Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Róbert R. Spanó vann til Clif- ford Chance-verðlaunanna fyrir frábæran námsárangur í meistaranámi í lögfræði við Oxford. Varð semidúx í Oxford UNGUR íslenskur lögfræðingur, Róbert R. Spanó, útskrifaðist með láði frá háskólanum í Oxford hinn 5. ágúst sl. Hann var að ljúka eins árs meistaranámi í lögfræði, þai' sem hann sérhæfði sig á þeim svið- um, er varða samskipti einstaklinga og ríkisvalds. Lauk hann náminu með ágætiseinkunn og varð semi- dúx. Fyrir það vann hann til Clif- ford Chance-verðlaunanna, sem veitt eru af samnefndu lögfræðifyr- irtæki, auk þess að vinna til verð- launa fyrir bestan árangur á prófi í réttarfari. Róbert lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla íslands 1997 og hefur starfað víða við lögfræðistörf eftir það. Hann starfaði hjá um- boðsmanni Alþingis, er hann tók sér eins árs leyfí og fór í meistara- námið til Oxford. Hann hefur hafíð störf hjá umboðsmanni Alþingis á nýjan leik. Segir hann að vinna sín hjá umboðsmanni hafí aukið áhuga hans á þeim sviðum Iögfræðinnar, sem snúa að samskiptum einstakl- ings og ríkisvalds. Róbert hefur sinnt stunda- kennslu við lagadeild Háskóla fs- lands og í vetur mun hann sinna umtalsverðri kennslu á sviði refsi- réttar og viðskiptalögfræði. Félagsþjónustan í Reykjavík veitti fjárhagsstyrki í 2.409 málum í fyrra Styrkjum vegna fjárhags- erfiðleika fækkaði um 11,7% Veitt fjárhagsaðstoð í fjöískyldudeild og öldrunarþjónustudeild Samanburður síðastliðin 5 ár * 1995 1996 1997 1998** 1999 Fjölskyldudeild, fjöldi mála 3.598 3.531 3.453 2.661 2.357 Öldrunarþjónustudeild, fjöldi mála 202 146 76 68 52 SAMTALS 3.800 3.677 3.529 2.729 2.409 * Til að gæta samræmis eru ekki taldir með í töflunni þeir sem eingöngu fá lán. " Tölur um fjölda fjártiagsaðstoðarmála frá 1998 byggja á upplýsingum úr nýju bókhaldskerfi, AGRESSO, sem eru aðeins meðtaldar að hluta 1997. Árið 1998 varfjárhagsaðstoð til íbúa Grafarvogs ekki innifalin í útgjöldum tii fjártíagsaðstoðar, en var það 1997. Raunfækkun fjárhagsaðstoðarmála milli 1997 og 1998 var þvi 13,8% en ekki tæp 23% eins og tölur áranna 1997 og 1998 i töflunni gefa til kynna. Fjöldi og hlutfall fjárhagsaðstoðarmála árið 1999, skipting eftir atvinnustöðu Atvinnu- staða Fjöldi mála 1999 Hlutfall mála 1999 Hlutfall fjárhags- aðstoðar Atvinnulausir * 1.038 ■ 43,1% 52,6% Öryrkjar 460 19,1% 9,7% í launaðri vinnu 238 12,0% 9,0% Nemar 214 1.:.: ■ Á-7 8,9% 12,0% Sjúklingar KFTl 7,9% 8,7% Ellilífeyrisþegar 137 1,5% 0,6% Aðrir/uppl. vantar gim 7,5% 7,4% ALLS 2.409 100,0% 100,0% * Atvinnulausir skiptast þannig eftir rétti til bóta að 25,3% hafa ekki bótarétt, 16,1 % hafa bótarétt, en bótaréttur er óþekktur í 1,8% mála. FÉLAGSÞJÓNUSTAN í Reykjavík veitti fjárhagsaðstoð í samtals 2.409 málum á síðasta ári, samanborið við 2.729 mál árið 1998. Fækkaði fjár- hagsaðstoðarmálum um 11,7% á milli ára, samkvæmt nýútkominni árs- skýrslu Félagsþjónustunnar. Hefur fjárhagsaðstoðarmálum fækkað jafnt og þétt á undanfömum árum en árið 1995 var veitt fjárhagsaðstoð í 3.800 málum og árið 1996 í 3.677 máli. Umsóknum synjað í 190 málum Á seinasta ári var umsóknum um fjárhagsaðstoð synjað í 190 málum, samanborið við 238 mál árið áður. Fram kemur í skýrslunni að í fjöl- skyldudeild var veitt fjárhagsaðstoð í 2.357 málum á árinu 1999, en í 2.661 máli árið á undan. I öldrunarþjón- ustudeild var veitt fjárhagsaðstoð í 52 málum í fyrra samanborið við 68 mál árið 1998. Fjárstyrkur veittur einstæðum körlum í 1.007 tilvikum Þegar skipting fjárhagsaðstoðar er skoðuð eftir fjölskyldugerð kemur í Ijós að einhleypir karlar eru lang- fjölmennasti hópurinn sem fékk fjár- hagsaðstoð Félagsþjónustunnar í fyrra, eða í alls 1.007 málum. í 440 málum var hins vegar um einhleypar konurvar aðræða. Meðal styrkur einhleypra karla var 228.351 kr. á seinasta ári en með- alstyrkur sem veittur var einhleyp- um konum var 172.351 kr. Einstæð- um foreldrum var veitt fjárhags- aðstoð í 686 tilvikum og var meðal- styrkur þeirra á árinu 220.576 kr., samkvæmt ársskýrslunni. Atvinnulausir stærsti hópur styrkþega Atvinnulausir eru stærsti hópur þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð Fé- lagsþjónustunnar á síðasta ári eða í alls 1.038 tilvikum. Sé litið á frekari skiptingu fjárhagsaðstoðaimála eftir atvinnustöðu kemur í ljós að öryrkj- ar voru næstfjölmennasti hópurinn en skv. skýrslunni var öryrkjum veitt fjárhagsaðstoð í 460 málum á árinu. I 288 málum voru styrkþegar í laun- aðri vinnu, nemar var veitt fjárhags- aðstoð í 214 málum, sjúklingum í 191 máli og ellilífeyrisþegum í 37 málum. Samkvæmt skýrslu Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík fengu alls 3.179 umsækjendur greiddar húsaleigu- bætur á seinasta ári. Verð sláturleyfíshafa á fé til sauðfjárbænda í haust er að skýrast Leyfíshafar borga undir við- miðunarverði GOÐI hf. hefur boðið sauðfjárbænd- um lægra verð fyrir kindakjöt, en það viðmiðunarverð, sem sauðfjár- bændur höfðu sett fram. Aðalsteinn Jónsson, formaður Sambands sauð- fjárbænda, segir að Samband sauðfjárbænda hafi sett fram viðmiðunarverð á kindakjöti til sláturleyfishafa, sem tók mið af hækkun á vísitölu neysluverðs. Verðið, sem Goði býður, er að sögn Aðalsteins 1,6 % lægra en viðmiðun- arverðið, sem er 5,6 % hærra en í fyrra. Segist hann hafa óstaðfestar heimildir fyrir því að Sláturfélag Suðurlands hafi þegar ákveðið að bjóða verð, sem sé svipað því, sem Goði býður. Verð hækkað lítið undanfarin ár Undanfarin ár hefur verðið til bænda sáralítið hækkað að sögn Að- alsteins. í íyrra hafi sláturleyfishaf- ar samþykkt að hækka það í sam- ræmi við vísitöluhækkun en nú telji þeir að 5,6 % hækkun meira en gjör- legt sé að veita. Segir Aðalsteinn að vaxta- og geymslugjald hafi lækkað, sem og verð á öðrum kjöttegundum og sláturleyfishafar meti það svo, að ekki sé grundvöllur fyrir því, að borga hærra verð fyrir kindakjötið. Skortur á samkeppni „Það er mjög alvarlegur hlutur," segir hann, „af því að á árinu ’99, samkvæmt uppgjöri búreikninga, stendur tekjuliður búanna í stað en kostnaðarliðimir hækka umtalsvert. Þannig að launagreiðslugeta búanna lækkar um 31% á árinu ’99, í þessu góðæri.“ Aðalsteinn segii- að það erf- itt að vera í forsvari fyrir hagsmuna- samtök og hafa ekkert lagalegt um- hverfi til þess að krefjast þess viðmiðunarverðs sem þau setja upp. ,Að vísu vonaðist ég til þess að þetta virkaði þannig, ef við hefðum þrjá öfluga sláturleyfishafa, sem væru ráðandi á markaðnum, að það yrði samkeppni á milli þeirra en ekki samráð um að halda niðri verði. Ég óttast að þetta stefni í sama og með tryggingarfélögin og olíufélögin," segir Aðalsteinn. Fækkun bænda vegur upp á móti Aðalsteinn segir að fátt bendi til þess nú, að rekstrarumhverfi sauð- fjárbænda batni, nema það, að nýr saufjársamningur gefur örlítið svigr- úm. Hann giskar á að 150-200 bænd- ur verði keyptir út úr greininni í haust og því verði færri bændur með markaðinn, sem vonandi dragist ekki saman. Þetta vegur upp á móti lágu verði á kindakjöti. „En auðvitað er þetta mjög dapurt, að það skuli [jafnvel] ekki fást viðurkennd vísi- töluhækkun," segir Aðalsteinn. Alþjóðlegri ráðstefnu um hamfarir og neyðarviðbúnað lýkur í Reykjavík í dag 100 þúsund létust í hamförum árið 1999 HUNDRAÐ þúsund manns létust í hamförum á heimsvísu í fyrra, að sögn dr. Alciru Kreimer, fram- kvæmdastjóra stórslysastofnunar AJþjóðabankans. Dr. Kreimer er einn þeirra fjölmörgu erlendu gesta sem taka þátt í ráðstefnu um ham- farir og neyðarviðbúnað sem hófst í Háskólabíói þann 27. ágúst og lýkur í dag. Dr. Kreimer sagði einnig að tjón vegna hamfara í fyrra hefði numið 105 milljörðum Bandaríkja- dala og að 95% af þeim fjármunum sem Alþjóðabankinn veitir til áfalla- hjálpar renni til þróunarlandanna. Að hennar sögn hafa hamfarir mikil efnahagsleg áhrif. Þær hækka útgjöld til muna og veikja fjárhags- lega stöðu þeirra þjóða sem oftast verða fyrir þeim. Verðbólga í þeim löndum hækkar oft ört og öU stjóm- sýsla raskast. Dr. Kreimer sagði Al- þjóðabankann þess vegna einbh'na á fyrirbyggjandi aðgerðir og lagði áherslu á að virkja samfélög á áhættusvæðum svo að stjómvöld þar geti bmgðist betur við þegar við á. Aðstandendur ráðstefnunnar segja þátttakendur koma víðs vegar að. Um 250 manns hafa sótt ráð- stefnuna og kemur um helmingur þess fjölda erlendis frá. Áfallastjórn- un var megin umfjöllunarefnið á ráðstefnunni í gær. Dr. Menno van Duin, hollenskur sérfræðingur í áfallastjómun, fjallaði um hvemig mismunandi lönd bregðast við ham- fömm og lagði sérstaka áherslu á tryggingamál. Að hans sögn er mjög mismunandi hvemig þjóðir standa að áfallahjálp. „Það er erfitt að sjá hamfarir fyrir, hvenær jarðskjálftar verða svo dæmi sé tekið Hins vegar er hægt að draga úr líkum á mann- og eignatjóni með fyrirbyggjandi að- ferðum eins og gert hefur verið á ís- landi,“ segir dr. van Duin. „Það er ekki hægt að segja fyrir um hvenær snjóflóð verða og hvar, en með því að byggja flóðgarða er hægt að beina flóðinu frá byggð og koma þanni í veg fyrir tjón.“ Byggð á áhættusvæðum Maria J. Vorel er framkvæmda- stjóri Neyðarstjómarskrifstofu Bandaríkjanna. Að hennar sögn er það allt of algengt að byggð myndist á áhættusvæðum. Hún segir gróða- sjónarmið oftast ráða ferðinni þegar slíkt gerist og lítið sé hugsað um af- leiðingar náttúmhamfara. Vorel seg- ir einkarekin tryggingafyrirtæki þar í landi í flestum tilfellum hvorki ábyrgjast né selja flóðatryggingar vegna þessa. Bandaríska ríkisstjóm- in hefur þess vegna sett á laggirnar tryggingasjóð þar sem íbúar á flóða- svæðum geta tryggt eignir sínar. „Til þess að greiða fólki bætur úr þessum sjóði hefur þurft að seilast í ríkiskassann, en það er ekki enda- laust hægt að sækja fé þangað," seg- ir Vorel. Hún segir einnig nauðsyn- legt að virkja samfélög á flóða- svæðum og vinna með þeim að fyrirbyggjandi aðgerðum. Neyðar- skrifstofan hefur komið á fót fram- kvæmdaáætlun þar sem íbúar á áhættusvæðum fá upplýsingar og hjálp til þess að verja sig og sína fyr- ir hamfömm eins og best verður á kosið, en hún segir að besta leiðin til þess að koma í veg fyrir tjón vegna hamfara sé að virkja hvert samfélag fyrir sig. Hægt að koma í veg fyrir hamfarir Á ráðstefnunni kom einnig fram að í flestum tilfellum er hægt að draga úr tjóni af völdum hamfara. Dr. Emst Goldschmitt hjá Umhverf- isstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að með áfallastjómun og nægu upp- lýsingaflæði sé hægt að samræma björgunaraðgerðir þannig að þær verði afkastameiri og ömggari. Einnig telur hann að oft megi koma í veg fyrir tjón með samvinnu yfir- valda þar sem hamfarir verða og fjöl- miðla á staðnum. Hann segir yfirvöld vera mikilvægasta hlekkinn í stjóm- arkeðjunni, þá sérstaklega á áhættu- svæðum og þau beri ábyrgð á því að upplýsa íbúa á staðnum, virkja sam- félagið til fyrirbyggnandi aðgerða og veita upplýsingar um yfirvofandi hættu með hjálp fjölmiðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.