Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 39
a
i
s
p
bernskuárin hafí verið einstaklega
ánægjuleg og skilað miklu þótt oft
hafi gengið á ýmsu í stórum systkina-
hópi. Vissulega var lífsbaráttan erfið
og ekki alltaf mikill tími aflögu hjá
foreldrunum, en sá tími sem gafst var
vel nýttur og glaðværðin og hlýjan,
sem þau veittu, yljar manni um
ókomin ár. Eg og mínir viljum þakka
ykkur íyrir allt og munum minnast
ykkar með sömu hlýjunni og glað-
værðinni, sem þið veittuð okkur allt-
af. Við munum sakna ykkar og elsk-
um ykkur öll. Guð blessi minningu
ykkai-.
Ægir, Lilja
og fjölskyldur.
Okkur finnst skrýtið að sitja héma
og rifja upp allar þær stundir sem við
eyddum með afa og enn skrýtnara
finnst okkur að hann sé farinn ...
hvernig kveður maður afa sinn með
orðum? Afa sem átti alltaf að vera til
staðar, átti alltaf að vera afi í Keflavík
sem við gátum heimsótt og átt góða
stund með, spjallað um allt milli him-
ins og jarðar og verið manni allt sem
hann var. Afinn sem var alltaf svo
yndislegur, hjartahlýr, hraustur,
hress og skemmtilegur - afi og amma
í Keflavík sem tóku alltaf svo vel á
móti okkur, gáfu okkur klink til að
fara út í sjoppu að kaupa sælgæti og
gáfu okkur síðan afganginn. Afi sem
rölti með okkur á bryggjunni að kíkja
á bátana og tala við fiskikarlana, við
heimsóttum fiskimjölsverksmiðjuna,
þar sem afi vann, þar sem við lékum
við kisumar. Það var líka algjört æv-
intýri að „hjálpa“ afa í bílskúmum.
Amma og afi vom alltaf að hugsa
um hvort við væmm ekki ánægð,
hvort við vildum ekki meira gos eða
eitthvað að bíta í. Við sátum í stofunni
og klöppuðum uppstoppaða kmmm-
anum hans, og hvemig þau hugsuðu
um köttinn Síu, sem var alveg eins og
bamið þeirra.
Það sem er okkur þó minnisstæð-
ast er hvað afi var alltaf hress og kát-
ur. Það sást kannski best þegar við
fóram öll saman út í Málmey, þaðan
sem afi var, fyrir þremur ámm. Afi
var aldursforsetinn í þeirri ferð en
það var ekki að sjá. Hann var fljótast-
ur að príla upp á eyna og arka hana
endanna á milli.
Myndin sem við geymum í hjarta
okkar er af ykkur ömmu á pallinum
að veifa okkur bless, brosandi eins og
þið vomð alltaf. Við kveðjum ekki
með sorg, eftirsjá eða með támm, við
kveðjum fi'ekar með minningunum
sem við ávallt geymum í hjörtum
okkar. Við kveðjum með brosi því
þannig munum við eftir ykkur. Bless
afi, við vitum að þér líður betur núna
því nú ertu hjá ömmu og þar viljum
við muna eftir þér.
Eg er á langferð um lífsins haf
og löngum breytinga kenni.
Mér stefnu frelsarinn góður gaf,
ég glaður fer eftir henni.
Mig ber að dýrðlegum yósum löndum,
þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum,
við sumaiyl og sólardýrð.
Þá hinsti garður úti er,
ég eygi land fyrir stöfnum
og eftir sólfáðum sæ mig ber
að sælum blælygnum höfnum.
Og ótal klukkur ég heyri hringja
og hersing ljósengla Drottins syngja:
„Velkominn hingað heim til vor!“
Lát akker falla! Ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi, dimma dröfn,
vor Drottinn bregst eigi sínum.
A meðan akker í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla
sem fyrri urðu hingað heim.
(Valdimar V. Snævarr.)
Bróabörn,
Freyja,
Sigurborg (Borga),
Jón Gunnar.
„Gísli! Ég er kominn." Fjögurra
ára barn var komið inn í smiðju með
mér þar sem Gísli var að vinna. Og
það færðist sólkskinsbros yfir Gísla
og hann kom að tala við bamið. Bam-
ið hafði lært að það átti vin og trúnað-
urinn var alger og einlægur. Ein-
hverra hluta vegna hafði bamið
gripið það, í eitt eða tvö skipti sem
það hafði hitt Gísla áður, að hann
væri vinur sinn. En það komu líka
fullorðnir, bara til að hitta Gísla að-
eins, erindislaust annars. Það var
vegna þess að þetta var þeirra Gísh.
Ég hafði tekið eftir þessu hjá einum
ágætum skipstjóra, þegar ég reri
með honum sautján ára, að Gísli Sig-
urðsson var Gísli minn hjá honum.
Gísli hafði á Siglufirði verið sá sem
leitað var til, með lítinn bát þeirra
bræðra og trúnaðurinn lifði eins og
bamssálin ein ber.
Sjálfur fannst mér Gísli alltaf vera
Gísli minn. Ég hafði kynnst Gísla
ungur, við vomm félagar ég og Bósi
sonur hans og hjartahlýjan hans
greip strax. En eitt vom sálargæðin
en svo var greind hans, sem alltaf
kom manni á óvart. Hann talaði ís-
lensku betur en flestir menn, sagði
frá og skýrði á máli sem var rétt en
enginn hafði á takteinum nema hann.
Ég heyrði hann lýsa vél svo skýrt og
með orðum, sem skildust strax, en ég
efast um að hafi verið til á prenti, allt
á hreinni íslensku, með skilning á við-
fangsefninu sem einungis gat hafa
orðið til við langa umgengni við vél-
ina. Þetta var óvenjulegt. Gísli var
mikið lesinn, en fór aldrei í regluleg-
an skóla. Enda alinn upp í Málmey
Skagafjarðar. Og hann hafði lesið
náttúrana beint. Hann opnaði músa-
hreiðrin og skoðaði hvað mýsnar átu
og vissi hverju þær söfnuðu og vissi
því allt um mýsnar. Hann skoðaði
fiska og fjöra, fugla og sjávarbotn.
Það sem var svo merkilegt við þekk-
ingu Gísla, var að hann hafði lesið
náttúrana beint, en ekki af bókum
eða skóla og hafði lært og tekið eftir.
Og þegar slíkur maður talar og lýsir,
þá hefur maður vit á að þegja og
njóta. I honum var sá sérstaki eigin-
leiki að geta túlkað eigin athuganir á
góðu máli og munað það allt. En það
bjó meira í honum. Hann brást við
vanda með skapandi mætti. I eitt
skipti brotnaði hedd á vél úti á sjó.
Gísli brasaði heddið og setti aftur í
gang og varð af mannbjörg. Og þegar
hann var inntur eftir þessu, þá sagði
hann. „Mér þótti verst að þeir rera
áfram með heddið svona, það var ekki
á hættandi." í eitt skipti tekur hann
eftir því, þegar bátur á leið inn flytur
sig ekki tímanlega á milli miða við
kennleiti í landi. Gísli setti strax á
ferð og enn varð mannbjörg, er hann
náði vélarvana bát uppi við kletta.
„Æ, þetta var ekki neitt, ég sá þegar
aldan bar okkur báða upp og ég sá á
milh að það hlyti að vera stopp hjá
þeim, svo ég dró þá bara inn.“ Að
hann hefði haft athygli á og ályktað
strax, það var bara gert. í eitt skipti
var strand óumflýjanlegt og þá stýrði
Gísli strandinu þannig að hægt væri
að komast af bátnum og fara líka upp
bjargið. Því auðvitað vissi hann
hvernig þetta var allt saman, hafði
séð það áður. Enn varð mannbjörg.
Það varð aftur vélarbilun og það
gerði veður. Gísli tók þær draslur
sem til vora um borð og setti upp
bráðabirgðasegl. Báturinn var varinn
og enn varð mannbjörg. Það var þessi
eiginleiki Gísla að vinna fumlaust og
skapandi við krefjandi aðstæður.
Hann gat eins framkvæmt og fundið
leið til þess, eins og hann gat krafið
viðfangsefni og skilið þau. En það var
einnig sú hliðin á þessu, að hann með
sinni athygli og ákveðni gat látið
ganga það sem ekki var gerandi. Þeg-
ar hann flutti möl á Bergfossi til
Grímseyjar þurfti að taka upp dælur
að minnsta kosti tvisvar á Grímseyj-
arsundi, til þess að sandurinn stopp-
aði þær ekki. Og þá var það þannig og
Gísli gerði það.
Sjöfn Stefánsdóttir,
Ágúst Stefánsson,
Andrés Stefánsson,
Hann átti utanborðsmótor á
skektu sem hann reri, mótorinn vildi
losna, en Gísli heyrði á hljóðinu og
herti. Þetta var bara svona. Það var
sú skektan, sem hann fiskaði sér í
soðið á og virtist þá tilsýndar standa
einn á sjónum og skelfdi margan að
sjá, sem var á landleið í Keflavík eða
Njarðvík. En þetta var Gísli minn.
Hann Gísli okkar. Hann Gísli sem
sagði: „Þeir láta alltaf undan okkui-
mönnunum þessir dauðu hlutir fyrir
rest,“ þegar mikið bras var. Ég hafði
verið mikið í skóla og einn af mínum
skólum var Gísli Sigurðsson. Nú þeg-
ar hann er farinn, og hafði enst betur
en hægt var að búast við, eins og
hann hafði tekið á þessu lífi, þá er
eitthvað tómt eftir, eitthvað horfið í
móðu tímans og minnis. Ég votta
bömum hans samúð mína og vona að
Gísli finni fyrirheitna landið, sem
hann dreymdi um.
Þorsteinn Hákonarson.
Elsku Gísli afi minn.
Nú ertu vonandi kominn á himn-
eskan stað þar sem þú getur aftur
orðið hinn gamli, góði Gísli afi, ávallt
ungur í anda og af svo miklum dugn-
aði lifðir lífinu lifandi. Þín ósk var að
við myndum muna þig hraustan og
hressan. Minn elsku afi, það mun
aldrei verða erfitt, þannig varst þú
alltaf. Það er mér alltaf ógleymanlegt
hvað þú varst alltaf góður við ömmu,
þegar hún svona inn á milli gleymdi
pínu. Þið snerað því bara upp í góð-
látlegt grín og þá varð þetta allt svo
eðlilegt. Alltaf gapti maður þegar
maður kom til þín í heimsókn eftir að
amma lést. Þegar þú byrjaðir að telja
upp hlutina sem þú varst búinn að
gera, verk a.m.k. tveggja manna víl-
aðir þú ekki fyrir þér að klára.
Þvottaaðferðin, eldamennskan og að-
ferðin til að stilla verkina standa allt-
af fyrir sínu - allt var þetta jafn
skemmtilegt og stórmerkilegt. Alltaf
varstu sniðugur, skipulagður og
ráðagóður, ekki ólíkt syni þínum,
honum pabba. Þér og ömmu þakka ég
fyrir pabba, þið áttuð svo sannarlega
mikinn þátt í því hvað ég á dýrðlegan
pabba.
í leilqum var allt notað og alltaf
komu nýjar hugmyndir, hver annarri
skemmtilegri. Dansandi Hawaii-
dúkkan sem klikkaði eitthvað, hún
fór sko ekki í raslið heldur var hún
löguð svo fagmannlega að hún dans-
aði um öll gólf fyrir langafabamið,
Sylvíu Sól, og skemmti henni kon-
unglega.
Þú varst einstakur. í minningum
mínum, sögum og bænum munt þú
ávallt lifa með mikilli sæmd. Elsku
afi, takk óendanlega fyrir okkar tíma
saman þótt vissulega hefði hann mátt
vera meiri. Góða ferð og sjáumst síð-
ar.
Enginn maður er eyland, veröld
útaffyrirsig
Sérhver maður er hluti af meginlandi,
hluti af heildinni.
Ef moldarhaus væri skolað í hafið
myndi hann gera Evrópu minni;
eðaaðdíki,
eða hús vinar þíns, eða þitt eigið hús.
Dauði hverrar manneskju sviptir
migeinhveiju,
því ég er hluti af mannkyninu;
og því skaltu ekki spyrja
hveijum klukkumar glymji.
Þærglymjaþér.
(John Donne.)
Þín afastelpa og aðdáandi,
Alma Dröfn
Geirdal Ægisdóttir.
Rögnvaldur Þórðarson,
Aðalbjörg Þórðardóttir,
Guðný Helgadóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir, amma og
langamma
GUÐRÚN HAFDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR,
lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn
28. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN BJÖRG GUNNARSDÓTTIR
frá ísafirði,
Safamýri 40, Reykjavík,
lést mánudaginn 28. ágúst á Droplaugar-
stöðum.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 1. september kl. 10.30.
Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti
Barnaspítala Hringsins njóta þess.
Gunnar A. Baarregaard, Katrín Guðmundsdóttir,
Harald B. Alfreðsson, Ingibjörg Bergmundsdóttir,
Björn B. Alfreðsson, Laura Bergs,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN JÓNASSON
frá Vogum, Mývatnssveit,
Gullsmára 9, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu-
daginn 31. ágúst kl. 15.00.
Aðalheiður Hannesdóttir,
Guðfinna Sjöfn Stefánsdóttir, Guðgeir Einarsson,
Sigríður Stefánsdóttir, Reynir Ólafsson,
Aðalheiður Guðgerisdóttir, Birgir Blandon,
Stefán Reynisson,
Gylfi Reynisson
og barnabarnabörn.
+
Okkar ástkæra
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Austurströnd 4,
áður Nesbala 7,
Seltjarnarnesi,
lést mánudaginn 28. ágúst.
r "
Dóra Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson,
Svala Sigurðardóttir, Þorbjörn Karlsson,
Emilía Ágústsdóttir, Yuzuru Ogino,
Guðbjörg Yuriko Ogino,
Bogi Ágústsson, Jónína María Kristjánsdóttir
Ágúst Bogason, Þórunn Elísabet Bogadóttir,
Jónína Guðný Bogadóttir.
+
Ástkær sonur minn, eiginmaður, faðir, bróðir
og tengdasonur,
VIKTOR MAGNÚSSON,
Skólavörðustíg 20,
Reykjavík,
lést af slysförum þriðjudaginn 29. ágúst.
Ida Anna Karlsdóttir,
Hulda Guðrún Þórólfsdóttir,
Sonja Viktorsdóttir,
Annalísa Magnúsdóttir,
tengdaforeldrar og aðrir aðstandendur.
HALLDÓRA EINARSDÓTTIR
frá Kaldrananesi í Mýrdal,
varð bráðkvödd á heimili okkar laugardaginn
26. ágúst.
Minningarathöfn um hana verður í Fossvogs-
kirkju laugardaginn 2. september kl. 15.00.
Jarðsetning verður seinna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurður Sigurðarson,
Grafarholti við Vesturlandsveg.