, léttum og liprum - allt þar til hinn banvæni sjúkdómur lagði hann í rúmið á þessu sumri; oft hljóp hann við fót þegar hann var kominn út á mela eða mýrar eða útí hraun og móa gráa og átti þá til að láta skella á skeið eins og stendur í þekktum söngtexta. Margar ferðir áttum við Konráð út á landsbyggðina, eins og nú tíðk- ast að segja, flestar dagsferðir: austur fyrir fjall, suður á Reykjanes eða upp í Borgarfjörð og notuðum til þess helgar og gættum þess að fara ekki nema líkur væri á góðum veðurdegi; við heimsóttum merka staði, nutum útsýnis og náttúrufeg- urðar, snæddum nesti undir blá- himni og gengum í kirkjur. Konráð settist við hljóðfærið og saman tók- um við lagið, sungum sálma og ætt- jarðarlög og höfðum yndi af. Þó kom fyrir að við færum lengri ferð- ir; vestur í Dali, Snæfellsnes eða norður í Húnaþing. Allt þetta rifjast nú upp þegar góður og gegn sam- ferðamaður og vinur er kvaddur hinstu kveðju. Blessi nú hann og styrki hinn allsvaldandi Guð og gefi honum raun lofi betri. Snorri Jónsson. f dag er kvaddur frá Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði kær vinur, Kon- ráð Bjamason. Konráð hef ég þekkt frá unga aldri, er foreldrar mínir byggðu hús við hlið honum og konu hans, Donnu, í Aratúni Garðabæ. Mikill samgangur varð fljótt á milli heimila okkar þar sem ég og Guðlaug, dóttir þeirra hjóna, urðum vinkonur og sonur þeirra, Sverrir, bekkjabróðir minn um árabil. Á heimili þeÚTa bjó á þessum ár- um fullorðin kona, Marta J. Magn- úsdóttir, sem hafði áður verið hús- eigandi við Reykjavíkui-veg í Hafnarfirði og bjó Konráð hjá henni þegar hann fyrst kom til Hafnar- fjarðar ungur maður. Trygglyndi þeirra við Mörtu gömlu, eins og við ungviðið kölluð- um hana, var einstakt, bjó hún hjá þeim þar til hún fór í hárri elli á Sólvang. Konráð og Donna voru einstak- lega samhent hjón, tónlistin var þeim sameiginlegt áhugamál og var alltaf til afbragðs hljóðfæri á heimil- inu, fyrst píanó og seinna flygill og Elsku Villi minn, það er sárt að horfa upp á það að sjá þig fara svona snemma og ennþá sárara að fá ekki að kveðja þig. Ég mun lifa með minningu þína í hjarta mér þar til mitt kall mun koma og þá mun- um við hittast á ný, elsku vinur. Þegar ég frétti um andlát þitt fóru að rifjast upp fyrir mér allar þær góðu minningar sem ég á um þig. Eg man þegar við vorum svo oft að leika okkur í fótbolta og kom- var það þeim hjónum endurnæring í önnum dagsins að taka lagið. Donna lést hinn 1. maí 1987. Hlýja og velvild í minn garð lét Konráð ætíð vel í ljós. Þegar elsts*^. dóttir okkar hjóna var að stíga sín fyrstu skref settist hann við hljóð- færið og spilaði til að sjá hvaða áhrif tónlistin hefði á hana, hún dillaði sér á stofugólfinu brosandi út að eyrum, þá skein úr andliti vinar míns mikil gleði yfir því hversu móttækilegt barnið væri fyrir tónlistinni. Alla tíð hafði Konráð tíma til að ræða málin, spyrja um hagi manns eða segja frá, hann var hafsjór af fróðleik, kynnti sér hluti einstak- lega vel, mundi ótalmargt enda greinaskrifari góður í blöð og tím- arit. Þegar hinum hefðbundna vinnu- degi lauk tók við önnur vinna, ætt- fræðin og ættartölur. Að öðrum ólöstuðum voru ættar- skrár Konráðs einstakar, mannlýs- ingar góðar og skemmtilega fram settar, vandað var til verksins og kenndi hann mér að lesa rétt úr slíkum fræðum því auðvelt væri að ruglast og vaða villu í þeim efnum. Konráð var um margt á undan sinni samtíð, hann notaði almenn- ingssamgöngur meira en gerist og gengur, hjólaði og var mikill göngu- maður. Fyrir nokkrum árum veiktist hann, honum hafði þá aldrei orðið meint um dagana og var hann þá.^.. rúmliggjandi og þreklítill, en þráin að komast út í hreint loftið var veik- indunum yfirsterkari og hafði ég á orði að hann hefði hreinlega gengið í sig heilsu. Á gönguferðum sínum gekk hann oft yfir í Selvog, en þar voru hans æskuslóðir, sú gönguleið er hvorki auðveld yfirferðar né fljót- farin, því má með sanni segja að úti- vistarmaðurinn Konráð hafi notið nálægðarinnar við landið og söguna. Hann kom víða við til þess að kynnast mannlífinu sem best, hann vann m.a. á netaverkstæði, viér hurðalökkun og rak um skeið gróð- urhús í Hveragerði. Kær vinur er kvaddur, hann sagði mér ferðasögur af ferðum hans og Donnu erlendis og voru blik í augum hans þegar hann rifjaði upp þær stundir, nú hefur hann lagt í lengri ferð, þar sem ferðafélagi hans verður örugglega hún Donna. Ég, Friðbjörn og fjölskylda þökk- um Konráði Bjarnasyni góða vin- áttu og samfylgd. Við erum því miður fjarverandi í dag er Konráð verður kvaddur hinstu kveðju, en hugur okkar með innilegri samúð verður hjá ykkur elsku Gulla, Sverrir, Marta og fjöl- skylda. Blessuð og varðveitt sé . minning Konráðs Bjarnasonar. Valgerður Sigurðardóttir. um svo dauðþreyttir heim til þín, þá var mamma þín búin að baka alveg æðislega möndluköku, mér fannst hún svo góð að ég hljóp heim og bað mömmu mína að baka alveg eins köku og mamma þín gerði. Öll rifrildin okkar um fótbolta, þú stóðst alltaf fast á því að Leeds væri besta liðið en ég Chelsea og um þetta gátum við rifist tímunum saman. Ég mun alltaf muna eftir þér, elsku Villi minn, þú varst alltaf til- búinn að hjálpa, ef eitthvað amaði. _ að varst þú alltaf fyrstur til að rétta * hjálparhönd. Ég mun aldrei gleyma þegar ég heyrði síðast í þér, þú hringdir í mig og við töluðum saman í hálf- tíma um gömlu góðu dagana og lauk því símtali með þeirri ákvörð- un að við myndum hittast seinna og fara saman á kaffihús og rifja upp gamlar minningar. En því miður, elsku besti vinur, fengum við ekki tækifæri til þess, þar sem þú varst kallaður í burtu og ég vona í hjarta mínu að þér líði vel þarna hinum megin, elsku VilWP minn. Ég votta foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum Villa mína dýpstu samúð og megi guð hjálpa þeim að yfirbuga þessa miklu sorg. Bless, elsku Villi minn, ég mun sakna þín sárt. Þinn vinur, Hjörtur Fjeldsted. VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON + Vilhjálmur Vil- hjálmsson fædd- ist í Reykjavfk 2. ágúst 1980. Hann lést í Leiru 15. ágúst siðastliðinn og fdr útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 22. ágúst. Elsku Villi minn. Mér finnst ég sem eitt ótal margra blóma, sem vaxið hafa við bros þín, hlátur, umhyggjusemi og væntumþykju. Þú varst sannur frændi. Þú lést þig votan vanga en bros á vör, því ég veit að þú ert í góðum höndum þarna uppi og lifir meðal ástvina þinna í ljúfum minningum. Elsku Villi, Sigrún, Gæi, Kristín, Maddi, Svanur, Vala Rún, Gummi og afirir að- standendur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan guð um að veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Bryndís Jóna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.