Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 51 BRIDS Umsjón Gnðmundur Páll Arnarson UM miðjan ágúst var haldin mikil bridshátíð í St. Eriks klúbbnum í Stokkhólmi, sem er stærsti bridsklúbbur í Evrópu. Tveir spilarar í ís- lenska landsliðshópnum eru búsettir í Stokkhólmi um þessar mundir, þeir Magnús E. Magnússon og Þröstur Ingimarsson, og voni þeir á meðal keppenda. Sænska bridssambandið bauð öðru íslensku pari á mótið til að spila með þeim Magnúsi og Þresti í sveit og fóru bræð- umir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir utan. Fyrst var haldin opin sveitakeppni og vann íslenska sveitin sinn riðil á fyrsta degi, en tapaði síðan naumlega í 24 spila út- sláttarleik í framhaldinu. Að sveitakeppninni lokinni var spilaður 64 spila sýningar- leikur miffi Svía og Islend- inga, sem íslendingar unnu með 103 IMPum gegn 93. Andstæðingar þeirra eru ís- lenskum spilurum vel kunn- ir: Göthe, Gullberg, Ryman og Gustawsson. Hér er fal- legt spil frá sýningarleikum: Vestur Norður + 8,73 VÁD84 ♦ K96 * G76 Austur *D42 +G965 v762 ¥K1095 ♦ G85 ♦43 +10954 +D82 Suður +ÁK10 »G3 ♦ÁD1072 +ÁK3 Magnús og Þröstur voru með spil NS og fóru alla leið í sex grönd, sem Magnús spil- aði í suður. Hann fékk út hjartatvist - lægsta frá þremur hundum, sem Magn- ús segir að sé eftirlætis út- spil Svía! Lítið úr borði og nían frá austri (ef austur tek- ur á kónginn fær sagnhafí þijá slagi á hjarta strax og tólf í allt). Magnús gat auð- vitað reynt við tólfta slaginn með því að svína hjarta- drottningu, en hann er farinn að þekkja sænsku útspilin og fór aðra leið. Hann tók flmm slagi á tígul og ÁK í svörtu litunum. Staðan var þá þessi: Norður A ” vAD ♦ - ♦ G Vestur Austur +D *- »76 »K10 ♦ - ♦ - *~ Suður + 10 »3 ♦ ~ +3 +D í stað þess að svína hjarta- drottningu spilaði Magnús austri inn á laufdrottningu og neyddi hann til að spila upp í hjartagaffalinn. - Á hinu borðinu spiluðu Syíanir í NS þijú grönd, svo Island vann 11 IMPa á spiiinu. Bridshátíð Svíanna lauk með fjölmennum tveggja daga tvímenningi, en Anton og Sigurbjöm tóku ekki þátt í honum. Magnús og Þröstur voru lengi í efsta sæti, en áttu slæman lokakafia og enduðu í tíunda sæti. Ég vil fá að skila þessu bindi, ungfrú. Það þrengir að hálsinum. IDAG Árnað heilla Q A ÁRA afmæli. í dag, O v/ miðvikudaginn 30. ágúst, verður áttræður Mar- inó Þorsteinsson, ieikari, Víðilundi 20, Akureyri. Marinó verður með börnum sínum á Dalvík á afmælis- daginn. QA ÁRA afmæli. í dag, ÖU miðvikudaginn 30. ágúst, verður áttræður Svafar Helgason, Öldustíg 10, Sauðárkróki. Eiginkona hans er Gunnhildur Magn- úsdóttir. ffA ÁRA afmæli. í dag, I U miðvikudaginn 30. ágúst, verður sjötugur Þor- valdur Snæbjðrnsson raf- virkjameistari, Kotárgerði 18, Akureyri. I tilefni af- mælisins taka hann og eigin- kona hans, Guðrún M. Krist- jánsdóttir, á móti ættingjum og vinum föstudaginn 1. september kl. 17-19 í Odd- fellowhúsinu við Sjafnarstíg 2. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og simanúm- er. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík E . iþjoðlegt stærðfræðiar Árið 2000 er aiþjóðlegt stærðfræðiár. 27. september stendur Flötur samtök stærðfræðikennara fyrir Degi stærðfræðinnar. Þá munu vonandi sem flestir skólar landsins hafa stærð- fræðina í fyrirrúmi. Flötur hefur gefið út rit sem í eru rúmfræði- verkefni sem upplagt er að nota á Degi stærðfræðinnar og verður hann sendur í alla skóla á næstunni. Einnig verða kynningarfundir víða um land. Þraut15 Hver hringur hefur þriggja sentimetra radíus. Finndu flatarmál svæðisins milli hringjanna. Svar við þraut 14. Aðgerðin misritaðist en átti að vera svona: a @ b = a2+ 3b (1,12) (2,11) (4,7) (5,4) Hér ereu þrjár vefslóðir fyrir þá sem vilja spreyta sig á stærðfræði- þrautuum: http://www.ismennt.is/vefir/heilabrot/ http://syrpa.khi.is/~stae/krakkar.htm http://www. raunvis.hi.is/~stak/ UOÐABROT FYRIR SUNNAN FRÍKIRKJUNA Ennþá brennur mér í muna, meir en nokkurn skyldi gruna, að þú gafst mér undir fótinn. Fyrir sunnan Fríkirkjuna fórum við á stefnumótin. En ég var bara, eins og gengur, ástfanginn og saklaus drengur. Með söknuði ég seinna fann, að við hefðum getað vakað lengur og verið betri hvort við annað. En hver veit nema ljósir lokkar, lítill kjóll og stuttir sokkar hittist fyrir hinumegin? Þá getum við í gleði okkar gengið suður Laufásveginn. Tómas Guðmundsson. STJÖRNUSPÁ eftir Franees Drake MEYJA Afmælisbarn dagsins: Pér hættir um of til að van- meta hæfíleika þína og lætur því aðra um að komast áfram á þinn kostnað. Hrútur (21. mars -19. apríl) Gættu þess að dragast ekki inn í deilur vina þinna, heldur haltu þig frá þeim, hvað sem það kostar. Líttu á björtu hliðar tilverunnar. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú getur ekki lengur vikizt undan því að taka ákvörðun í máli, sem hvílir þungt á þér. Gakktu hiklaust fram og létt- ir þinn verður ósegjanlegur. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) *A Þú mátt eiga von á óvæntum gestum og ættir því að hafa eitthvað að bjóða þeim við hendina. Skemmtilegar sam- ræður munu opna þér for- vitnilega sýn. Krabbi ^ (21. júní - 22. júlí) ^tflte Heiðarleikinn er það sem dugar bezt bæði gagnvart sjálfum þér og öðrum. Slíkur orðstír mun tryggja þér þá athygli sem þú þarft til að koma málum álieðis. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Finnist þér þú verða að skipta um skoðun á einhverju máli, skaltu ekki hika. Láttu flím annarra um skoðana- skiptin ekki hafa áhrif á þig. Meyja -jj (23. ágúst - 22. sept.) (fi«» Þú verður að hafa kjark til þess að stíga fram og fylgja málum eftir alla leið í höfn. Þegar þú drífur í þessu sýnir þú öðrum þína réttu hlið. Vog m (23.sept.-22.okt.) Þótt þér finnist liggja í aug- um uppi, hverjar skoðanir aðrir hafa á málum, skaltu ekki ganga út frá neinu sem vísu nema kanna málið per- sónulega. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Efndir verða að fylgja orðum, því annars situr þú uppi með það orðspor að ekkert sé á þig treystandi. Bijóttu blað og stattu við loforðin. Bogmaður m ^ (22. nóv.-21. des.) fiO Vertu ekki að sífra það, þótt störf þín hljóti ekki stöðugt lof annarra. Vel unnið verk talar sínu máli og þú munt uppskera laun erfiðis þíns. Steingeit (22. des.-19.janúar) Það skiptir sköpum að nota rétt verkfæri við sérhvert verk, því annars áttu á hættu að ráða ekki við hlutina. At- hugaðu vel þinn gang. Vatnsberi (20.jan.-18. febr.) Gerðu þér að reglu að )júka þeim verkefnum, sem þú hef- ur tekið að þér, áður en þú bætir við. Settu þér ákveðna dagskrá og farðu eftir henni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það kemur í þinn hlut að bera sáttarorð á milli stríðandi að- ila. Ókunnur aðili mun þá koma við sögu með eftir- minnilegum hætti, en þú leys- ir málið. Stjörnuspána á að Jesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindafegra staðreynda. KIRKJUSTARF Seltjamarneskirkja Safnaðarstarf Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á eftir. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynisson. Seltjarnameskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Léttur málsverður á eft- ir í safnaðarheimilinu. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu á eftir. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Tekið á móti fyr- irbænaefnum í kirkjunni og í síma 567-0110. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl.13. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. % FÓLK í FRÉTTUM staf fyrlr staf. EVO-STIK ÞETTIFRAUÐ EVOSTIK FL0TSPARTL ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 ARVIK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 7 SIYRKllR vM i Sjúkraþjálfun Styrk að Stangarhyl 7 Reykjavfk er boðið upp á margs konar hóppjálfun. Hóphjálfunin er pjálfunarform sem hentar mðrgum elnstaklingum. Boðið verður upp á: Vefiagiglarhópa, hjartahópa, bakhópa, parklnsonshóp, grindargliðnunarhóp og hóp fyrir nýbakaðar mæður. Takmarkaður fjöldi er bókaður i húpana og vel er fylgst með hwerjum og einum. Aðstaðan er góð, pjálfunarsalur og vel útbúinn tækjasalur. Einnig er hægt að kaupa kort í tækjasal. Lelðbeinendur eru alllr sjúkraþjállarar sem hafa sártiæft sig á ýmsum sviðum. Húpastarflð hefst mánudaglnn 4. september, en nánari upplýslngar og skráning er í sima 587 7750.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.