Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Grettir
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Fjallkonunni
nauðgað
Frá Ásthildi Cesil Þúrðardóttur:
í GÆR laugardaginn 26. ágúst var
fjallkonu Islands nauðgað af
austfirskum manneskjum sem með
mjög ógeðfelldum hætti tróðu sér
með ofbeldi inn í félagskap sem hefur
verið að reyna að vinna að náttúru-
vemdarmálum þar eystra. Þessu
fólki er greinilega ekkert heilagt.
Gjörðin er af nákvæmlega sama toga
og önnur ofbeldisverk sem unninn
eru af ribböldum. Peningahyggjan og
græðgin eina markmiðið. Þetta er
einhver ógeðfelldasta frétt sem ég
hef heyrt lengi og er þó af nógu að
taka á þessum umbrotatímum. Það er
þýðingarlaust að reyna að halda því
fram að þetta sé ekki vel skipulagt of-
beldisverk, það sjá allir sem vilja sjá
af hvaða toga þetta er. Ég vil votta
náttúruvemdarsamtökum Austur-
lands innilegustu samúð og vona að
þau losni við óvæmna sem allra fyrst.
Það er að koma upp ný kynslóð af
fólki, sem vflar ekki fyrir sér alls kon-
ar óþokkabrögð, sem hingað til hafa
einungis verið stunduð í öðmm lönd-
um. Mér finnst þetta vera óheilla-
vænleg þróun. Góðu gildin sem vom
óskráð lög hér áður fyrr em á undan-
haldi. Ég man þá tíð að menn lögðu
upp úr því að orð þeirra stæðu, eða
handaband innsiglaði samning og því
var hægt að treysta. Mér finnst sorg-
legt að upplifa að í dag þarf allt að
vera skriflegt og undirskrifað af vott-
um til að tryggja að orð haldi. Meira
að segja þurfti að setja sérstök lög
um gamalt fólk í óskiptu búi til að
koma í veg fyrir að börn beri aldraða
foreldra sína út, til að hafa „sitt á
hreinu“. Hvar er heiðarleikinn og
umhyggja fyrir náunganum? Er
þetta gjörsamlega vikið fyrir stund-
argróðavon eða kannski því að reyna
að sölsa sem mest undir sig á annarra
kostnað? Vita menn ekki að skuld
þarf að greiða? Það kemst enginn
upp með að gera öðram illt. Ekki til
lengdar. Sál okkar er sköpuð þannig
að við þurfum á endanum að standa
frammi fyrir gerðum okkar og þá er
betra að hafa hreina samvisku. Því ég
held að það sárasta sem nokkur getur
staðið frammi fyrir sé að þurfa að
horfast í augu við sjálfan sig og illar
gjörðir sínar. Ég vona að Austfirðing-
ar beri gæfu til að komast heflir og
óskaddaðir út úr þeim hildarleik sem
virkjunammræðan er orðin. En fyrst
og fremst að þeim takist að vera heið-
arlegir í baráttu sinni á hvom veginn
sem er. Þessi nýja aðferð virkjunar-
sinna ber frekar vott um uppgjöf og
hræðslu og er svo sannarlega veik-
leikamerki. Austfirðingum er svo
sannarlega vorkunn, það er búið að
etja þeim saman í atgang sem verður
sífellt grímulausari og grimmari. Ég
vona að þeir beri gæfu til að komast
að skynsamlegri niðurstöðu og muni
virða hana. Þetta er ekki bara mál
Austfjarða, því landið er lítið og hvað
gerist í hinum dreifðu byggðum er
sameiginlegt hagsmunamál okkar
allra. Afstaða mín er líka ljós, mitt
hjarta slær með náttúm landsins og
engir heimsins peningar geta komið í
stað eyðileggingar hennar.
ÁSTHILDUR CESIL
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Seljalandsveg 100, Isafirði.
Horft framhjá
staðreyndum
Guðvarður Jónsson skrifar:
ÞAÐ er útúrsnúningur, segir Einar
K. Guðfinnsson í Dagblaðinu 19.
ágúst, ef hámarkshraði væri hækkað-
ur upp í 110 km, þá þýddi það að
menn fæm að keyra á 120-130 km
hraða.
Það er merkflegt hvað alþingis-
mennimir okkar em orðnir sérþjálfað-
ir í því að sniðganga raunveruleikann.
Þegar hámarkshraðinn var 60 km á
þjóðvegum landsins óku fjölmargir á
70-80 km hraða, eða á 10-20 km yfir
hámarkshraða. Eftir að svo hafði
gengið í nokkur ár ákvað alþingi að
hækka hámarkshraðann upp í 70 km
og í 80 km þar sem akstursaðstaða
var best. Eftir þessa breytingu fóm
menn að aka á 90-100 km hraða. Eftir
að þessi hámarkshraði hafði verið
gildandi í nokkur ár, taldi alþingi
ástæðu til þess að hækka hámarks-
hraðann til samræmis við þann hraða,
sem menn óku almennt á og hækkuðu
hámarkshraðann upp í 90 km hraða.
Þá fóm menn að aka á 100-110 km
hraða og eftir að alþingismenn lögðu
fram tillögu um að rétt væri að
hækka hámarkshraðann upp í 110
km, þá fór stærri hluti ökumanna að
aka á 120-130 km hraða og fjölgaði
mjög þeim sem aka á 140-145 km
hraða, þó svo að tillagan um hækkun
hámarkshraða upp í 110 km væri
aldrei samþykkt. Þá töldu þeir sem
stinga heilanum í rassvasann þegar
þeir setjast undir stýri, að nóg væri
að alþingismenn sem líta framhjá
staðreyndum þegar þeir ræða um-
ferðarmál á alþingi, væm samþykkir
auknum hraða í umferðinni.
Rétt er að hafa í huga að þó há-
markshraði sé núna 90 km, þá er
heimilt að aka á 100 km hraða, án
þess að það sé talið lögbrot. Yrði há-
markshraðinn hækkaður upp í 110
km, væm menn ekki orðnir ólöglegir
íyrr en þeir væm komnir upp í 120
km hraða. Hverjum dytti í hug að
menn ækju undir þeim hraða sem
þeir mættu vera á án þess að verða
sektaðir, menn hafa ekki gert það
hingað tfl.
Rétt er líka að hafa í huga þegar
talað er um hámarkshraða, að hann
er aldrei gerður virkur, vegna þess að
löggæsla er engin á vegum landsins.
Vegna þess sem á undan er sagt tel
ég ummæli Einars K. Guðfinnssonar
útúrsnúning á staðreyndum. Ef há-
markshraði væri hækkaður upp í 110
km á völdum vegaköflum, myndu
menn allstaðar aka eins og hámarks-
hraði væri 110 km. Það sýnir sig nú
þegar að menn virða ekki breytingar
áhámarkshraða.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5,111 Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.