Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Clinton og Mubarak ræða friðarhorfur í Mið-Austurlöndum V ong'óðir en engin lausn í sjónmáli Kaíró. AP. Clinton stoppaði stutt við í Kaíró og að loknum fundi fyigdi Mubarak honum út að forsetaflugvélinni. BILL Clinton Bandaríkjaforseti kom í gær til Egyptalands og átti fund með forseta landsins, Hosni Mubarak, og hétu þeir því að leita allra leiða til að finna lausn á deilum um frið í Mið-Austurlöndum. Þeir segja þó enga lausn vera í sjónmáli. Fundur forsetanna tveggja stóð í um eina og hálfa klukkustund og fór fram í glæsilegu móttökuherbergi á flugvellinum í Kaíró þar sem Clint- on kom við á leið sinni heim úr heim- sókn til nokkurra Afríkuríkja. Þeir gáfu ekki út neinar tilkynn- ingar að fundinum loknum, en Amr Moussa, utanríkisráðherra Egypta- lands, sagði viðræðurnar hafa verið „góðar, jákvæðar og mikilvægar". Sagði Moussa að Clinton hefði ekki lagt fram nýjar áætlanir „en það eru til leiðir og tillögur og hugmyndir" sem gætu gert Palestínumönnum og ísraelum kleift að færast nær samkomulagi á næstu dögum. Dennis Ross, sendimaður Banda- ríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum, sagði að forsetarnir hefðu farið yfir Leiðbein- ingar fyrir lögreglu London. Reuters. EKKI kalla á Sómala með því að benda fingri; ekki snerta túrbana Sikha án þess að biðja um leyfí og ekki spyrja Kínverja um þrímenn- ingaglæpaklíkur. Þetta er meðal þeirra tilmæla sem er að finna í nýj- um bæklingi um kynþáttasamskipti sem allir lögreglumenn í London munu fá í hendur. Bæklingurinn verður gefinn út á svipuðu formi og minnisbók, og í honum er að finna nytsamlegar upplýsingar fyrir lögreglumenn og einnig upplýsingar um hina fjöl- breyttu trúarhópaflóru bresku höf- uðborgarinnar, og alla þá menning- arhópa og samfélög sem búa í borginni. „Við höfum rætt við fulltrúa allra samfélaganna sem nefnd eru í bæklingnum til að tryggja að leið- beiningarnar séu nýjar og skipti máli,“ sagði lögreglumaðurinn Jonathan Wilson í tilkynningu. „Þessar upplýsingar gera lög- reglumönnum auðvelt um vik að komast að því, til dæmis, hvenær væri óráðlegt að fara heim til ein- hvers eða taka skýrslu vegna þess að trúarhátíð stendur yfir, eða hvers vegna fangi hefur neitað að borða síðan hann var hnepptur í varðhald." Blaðið Independent greindi frá því í gær að í bæklingnum væru lögreglumenn m.a. varaðir við því að benda fíngri á Sómali vegna þess að í Sómalíu sé slíkt einungis gert við hunda. Annað ráð er að taka niður húfu og fara úr skónum áður en farið er inn 1 Búddahof. Lögreglunni í London er í mun að bæta samskiptin við kynþátta- hópa í borginni eftir að hafa sætt l gífurlegri gagnrýni fyrir með- höndlun sína á morðmáli er svartur unglingur, Stephen Lawrence, var myrtur 1993 í árás sem átti rætur að rekja til kynþáttahaturs. Rann- sókn á meðhöndlun málsins leiddi í Ijós að lögreglan hafði ekki rannsakað málið sem skyldi vegna „stofnanabundins kynþáttahaturs.“ það sem gerst hefði á öllum þeim friðarfundum sem haldnir hafi verið undanfarið, í kjölfar þess að viðræð- ur Israela og Palestínumanna í Bandaríkjunum í síðasta mánuði fóru út um þúfur. „Við vitum að það er möguleiki á að koma á friði, en spurningin núna er fyrst og fremst hvernig hægt sé að gera það að veruleika," sagði Ross. „Nú er möguleiki og hann má ekki glatast ... það er hætta á að hann glatist." Vilja ekki spá um njlja friðarráðstefnu Moussa sagði að ógerningur væri að segja til um hvort önnur friðar- ráðstefna leiðtoga Israela og Pal- estínumanna yrði haldin í Banda- ríkjunum. Mubarak sagði áður en hann hitti Clinton að hann væri bjartsýnn á að deiluaðilar gætu komist að samkomulagi áður en frestur, sem þeir hafa sjálfir sett sér, rennur út um miðjan næsta mánuð. SÉRFRÆÐINGAR í Bretlandi segja að hætta sé á að kúariða geti borist í matvæli með því að aðrar dýrategundir eins og svín, sauðfé og kjúklingar sýkist án þess að einkenni komi í ljós, að sögn fréttavefjar BBC. Ekki sé hægt að horfa fram hjá því að fræðilega séð geti þetta gerst og vitað sé að sjúkdómurinn geti borist í fólk. Vísindamenn við rannsóknastöð St. Marys-sjúkrahússins í London hafa nýlega með tilraunum komist að því að aðrar tegundir en nautgripir geta sýkst af veikinni án þess að ein- kenni sjáist á þeim. Gerð var tilraun með að dæla efni úr sýktum hamstri í mús. Talið var að mýs gætu ekki Clinton kom við í Kaíró í þeirri von að Mubarak gæti lagt hönd á plóginn við að losa deiluaðila úr pattstöðu vegna framtíðar Jerúsal- em, en báðir gera tilkall til borgar- innar sem höfuðborgar sinnar. Er borgin sá ásteytingarsteinn sem friðarviðræður stranda helst á. „Mubarak hefur gegnt lykilhlut- verki í þessum umleitunum í að minnsta kosti 20 ár, í það minnsta allan þann tíma sem ég hef tekið þátt í þessu. Svo að við ætlum að vinna saman og sjá til hvort við get- um fundið leið til að hjálpa deiluaðil- unum til að komast yfir þessa stóru hindrun,“ sagði Clinton við upphaf fundarins á flugvellinum í Kaíró í gær. Egyptar hafa sagt - að minnsta veikst af kúariðu en í ljós kom að í heila þeirra fundust eftir tilraunina afbrigðileg príon-efni sem geta valdið hættulegum heilasjúkdómi, undiraf- brigðiafriðunni. Yfirmaður rannsóknastöðvarinn- ar, Andrew Hill, sagði að niður- stöðurnar sýndu að nauðsynlegt væri að endurskoða þær aðferðir sem not- aðar væru til að meta varnir annarra dýrategunda en nautgripa gagnvart sjúkdómnum. Hugh Pennington, prófessor í sýklafræði við Aberdeen-háskóla, gerði lítið úr því að ástæða væri til aukins ótta, menn hefðu þegar vitað að afbrigði kúariðu gæti jafnvel bor- kosti opinberlega - að þeir muni ekki reyna að fá Yasser Arafat, leið- toga Palestinumanna, til að gefa eft- ir. Hann hefur hvergi hvikað frá kröfu um yfirráð yfir Austur-Jerú- salem, sem ísraelar hertóku 1967. í viðræðunum í síðasta mánuði buðu ísraelar að Palestínumenn fengju takmörkuð yfirráð í borginni. Það var ekki nóg fyrir Arafat, en var engu að síður stór breyting frá fyrri afstöðu Israela. En svo virðist sem Mubarak hafi reynt að telja Arafat á að hverfa frá þeirri hótun sinni að lýsa einhliða yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palest- ínumanna 13. september, daginn sem fresturinn rennur út, hafi við- ræður við ísraela ekki skilað ár- angri. ist í fólk. Aðeins væri verið að stað- festa fyrri niðurstöður. Bresk stjómvöld hafa ekki ákveðið hvort gripið verður til sérstakra ráð- stafana vegna niðurstaðna vísinda- mannanna við rannsóknastöð St. Mary’s. Talsmaður fólks sem misst hefur ættingja er létust úr C JD-sjúk- dóminum, sem er afbrigði af kúariðu, sagði tíðindin valda miklum áhyggj- um. Vitað er um alls 79 tilfelli af þessu afbrigði sem greinst hafa hjá fólki í Bretlandi og er talið að fólkið hafi fengið veikina með því að borða afurðir nautgripa sem fóðraðir voru með beinamulningi úr sýktum dýr- Aukin fíkni- efnanotkun í Rússlandi NOTKUN ólöglegra fíkniefna í Rússlandi vex með gífurlegum hraða og hefur þegar aukist um 25% miðað við síðasta ár, að því er fulltrúi innanríkisráðuneyt- isins greindi frá í gær. Um þrjár milljónir manna hafa neytt fíkniefna á þessu ári, og m.a. er heróínneysla útbreidd, að sögn Viktors Shushakovs, aðstoðaryfirmanns fíkniefna- brotadeildar innanríkisráðu- neytisins. Heildarfjöldi íbúa í Rússlandi er 147 milljónir. Um 350 þúsund manns hafa skráð sig á meðferðardeildir sjúkra- húsa það sem af er árinu. Shushakov segir að ólöglegum fíkniefnum sé smyglað inn í landið frá Afganistan og fyrr- verandi ríkjum Sovétríkjanna og einnig séu þau framleidd innanlands. Örvænting og tak- markaðar atvinnuhorfur hafa leitt margt ungt fólk í Rúss- landi út í fíkniefnanotkun, sagði Shushakov. Kínverskir bændur mótmæla BÆNDUR sem mótmæltu há- um sköttum réðust á opinberar skrifstofur og heimili embætt- ismanna í Jiangxi-héraði í Kína fyrr í mánuðinum, að því er mannréttindasamtökin In- formation Center for Human Rights and Democracy í Hong Kong greindu frá í gær. Alls munu rúmlega 20 þúsund bændur hafa tekið þátt í að- gerðunum, og handtók lög- regla fjölda þeirra. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú á verði á þeim stöðum þar sem ólætin urðu, og gæta þess að ekki komi til frekari upp- hlaupa, að því er samtökin segja. Fram úr Milosevic FRAMBJÓÐANDI Lýðræðis- lega stjórnarandstöðuflokksins í Serbíu í komandi forsetakosn- ingum nýtur meiri stuðnings en Slobodan Milosevic forseti, samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem birt var í gær. Frambjóðandinn, Vojisl- av Kostunica, fékk stuðning 35,5% aðspurðra, en Milosevic 24,4%. Alls sögðust 13,2% vera óákveðin og 11,2% sögðust ekki ætla að kjósa í kosningunum er fram fara 24. september. Önn- ur nýleg skoðanakönnun leiddi svipaðar niðurstöður í ljós, og hafði Kostunica samkvæmt henni 12% forskot á Milosevic. Morð í Baskalandi UNGUR spænskur stjórn- málamaður var skotinn til bana í Baskalandi á Norður-Spáni í gær, og segir lögregla að hreyfing aðskilnaðarsinna, ETA, beri ábyrgð á morðinu. Maðurinn hét Manuel Indiano Azaustre og var 29 ára bæjar- ráðsmaður í bænum Zumarr- aga. Fregnir herma að tveir grímuklæddir menn hafi skotið hann nokkrum sinnum þar sem hann stóð fyrir utan sælgætis- vöruverslun sína. Er þetta 12. morðið sem ETA-hreyfingin er talin hafa staðið að síðan í des- ember, er hún batt enda á vopnahlé sitt. Ritskoðarar í Kína amast við myndum af Dalai Lama Ljósmyndabók um Clinton bönnuð KÍNVERSKIR embættismenn hafa gert upptækar þúsundir ein- taka af bók um Bill Clinton Bandaríkjaforseta vegna þess að þar er mynd af honum með útlæg- um leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, að sögn fréttavefjar BBC. Stjóm Kína lítur á Tíbet sem kínverskt land og telur Dalai Lama vera upp- reisnarsegg en hann flúði til Ind- lands 1959. Umrædd ljósmynd var ekki tek- in af Clinton og tíbeska leiðtogan- um í skrifstofu Bandaríkjaforseta eins og venja er og var ástæðan að menn vildu ekki styggja Kínverja með því að sýna Dalai Lama slíkan heiður. Var minnst á þetta í skýr- ingartexta með myndinni. Kínverska sendiráðið í Washing- ton sagði útgefendum bókarinnar að það væri markviss stefna kín- verskra stjórnvalda að fylgjast með „pólitísku innihaldi" prentaðs efnis sem bærist inn í landið. Bæk- umar voru prentaðar í Hong Kong og einvörðungu sendar til Kína til að láta fyrirtæki þar binda þær inn og síðan átti að dreifa þeim í Bandaríkjunum. í bókinni eru um 200 ljósmyndir af forsetanum og eintök bókarinnar era 16.000. Kínverjar segja að bækumar verði um sinn í Kína þar til ákveðið verði frekar hvað gert verði við þær. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði aðgerðir embættismannanna valda mikilli óánægju. Með þeim væra Kínverj- ar að brjóta ákvæði alþjóðlegra samninga um mannréttindi. Fyrrverandi aðstoðarráðherra menningarmála í Kína, Ying Ruocheng, sagði í sjónvarpií Bret- landi í gær að ritskoðarar í Kína „brengluðu sannleikann“. Að sögn ÆP-fréttastofunnar hvatti hann stjórnvöld til að slaka á klónni í þessum efnum í menningarmálum. „Við verðum að hætta að blanda saman list og áróðri," sagði Ying. Breskir vísindamenn kynna rannsóknaniðurstöður ______________%L---------------- Kúariða getur borist milli dýrateg'unda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.