Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 18
18 MIÐVTKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Sparisjóðs vélstjóra lækkar um 29% milli ára HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra fyrstu sex mánuði ársins 2000 eftir skatta nam 40,6 milljónum króna samanborið við 57,2 milljónir á sama tímabili árið áður. Þetta er um 29% lækkun hagnaðar. í til- kynningu frá Sparisjóðnum segir að verðbréf með ábyrgð ríkissjóðs í eigu sjóðsins hafi verið færð í bókhaldi á markaðsgengi en gengi þeirra hafi lækkað verulega á tímabilinu og sé því orsök versn- andi afkomu. Áhrif gengisiækkun- arinnar sé um 90 milljónir króna. Þessi gengislækkun hafi nú að hluta gengið til baka. Vaxtatekjur Sparisjóðs vélstjóra jukust um 14% milli ára og námu 716,3 milljónum á fyrstu sex mán- uðum þessa árs. Vaxtagjöld hækk- uðu á sama tíma um 38% og námu 557,7 milljónum. Hreinar rekstrar- tekjur námu 361,5 milljónum en voru 341,9 milljónir á árinu 1999. Framlag í afskriftareikning útlána var 26,3 milljónir en var 23,5 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Heildareignir Sparisjóðsins voru HLUTAFJÁREIGN áhættufjár- festingasjóðsins Talentu-Hátækni, sem stofnaður var í mars á þessu ári, hefur vaxið um 34% frá stofnun sjóðsins. Óx verðmæti safnsins um 247 milljónir króna, eða úr 728 millj- ónum í 975 milljónir. Sjóðurinn var skráður á Verðbréfaþingi í júní og var þá selt hlutafé í sjóðnum fyrir 825 milljónir króna í hlutafjárútboði sem fór fram samhliða skráningu. Talenta-Hátækni hefur lagt aukna 15,5 milljarðar króna þann 30. júní 2000 og höfðu dregist saman um 680,9 milljónir frá síðustu áramót- um. Arðsemi eigin fjár var 6% og eiginfjárhlutfall 10,1%. Heildarinn- lán ásamt lántöku námu 11,1 millj- arði króna og heildarútlán ásamt markaðsskuldabréfum 12,5 millj- örðum. Bjartsýnn á framhaldið Hallgrímur Jónsson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs vélstjóra, segir að afkoma sjóðsins sé á pappírunum nokkuð lakari en hún var í fyrra áherslu á fjárfestingar í fjarskipta- fyrirtækjum og í tilkynningu frá sjóðnum segir að þær fjárfestingar endurspegli væntingar sjóðsins um mikinn vöxt í fjarskiptageiranum. Hinn 30. júní nam bókfært verð heildareigna sjóðsins 1,4 milljarði króna, þar af voru 975 milljónir króna í erlendum og innlendum hlutabréfum. Auk þess á sjóðurinn aðrar peningalegar eignir og skammtímakröfur að fjárhæð 438 en hún sé þaö í rauir og V8”ú ckki: Ástæðan sé fyrst og fremst sú að sjóðurinn hafi ekki tekið fjár- festingarbókina með aðferð nú- virðisreiknings heldur ákveðið að taka þann skell sem orðið hafi á gengi ríkistryggðra bréfa. Sú lækkun sem átt hafí sér stað hafi nú hins vegar gengið að nokkru leyti til baka. „Þetta mun því skila sér í árslok í uppgjöri ársins og þvi er óhætt að segja að rekstur- inn gangi vel. Það hefur verið aukning í flestu hjá okkur og ég er því mjög bjartsýnn á framhaldið," segir Hallgrímur. milljónir króna. Tap sjóðsins á tíma- bilinu nam 18,5 milljónum króna, en þar er um að ræða opinber gjöld vegna stofnunar sjóðsins sem nema 14 milljónum króna, rekstrargjöld að fjárhæð 3,7 milljónir króna og nettó vaxtagjöld sem nema 800 þúsundum króna. Stjóm sjóðsins skipa Bjarni K. Þorvarðarson, sem er jafnframt sjóðstjóri, Bjarni Armannsson og Tómas Kristjánsson. HAGNAÐUR Austurbakka hf. eftir skatta á fyrra helmingi ársins nam tæpum þrettán milljónum króna en á sama tímabili í fyrra var hagnaður- inn 19,4 milljónir króna og er um þriðjungs lækkun að ræða. Sölutekj- ur tímabilsins námu 869 milljónum króna samanborið við 761 milljón í fyrra og jókst því um 14,2% milli tímabila. Kostnaðarverð seldra vara var 722,7 milljónir á móti 641,4 í fyrra og hækkar því um 12,7% milli tímabila. Skuldir Austurbakka auk- ast verulega frá því um áramótin; þær nema nú 597,7 milljónum króna en voru 430 milljónir um áramótin, en þess ber að geta að Austurbakki hefur keypt og flutt í eigið húsnæði. Launakostnaður hækkar um þriðjung Launkostnaður Austurbakka hækkaði um 22 milljónir, eða 34%, milli tímabila eða í 87 milljónir króna. I tilkynningu frá félaginu segir að ástæða hækkunarinnar sé bæði sú að fleira starfsfólk hafí verið ráðið auk þess sem laun hafí hækkað umtalsvert. Þá má og nefna að félag- ið gjaldfærir eftirlaunaskuldbind- ingu upp á 2,8 milljónir króna. Hagn- aður Austurbakka fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 29,5 milljónum króna samanborið við 31,8 milljónir í fyrra. Austurbakki flutti í nýtt eigið húsnæði í apríl í vor og við það hækka afskriftir félagsins til muna, eða úr 720 þúsundum í fyrra í 5,3 milljónir í ár. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 5,9 milljónir saman- borið við 1,2 milljónir í fyrra en inni í fjármagnsgjöldum nú er verðbreyt- ingarfærsla upp á 2,8 milljónir króna. Eigið fé Austurbakka í lok júní var 227 milljónir króna og jókst um 170% milli ára og eiginfjárhlut- fall jókst úr 14,4% í 25,4%. Veltufé frá rekstri var tæpar 27 milljónir samanborið við 21,1 milljón í íyrra. í skýrslu stjórnar segir að niður- staða milliuppgjörs sé vel við unandi að teknu tilliti til breytinga sem orð- ið hafi en jafnframt er bent á að árið í heild gefi betri mynd af rekstri Austurbakka þar sem síðari hluti ársins eigi að koma sterkara inn í myndina. Ásmundur Tryggvason hjá Grein- ingu og útgáfu FB A segir veltuaukn- ingu Austurbakka vera í efri mörk- um þeirrar rekstrarspár fyrir árið sem fram hafí komið í útboðslýsingu félagsins í vor. „Hins vegar hafa rekstrargjöld á fyrri árshelmingi aukist meira en þar var gert ráð fyr- ir. Félagið sér þó ekki ástæðu til þess að endurskoða rekstrarspána fyrir árið þar sem seinni hluti ársins ætti að koma sterkar inn, en í spánni er gert ráð fyrir 70-85 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi fyrir fjármagnsliði fyrh- árið í heild. Rekstur félagsins er þannig í takt við áætlanir en það sem háir félaginu á markaði er smæð þess og lítil velta með bréfin," segir Ásmundur. Sparisjóður Vélstjóra Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. - júní 2000 1999 Breyiing Vaxtatekjur Milljónir króna 716,4 626,4 +14,4% Vaxtagjöld 557,7 403,2 +38,3% Hreinar vaxtatekjur 158,7 223,2 -28,9% Hreinar rekstrartekjur 361,5 341,9 +6,0% Aðrar rekstrartekjur 202,9 118,7 +70,9% Onnur rekstrargjöld 263,1 228,0 +15,4% Framlag til afskriftarr. útlána 26,3 23,5 +11,9% Hagnaður fyrir skatta 72,1 90,3 -20,2% Reiknaður tekju- og eignaskattur 31,5 33,2 -5,0% Hagnaður tímabilsins 40,6 57,2 -29,0% Efnahagsreikningur 30.06.OOi 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 15.503,2 16.184,1 -4,2% Eigið fé 1.453,6 1.392,9 +4,4% Skuldir oq skuldbindinqar 14.049.6 14.791.2 -5.0% Skuldir og eigið fé samtals 15.503,% 16.184,1 -4,2% Kennitölur 2000 1999 Eiginfjárhlutfall Arðsemi eiginfjár 10,1% 6% 9,4% Hagnaður Hraðfrysti- hússins-Gunnvarar hf. 41,4 milljónir króna HAGNAÐUR Hraðfrystihúss- Gunnvarar hf. fyrstu sex mánuði ársins var 41,4 milljónir króna eft- ir reiknaða skatta sem er svipuð afkoma og eftir sama tímabil í fyrra, en þá var hagnaður félags- ins 43,6 milljónir króna. Rekstur- inn er þó ekki sambærilegur milli ára því á síðari hluta ársins 1999 voru félögin Gunnvör hf. og íshús- félag ísfírðinga hf. ásamt dóttur- félögum þeirra sameinuð Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf. Saman- burðartölur taka hins vegar eingöngu til reksturs Hraðfrysti- hússins hf. Rekstrartekjur félagsins voru 1.353,6 milljónir króna á tímabil- inu á móti 912 milljónum á sama tíma árið 1999. Rekstrarhagnaður var 153 milljónir én 65 milljónir króna á sama tíma 1999. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostn- að var 314 milljónir króna, sem eru rúm 23% af rekstrartekjum á móti 147 milljónum króna árið áður sem eru 16% af rekstrartekjum. Bessi IS-410 var seldur í lok síð- asta árs og var afhentur á þessu ári. I tilkynningu frá félaginu segir að fyrir afhendingu skipsins hafí þurft að gera ýmsar lagfæringar á því ásamt því að ýmis annar kostn- aður fylgdi afhendingu skipsins. Kostnaður vegna þessa, 20 millj- ónir króna, sé meðal rekstrar- gjalda á tímabilinu. Veltufé frá rekstri hækkaði milli ára úr 95 milljónum króna í 200 milljónir króna. Hreinn fjár- magnskostnaður félagsins hækkar úr tæpum 2 milljónum króna í 92,6 milljónir króna. Segir í tilkynning- unni að meginástæða þessa sé að á tímabilinu sé gengistap 64 milljón- ir króna en á sama tímabili 1999 var gengishagnaður 5 milljónir króna. Að auki hafí skuldir félags- ins aukist töluvert í kjölfar sam- eininga á síðasta ári. Eignir félagsins 30. júní sl. voru 5.190 milljónir króna og eigið fé nam 1.071 milljón króna. Eigin- fjárhlutfall var 20,64%. Á tímabil- inu var greiddur út 7% arður til hluthafa samtals að fjárhæð um 52 milljónir króna. I tilkynningunni segir að af- koma félagsins á tímabilinu sé í samræmi við áætlanir þó svo að rækjuveiðar og -vinnsla hafi geng- ið erfiðlega og að olíuverð hafi hækkað mikið á tímabilinu. Útgerð frystitogara og veiðar og vinnsla bolfisks hafi gengið ágætlega á tímabilinu. Miðað við óbreytt rekstrarumhverfi sé gert ráð fyrir að afkoma félagsins verði betri á seinni hluta ársins en þeim fyrri. Ahættufj árfestingasjóðurinn Talenta-Hátækni Hlutafjáreign hefur vaxið um 34% Guðmundur Runólfsson hf. Rekstrartekjur hækkuðu um 52,4% REKSTRARTEKJUR Guðmundar Runólfssonar hf. fyrstu sex mánuði ársins námu alls 504,6 milljónum króna og hækkuðu þær um 52,4% frá sama tímabili á síðasta ári. Að meðtöldum innlögðum eigin afla og veiðarfærasölu til eigin nota nam heildarvelta félagsins 679,8 milljón- um króna. Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður tímabilsins 17,5 millj- ónum króna samanborið við 103,4 milljónir króna árið á undan, en í þeirri afkomu var söluhagnaður aflaheimilda upp á 65,2 milljónir, að því er fram kemur í tilkynningu fé- lagsins til Verðbréfaþings. Þar segir að félagið hafí eins og mörg önnur félög lent í umtalsverðu gengistapi vegna skulda félagsins og skýri það aukningu í fjármagnsgjöldum í rekstrarreikningi félagsins ásamt aukinni skuldsetningu vegna kaupa á skipum og aflaheimildum. Hagnaður fyrirtækisins fyrir af- skriftir og vexti var 136 milljónir króna, sem er 26,95% af veltu tíma- bilsins, samanborið við 75,4 milljónir króna árið á undan, sem var 22,79% af veltu þess tímabils. Veltufé frá rekstri er 68,6 milljónir króna. Bók- fært eigið fé í júnflok nam 755,1 milljónum króna, en þar af nemur hlutafé 137,9 milljónum króna. Eig- infjárhlutfall í júnflok var 32,41%. Meðalfjöldi starfa á tímabilinu var 106 og launagreiðslur og launatengd gjöld námu 154,4 milljónum króna. I janúar síðastliðnum var gengið frá kaupum á Nirði ehf. og þann 1. maí sameinaðist Njörður ehf. Guðmundi Runólfssyni hf. Gert er ráð fyrir að sameining þessi skili sér i bættri af- komu á síðari hluta ársins. I maí 2000 var hlutafé félagsins aukið um 50 milljónir króna í hlutafjárútboði og seldist hlutaféð allt til forkaups- réttarhafa. Félagið hefur gert smíðasamning sem verður endan- iega síaofestur iisisn tíðar= yið kín- verska skipasmíðastöð um smíði á 52 metra löngum ferskfisktogara. Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 894 791 +13,05% Rekstrargjöld 865 758 +13,91% Afskriftir 5,3 0,7 +637,08% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -5,9 -1,2 +387,00% Rekstrarhagnaður 29 32 -7,38% Óregluleg gjöld 0 -1,9 -100% Hagnaður tímabilsins 13,0 17,5 -25,87% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 895 585 +53.07% Eigið fé 227 84 +169,95% Skuldir 598 430 +38.87% Skuldir og eigið fé samtals 895 585 +53,07% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 25,36 % 14,38% Veltufjárhlutfall 1,47 1,28 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 27 21 Minni hagnaður hjá Austurbakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.