Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
*
N eikvætt
viðhorf
Afþessum niðurstöðum má draga að
minnsta kosti þá ályktun, að varlega
skuli fara í að hvetja alla til að brosa á
þeim forsendum að það kosti ekkert.
Kötturinn Grettir fór
einu sinni að hugsa
um þá miklu speki
sem oft er hamrað
á, að ef maður
brosir við heiminum þá brosi
heimurinn á móti. Og mjúka hlið-
in á Gretti var eðlislægri fýlu
hans yfirsterkari eitt andartak
og hann brosti sínu blíðasta.
Viti menn, allur heimurinn
skein við honum, brosandi hinu
fegursta Colgate-brosi. Gretti
var brugðið, hann hætti snarlega
að brosa og sagði við lesendur
sína: Þetta geri ég aldrei aftur.
Grettir er ekki sá eini sem er
orðinn efins um gildi þess að
brosa stanslaust og vera alltaf
jákvæður. Nýlega greindi banda-
ríska blaðið The New York Tim-
es frá þarlendum sálfræðingi, dr.
Barböru Held, sem er að verða
búin að fá sig
VIÐHORF
Eftir
Kristján G.
Arngrímsson
fullsadda á
því að leggja
alla áherslu á
það jákvæða
og útrýma því
neikvæða. „Hún vill ekki vera
hress, líta á björtu hliðarnar eða
láta brosið vera regnhlífina
sína,“ segir fréttaskýrandi blaðs-
ins um Held.
Hún hafi meira að segja
nokkrar áhyggjur af svoleiðis
löguðu. Og hún sé ekki ein um
það. Lítill hópur sálfræðinga sé
farinn að hafa áhyggjur af því, að
sálfræðingastéttin - og reyndar
Bandaríkin eins og þau leggi sig
- sé að verða fórnarlamb boð-
skapar um sífellda jákvæðni.
Hún kallar þetta „einræði já-
kvæða viðhorfsins," sem kveði á
um hressileika og bjartsýni sem
formúlu fyrir árangri, úthaldi og
bættri heilsu, og leggi neikvæðni
að jöfnu við mistök, viðkvæmni
og almennt heilsuleysi.
Bandarískir sálfræðingar
komu meira að segja saman á
þingi nýlega undir yfirskriftinni:
(Hinar gleymdu) dyggðir nei-
kvæðninnar. „Eg hef áhyggjur af
því að við gefum fólki ekki nóg
pláss til að líða illa,“ er haft eftir
Held, en hún er höfundur bókar
sem heitir Hættu að brosa og
byijaðu að nöldra.
Það sem þessir bandarísku
sálfræðingar eru kannski helst
að fetta fingur út í eru alræðistil-
hneigingar jákvæðnitrúboðsins,
fremur en að þeir séu að meina
að jákvæðni sé beinlínis til
skaða. En hún á ekki alltaf við og
hún hentar ekki öllum.
Kannski lætur sumum vel að
stappa í sig stálinu og telja sér
trú um að allt fari á besta veg.
En þeir eru líka til sem ná betri
árangri með því að ímynda sér
að allt fari í steik og gera sér
væntingar sem eru óraunsæis-
lega litlar. Útkoman verður þó
engu síðri en hjá þeim jákvæðu
og bjartsýnu.
Samkvæmt The New York
Times hafa reyndar verið gerðar
rannsóknir á fólki, sem benda til
þess að jákvæð hugsun henti
sumum vel, en öðrum gangi bet-
ur með því að vera neikvæðir á
eigin ágæti og getu.
Af þessum niðurstöðum má
draga að minnsta kosti þá álykt-
un að varlega skuli fara í að
hvetja alla til að brosa á þeim
forsendum að það kosti ekkert.
Þvingað bros geti nefnilega bein-
línis orðið til þess að árangur ná-
ist ekki.
Niðurstöður rannsóknar sem
gerð var í Bandaríkjunum fyrir
um tíu árum benda þar að auki
til þess að taugaveiklað og óham-
ingjusamt fólk sem er gjarnt á
að kvarta og kveina sé engu
heilsuveilla en þeir sem eru allt-
af hressir og brosandi og enda-
laust jákvæðir.
Þeir þátttakendur í rannsókn-
inni sem fengu hátt gildi á mæli-
kvörðum fyrir taugaveiklun,
kvíða, pirring og ofurviðkvæmni
reyndust líklegri til að kvarta
undan líkamlegum sjúkdóms-
einkennum. En þeir voru engu
líklegri en hinir til að fara frem-
ur til læknis, fá háan blóðþrýst-
ing eða deyja.
Skilyrðislaust jákvæðnitrúboð,
sem án nokkurs hiks og í helgi-
kenndri sannfæringu um eigin
réttmæti fordæmir alla nei-
kvæðni, getur þar að auki haft
þær afleiðingar að heilbrigð
gagnrýni sé bannfærð. Þeim sem
dettur í hug að bregðast við ein-
hverju með efasemdum - og
jafnvel orðinu nei - er sagt með
pirringi að „vera ekki svona
neikvæður."
Maður þarf að vanda sig þegar
maður gerir greinarmun á gagn-
rýni og neikvæðni, því að þetta
tvennt er náskylt. Kannski má
segja að það sé sá munur á, að
gagnrýni hafi annað markmið en
sjálfa sig, en hreinræktuð nei-
kvæðni miði svosem ekki að öðru
en neikvæðni.
Hættan er sú, að litið sé á
gagnrýni sem tilgangslausa
neikvæðni og því skuli ekki
hlustað á hana (þótt hún skuli
auðvitað umborin af víðsýni hins
sanna nútímamanns). Og svo er
þetta náttúrulega í orðanna
hljóðan, hvemig má það vera að
neikvæðni sé af hinu góða en já-
kvæðni slæm? Þess vegna er
hætt við að þeir sem eru að eðlis-
fari ekki alltaf hressir fái ekki að
vera eðli sínu samkvæmir.
Þetta getur jafnvel tekið á sig
mynd hreinnar kúgunar. Barn
sem er að upplagi kvíðið og lítið
brosgjarnt lendir kannski í því
að vera í leikskóla þar sem allur
hópurinn er látinn syngja saman
um nauðsyn og kosti þess að
brosa - að það kosti ekkert og
svo framvegis og svo framvegis
samkvæmt þessu skylduboði nú-
tímans.
Við slíkar aðstæður er hætt
við að eðlilegt skapferli barnsins
- kvíðið, alvörugefið, það er að
segja, neikvætt - fái ekki notið
sín. Hópurinn beinlínis kúgar
barnið til uppgerðarjákvæðni,
vegna þess að eitt súrt fés í hópi
margra skælbrosandi líðst ekki
nú á tímum.
Ekki bara vegna þeirrar
gamalkunnu áráttu fólks að þola
illa að einhver skeri sig úr hópn-
um. Núorðið er það pólitísk rétt-
hugsun að það sé til marks um
víðsýni að þola öðrum slíkan
kverúlantahátt. En þarna, þegar
um er að ræða einhvern sem
sker sig úr með því að vera nei-
kvæður, er allt í einu komin fram
sérviska sem leyfilegt er að ráð-
ast gegn.
Og þá fær gamla góða hópsálin
sem býr í okkur öllum að sleppa
fram af sér beislinu og berja á
þeim sem sker sig úr.
Vinnudeilan
á Fáskrúðsfirði
í Morgunblaðinu 19.
ágúst sl. skrifar Emil
Thorarensen frá Eski-
firði hjartnæma grein
til varnar stjórnendum
Loðnuvinnslunnar á
Fáskrúðsfirði vegna
ómaklegrar baráttu að
hans mati, nokkurra
verkamanna fyrir
málstað sínum og kjör-
um. Ekki hef ég kynnt
mér uppruna Emils
eða hvort hann hafi
einhvern tímann unnið
verkamannastörf á
lífsleiðinni, en ég er
sannfærður um að ef
hann starfaði sem
verkamaður í Loðnuvinnslunni á
Fáskrúðsfírði í dag væri hann þátt-
takandi í þessari baráttu og vissi þá
um hvað hún snerist og myndi gæta
hagsmuna sinna þar. Emil er í skrif-
um sínum sífellt varðhundur kerfis
og karla eins og stjórnenda Loðnu-
vinnslunnar á Fáskrúðsfirði og í
grein sinni verður honum tíðrætt
um trúverðugleika og fjármuni.
Hann ætti líka að vita að eitt er að
útvega fjármuni og fjárfesta til að
byggja upp fyrirtæki, og annað er
að stjórna síðan fyrirtækinu svo að
vel sé, tryggja að fjárfestar hafi
áfram trú á fyrirtækinu, taka
skynsamar ákvarðanir og sýna rétta
dómgreind á réttum tíma og stað og
svo aðalatriðið sem er að eiga gott
samstarf við starfsfólk fyrirtækis-
ins. Emil Thorarensen situr í skjóli
slíks manns sem er Aðalsteinn Jóns-
son á Eskifirði og ég fullyrði að Alli
ríki hefði aldrei leitt sína verksmiðju
inn í slíka deilu sem uppi er á Fá-
skrúðsfirði, slíkur
munur er á dómgreind
Alla og nánustu sam-
starfsmanna hans og
snillinganna á Fá-
skrúðsfirði sem mis-
tekst flest af því sem
þeir gera.
Emil kallar það
ósköp að starfsmenn
LVF skuli standa fyrir
verkfallsaðgerðum og
berjast fyrir hagsmun-
um sínum og lífsbrauði
með fulltingi verka-
lýðsfélagsins sem þeir
eru félagar í og stöðva
þar með þetta dýra
framleiðslufyrirtæki.
Eg veit ekki betur en að verkfall
hafi verið í verksmiðjunni á Eski-
firði í sumar í hálfan mánuð áður en
samningar náðust. Ekki datt stjórn-
endum þeirrar verksmiðju í hug að
ráðast að mannskapnum í verk-
smiðjunni og fækka á vöktum, og er
þó verksmiðjan á Eskifirði betur
mönnuð og útbúin en Loðnuvinnslan
á Fáskrúðsfirði. Það er ekkert ann-
að en svik að semja um örfá prósent
í launahækkun í samningum og ætla
síðan að stela því til baka aftur með
því að fækka starfsfólki eins og gera
átti á Fáskrúðsfirði og gera síðan
auknar kröfur og ætlast til þess að
færri menn bæti á sig störfum, álag
aukist og færri menn skili sömu af-
köstum við vinnu og framleiðslu, og
einnig að allur búnaður í verksmiðj-
unni gangi á sama hraða. Nei takk,
þetta er ekki árið 1920 heldur árið
2000 og verkamenn hafa sama rétt
til sjálfsvirðingar og þessir höfð-
ingjar og láta ekki kúga sig í dag.
Vinnudeila
Ég spyr launafólk og
verkalýðsforystu um
allt land, segir Eiríkur
Stefánsson. Eigum við
að láta þessa valdníðslu
yfír okkur ganga eða
gæta hvert annars?
Emil segir einnig að honum sé
kunnugt um að Verkalýðsfélagið á
Fáskrúðsfirði hafi hafnað samningi
sem gefur starfsmönnum LVF held-
ur betri kjör en samið var um við
starfsmenn annarra verksmiðja á
Austurlandi í sumar. Þetta eru hel-
ber ósannindi og okkur hefur ekki
verið boðið annað en aðrir fengu í
sínum samningum. Dagvinnulaun
starfsmanna í loðnuverksmiðjum á
íslandi eru um 100.000 krónur á
mánuði og til að hafa góðar tekjur
þarf óhóflegan vinnutíma og lítils er
metið þótt starfsmaður hafi áratuga
starfsreynslu.
Til gamans vil ég segja frá auglýs-
ingu sem birtist í Morgunblaðinu 20.
ágúst sl. þar sem 10-11 verslanirnar
í Reykjavík auglýstu eftir starfs-
fólki og buðu eftirfarandi kjör án til-
lits til starfsaldurs:
Byrjunarlaun kr 106.767 á mánuði
og eftir sex mánuði kr 114.767 á
mánuði og starfsmönnum var einnig
boðinn samningur til 20 mánaða sem
tryggði þeim 15.000 króna kaup-
auka á mánuði, eingreiðslu í lok
Eirikur
Stefánsson
Ætlar ríkið að kaupa
sína eigin eign?
YFIRLÝSING um-
hverfisráðherra um
áhuga ríkisstjómarinn-
ar á að kaupa Geysis-
svæðið er í meira lagi
sérkennileg. Ekki síst
þegar haft er í huga að
ríkið er þegar eigandi
hverasvæðisins að lang-
mestu leyti ef ekki öllu.
Vandséð er af hvaða
hvötum framkvæmda-
valdið ætlar í þessu
máli enn einu sinni að
ganga í berhögg við
hagsmuni skattborg-
ara. í Haukadal hafa
ráðamenn áður látið
einstaklinga komast
upp með að sölsa undir sig eigur rík-
isins án þess að gæta almannahags-
muna sem þeir hafa reyndar verið
kjömir til. Það þætti rannsóknarefni
blaðamanna og stjómmálamanna í
nánast öllum lýðræðisríkjum heims
að kanna hvort slíkt ráðslag stafar
eingöngu af vanhæfni eða hvort ljós-
fælin hagsmunatengsl séu í málinu.
Hverasvæðið við Geysi er talið
vera um 20 ha að stærð og telst ásamt
öðmm jarðhitaréttindum Hauka-
dalstorfunnar vera í óskiptri sameign
jarðanna fjögurra sem teljast til
Haukadalstorfunnar, þ.e. landnáms-
jarðarinnar og höfuðbólsins Hauka-
dals og býlanna sem seinna voru
byggðar sem hjáleigur frá höfúðból-
inu, Laug, Bryggju og Tortu. Utan
þessarar sameignar em þó fjórir
helstu hverimir Geysir, Strokkur,
Blesi og Litli-Geysir sem ríkið keypti
1935.
Ríkið eignaðist jörðina Laug árin
1902 og 1903 nema gistihúsið við
Geysi sem þar stóð á ca 1000 fer-
metra lóð. Árið 1938 gerast hins veg-
ar þau tíðindi að dansk-
ur athafnamaður,
Kristian Kirk kaupir
Haukadal, Bryggju og
Tortu fyrir milligöngu
Hákonar Bjamasonar
skógræktarstjóra til að
hefja þar baráttu gegn
þeirri landeyðingu sem
þá ógnaði Haukadal.
Kirk hafði kynnst bar-
áttu skógræktarmanna
gegn gróðureyðingunni
i V-Jótlandi og glæsi-
legum árangri þeirra.
Þegar hann gaf Skóg-
rækt ríkisins jarðirnar
með öllum gögnum og
gæðum tveimur árum
síðar hafði hann friðað landið með
girðingu, hafið uppgræðslu og endur-
byggt Haukadalskirkju sem þá var
að falli komin. „Vaxið skógi eyðist
landið ekki,“skrifaði Kirk í afsalsbréf
til skógræktarinnar 15. júní 1940 og
hefur það sannast eftirminnilega í
Haukadal sem hefur verið að breyt-
ast í unaðsreit eins og foksvæðin á
Jótlandi.
Á þessum tíma var Haukadalur
kominn í eyði og áfok ógnaði jörðinni
en Sigurður Greipsson eigandi jarð-
arinnar og eyðibýlisins Bryggju hafði
áður stofnað skóla með smá bú-
rekstri fyrir neðan Hverasvæðið og
var þar kallað „við Geysi“ eða „á
Söndum“. Greinilega kemur fram í
afsali Sigurðar og móður hans sem
átti jarðimar með honum að þær
voru seldar með öllum gögnum og
gæðum hveiju nafni sem nefnast en
undanskilið er sölunni tiltekið land
sem var í óskiptri sameign kirkjunn-
ar og jarðanna fjögurra.
Haukadalskirkja íylgdi með í
kaupunum en hún er bændakirkja,
Geysissvæðið
Gera verður kröfu
til handhafa ríkisvalds-
ins að þeir gæti hags-
muna almennings, segir
Valdimar Jdhannesson.
Það hefur ekki verið
gert í Haukadal.
þ.e. í eigu landeiganda. Samkvæmt
gömlum máldögum á hún 25% af
óskiptu landi og hlunnindum Hauka-
dalstorfunnar auk þess að eiga
Haukadalsheiðina. Ekki verður séð
að unnt sé að raska þeirri stöðu ef
eigandi kirkjunnar, þ.e. Skógrækt
ríksins gætir réttar hennar.
Eigendur Tortu seldu Kristian
Kirk jörðina með sömu skilmálum
enda fara öll kaupin fram á sama
tíma. Augljóst er að þeir selja jörðina
án allrar takmörkunar á rétti kaup-
anda vegna ítaka, óskipts lands eða
annarra gæða.
Af ofangreindu sést að ríkið og
Skógrækt ríkisins voru orðin eig-
endur Haukadalstorfunnar ásamt
með Haukadalskirkju og öllum gæð-
um árið 1940 ef utan er skilið óskipt
land og smáspildur. Þegar Siv um-
hverfisráðherra boðaði blaðamenn á
sinn fund fyrir skemmstu til að segja
þjóðinni að nú ætlaði hún að taka ásig
rögg til að kaupa Geysissvæðið þá
var hún að hreykjast yfir því að ætla
nú að kaupa fyrir hönd þjóðarinnar
svæði sem hún hefur átt í 60 ár!
Nú virðist eiga að Ijúka því verki
sem hófst árið 1990 þegar eigendum
Valdimar
Jdhannesson