Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 31 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VERDLAG OG MATVÆLI JÓN Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, gagnrýnir þrjá þætti í verðmyndun á íslensk- um matvörumarkaði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag og telur aðra bera meiri ábyrgð á háu matvælaverði en fyrirtæki hans sjálfs og þá væntanlega aðra stór- markaði. Meginþungi í gagnrýni hans bein- ist að landbúnaðarkerfinu en jafn- framt telur hann flutningsgjöld til landsins of há og einnig sé of mikill kostnaður við starfsemi íslenzkra innflytjenda og væntanlega að ein- hverju leyti innlendra framleiðenda. Forstjóri Baugs segir m.a.: „Ég held að hjá hverri þjóð ríki ákveðinn vilji til að kaupa innlendar vörur. En það sem við höfum verið að gagnrýna sérstaklega í landbúnaðinum er sá gríðarlega stóri tékki sem fjölskyld- urnar þurfa að borga í hærra vöru- verði, samtals upp á 6,2 milljarða króna til þess eins að halda uppi þessu kerfi. Ég held að menn átti sig ekki alltaf á þessu,“ segir Jón Ásgeir. Til viðbótar við þetta komi svo beinn stuðningur til landbúnaðarins, sem einnig sé greiddur af almenningi. Forstjóri Baugs segist vera hlynntur stigminnkandi verndartoll- um en ekki ofurtollum á landbúnað- arvörum. „Ég er hlynntur því að landbúnaðurinn fái tækifæri til að taka til hjá sér. Ofurtollarnir gera engum greiða. Lykilatriðið er að það mun enginn leita hagræðingar nema hann eigi í samkeppni.“ Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra svarar þessari gagnrýni fullum hálsi í samtali við Morgunblaðið í gær og telur það barnaskap að verndar- tollar eða verðtollar séu séríslenskt fyrirbrigði. Telur ráðherra að sökina sé ekki síður að finna hjá versluninni: „Við sjáum að sú vara sem þeir eru að flytja hér inn á heimsmarkaðsverði margfaldast hér í höndunum á ís- lensku versluninni. Ef ég skoða álagninguna hér þá er enginn vafi á því að þessi keðja þeirra leggur á 40- 80%. Kartöflubóndinn selur sínar kartöflur á 30-40 krónur en það er verið að selja kartöflurnar út á 150 krónur. Þannig má áfram telja.“ Telur landbúnaðarráðherra brýnt að ljúka þeirri úttekt sem ríkisstjórn- in er að láta gera á því hvernig mat- vælaverðið verður til. Ganga verður út frá því sem vísu að mikil áherzla verði lögð á að sú úttekt leiði hið rétta í ljós. Það ætti að vera með brýnustu verkefnum íslenskra stjórnvalda að knýja verðlag á mat- vælum niður, þannig að það verði sambærilegt við það sem gengur og gerist í Bandaríkjunum og Evrópu. Við eigum ekki að sætta okkur við þá skýringu að ísland sé harðbýlt land og einangrað. Þvert á móti ætti sú staðreynd að hvetja okkur til þess að búa hér í haginn fyrir fólk eins og framast er kostur. Fyrirtæki á borð við Baug, er hefur gífurlega sterka markaðshlutdeild á matvörumarkaðnum, verður að svara gagnrýni á borð við þá sem landbún- aðarráðherra setur fram. Sú sam- þjöppun er átt hefur sér stað í mat- vöruverslun getur leitt til aukinnar fákeppni, því líkt og forstjóri Baugs segir sjálfur í Morgunblaðinu á sunnudag í umfjöllun um landbúnað- inn leitar enginn hagræðingar nema hann eigi í samkeppni. íslensk stjórnvöld verða jafnframt að svara því hvort rétt sé að verndar- tollar þýði að matvöruverð í landinu sé 6,2 milljörðum hærra en það þyrfti að vera. Það þýðir ekki að skýla sér á bak við að verndartolla sé alls staðar að finna. Síst af öllu ættu stjórnmála- menn að skýla sér bak við landbúnað- arstefnu Evrópusambandsins sem er þekkt fyrir flest annað en skynsemi. Vissulega er það rétt hjá landbún- aðarráðherra að margt hefur breytzt. Það hefur verið opnað fyrir innflutn- ing á ýmsum sviðum og nú er ekki óalgengt að sjá erlent kjöt og osta í verslunum. Sá innflutningur er hins vegar allur háður gamaldags kvóta- kerfi og kostar yfirleitt mun meira en innlend framleiðsla vegna ofurtolla. Forstjóri Baugs bendir á að sam- kvæmt Gallup-könnun myndi mikill meirihluti Islendinga fremur kaupa innlent lambalæri, þótt erlent lamba- læri stæði til boða á lægra verði. Ör- ugglega er þetta rétt og eflaust á þetta við um mun fleiri matvæli. Neytendur eiga hins vegar rétt á því að fá að taka þessa ákvörðun sjálfir. VIÐSKIPTAHÁSKÓLIN N Á BIFRÖST SAMVINNUSKÓLINN á sér um margt merka sögu. Upphaf skól- ans má rekja til ársins 1912 er Sig- urður Jónsson á Yztafelli, síðar ráð- herra, fór um landið í fyrirlestraferð og hélt námskeið mjög víða. Alls nutu tæplega 5 þúsund manns leiðbeining- ar hans en upp úr þessu var Sam- vinnuskólinn stofnaður og varð Jónas Jónsson frá Hriflu fyrsti skólastjóri skólans sem hóf störf 3. desember 1918. Þessi skólastofnun þróaðist svo á nokkrum áratugum upp í það að verða Samvinnuháskólinn. Nú eru mikil tímamót í sögu þess- arar ágætu menntastofnunar. Sam- vinnuháskólinn hefur fengið nýtt nafn, Viðskiptaháskólinn á Bifröst, og þar með eru tengslin að þessu leyti rofin við fortíðina. Hinn nýi viðskiptaháskóli byggist á traustum grunni. Menntamálaráðu- neytið lét gera sérstaka úttekt á skól- um með nám í viðskipta- og rekstrar- hagfræði á háskólastigi vorið 1997. Þar fékk Samvinnuháskólinn mjög góða einkunn og sagði í skýrslunni að hann þætti hafa unnið markvisst að kennslufræðilegri uppbyggingu námsins. Með þetta veganesti virðist björt framtíð blasa við Viðskiptahá- skólanum á Bifröst. INGA Lára Baldvinsdóttir er deildarstjóri myndadeildar Þjóðminjasafns íslands. Að hennar sögn hefur safnið varðveitt tæpar tvær milljónir mynda en markviss söfnun hófst er Matthías Þórðarson, sem þá var þjóðminjavörður, stofnaði Mannamyndasafnið árið 1908.1 safninu er að finna flestallar frumgerðir Ijósmynda. Inga Lára segir að um 40 mannamyndir hafi verið skráðar í safnið árið 1908 en myndirnar voru ekki eingöngu Ijósmyndir. Einnig voru i safninu olíumálverk, teikningar og stein- prent. Á meðal þessara mynda voru til dæmis málverk af Hóla- biskupum og myndir eftir frum- kvöðla í mannamyndagerð hér- lendis, Sæmund Hólm og mál- arann Sigurð Guðmundsson. Nokkrum árum siðar stofnaði Matthías svo annað myndasafn, Ljós- og prentmyndasafnið en þar eru skráðar og geymdar atburða- og staðamyndir. Safn Sigfúsar Eymundssonar keypt á 60 krónur „Um 1915 keypti Þjóðminja- safnið Ijósmyndasafn Sigfúsar Eymundssonar," segir Inga Lára. „Sigfús er einn þekktasti ljós- myndari landsins og tók fjöldann allan af myndum en hann var fyrstur íslenskra ljósmyndara sem lifði af Ijósmyndun," heldur hún áfram. Sigfús rak ljósmyndastofu í tæpa hálfa öld eða frá 1866-1909 og lærðu þar margir menn iðnina. Safn Sigfúsar var keypt árið 1915 á 60 krónur og eru í því um 14-15 þúsund ljósmyndaplötur, margar þeirra tvískiptar með tvær mismunandi myndir á sömu plötunni. Síðan þá hefur jafnt og þétt bæst í myndasafn Þjóð- minjasafnsins og er enn verið að vinna að skráningu myndanna, þeim komið fyrir í umslögum úr sýrufríum pappír eða plasti og eru frumritin geymd í sérstökum eldvarnarskápum. Fjölþætt notagildi En hver er tilgangur ljós- myndasafns? „Tilgangur slíks safns er auðvitað margþættur," segir Inga Lára. „Ljósmyndir eru í eðli sínu svo margþætt menning- arlegrf; fyrirbæri og margar þeirra hafa einnig listrænt gildi. Ætt- fræði hefur alltaf skipað stóran sess á meðal íslendinga og mannamyndir gegna þar mikil- væg^u hlutverki. Einnig eru ljós- myndir mikilvægar heimildir sem gefa til kynna hvernig fólk klædd- ist, hvernig það bjó og hafa þann- ig sögulegt og þjóðfræðilegt gildi,“ segir Inga Lára. Að söjjn Ingfu Láru á Þjóðmiiya- safnið heildstæðasta og elsta ljós- myndasafn landsins og gegnir mannamyndasafnið þar veiga- miklu hlutverki en þar er að finna myndir af Islendinguin frá öllum landshornum. „Minjagripasafnið á Akureyri er líka með gott safn,“ segir Inga Láraen það rekur Hörður Geirsson. „En það er frek- ar staðbundið safn og safn Þjóð- minjasafnsins er miklu víðtæk- ara.“ Inga Lára segir fjölmarga mis- munandi aðila nýta sér safnið. „Það eru kvikmyndagerðarmenn sem nota myndir í gerð heimilda- mynda. Einnig eru ýmsar myndir skoðaðar áður en búninga- og leikmyndagerð fer fram við upp- tökur á leiknum myndum. Bóka- útgefendur nota safnið mikið og svo fáum við mikið af einstakling- um sem eru að leita að ættingjum slnum eða gömlum húsum. Það er líka algengt að arkítektar komi og fái hjá okkur myndir þegar verið er að gera upp eldri hús.“ Ljósmyndasafn Reykja- víkur stofnað Ljósmyndasafn Reykjavikur er annað stórt Ijósmyndasafn og safninu stýrir Maria Karen Sig- urðardóttir en hún er eini íslenski forvörðurinn með sérmenntun í forvörslu ljósmynda. Verið er að flytja safnið í nýtt húsnæði, Gróf- arhúsið að Tryggvagötu 15, við hliðina á Listasafni Reykjavíkur i' Hafnarhúsinu. „Safnið var stofnað af nokkrum Ijósmyndurum árið 1981 sem einkafyrirtæki en Frosin augnablik tímans / / A Islandi eru starfrækt vegleg ljósmyndasöfn sem innihalda milljónir ljósmynda. Gunnlaugur Árnason heimsótti stærstu söfnin, ræddi við safnverði og fræddist um sérstöðu hvers safns; hver tilgangur ljósmynda- safna er og hvers vegna nauðsynlegt er að varðveita ljósmyndir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/Ljósmyndari óþekktur Myndin er af Sigvalda Hjálmarssyni, blaðamanni og síðar ritstjóra Alþýðublaðsins. Mynd- in er úr myndasafni Alþýðublaðsins og er tekin á sjötta áratugnum. Morgunblaðið/Ól.K.M. Kjarval situr í leigubíl frá BSR á Þingvöllum og teiknar. Reykjavíkurborg tók við rekstrin- um árið 1987,“ segir Maria Karen og hefur safnið stækkað jafnt og þétt síðan. En hvernig verða Ijósmynda- söfn til og hvaðan koma myndirn- ar? „Það er allur gangur á því. Stundum fáum við gefins stór söfn þegar ljósmyndastofur hætta. Einnig koma einstaklingar inn með minni söfn og gefa okkur en það eru oft aðstandendur ljós- myndara sem vilja varðveita ljós- myndir viðkomandi og hafa því samband við okkur. Oft fréttum við líka af söfnum og höfum sam- band að fyrra bragði." Spegilmynd fortíðar og samtímans „Ljósmyndin er hluti af menn- ingararfi okkar,“ segir María Karen um varðveislu ljósmynda. „Þjóð verður ekki þjóð án þess að varðveita menningu sína. Það skemmtilegasta við Ijósmyndina er það að hún segir okkur svo margt. Hún er bæði merkileg út frá sögulegu og listfræðilegu sjónarhorni. Hún upplýsir okkur um hvað er að gerast á hveijum tíma. Þá er hún líka hluti af iðn- og tæknisögu okkar,“ segir María Karen sem lýsir ljósmyndinni sem spegilmynd fortíðarinnar og jafn- framt samtímans. Að sögn Maríu Karenar eru ljósmyndir fyrst og fremst flokk- aðar eftir ljósmyndurum en söfnin geta verið mjög blönduð og er þar að finna allt milli himins og jarð- ar; mannlífsmyndir, náttúru- og landslagsmyndir, heimildamynd- ir, bæjarmyndir og mannamyndir sem hafa sögulegt gildi. „Ljós- myndasafn Reykjavíkur á um eina og hálfa milljón rnynda," segir hún og bætir við að það sé breiður hópur sem notar safnið líkt og myndasafn Þjóðminjasafnsins. Að sögn Maríu verður Ljósmynda- safn Reykjavíkur mun sýnilegra út á við eftir að það flytur f nýtt húsnæði. „I Grófarhúsinu höfum við aðgang að sýningarsal og ætl- um við að vera reglulega með ljósmyndasýningar þar,“ segir María. Upplýsingakerfið Sarpur Sarpur nefnist alhliða tölvu- skráningarkerfi sem unnið hefur verið að á vegum Þjóðminjasafns Islands. Ætlunin er að bjóða öðr- um miiya- og myndasöfnum, stofnunum og fyrirtækjum að- gang að Sarpi og vinna þannig markvisst að skráningu minja- gripa og ljósmynda á landsvi'su. Hafa nú þegar nokkur þeirra fengið aðgang að kerfinu, þar á meðal Ljósmyndasafn Reykjavík- ur. Sarpur verður þannig gagna- grunnur sem auðveldar alla gagnasöfnun, bætir möguleika til rannsókna og uppsetningar íslenska myndasafnið/ Mats Wibe Lund Öxnadalsheiði Pétur Brynjólfsson/Þjóðminjasafn íslands Sjúklingar á berklahælinu á Vífilsstöðum 1910-11. arleiðangra og samvinnuverkefni í kortagerð. 76 metra langar filmur Þorvaldur segir búnað til töku á loftmyndum dýrari en gengur og gerist í Ijósmyndun en sérstak- ur myndbúnaður er festur við botn sérútbúinna flugvéla og get- ur flughæð við loftmyndatöku verið allt frá 500m-10km eftir þörfum hvers og eins. „Filmurnar sem notaðar eru við loftmynda- gerð eru 24 cm breiðar og 76 m langar eða eins og frá Hallgríms- kirkjutumi og niður á stétt,“ seg- ir Þorvaldur. Landmælingar hafa frá 1950 tekið myndir árlega vegna korta- gerðar. Annað fyrtæki sinnir nú einnig loftmyndatöku en það heit- ir Loftmyndir ehf. Með komu þess fyrirtækis inn á markaðinn hafa Landmælingar breytt örlítið um stefnu en frá ársbyrjun hefur öll þjónusta Landmælinga verið boð- in út. „Safn Landmælinga hefur gríð- arlegt gildi fyrir samfélagið i' heild," segir Þorvaldur. „Vegna þess er hægt að bera saman hvernig landið breytist frá ári til árs, hvar nýir byggðakjamar myndast. Einnig er hægt að bera saman breytingar á náttúrufari, hopun jökla, uppblæstri og land- broti,“ bætir hann við en safnið nota fjölmargir aðilar fyrir utan kortagerðarmenn. Að sögn Þor- valds eru stærstu verkefnin unnin fyrir ríkisstofnanir og sveitar- félög en einnig notfæra margir margs konar sýninga. Einnig eykst aðgengi að þjóðararfinum til muna þar sem flestar menntastofnanir landsins munu geta sótt upplýsingar í grunninn. Loftmyndasafn Landmælinga íslands Loftmyndasafn Landmælinga Islands er eitt merkasta myndasafn landsins. í safninu eru um 140.000 loftmyndir, þær elstu frá 1937. Að sögn Þorvalds Braga- sonar, forstöðumanns upplýsinga- og mark- aðsmála hjá Landmæl- ingum fslands, sem hefur yfirumsjón með myndasafninu, hafa loftmyndir verið tekn- ar nokkrum sinnum af flestum landshlutum og hefur landið f heild verið myndað úr lofti að minnsta kosti þrisvar sinnum. Þorvaldur segir myndasafnið hafa gríðarlega mikið heimildagildi af því að hægt er að bera saman breytingar hvar sem er á landinu með myndum frá mismunandi tímum. „Það voru Danir sem tóku fyrstu loftmyndirnar af fslandi til kortagerðar árin 1937-1938 en fram til 1950 voru teknar loft- myndir hér á vegum Breta, Þjóð- verja og Bandaríkjarnanna,“ segir Þorvaldur en Landmælingar hafa tekið loftmyndir árlega af landinu frá og með 1950auk þess sem er- lendir aðilar hafa tekið slfkar myndir í tengslum við rannsókn- Loftmynd/Landmælingar Íslands Mynd af Surtsey tekin árið 1972, Nicoline Weywadt/Þjóðminjasafn Islands Eskifjörður um 1882. einstaklingar sér safnið. Helstu notkunarsviðin eru kortagerð, byggðaskipulag, landmerkingar, landsala og landskipti. Auk þess er safnið notað mikið við örnefna- söfnun, við landfræði- og jarð- fræðirannsóknir og í ferðamálum sem og skipulagningu sumar- byggða. Einkasöfn og einstakir ljósmyndarar Fjölmörg stór einkasöfn eru einnig til á landinu. Bæði Morgun- blaðið og DV búa yfir stóru safni sem og einstakir ljósmyndarar. Nýlega var íslenska myndasafnið stofnað en stærstur hluti þess er _ ljósmyndasafn Mats Wibe Lund. í safninu eru einnig fjölmörg önnur söfn þekktra og óþekktra tjós- myndara, gömul og ný. íslenska myndasafnið er rekið í samvinnu við Genealogia Is- landorum og er forstöðumaður þess Christopher Lund. Að sögn Christophers stendur til að gera fólki kleift að skoða safnið á Net- inu en myndimar verða líka til sölu fyrir þá sem vilja kaupa. „Genelogia Islandorum er mjög margbreytilegt fyrirtæki," segir Christopher en rætur fyrirtækis- ins liggja í ættfræði- og bókaút- gáfu. „Við höfum unnið að því að koma öllum þessum ljósmyndum á stafrænt form og gera þannig all- ' an aðgang að myndefiiinu auð- veldari." Christopher segir ljós- myndir safnsins fjölbreytilegar, allt frá mannamyndum til at- vinnu- og þjóðlífsmynda, myndum af náttúru og landslagi. „Mats tók mikið af myndum af sveitabæjum og öllum þéttbýlisstöðum lands- ins. Hingað sækir fólk til okkar í leit að slíku myndefni. Til stendur að gera fólki auðveldara fyrir og vera með allar þessar myndir á Netinu en við erum að hanna vef- síðu sem maður getur rennt yfir íslandskort með bendli og valið þar stað á landinu, skoðað lands- lagsmyndir, bæi forfeðranna ásamt mannamyndum og fleiru sem tilheyrir svæðinu," segir Christopher en hann segir fyrir- tækið hafa áhuga á því að vinna með Þjóðminjasafninu og tengjast Sarpi. „Ég tel þó ólfklegt að við gerum Sarp að okkar aðal flokk- unarkerfi. Okkar sérstaða verður aðgengilegur gagnagrunnur á Netinu sem er opinn almenningi. Við höfum fjárfest í góðum og dýrum tækjum og viljum nýta þau sem best. Netið er einn stór búð- argluggi og okkar fi-amtíð liggur þar.“ „Ljósmyndari þjóðarinnar“ „Ólafur K. Magnússon var oft nefndur ljósmyndari þjóðarinn- ar,“ segir Einar Falur Ingólfsson myndstjóri Morgunblaðsins en Einar Falur hefur fengið það verkefni að flokka, varðveita og skrá safti Ólafs. Safnið saman- stendur af 180 þúsund inyndum á filmum og svo eru enn fleiri sem eingöngu eru í prentformi. Að sögn Einars er safnið mjög merki- legt. „ Ólafur var fyrsti sérmennt- aði blaðaljósmyndariiin á íslandi og sá fyrsti sem gerði blaðaljós- myndun að ævistarfi,“ segir Einar Falur en Ólafur lagði stund á ljós- ' myndun í New York og Holly- wood og eftir að hann fluttist heim var hann fljótlega ráðinn sem Ijósmyndari Morgunblaðsins en í þá tíð var ritstjórnin fámenn og hann oft eini ljósmyndarinn. „Safn Ólafs er mjög mikilvægt. Ferill hans sem ljósmyndara spannar rétt tæpa hálfa öld og meðan hann varði skrásetti hann sögu þjóðarinnar á filmur sem skipta þúsundum. Safn hans er því einstakt hvað stjómmála- og þjóðlífssögu og sögu Reykjavikur - varðar," segir Einar Falur en Ijós- myndir Ólafs eru lfka mikilvægar heimildir um lista- og flugsögu þjóðarinnar en þetta vom hans helstu áhugamál. „Þetta er ein- stakt safn sem okkur ber að varð- veita,“ segir Einar Falur í lokin en Morgunblaðið mun geyma safnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.