Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 49 FRÉTTIR Brimborg sýndi nýja bíia í tengslum við ráðstefnu Ford Ford Escape verður líklega fáanlegur hérlendis upp úr næstu áramótum. Kanna á inn- flutning á raf- bílnum „Thinku Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rafbíllinn Think er norsk hönnun og framleiðsla sem Ford hefur nú tekið við. RAFBÍLLINN Think, sem er tveggja manna, var sýndur hjá Ford- umboðinu, Brim- borg, um síðustu helgi, en Think er norsk hönnun og framleiðsla sem Ford hefur nú yfirtekið. Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir að kannað verði á næstu vikum og mánuðum hvort grundvöllur sé fyrir innflutningi þeirra hingað til lands en verðið telur hann þurfa að vera um tvær milljónir króna. Think er rétt innan við þriggja metra langur, 1,604 m breiður og 1,56 m hár. Hámarkshraði bílsins er 90 km og hann getur farið 80-90 km vegalengd á einni hleðslu. Egill segir að á 4-6 klukkustundum megi ná um 80% hleðslu en til að full- hlaða bílinn þarf yfir 6 tíma. Yfir- bygging er úr plasti og vegur bíll- inn 940 kg. Aðeins fáanlegur í Noregi og Danmörku ennþá Bíllinn var sýndur hjá umboðinu í tengslum við ráðstefnu Ford um framtiðarsýn þar sem m.a. var fjall- að um rafbfla, umhverfismál og flutninga í víðu samhengi. Egill sagði menn hafa sýnt bflnum mik- inn áhuga á sýningu umboðsins um helgina. Bfllinn er sem fyrr segir norsk hönnun og hefur verið á markaði þar í um tvö ár. Þá er sala að hefjast í Danmörku um þessar mundir. Framleiðslan mun áfram fara fram í Noregi en ef til vill síð- ar í Bandaríkjunum þar sem hann verður næst settur á markað, sennilega árið 2002. Egill segir Ford hafa komið upp höfuðstöðv- um rafbflahönnunar sinnar í Kali- forníu-fylki sem telja megi eins konar miðstöð þróunar rafbfla og umhverfisvænna orkugjafa. Egill segir talsmenn Ford hafa sagt að ísland væri ekki efst á blaði sem næsti markaður fyrir Think. Kæmi hins vegar í Ijós að áhugi væri fyrir hendi hér, t.d. ef eitt- hvert fyrirtæki myndi vilja hefja rekstur nokkurra bfla, þá myndi umboðið helja nauðsynlegan undir- búning vegna sölu og þjónustu bfl- anna. Hefðu talsmenn Ford sagst myndu taka slíka ósk alvarlega. Nýr jeppi eftir áramót Jafnframt rafbflnum Think fékk umboðið hingað til lands nýjan jeppa frá Ford, Escape, en það er ívið minni jeppi en Explorer. Escape verður annars vegar boðinn handskiptur með tveggja lítra og 130 hestafla vél og hins vegar með þriggja lítra sex strokka vél sem er 200 hestöfl og verður sú gerð með sjálfskiptingu. Með minni vél er verðið áætlað um 2,6 milljónir króna en öflugri bfllinn kringum 3,2 milljónir. Egill Jóhannsson segir nýja bfl- inn góðan kost í jeppalinuna hjá Ford. Þar hafi vantað minni jeppa sem keppt geti við aðra svipaða, t.d. Suzuki Grand Vitara eða Landrover Freelander og kvaðst hann bjartsýnn á góða sölu. Það hefðu viðtökurnar sýnt um helgina. Sala á Escape á að hefjast í Evrópu eftir áramót og sagði Egill líklegt að nafnið Maverick verði notað þar. Brunaútsalan í fullum gangi Vöruhúsið Faxafeni 8 Lektor við danska Kennaraháskólann kynnir aðferð við sjálfsmat í skólum Sífellt nauðsynlegra að skólastarf sé sýnilegt Morgunblaðið/Ásdís MAT á skólastarfi er bundið í lög um grunnskóla og ber hverjum skóla að láta fara fram mat á starfi sínu, svokallað sjálfsmat, en jafnframt ber menntamála- ráðuneytinu láta fara fram ytra mat á starfsemi skóla sem og út- tekt á sjálfsmatsaðferðum skóla. Þetta kemur fram í aðalnámskrá grunnskóla og þar segir einnig að sjálfsmat sé leið til að „vinna kerfisbundið að gæðum og um- bótum í skólastarfi" og „miðla þekkingu og upplýsingum um skólastarf'. Ýmsar aðferðir má nota við sjálfsmat og var ein slík aðferð, sem reynd hefur verið með góð- um árangii í Danmörku, kynnt í Lindarskóla í Kópavogi nú fyrir skömmu. Peter Ulholm, lektor við danska Kennaraháskólann, kynnti stai-fsfólki og fulltráum foreldra að- ferðina og segir Gunnsteinn Sigurðs- son skólastjóri að þeim hafi litist mjög vel á og ákveðið að gera tilraun með að innleiða hana í skólastarfið. Allir þátttakendur í skólastarfi hafi áhrif á þróun þess Peter segir að aðferð þessi gangi út á að fá fram viðhorf starfsfólks, foreldra og nemenda, en mjög mikil- vægt sé að þessir þrír hópar, sem mynda skólann og skólastai-fið, séu allir virkir þátttakendur í mati á því. Aðferðin byggist á þremur megin- skrefum. Fyrst er leitað eftir viðhorf- um þátttakenda til skóla og mennt- unar almennt, þá er staða skólans sem um ræðir metin í Ijósi þeirra við- horfa og lokaskrefið er að leita leiða til að bæta það sem kemur í ljós að betur megi fara. „Einn helsti kostur þess að inn- leiða sjálfsmat í skólum," segir Peter, „er að þá gefst öllum þeim sem tengj- ast skólastarfinu tækifæri til að hafa áhrif á þróun þess. Með þessari að- ferð er dregin upp mynd af vænting- um foreldra, nemenda og starfsfólks til skóla og menntunar og hvernig Peter Ulholm, lektor við danska Kennaraháskólann. þeir sjái stöðuna í skólanum sínum.“ Viðhorfum þátttakenda er safnað saman með því að láta þá svara ákveðnum spurningum, og segir Pet- er sjálfsagt að aðlaga spurningamar aðstæðum. Spurningai’nar sem gengið er út frá samkvæmt danska kerfinu eru eftirfarandi; Hvað eiga bömin að læra? Hvernig eiga börnin að læra? Hvert er viðhorf skólans til barna? Hvernig er samvinnu heimila og skóla háttað? Hvemig er félags- legt- og námsumhverfi skólans? Imynd skólans? Ytra umhverfi skól- ans? Peter segir ekki síst mikilvægt að nemendur sjálfir taki þátt í matinu, en til að ná fram viðhorfum yngstu nemendanna séu notaðar aðrai' að- ferðir en beinar spurningar, þau séu til dæmis látin teikna myndir. Því meira sem foreldrar vita um skólastarfíð því betra Peter segist telja þátttöku for- eldra eitt það allra mikilvægasta við aðferð þessa, enda sé það reynsla sín að foreldrar séu mjög ánægðir með að fá að taka þátt. „Foreldrar, a.m.k. í Danmörku, tala gjarnan um að þeim sé ekki boð- ið upp á að fylgjast með því sem er að gerast í skólanum. Þeir fái eingöngu tækifæri til að fylgjast með námsárangri bams sjns en ekki skólastarfinu í heild. í Dan- mörku hefur átt sér stað nokkuð áhugaverð umræða um hver ráði yfir skólanum. Þegar spurt er; „hver á skólann?" segja kennar- arnir gjarnan að þeir eigi hann, en ég tel að betra sé að líta svo á að skólastarfíð sé sameiginlegt verkefni starfsfólksins, foreldr- anna og nemendanna.“ Peter segir Ijóst að foreldrar nú til dags séu orðnir gagm’ýnni á opinbera þjónustu, en það telur hann reyndar endurspegla ákveðna þróun í öllu vestrænu sam- félagi. „Fólk er farið að nálgast opin- bera þjónustu öðruvísi. Fólk er hætt að líta á sig sem borgara og er í stað þess orðið að neytendum, enda eru valkostir fleiri en áður. Fólk spyr sig V hvað það sé að fá fyrir skattpening- ana sína og það á við um skóla eins og allt annað. Ef fólk er ekki ánægt, set- ur það barnið sitt einfaldlega í einka- skóla.“ Peter segist telja að því meira sem foreldrar viti um skólastarfið, því ánægðari séu þeir og því sé nauðsyn- legt að opna skólastarfið og gera það sýnilegra. „Skólar hafa hingað til verið mjög lokaðir. Bekkjarkennsla hefur verið álitin einstaklingsvinna og kennarinn hefur litið á vinnu sína með bekkn-' um, innan veggja skólastofunnar, sem einkamál sitt og bekkjarins. Þeir eru því ekki vanir að tala um starf sitt. Þetta er gamall vani. Til að breyta þessu þarf að breyta hugsunarhættinum en ég tel það vera að gerast smám saman. Kannski vegna þess að bæði stjórn- völd og foreldrar eru að verða kröfu- harðari og því er það í hag skólans og sífellt nauðsynlegra fyrh' hann, að skólastarfið sé sýnilegt," segir Peter að lokum. Þingflokkur Samfylkingarinnar á Vesturlandi Þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30. ágúst eru þingmenn Samfylkingarinnar f vinnuferð á Arnarstapa Eftir hádegi í dag, miðvikudag, heimsækir þingflokkurinn Hellissand, Ólafsvík og Grundarfjörð. / dag kl. 18.00 er opinn þingflokksfundur í Krókunni, Grundarfirði. Allt stuðningsfólk velkomið og hvatt til að mæta. Þingflokkur Samfylkingarinnar. Samfylkingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.