Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alfreð Þorsteinsson sem talinn er einn valdamesti pólitíkusinn í borginni- Framsóknarmenn eru farnir að þreytast á að vera bara notaðir í uppáhalds íþrótt foringjans, dvergakastinu. Teg. 8449. Eik/melamín. Breidd 116/106/140 cm. Hæð 190 cm. Dýpt 60 cm. Teg. 8449 lokaður. •OG ALLT A 5INN STAÐ. Frábær lausn fyrir þá sem vilja vinna heima við fyrsta flokks aðstæður. Til í fleiri útfærslum og litum. l 11 : I It' ' V • * r öíldshöfðít, 110 Reyfcjavík WSm *“® símf Sltí 8006 wWw.busgagnahtttlin.is Alþjóðaráðstefna um örninn Stofirinn hér stendur í stað Kristinn H. Skarphéðinsson AFORNINN verður til um- ræðu á ráðstefnu í Svíþjóð í næsta mánuði sem Kristinn Haukur Skarphéðinsson mun sækja en hann hefur und- anfarin ár annast eftirlit og rannsóknir á íslenska eminum á vegum Fugla- verndarfélags íslands og Náttúrufræðistofnunar Islands. Hann var spurð- ur hvernig íslenski arnar- stofninn hefðist við núna? „Arnarstofninn er núna talinn vera 43 pör og í vor er vitað til þess að 36 þeirra hafi orpið og helm- ingur þeirra kom upp alls 22 ungum. Þetta telst vera frekar góður árang- ur miðað við mörg undan- farin ár. Reyndar hafa þrjú síð- ustu ár verið einna hagstæðust fyrir örninn í langan tíma. Arn- arstofninn er reyndar mjög fálið- aður og miklu minni en hann var fyrir um hundrað árum þegar skipulagðar ofsóknir og eiturút- burður fyrir refi höfðu næstum útrýmt honum.“ - Hvers vegnu hafa undanfarin þrjú ár veríð erninum hagstæð? „Það er sennilega einkum tvennt sem skiptir máli, annars vegar hagstætt árferði að vori og hins vegar bætt umgengni manna við arnarhreiður, þótt enn vanti mikið upp á að þar sé allt eins og það á að vera.“ - Hvað gera menn af sér við arnarhreiður? „Það er í fyrsta lagi tilllitsleysi og ónærgætni og síðan eru ein- staka menn sem vísvitandi skemma varp en þeir eru sem betur fer fáir. Á seinni árum er það aukin ásókn ferðamanna og um leið fuglaskoðara og þar með vina arnarstofnsins sem er orðin áhyggjuefni." - Hvað getur fólk gert til þess að sýna erninum tilhlýðilega nærgætnf! „Það er í fyrsta lagi að forðast alla óþarfa umgengni í grennd við arnarvarpstæði, sérstaklega á tímabilinu apríl til júní, þegar örninn er hvað viðkvæmastur fyrir truflunum. Ekki síður að láta viðkomandi yfirvöld vita þegar menn verða þess varir að amarhreiður séu skemmd eða menn séu vísvitandi tmflun þar í grennd. Öll óþarfa umgengni er bönnuð í nánd við arnarhreiður innan 500 metra frá hreiðrinu og þarf sérstakt leyfi umhverfisráð- herra, t.d. ef menn vilja taka myndir eða rannsaka örninn í ná- vígi.“ - Hvernig er þetta erlendis? „Hliðstæðar reglur gilda víðast hvar erlendis og hjá fjölmennari þjóðum eru hreiður arnarins hreinlega vöktuð allan vaip- tímann.“ - Eru ernir þá í útrýmingar- hættu víðar en hér? „Margir arnarstofnar eru nú í vexti eftir langvarandi hnignun- artímabil, t.d. í Nor- egi, en íslenski arnar- stofninn sem er enn hættulega fáliðaður og staðbundinn." - Fara fram miklar rannsóknir á arnar- stofnum íheiminum? „Það er mikill áhugi á rann- sóknum á þessari fuglategund. Þess má geta að í næsta mánuði verður haldin alþjóðleg ráðstefna í Svíþjóð þar sem helstu sérfræð- ingar á þessu sviði munu bera saman bækur sínar. Þar verður einkum fjallað um áhrif manna á arnarstofna og leiðir til að ► Kristinn Ilaukur Skarphéðins- son fæddist 18. febrúar 1956 í Reykjavík. Hann lauk stúdents- prófi frá Mcnntaskólanum við Hamrahlíð 1976 og prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1981. Hann lauk meistaraprófi í dýra- vistfræði frá Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum 1993. Hann hef- ur starfað hjá Náttúrufræði- stofnun íslands um langt árabil. Hann er kvæntur Unni Steinu Björnsdóttur og eiga þau tvö böm. vernda stofnanna." - Verður þú með erindi á þess- ari ráðstefnu? „Já, ég mun skýra frá stöðu ís- lenska arnarstofnsins og þeim aðgerðum sem við höfum gripið til honum til verndar. Þess má geta að íslendingar vom þjóða fyrstir til að friða örninn árið 1913.“ - Hvers vegna er þá stofninn svona illa staddur! „Skýringarnar em annars veg- ar þær að eitrun fyrir refí, sem var helsta dánarorsök arna um langt skeið, var leyfð allt til 1964. Allan þann tíma hnignaði stofnin- um eða hann stóð í stað. Eftir að eitrunin var bönnuð rétti stofn- inn svolítið úr kútnum, fór úr tuttugu pörum í um 40 pör. Hin skýringin er sú að enn þann dag í dag em til menn sem virða ekki friðun arnarins, skjóta fugla og skemma hreiður. Allur þorri fólks vill þó vernda örninn og virðir reglur sem settar hafa ver- ið honum til verndar.“ - Á hverju lifir örninn? „Örninn er bæði ránfugl og hrææta. Hann virðist einna mest lifa á fýl, æðarfugli og hrognkels- um. Hann verpir sums staðar í grennd við æðarvarp og getur valdið þar usla og jafnvel tjóni. Áður fyrr tóku ernir stundum lömb og vom því illa þokkaðir af bændum landsins.“ - Var örninn landnámsfugl? „Hann var ábyggilega talsvert algengur við landnám enda eru fjölmörg örnefni sem tengjast honum. Sennilega er það eitt algengasta dýraheiti í örnefnum hér á landi. Sum þess- ara nafna tengjast ætl- uðum barnsránum arna.“ - Er það rétt að örninn taki börn ef hann fær færi á þeim? „Það er ekki útilokað að örninn hafi einhvern tíma tekið börn en langflestar sögur þess efnis eru áreiðanlega tilbúningur og flokk- ast undir þjóðsögur og hindur- vitni. Varla em t.d. trúlegar sög- ur um að örn hafi borið 7 ára telpuhnokka úr iandi í Hrísey." Þrjátíu og sex pör urpu, 22 ungar komust upp í sumar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.