Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 35
MGKgWNBLAÍDIÐ
MIÐVIK!U©AGUR'30.' ÁGÚST2000 85
UMRÆÐAN
samningstíma. Samtals hefði þá
starfsmaður kr 129.767 á mánuði.
Einnig var boðinn 10% afsláttur á
matarúttekt hjá 10-11, frítt í
líkamsrækt í sex mánuði eftir
þriggja mánaða starf, 20% afsláttur
á vörum hjá Top Shop, 20% afsláttur
á mat hjá Hard Rock Café, 20% af-
sláttur hjá Útilífí í Glæsibæ og 20%
afsláttur á mat hjá Pizza Hut. Einn-
ig var boðið upp á starfsframa, að
allir starfsmenn ættu möguleika á
að vinna sig upp í „ábyrgðar- og
stjórnunarstöður“.
Á Fáskrúðsfírði er boðið upp á
starfsframa ef þú hefur flokks-
skírteinið í lagi og ert reiðubúinn að
kyssa vöndinn og sleikja skósólana
hjá yfirmönnum fyiirtækjanna og
helst svíkja félaga þína í leiðinni.
Dómgreind og hæfíleikar skipta þar
engu máli og ekki er furða þó að fólk
flýji aðstæður sem þessar og leiti til
Reykjavíkur, svo maður tali nú ekki
um launakjörin.
Deilan í Loðnuvinnslunni á Fá-
skrúðsfírði snýst m.a. um laun,
starfsaldur og að starfsmannafjöld-
inn sex menn á vakt sem hefur verið
lágmarksmannskapur í verksmiðj-
unni frá 1996 sé hæfíleg mönnun í
svona stórri verksmiðju. Verkalýðs-
félagið hefur lagt til að deilan verði
sett í þriggja manna gerðardóm sem
myndi bera saman verksmiðjurnar
á Eskifirði og Fáskrúðsfirði varð-
andi alla tækni, búnað og manna-
hald og verði fenginn hlutlaus aðili
af höfuðborgarsvæðinu sem odda-
maður og með honum einn fulltrúi
frá Loðnuvinnslunni og einn fulltrúi
starfsmanna. Deiluaðilar myndu
samþykkja að þessi gerðardómur
skilaði tilllögu um mannahald í
verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði og
eftir niðurstöðu þessa gerðardóms
yrði farið. Pessu höfnuðu fulltrúar
Loðnuvinnslunnar og jafnvel þó að
þeim væri boðið að niðurstaðan yrði
ekki bindandi fyrir þá.
Yfirmenn Loðnuvinnslunnar á
Fáskrúðsfirði hafa sýnt mikinn
hroka í samskiptum við starfsmenn
og verkalýðsfélagið og hafa marg-
ítrekað brotið undirritaða kjara-
samninga á síðasta samningstíma-
bili og rústað með því trausti á milli
aðila og eiga alla sök á þeim átökum
sem nú eiga sér stað.
Emil Thorarensen hefur enga
hugmynd um hvaða mann forsvars-
menn verkalýðsfélagsins hafa að
geyma, til þess þekkir hann þá of lít-
ið og ætti því ekki að setjast í dóm-
arasæti um skynsemi þeirra. Aftur á
móti þekkir hann líklega betur snill-
ingana sem stjórna Loðnuvinnsl-
unni og kaupfélaginu á Fáskrúðs-
firði. Hann ætti að setja þá í
vinnuskóla og starfskynningu til
Alla Jóns á Eskifirði sem í marga
áratugi hefur stjórnað Hraðfrysti-
húsi Eskifjarðar með frábærum ár-
angri og þótt komið hafi fyrir að í
odda skærist í kjaradeilum á Eski-
firði fullyrði ég að Aðalsteinn Jóns-
son hefur ætíð sýnt þá skynsemi og
dómgreind að skilja smáatriði frá
aðalatriðum.
Við Aðalstein Jónsson og alla sem
eru hluthafar í Loðnuvinnslunni á
Fáskrúðsfirði vil ég segja: Slítið
naflastrenginn á milli Loðnuvinn-
slunnar og kaupfélagsins á Fá-
skrúðsfirði nú þegar og takið ráðin
af þessum mönnum sem stjóma, áð-
ur en þið tapið öllu ykkar. Þið getið
síðan keypt handa þeim lítinn pylsu-
vagn sem þessir snillingar geta rek-
ið saman og þeir geta þá slegist um
hvaða kjör og mönnun á að vera í
sh'kum pylsuvagni, sem þeir sjálfir
starfa í og þiggja laun.
Ekki þarf minna en allt atvinnu-
rekendavaldið á íslandi til að yfir-
buga þessa fáu verkamenn á Fá-
skrúðsfirði og ef verkamennirnir
láta sér detta það í hug að leita sér
lífsviðurværis annarsstaðar eru þeir
hundeltir og reknir frá hvar sem
þeir koma. Eg spyr launafólk og
verkalýðsforystu um allt land: Eig-
um við að láta þessa valdníðslu yfir
okkur ganga eða gæta hvert ann-
ars?
Höfundur er formaður Verkalýðs-
og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar.
þess lands sem var haldið eftir við
sölu jarðanna til Kristians Kirk 1938
tókst með grunsamlegu tómlæti
ráðamanna að ná undir sig ca. 700 ha
lands úr óskiptri sameign Hauka-
dalstorfunnar en ekkert kom í hlut
skógræktarinnar sem er eigandi býl-
anna þriggja og Haukadalskirkju.
Augljóst er af gögnum málsins að
hvorki skógræktin né landbúnaðar-
ráðuneytið (hvort tveggja undir
stjóm þáverandi landbúnaðarráð-
herra, Steingríms Sigfússonar)
gættu hagsmuna ríkisins við land-
skiptagerðina sem gerð var að kröfu
sona Sigurðar Greipssonar á grund-
velli laga um landskipti nr 46/1941.
Núverandi umboðsmaður Alþing-
is, Tryggvi Gunnarsson, sem þá var
starfandi hæstaréttarlögmaður gerði
mjög alvarlegar athugasemdir við
landskiptagerðina í álitsgerð til fjár-
málaráðuneytisins 1992. Hann gerði
ítarlega könnun á málinu og komst að
þeirri niðurstöðu að fullt tilefni væri
til þess af hálfu ríkisins að fá land-
' skiptagerðinni frá 1990 hnekkt, jafn-
vel með málsókn.
í álitsgerðinni er farið ítarlega í
alla þætti málsins og ekki unnt hér að
gera grein fyrir smáatriðum. Tryggvi
segir að hugsanlegt sé að Kristian
Kirk hafi keypt öll jarðhitaréttindi
jarðanna þriggja og eigi því ríkið öll
jarðhitaréttindi í Haukadalstorfunni.
Hæstaréttarlögmaðurinn gerði
fræðilega ráð fyrir að 5% af réttind-
um til jarðhita gætu verið hjá eigend-
um spildnanna sem undanskildar
vom við sölu jarðanna en setur einnig
upp reikningsdæmi þar sem 25%
gætu komið í þeirra hlut. Síðasti
kosturinn er afar ósennilegur þannig
að annaðhvort á ríkið öll jarðhitarétt-
indi eða 95% af þeim (auk þess að
eiga hverina fjóra sem áður getur).
Gera verður kröfu til handhafa rík-
isvaldins að þeir gæti hagsmuna al-
mennings. Það hefur ekki verið gert í
Haukadal. Af ástæðum sem em
óskiljanlegar, en sem lýðræðinu og
almannaheill bráðliggur á að verði
kannaðar, hafa erfingjar manna sem
höfðu selt jarðir sínar komist upp
með það að ráðskast með þær eins og
þeir séu enn eigendur þeirra. Ríkis-
valdið hefur öll tök á því að leiðrétta
sinn hlut. Raunar er ekkert sjálfsagt
að þeir aðilar sem nú njóta einstakrar
aðstöðu til að nýta ferðamanna-
straum sem liggur á Geysissvæðið,
geri það áfram einir né að þeir nýti
jarðhita fyrir hús sín án þess að
semja um það við eigandann. En
fyrst og fremst verður ríkið að end-
urheimta verðmætt land sem rang-
lega hefur verið tekið frá því og stað-
festa yfirráð sín yfir hverasvæðinu í
Haukadal og jarðhitaréttindum öðr-
um.
Höfundur er framkvæmdastjóri.
0 0
898-5153
míídmáCun
‘Rflðgföfog jjyónusta
■■ - A/Sspl
1 * *> *
Skrásett mrumerki
Vinsælasti
ráðherrann
Fjármálaráð-
herra skilur ekki
skattkerfið. I viðtali
í Mbl. sunnudaginn
13. ágúst heldur
hann því fram að
tekjuskattskerfið sé
ekki í þrepum, að
hátekjuskattinum
undanskildum.
Þetta er reginfirra.
Kerfið er í mjög
mörgum og marg-
brotnum þrepum.
Þau er kölluð tekju-
tenging bóta sum
hver. Hið sérkenni-
lega við íslenska
skattkerfið er að
það er stiglækkandi. Fólk með lág-
ar og miðlungstekjur gi’eiðir
hæsta jaðarskatta. Ég gerði ítar-
lega grein fyrir jaðarálögum í sex
greinum sem birtust í Mbl. á ár-
unum 1994 til 1997 og gagnrýndi
einkum tekjutengingu barnabóta
og húsaleigubóta. Aður hafði ég
fjallað um svipað efni, m.a. í Mbl.
12. ágúst 1987. Árið 1994 taldist
mér til að jaðarálögur gætu komist
upp í 87-89%. Ég taldi að það ætti
að vera forgangsverkefni að lækka
hæstu jaðarskattana, almennar
skattalækkanir ættu að bíða. Rík-
isstjórn og Alþingi hafa farið þver-
öfugt að. Almenn skattalækkun
hefur gengið fyrir þótt sárasti
broddurinn hafi einnig verið snið-
inn af tekjutengingu barnabóta.
Kerfið er hins vegar óbreytt í
grundvallaratriðum. Mér sýnist
hámarkið sem jaðarálögurnar geta
náð hafa lækkað um 14 prósent-
ustig, í um 73-75%. Allalgengt
mun vera að jaðarálögur séu 60%
eða hærri hjá láglaunafólki og
fólki með miðlungstekjur, en þær
eru sjaldan meira en 45,4% hjá há-
tekjumönnum. Og eignamenn
borga nær engan skatt af sínum
tekjum. Hvað þýðir þetta? Hugs-
um okkur fólk með fremur lágar
tekjur sem á þess kost að fá
100.000 kr. tekjur með mikilli
aukavinnu og fækka þar með sam-
verustundum með fjölskyldu og
öðrum frístundum. Það sem eftir
verður til eigin ráðstöfunar til að
greiða dagleg útgjöld, afborganir
af lánum o.s.frv. eru aðeins 40.000
ef jaðarálögurnar eru 60%. Það
varðar þann sem er í kröggum
litlu þótt hluti af þeim 60.000 sem
hann ráðstafar ekki sjálfur hafi
farið til að greiða afborgun af
námsláni eða í lífeyrissjóð til elli-
nnar. Og stéttarfélögin ættu að
taka sinn hlut til athugunar. Þetta
er það sem hefur verið kallað fá-
tæktargildra og veldur því að sumt
fólk á þess engan kost að koma sér
þaki yfir höfuðið.
Fj ármálaráðherra
hefur engar áhyggjur af
þessu, skilur sennilega
ekki. Hann hefur hins
vegar miklar áhyggjur
af því hvemig eignir
skerða barnabætur. Ég
er honum að miklu leyti
sammála um það, þessi
skerðing jafngildir
margföldun eignarskatts
eins og hún er nú. Þeir
sem samþykktu þetta
ákvæði hafa varla verið
með réttu ráði. Áhyggj-
Hólmgeir ur ráðherrans einmitt
Björnsson nú stafa þó ekki beinlín-
is af umhyggju fyrir
smælingjanum, heldur hefur hann
áttað sig á að hann sem yfírmaður
skattamála brást skyldu sinni. Á
Skattamál
Allalgengt mun vera að
jaðarálögur séu 60% eða
hærri hjá láglaunafólki
og fólki með miðlungs-
tekjur, segir Hólmgeir
Björnsson, en þær eru
sjaldan meiri en 45,4%
hjá hátekjumönnum.
liðnum vetri varð almenn hækkun
á fasteignamati, skattar og önnur
gjöld af fasteignum hafa hækkað
án þess að eignin hafi í rauninni
aukist. Fólk sem fékk barnabætur
greiddar í fyrra verður nú að end-
urgreiða þær. Þetta mátti sjá fyrir
og því bar yfirvöldum skylda til að
bregðast við og koma í veg fyrir
þessa álagningu. Rétt er að taka
undir hvatningu Ki-istínar Magn-
úsdóttur í Mbl. 15. ágúst sl. til
þeirra sem fyrir þessu urðu að
kæra álagninguna. Ég er þó enn
þeirrar skoðunar að afnám tekju-
tengingar barnabóta eigi að hafa
forgang, eða að hún hefjist í fyrsta
lagi þegar miðlungstekjum er náð.
Það á að gefa fólki kost á að kom-
ast úr fátæktargildrunni. Ég er
enn þeirrar skoðunar að það sé
meiri ástæða til að hafa áhyggjur
af þeim sem eiga húsnæði í skuld
en þeim sem eiga skuldlaust hús-
næði og því megi frekar dragast
að minnka tenginguna við eignir.
Segja má að það sé óeðlilegt að
stóreignamenn fái verulegan
stuðning við að koma upp börnum
sínum, a.m.k. ef menn líta á barna-
bætur sem ölmusu. Eðlilegra væri
þó að miða við eignatekjur en
skattskylda eign. Þá yrði með öllu
sneitt hjá því að skuldlaust hús-
næði skerti bæturnar, og eigna-
tekjur þola vissulega meiri
skattlagningu. Hér er þó líklega
komið inn á svið sem fjármála-
ráðherra, hagfræðingurinn, telur
sig skilja.
Fjármálaráðherra lét það verða^
eitt sitt fyrsta verk á ráðherrastól
að vinna að því að persónuafslátt
hjóna mætti millifæra að fullu í
stað 80% eins og áður var. Um-
ræðan varð næstum engin, þetta
forgangsmál nýja ráðherrans var
svo lítilvægt að það þótti ekki um-
ræðu vert. Fljótt á litið gat þetta
virst sjálfsögð breyting, en á mál-
inu eru fleiri hliðar sem ekki verð-
ur fjölyrt um, og breytingu í gagn-
stæða átt má rökstyðja. Prófessor
í hagfræði lýsti stuðningi sínum
við þessa breytingu og taldi að nú
yrði skatturinn hlutlaus. Hlutlaus
skattur! Hlutlaus gagnvart
hverju? Ef til vill peningum, ekki
fólki.
Fjármálaráðherra hreif
sjónvarpsáhorfendur í vetur með
einlægri námfýsi sinni þegar hag-
fræðingur ASI útskýrði fyrir hon-
um hvernig það veldur einkum
aukinni skattbyrði á láglaunafólk
ef laun hækka umfram hækkun
skattleysismarka þótt þau skipti
hátekjufólk litlu máli. Hann virtist
skilja. Á þeirri stundu mun hann
hafa orðið vinsælasti ráðherrann.
Skilningurinn hefur þó ekki enst
fram á sumar. Að minnsta kosti
hefur ráðherrann ekki náð að v
di’aga hina rökréttu ályktun, að
skatturinn skúli vera stighækk-
andi. Þá skipti minna máli þótt
skattleysismörk fylgdu ekki laun-
um. Venjulega er átt við að skatt-
urinn hækki í þrepum, en betra er
að hann fari jafnt vaxandi á all-
breiðu bili, skatthlutfallið hækki
eftir jöfnu beinnar línu. Ef álagn-
ingin byrjar í 15-20% mega skatt-
leysismörkin lækka frá því sem nú
er. í tölvu er auðvelt að reikna
skattinn og hann verður gerður
upp eftir á líkt og nú er. Engin
vandamál!
Höfundur er tölfræðingur hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins. *
/HHn
■, ■ ^
JUML
ataf fyrlr staf.
Orðabækurnar
Ensk-íslensk & íslensk-ensk vasabrot svört ................1.590 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk gui ...........................1.990 kr.
Ensk-íslensk rauð ...................................... 2.590 kr.
íslensk-ensk rauð ........................................2.590 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk rauðar í gjafaöskju ..........4.990 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk veltiorðabók grá 2000 útg.kynningarverð 5.800 kr.
Ensk-íslensk & íslensk-ensk orðabók stór blá 2000 útg.kynningarverð 6.800 kr.
Sænsk-íslensk & íslensk-sænsk gul ........................2.590 kr.
Dönsk-íslensk & íslensk-dönsk gul.............................2.590 kr.
Ítölsk-íslensk & íslensk-ítölsk gul ......................3.990 kr.
Frönsk-íslensk & íslensk-frönsk gul 1996 útgáfa ..........2.990 kr.
Spænsk-íslensk & íslensk-spænsk gul...........................1.990 kr.
Þýsk-íslensk & íslensk-þýsk gul 1997 útgáfa...................2.990 kr.
Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skóla, skrifstofur og ferðalög
Fást hjá öllum bóksölum Orðabókaútgáfan