Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ODDNÝ SOFFÍA INGVARSDÓTTIR + Oddný Soffía Ingvarsddttir, fyrrverandi borgar- fulltrúi og húsfreyja, fæddist á Gaulverja- bæ í Flúa 17. júní 1903. Hún lést á Skógarbæ 19. ágúst siðastliðinn og fúr útför hennar fram frá Fossvogskirkju 29. ágúst. . Með fáeinum orðum langar mig að minnast góðrar konu sem látin er í hárri elli. Soffía Ingvarsdóttir er mér, eins og flestum sem kynntust henni, ákaf- lega minnisstæð. Sem sjö ára telpa kom ég fyrst á heimili hennar og Sveinbjamar á Smáragötunni í Reykjavík. En við Guðrún dóttir hennar vorum bekkjarsystur öll skólaárin og miklar vinkonur. Auk hjónanna og tveggja dætra var þar til heimilis sr. Ingvar, faðir Soffíu, þá orðinn aldraður maður. þar voru einnig stúlkur sem hjálpuðu til við heimilisstörfm. Stundum voru það ungar mæður í erfíðleikum. I mörg hom var að líta hjá Soffíu. Ég kynntist því að hún var á þeim ár- um framarlega í starfi Kvenfélags Al- þýðuflokksins og fylgdu því mikil fundastörf og umræður. Nú liðu árin, bernsku- og unglingsár okkar Guð- rúnar og mér lærðist að Soffia gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum íyrir Alþýðuflokkinn og réttindasamtök kvenna. Hún hafði mikla forystuhæfí- leika samfara hæfni til málamiðlunar. Hún var fundvís á það hvar hæfileik- ar fólks lágu og var allra manna mest uppörvandi. Auk heimilisins höfðu þau Svein- bjöm sumarbústað upp í Mosfells- veit. Ég gæti skrifað langt mál um dá- semdir þessa sumarbústaðar og lífs- ins þar, svo vel er það mér minnis- stætt. í stuttu máli sagt var bústaðurinn, eins og heimilið, ein- staklega hlýlegur. Hann hafði Svein- bjöm byggt, Soffía sem var snjöll hannyrðakona, hannaði og saumaði púða með skíðamanni og ýmsar vegg- myndir. Á lóðinni ræktuðu þau hjónin tré, runna og matjurtir af miklum áhuga. Jarðvegur var kannski ekki upp á það besta, en með árvekni og mikilli áburðargjöf varð lóðin að gróðurvin. Soffia bjó yfir miklu and- legu fjöri. Hún var hugmyndarík og hafði unun af tilbreytni, hvort sem það var í breytingum innanhúss, í því að vinna nýstárlega handavinnu eða að skreyta köku fallegum litum. Hún var óþrjótandi í að finna fagra staði í nágrenni borgarinnar, þar sem gott var að ganga stundarkom sér til hressingar. Við Guðrún unnum jafn- an saman í próflestri og man ég að við líka voram oft /egnar að komast út undir bert loft. I samræðum var Soff- ía afar skemmtileg, frásögn hennar var auðug af óvæntum atvikum eða skoðunum og lituð af kímni. Mig furð- aði þess vegna ekki er ég frétti síðar að hún hafi fengist við ritstörf. Er hún var á áttræðisaldri birtist smá- saga eftir hana í tímariti. Þar fjallar hún um atvik sem gat hafa gerst á bemskuheimili hennar, fjölmennu prestsheimili úti á landi. Atvikið fjall- ar um mann sem á einhvem hátt var minni máttar og ber sagan vitni um samúð hennar og virðingu fyrir ein- staklingnum. Soffía lifði Mfinu af kjarki og sjálfstæði, meira en títt var um aðrar konur sem ég kynntist fyrr ááram. Soffia var glæsileg kona og smekk- leg í klæðaburði. Andlitið var svip- mikið og augun fögur. Enn sé ég hana fyrir mér á níræðisafmælinu, þá í skærgrænum kjól með hvítum kraga. þá sem oftar á seinni árum hafði Guð- rún efnt til veislu 17. júní, í þetta sinn í félagsheimilinu að Villingaholti í Flóa. Var þar margt um manninn til að samfagna Soffíu, afkomendur, skyldmenni og vinir. Fyrir ýmsum áföllum varð Soffía á lífsleiðinni, það þyngsta var dauði eldri dótturinnar, Júlíu, langt um ald- ur fram. En hún beygði sig undir örlögin með styrk og jafnaðargeði. í herbergi Soffíu í Árskógum áttum við nokkrar samverastund- ir. þó að hugur hennar væri orðinn fjarlægur er við sáumst í vor, var augnaráð hennar og viðmót enn það sama er hún kvaddi mig. Nú er löngum samvistum þeirra mæðgnanna Soffiu og Guðrúnar lok- ið, en Soffia naut ein- stakrar umhyggju Guð- rúnar þar til yfir lauk. Minningin um Soffíu er mér afar kær, og ég er þakklát forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Guðrúnu, tengdasonum Soffíu og fjölskyldum vottum við hjón einlæga samúð. Júhanna Júhannesdúttir. Mig langar í nokkram fátæklegum kveðjuorðum að minnast Soffíu Ing- varsdóttur, fyrrverandi borgarfull- trúa og varaþingmanns Alþýðu- flokksins. Soffía lést 97 ára gömul og lifði því næstum alla tuttugustu öld- ina, öld tæknibreytinga og þróunar með þeim gífurlegu þjóðfélagsbreyt- ingum sem einkenna þetta tímabil í samfélagi okkar. Hún var ekki í hópi þeirra sem stóðu hjá, þvert á móti var hún ein fárra kvenna sem tóku þátt í stjómmálum og mótuðu samtíð sína á fyrri hluta síðustu aldar. Ég var svo lánsöm að kynnast Soff- íu háaldraðri, en hún bjó í Kópavogi í nokkur ár. Hún var ennþá rólfær og hress meðan hún bjó í Fannborg og lét sig ekki vanta í kosningakaffi á kjördag þótt komin væri vel yfir ní- rætt. Hún sýndi því áhuga sem við voram að gera og fylgdist með því fólki sem var í forystu jafnaðar- manna, stjómmálahreyfingunni sem hún studdi allt sitt líf og gaf krafta sína um áratugaskeið. Það leiftraði ennþá af þessari öldraðu gáfulegu konu og maður var gripinn hlýhug og virðingu í návist hennar. Soffia lét ekki öldran eða breytingar á heilsu aftra sér frá þátttöku í því sem hugur hennar stóð til og hún gat ráðið við. Þegar sjónin bilaði nýtti hún sér hljóðbókasafnið, hún fylgdist með menningarmálum og þjóðmálum og hún hafði alla tíð skoðanir á pólitík. Soffia Ingvarsdóttir var borgarfull- trúi fyrir Alþýðuflokkinn í 15 ár frá 1938 til 1953. Hún tók þátt í stofnun Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reylyavík 1937, var formaður félags- ins frá 1943 í nær aldarfjórðung og heiðursfélagi þess. Soffía sat í mið- stjóm Alþýðuflokksins frá 1938 til 1967 og gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn, m.a. rit- stýrði hún á tímabili sérstakri kvennasíðu Alþýðublaðsins. Hún var varaþingmaður Gylfa Þ. Gíslasonar og tók sem slík sæti á Alþingi. Gylfi hefur sagt mér að Soffía hafi verið mjög atkvæðamikil í flokksstarfi. Þar hafi farið stórgáfuð kona sem vakti athygli með öllu sem hún setti fram. Soffía hafi haft áhuga á allri pólitík og engum hafi dulist hvort heldur var í ræðu eða riti að þar fór mikilhæfur stjómmálamaður sem sópaði að. Fá- ar konur hafi gert sig gildandi á þess- um áram og hún hafi verið ein helsta forystukona í Alþýðuflokknum ásamt Jóhönnu Egilsdóttur sem jafnframt var í forystu í verkalýðsarmi hreyf- ingarinnar. Hún hafi vakið mikla at- hygli fyrir sögu sem birtist í tímarit- inu Perlu og þótti mjög góð. Ljóst er að að Soffía var mjög ritfær kona, seinna skrifaði hún í önnur tímarit, m.a. Húsfreyjuna auk þess að skrifa pólitískar greinar og hún mun hafa haldið dagbók fram á efri ár. Ég tengdist Soffíu við það að Jóna systurdóttir mín giftist Sveinbimi dóttursyni hennar og frá þeim hef ég að Soffía hafi oft minnst vina og góðra samferðarmanna frá áranum í póli- tík, minna rætt um eigin afrek eða pólitíkina sem slíka en ávallt verið sannur jafnaðarmaður. Þegar við Soffía hittumst fann ég bæði til aðdá- unar og þakklætis og á kveðjustund vil ég votta henni djúpa virðingu og þökk fyrir hönd okkar jafnaðar- manna sem nú höldum uppi barátt- unni undir sömu merkjum jafnréttis og réttlætis. Að leiðarlokum sendum við fjölskyldu Soffiu hlýjar kveðjur og þökkum framlag mikilhæfrar konu til framgangs jafnaðarstefn- unnar. Blessuð sé minning Soffíu Ingvarsdóttur. Rannveig Guðmundsdúttir. höndum: „Nóg af sterku kaffi og feitu keti.“ Þótt minningarnar sem ég á um hana ömmu mína kalli fyrst fram myndir af litskrúðugum blómum, kaffibollum og dillandi hlátri er þó minningin um gullfallega, hjartahlýja konu með einbeittan vilja og nær óþrjótandi lífsorku sú minning sem ristir hvað dýpst. Ég og fjölskylda mín eram þess ævarandi þakklát hve lengi við gátum notið samvista við hana. Megi Guð blessa minninguna um hana ömmu Soffíu. Tryggvi M. Baldvinsson. hana fróðari en áður. Þau hjón eignuðust tvær dætur og sú mikla sorg kom yfir þau að missa eldri dóttur sína, Júlíu, glæsilega og vel gefna konu úr ólæknandi sjúk- dómi á besta aldri en sú huggun beið þeirra að sjá bamaböm sín vaxa úr grasi hvert öðra efnilegra. Þessum fáu og fátæklegu orðum fylgja að lokum hinstu þakklætisorð yfir móðuna miklu og samúðarkveðj- ur til þeirra sem syrgja góða konu. Egill Júnasson Stardal. Þegar ég var ungur drengur og sólin skein alla daga bjuggu afi Svein- bjöm og amma Soffía á Smáragötu. Þangað var ætíð gott að koma og fyr- ir unga fróðleiksfúsa pilta var heimili ömmu og afa alger gullnáma. Miklir fjársjóðir bóka þöktu veggina í her- berginu hans afa. Sumar þeirra voru dularfullar og á annarlegum tungu- málum, en aðrar fullar af spennandi myndum og frásögnum frá fjarlæg- um heimshomum. Þar var líka til gríðarstórt kort af allri heimsbyggð- inni og var það uppspretta ófárra æv- intýranna. Háaloftið var einnig vett> vangur dulúðugra atburða sem létu lítil hjörtu slá hraðar og það að hlaupa upp á háaloft og sækja ís í frystikistuna án þess að kveikja ljósið var nær óleysanlegt manndómspróf. Garðurinn hennar ömmu var henni mikið hjartans mál og bar henni fag- urt vitni. Vel hirtur, fullur af fjöl- breyttum, litsterkum blómum sem ég kunni aldrei almennileg skil á og há- um trjám þar sem hægt var að klifra svo hátt sem kjarkurinn leyfði. Á sól- ríkum sumardögum, sérstaklega eft- ir að ég og Þrándur frændi höfðum lokið við að slá grasblettinn, bauð amma upp á dísætar pönnukökur og mjólkurglas í garðinum sem við nut- um svo á litla hvíta bekknum, sem alltaf stóð úti í garði á sumrin. I litla eldhúsinu á Smáró var það amma sem stjómaði. Þar var oft setið, spjallað og hlegið, og kannski tekin upp svo sem eins og ein Spur-flaska fyrir unga manninn. í stofunni, sem alltaf var svo snyrtileg, tók amma oft í spil með okkur krökkunum og ég tel mig enn búa að þeirri þrotlausu þjálf- un sem ég hlaut á þessum áram í Ól- sen-Ólsen, Svarta-Pétri og Þjóf. Heimsóknimar til ömmu og afa á þessum áram vora því alltaf ánægju- legar og umvafðar ástúð og hlýju, líkt og pelsinn hennar ömmu sem ég var handviss um að væri mýksta flík í heimi. Þótt árin liðu, mjólkurglösin breyttust í kaffibolla og ferðimar upp á háaloft væra ekki lengur eins spennandi vora heimsóknimar til ömmu ávallt hinar ánægjulegustu, þótt ekki væri tO annars en að spjalla um málefni líðandi stundar. Stjóm- málin vora ömmu kær og fylgdist hún alla tíð vel með því sem gerðist í landsmálunum og hafði oft einarðar skoðanir á þeim málum. Amma hafði einnig mfldð og gott skopskyn og hvar sem hún kom var hláturinn sjaldan langt undan. Yfirleitt henti hún mest gaman að sjálfri sér, en einnig kom fyrir að saklaust fólk sem slysaðist til að hringja í skakkt númer fékk tflsvör sem gleymast ekki í bráð. Hún hafði alla tíð mikinn áhuga á því sem ég tók mér fyrir hendur og virt- ist aldrei þreytast á að hlusta á mig berjast í gegnum hin margvíslegustu verk á píanóið, en oft var það að ég kom við á Smáragötunni bara til þess að spila eilítið fyrir hana og afa, með- an hans naut við á Smáragötu. Er ég tók þá ákvörðun að leggja píanóleik- inn á hilluna og snúa mér að tónsmíð- unum man ég ekki eftir að amma andmælti því nokkurn tíma. Þess í stað mætti hún á þá tónleika þar sem verk mín vora flutt og gerði það sam- viskusamlega á meðan heilsan bauð. Amma flutti í Fannborg nokkra eftir að afi Sveinbjöm lést og bjó sér þar fagurt heimili þangað sem gott var að koma. Garðskáli var nú í stað fallega garðsins á Smáragötu og varð hann strax mikið augnayndi. Fannborgin varð fljótlega langömmubömunum það sem Smáragatan var okkur þótt minni væri og leyndardómamir færri. Hér vora ennþá skringilegu kringlóttu pullumar sem amma bjó tfl og teskeiðaboxið með myndinni af pörapiltunum tveimur. Eg spurði hana eitt sinn hveiju hún þakkaði langlífið. Hún hafði svörin á reiðum Margir munu án efa minnast þess í dag þá er vinir og vandamenn kveðja Soffiu Ingvarsdóttur hinstu kveðju að með henni er gengin einhver merkasta kona okkar þjóðar á öldinni sem nú hefur kvatt. Kona sem lifði þá öld nær alla og lét víða að sér kveða á sviði þjóðmála, menningar- og mann: úðar. Löngum starfsferli er lokið. I þessari stuttu kveðjugrein er ekki ætlunin að rekja merkan æviferfl Soffiu á þessum vettvangi, heldur einungis flytja fáein skyldug þakk- lætisorð fýrir nær ævilöng kynni hennar og þess sem hér heldur um blekfjöður. Það var í lok heimsstyrjaldarinnar síðari sem þau hjónin Sveinbjöm Sig- uijónsson magister og kennari, síðar skólastjóri og Soffía Ingvarsdóttir fengu að reisa sér lítið hús á bújörð foreldra minna til dvalar í frístundum húsbóndans á sumram og skíðaiðk- unar á vetrum. Þetta varð upphaf vin- áttukynna þessara aðila sem entust ævflangt. Sveinbjöm tók þá að sér óbeðinn e.k. leiðbeiningarstarf eða handleiðslu fyrir undirritaðan, bald- inn strák á námsáram hans með þeirri hæglætis festu og hlýhug sem öll óhlýðni vék fyrir og sleppti í raun ekki til fulls taumnum fyrr en endan- legu marki var náð. Tfl hans var jafn- an gott að leita ef einhvem vanda bar að höndum á þeim vettvangi og njóta jafnframt hlýlegs atlætis húsfreyj- unnar sem ætíð var blandin skemmti- legu spaugi. Hægt er að minnast margra ánægjulegra stunda uppi í Múlahlíð, en svo nefndu þau hjón sumarhús sitt, eða á Smáragötu 12 þar sem heimfli þeirra stóð alla tíð. Þau voru mjög samhent og bæði höfðu vakandi áhuga á öllum lands- málum, ekki síst því er að menntun og menningu laut, jafnan jákvæð í anda gagnvart nýmælum og hleypi- dómalaus. En þó höfðu þau ætíð myndað sér fastar og vel rökstuddar skoðanir um menn og málefni. Soffía var hin allra skemmtilegasta kona í slíkum viðræðum, réð yfir góðri frá- sagnargáfu sem oft var krydduð markvísri en góðlátlegri kímni eða fínlegri hæðni sem hún átti til að beita gagnvart sér sjálfri ekki síður en öðram. Samræðustund með Soffíu Ingvarsdóttur var skemmtan - en maður fór líka jafnan af fundi við Fyrsta minning mín um Soffíu Ingvarsdóttur er frá fundi Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur, sem hald- inn var í Alþýðuhússkjallaranum, lík- lega árið 1955. Ég hafði heyrt um hana talað og vel af henni látið, en ekki kynnst henni persónulega. Á þessum fundi sat ég við sama borð og hún og heyrði hana ræða um málefni bama í almennri stjómmálaumræðu á fundinum. - Ég heillaðist af Soffiu, allri framgöngu hennar, sem var mót- uð af virðuleika og hógværð, og ekki síður þeirri hugsun og hugsjón, er fram kom í orðum hennar. Og það hlustuðu allir þegar Soffía talaði. Leiðir okkar lágu síðar saman af ýmsum ástæðum; á stjómmálafund- um og í fjölskylduboðum. Þau kynni juku stöðugt álit mitt á þessari merkflegu konu, sem alla tíð hafði jafnaðarstefnuna að leiðarljósi og barðist einkum fyrir réttindum bama og kvenna og allra þeirra, sem eiga imdir högg að sækja í lífsbaráttunni. Eftir að hún hætti afskiptum af stjómmálum fylgdist hún grannt með störfum og gengi Alþýðuflokks- ins og ósjaldan var það fyrsti hluti umræðuefnis okkar að fara yfir stöðu og framgang flokksins. Hún hafði mjög ákveðnar og einarðar skoðanir á steftiumótun hans og störfum ein- stakra þingmanna. En skoðanir hennar mótuðust fyrst og fremst af mannkærleik og góðvfid og ríkri rétt- lætiskennd. Hún var sannarlega í hópi þeirra, sem nefndir hafa verið eðalkratar. Soffía var einstaklega glæsfleg og aðlaðandi kona og þrátt fyrir mikil veikindi síðustu æviárin hélt hún þeirri reisn, sem ávallt fylgdi henni. Hún var í hópi þeirra kvenna, sem höfðu veruleg áhrif á pólitíska þróun mikilvægra málaflokka í jafnréttis- baráttu kvenna og lögðu grann að margvíslegum réttarbótum þeim til handa. Hennar kynslóð er nú að hverfa og fáir muna lengur sigrana og árangurinn. Réttindin öll þykja nú sjálfsögð og fæstir vita hversu þung- ur róðurinn gat verið. Með Soffíu er horfinn fulltrúi kynslóðar sem lifði einhverja mestu umbrotatíma í lífi Is- lendinga. Hún lagði sitt til málanna svo að þjóðin mætti njóta betra lífs. - Guð blessi minningu þessarar merku konu. Árni Gunnarsson. ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Þorbjörg Jóns- dóttir fæddist á Akureyri 9. ágúst 1934. Hún lést á Landspítalanum ( Fossvogi 13. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 21. ágúst. Kær vinkona kvödd. Við kynntumst fyrir 60 áram, þá fimm og sex ára gamlar. Löng og Ijúf vinátta sem aldrei bar skugga á. Margar ljúfar minningar frá bemsku- og uppvaxtarárunum sem gott er að hugsa til nú. Á langri ævi gerist margt og ekki sjálfgefið að maður haldi æskuvinum sínum, en Bíbí var alltaf besta vin- kona mín, það breyttist aldrei. Þegar hún flutti tfl London saknaði ég hennar mikið. Þegar hún svo kom heim frá London með Ingu Lísu sól- argeislann sinn var þráðurinn tekinn upp aftur. Seinna kom svo Þórarinn inn í líf hennar og varð það henni til mikillar gæfu. Hann stóð þétt við hlið hennar til síð- asta dags. Síðasti ljós- geislinn í lífi hennar var nýfædd dóttir Ingu Lísu, Sunneva, sem ber nafn sólarinnar, sagði Bíbí. Bíbí var yndisleg og gefandi. Jafnvel eftir að hún var orðin svona mikið veik, leitaði ég til hennar tfl að fá styrk. Hún gat alltaf gefið bros og huggað. Kær- leikurinn var hennar aðalsmerki. Á kveðjustundinni var hún að blessa mig og mína en hugsaði minna um sjálfa sig. Ég bið Guð að blessa minningu Bíbíar, sjálf er ég honum þakklát fyr- ir að hafa leyft mér að kynnast og eiga að vinkonu slíka mannkostakonu. Ástvinum hennar sendi ég samúð- arkveðjur. Jakobtna Guðmundsdóttir (Bíbí).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.