Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 29
Ismar
andskotans
Á ÁRUNUM fyrir
síðari heimsstyrjöldina
biyddi á þeirri skoðun
meðal þingmanna á Al-
þingi Islendinga að rík-
inu bæri að beita þeim
aðferðum að einka-
væða fyrirtæki í ríkis-
eign sem bæru sig og
gæfu góðan arð. Á hinn
bóginn bæri hinu opin-
bera að taka að sér eða
styðja og styrkja rekst-
ur fyrirtækja sem rek-
in væru með tapi.
Þessa stefnu nefndi
Vilmundur Jónsson,
landlæknir og þáver-
andi þingmaður, sósíal-
isma andskotans, af þjóðþekktri ein-
urð sinni.
Þessi stefna hefir í tíð stjómar
Sjálfstæðisflokksins á þessum ára-
Stjórnmál
Það er réttnefndur kap-
ítalismi andskotans að
taka lungann úr þjóð-
arauði landsmanna,
sjávarauðlindina, segir
Sverrir Hermannsson,
og afhenda hana gefins
örfáum útvöldum til
eignar og auðsöfnunar.
tug verið í fullri framkvæmd að því
leyti sem arðbærir þættir í rekstri
ríkisins hafa verið fengnir vinum og
vandamönnum valdhafanna í hendur
„til rimelige priser" svo ekki sé
okkur af svo fremi að hann sé læs.
Það má því undarlegt teljast að öll
þessi frí kennaranna skuli ekki
hafa meira aðdráttarafl.
Það ríkir engin bjartsýni meðal
starfsfólks skólanna þessa dagana,
hvað gerist ef ekki tekst _að manna
allar kennarastöður? - Á að fella
niður einhverjar af lögbundnum
greinum? Á að stytta skóladaginn?
- Á að tvísetja einhverja skóla sem
eru einsetnir nú þegar? Mörgum
spurningum er ósvarað og víst er
að mörgum skólastjórum er ekki
svefnsamt um þessar mundir. Það
er alvarlegt mál þegar hriktir í
stoðum menntakerfisins með þess-
um hætti. Það er ekki nóg að búa
til glæsilegar námskrár sem miða
að því að íslenskir skólar skuli ekki
verða. eftirbátar annarra þjóða,
þegar skólarnir geta ekki fylgt
henni eftir, bæði vegna tækja-
skorts og kennaraskorts. Það er
óæskileg þróun að kennarstarfið sé
svo lítið eftirsóknarvert sem raun
ber vitni, og að það fólk, sem ennþá
trúir því að það sé gefandi að vinna
með börnum og sækir nám í Kenn-
araháskólann, sé álitið skrýtið. „Þú
ert að grínast, ætlarðu í Kennara-
háskólann?" fékk einn nýstúdent
að heyra frá bekkjarfélaga sínum.
Hvert stefnum við eiginlega? Er
okkur alveg sama hvernig til tekst
með undirstöðumenntun barnanna
okkar, og hverjir sjá um fræðsl-
una?
Menn stíga í pontu á hátíðlegum
stundum og tala um að börnin séu
mesti auður þjóðfélagsins og þau
séu framtíðin og eigi aðeins skilið
það besta. En það er ekki glæsileg
framtíð sem blasii- við þessum
börnum ef ekki fæst hæft fólk til
að kenna. Er ekki kominn timi til
að fara að huga að því hvar verð-
mætasköpun þjóðfélagsins fer
fram?
meira sagt. Nægir í því
sambandi að minna á
einkavæðingu Síldar-
verksmiðja ríkisins og
Áburðarverksmiðjunn-
ar. Og nú búast menn
um rammlega að fá
„réttum" aðilum í
hendur símann og hans
fylgifé, langsamlega
mestu gróðalind í eigu
ríkisins, með ótrúlega
framtíðarmöguleika.
Þó er þessi fram-
kvæmd isma Vilmund-
ar líklega smáræði á
borð við hinn isma and-
skotans, sem náð hefir
heljartökum á íslenzku
efnahagslífi: Kapítalismann.
Það er með ólíkindum að fylgis-
menn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki
enn hafa gert sér grein fyrir kúvend-
ingu Sjálfstæðisflokksins frá frjáls-
lyndri stefnu Ólafs Thors og Bjarna
Benediktssonar, sem setti frjálsræði
einstaklingsins til orðs og æðis á
oddinn með hagsmuni heildarinnar
að leiðarljósi, og yfir á kalda frjáls-
hyggju kapítalsimans, þar sem vald
fjármagnsins skal eitt drottna án til-
lits til réttlætis eða sanngirni og eld-
ur skaraður að köku auðmanna.
Um grunnhugmyndir sósíalisma
eða kapítalisma verður ekki rætt í
þessu greinarkorni. Báðar innihalda
stefnurnar mikilvæga þætti, sem
gagnast mega með ágætum í búskap
þjóða.
En veldur hver á heldur
Öllum er ljóst hvernig til tókst um
framkvæmd sósíalismans í Austur-
vegi. En að ætla að dæma alla stefn-
una óhæfa vegna þeirra ótrúlegu að-
fara er fráleitt. En af mistökunum
læra menn. Sósíaldemókratískir
stjórnmálamenn í Vesturvegi hafa
að undanförnu vikið í ýmsum grund-
vallaratriðum frá kennisetningum
sósíalismans og t.d. tekið upp það
nýtilegasta úr kapítalismanum, sem
er frjáls markaðsbúskapur.
í sama máta ættu kapítalistarnir
að gæta meðalhófs í framkvæmd og
huga að mannúðarstefnu sósíal-
ismans en hafa ekki Thatcher hina
ensku að leiðtoga lífs síns.
Á Islandi hefir framkvæmd kap-
ítalismans að mestu orðið undir
nafngift Vilmundar. Það er rétt-
nefndur kapítalismi andskotans að
taka lungann úr þjóðarauði lands-
manna, sjávarauðlindina, og afhenda
hana gefins örfáum útvöldum til
eignar og auðsöfnunar. Það er kap-
ítalismi af sama meiði sem skerðir
samhjálpina og stuðninginn við þá
sem minna mega sín. Það er áreiðan-
lega undan rifjum hins illa, sem sú
aðgerð er ættuð, að hækka verðlag á
lyfjum svo fjöldi sjúkra hefir ekki
efni á að kaupa. Það er sömuleiðis
þjóðfélagsstefna úr neðra, sem svík-
ur aldraða og öryrkja með jafn sví-
virðilegum hætti og raun ber vitni og
skilur fjölda þeirra eftir á köldum
klaka mitt í öllu góðærinu.
En koma tímar og koma ráð. Sá
dagur mun renna að almenningur
áttar sig á að ráðin verður ekki bót á
til batnaðar nema hann beiti atkvæði
sínu með öðrum hætti en meirihlut-
inn hefir til þessa gert. Með þvi móti
einu verður kapítalisma andskotans
varpað fyrh- ofurborð.
Höfundur er formaður
Frjálslyndu flokksins.
Sverrir
Hermannsson
Stöndum vörð um
grunnskólann!
EINN ganginn enn
er upp komin sú staða
að um allt land vantar
kennara. Slíkt er
raunar nánast orðin
árviss uppákoma þótt
ástandið sé nú með
verra móti en oft áður.
Þeir sem útskrifast úr
KHI með kennara-
réttindi skila sér ekki
í kennslu og þeir sem
þó fara í það starf
endast um stuttan
tíma eða nota tímann
til þess að mennta sig
til annarra starfa.
Kennsla er augljós-
lega ekki eftirsóknar-
vert starf þótt ýmsir ráðamenn hafi
áratugum saman haft uppi háværar
og hátíðlegar yfirlýsingar um hið
gagnstæða.
Undirrituð hefur fengist við
kennslu hátt í þrjá áratugi, verið
trúnaðarmaður á sínum vinnustað,
setið í samninganefnd fyrir kenn-
ara og verið í stjórn Kennarasam-
bands Islands.
Ég hef því fylgst með viðbrögð-
um við kennaraskorti haust eftir
haust eftir haust. Árlega hefur ver-
ið talað um nausyn þess að efla
menntun og alltaf er undrunin jafn
mikil þegar kennarar skila sér ekki
í kennslu og aftur er þá farið með
sömu þuluna um nauðsyn þess að
efla menntun í landinu.
Lenging skólaársins
Undanfarið hefur þó umræðan
einkum snúist um tvennt. Lengingu
skólaársins, sem er styttra en víð-
ast hvar annars staðar, og nauðsyn
þess að koma á samkeppni um
vinnuafl svo að skólastjórar geti
losað sig við vonda kennara og fyllt
skólana þess í stað með sannkölluð-
um barnabætum.
Hvað fyrra atriðið varðar eru
ýmsir á þeirri skoðun að rétt væri
að taka hér upp svipað skólaár og
er á öðrum Norðurlöndum, með
styttra sumarfríi og brjóta síðan
upp kennslu með haust- og vetrar-
fríum. Skóli er nefnilega að því
leyti ólíkur verksmiðju að því eru
takmörk sett hvað hægt er að auka
„framleiðslu“ með því einu að
lengja vinnutímann.
Eg veit ekki hvort einhver
treystir sér til þess að meta af ein-
hverju skynsamlegu viti hvort nem-
endur í dag séu betri manneskjur
eða hæfari til þess „að lifa og starfa
í lýðræðisþjóðfélagi" en þeir voru
meðan skólaárið var aðeins átta
mánuðir. En hitt vita flestir, og þó
gerst kennarar, að með hverju ár-
inu eru nýjar skyldur lagðar á
skóla og auknar kröfur gerðar til
kennara. Þjóðfélagið verður flókn-
ara, menntunarkröfur meiri og því
aukast kröfur um trausta undir-
stöðu. Atvinnuþátttaka beggja for-
eldra verður almennari og um leið
verður uppeldishlutverk skólans
þýðingarmeira.
Til að mæta þessum kröfum, og
er þó fátt eitt upptalið, þarf skólinn
meiri tíma. Hvort þessum tíma-
skorti verður best mætt með leng-
ingu skóladagsins eða skólaársins
SLIM-LINE
dömubuxur frá
gardeur
Qfuntu
tískuverslun
v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680
eða hvorutveggju
þurfa kennarar og yf-
irvöld menntamála að
koma sér saman um.
Ekki launin ein
Borgarstjórinn í
Reykjavík ítrekaði nú
nýlega í blaðaviðtali þá
skoðun sína að í næstu
kjarasamningum við
kennara yrðu hugsan-
legar launahækkanir
bundnar því skilyrði
að skólayfirvöld fengju
aukinn ráðstöfunar-
rétt á vinnutíma kenn-
ara.
I þessu sambandi er
ástæða til þess að líta ekki aðeins
til þess að skólaár er hér styttra en
á öðrum Norðurlöndum heldur
Kennaraskortur
Kennarastofan á að
vera staður þar sem
menn meta árangur
dagsins, segír Sigriður
Jóhannesdóttir, og
leggja sameiginlega
á ráðin um næsta dag
svo að börnin „læri
meira í dag en í gær“.
einnig til þess að kennsluskylda hér
er mun meiri þótt laun séu lægri,
bekkjardeildir líklega fjölmennari,
þótt erfitt sé að bera slíkt saman
vegna þess að víðast eru rýmri
heimildir en hér um skiptingu
bekkja milli kennara. Og síðast en
ekki síst er margfalt meira framboð
á fjölbreyttu námsefni í nálægum
löndum en það skiptir gríðarlegu
máli þegar talað er um nýtingu á
vinnutíma kennara, svo ekki sé nú
talað um árangur nemenda.
Samkeppnisleysi
Til eru þeir sem telja að sam-
keppni sé lausnarorð í þessu máli.
Meðal þeirra er Óli Björn Kárason
sem segir í leiðarstúf í DV 21. ágúst
sl.:
„Samkeppnisleysi í menntakerf-
inu er ein helsta skýring þess að
kennarar hrökklast úr störfum
vegna lélegi'a launa.“ Hér virðist
mér að hugmyndin sé sú að hinn al-
máttugi markaður skilji hér sem
annarsstaðar sauðina frá höfrun-
um; vonda kennara frá góðum, lé-
lega skóla frá framsæknum. Að
mínu áliti á þessi kenning illa við
um skólastarf og ber þar fjölmargt
til.
Grunnskóli er í eðli sínu ekki
þjónustustofnun og enn síður ein-
hverskonar framleiðslufyrirtæki
sem fjöldaframleiðir nemendur
með tiltekna hæfni sem síðan má
meta með samræmdum prófum og
bera svo saman um landið endi-
langt þar sem í fjölmiðlaumfjöllun
er notað aulaorðbragð á við „versti
og besti skóli landsins“. Grunnskóli
er fyrst og síðast uppeldisstofnun.
Kennarastofan á að vera staður þar
sem menn meta árangur dagsins og
leggja sameiginlega á ráðin um
næsta dag svo að börnin „læri
meira í dag en í gær“. Kennara-
stofa þar sem menn eru í sam-
keppni hver við annan og hugsa um
það helst gera hosur sínar grænar
fyrir einhverjum matsaðilum úti í
bæ er vondur vinnustaður og óholl-
ur börnum.
Samkeppni milli skóla
Sé það nú svo að samkeppni inn-
an skóla sé ekki lausnarorðið, hvað
þá um samkeppni milli skóla? Nú
er það svo, sem betur fer, að við
þurfum í því efni ekki að finna upp
hjólið, ýmsir voru þar á undan okk-
ur.
Kennarar bundu við það tölu-
verðar vonir að starfskjör þeirra
yrðu viðunandi þegar sveitarfélögin
tækju við grunnskólanum. Augljóst
er af kennaraskorti nú að þær von-
ir hafa ekki ræst.
Sumsstaðar í nágrannalöndum
okkar hafa yfirvöld haft á því trú að
samkeppni milli skóla geti verið
lausnarorðið. Þar sem slíkt hefur
verið reynt hafa afleiðingarnar oft-
ar en ekki orðið fremur dapurlegar.
Sem kunnugt er þá éru nemend-
ur „misdýrir". Nemendur sem eru
fatlaðir, lestregir, seinfærir, ofvirk-
ir o.s.frv. eru „dýrari“ en aðrir í
þeim skilningi að þeir þurfa meiri
hjálp og oft dýr sértæk úrræði og
þrátt fyrir það er árangur þeirra á
samræmdum prófum oftast til
muna lakari. Þessar augljósu stað-
reyndir leiða til þess að í sam-
keppni reynir hver kennari, hver
skóli að losa sig við slíka nemendur.
Einkaskólar rísa upp sem geta úti-
lokað aðra en arðbæra nemendur
og þeir sem helst eru hjálpar þurfi
eru á köldum klaka. Ef við svo
launatengjum slíkt kerfi, eins og
því miður hefur sumsstaðar verið
gert, höfum við í höndum fjársvelta
skóla handa þeim sem helst eru
hjálpar þurfi og þeir kennarar sem
sinna slíkum nemendum eru van-
metnastir í launum.
Þá erum við í skólakerfinu búin
að koma á því markaðskerfi að
fjandinn hirði þann aftasta. En það
var aldrei meiningin að leysa ár-
legan kennaraskort með þeim
hætti. Eða hvað?
Höfundur er alþingismaður fyrir
Samfylkingu í Reykjaneskjördæmi.
leysir vandann
Reflectix er 8 mm þykk endurqeislandi einanqrun í rúllurn.
7 lög en 2 ytri alúminíum—lög endurgeislo hitann.
Breiddir: 61 og 122 mm. Rúllulengdir: 15, 38 og 76m.
I háoloft, bak við ofna, í fjós, hesthús, á rör, á veggi,
tjaldbotna, sessur, svefnpoka o.m.fl.
Skæri. heftibyssa oa límband einu verkfærin.
ÞÞ
&CO
Þ.Þ0RGRÍMSS0N & C0
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 8 568 6100
Sigríður
Jóhannesdóttir
Höfundur er kennari.