Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Nemendur í Flensborgarskóla fartölvuvæðast Otakmarkað- ur aðgangur að Netinu Hafnarfjordur HÁTT í fimmtíu nemendur í Flensborgarskóla fengu í gær afhentar fartölvur til þess að nota við nám sitt í skólanum. Flensborgarskóli hefur ásamt Hafnarfjarðarbæ átt í sam- starfi við Opin kerfi og Spari- sjóð Hafnarfjarðar um að auð- velda nemendum að eignast fartölvur en einnig hefur hef- ur þráðlaust tölvukerfi verið byggt upp í skólanum til þess að mæta aukinni tölvunotkun. Einar B. Steinþórsson, skólastjóri Flensborgarskóla, segir nemendur skólans nú fá tækifæri til þess að eignast tölvur á hagstæðari kjörum en ella. „Opin kerfi bjóða nemendum skólans fartölvur á hagstæðari kjörum en bjóð- ast á almennum markaði og Sparisjóður Hafnarfjarðar býður nemendum eða foreldr- um þeirra hagstæð lán til þess að fjármagna kaupin. Auk þess hefur Hafnarfjarðarbær styrkt okkur tii þess að setja upp loftnetakerfi í skólanum til þess að mæta aukinni tölvunotkun nemenda," segir Einar. Hann segir nemendur skól- ans engan veginn skylduga til þess að eiga fartölvur. „Það er langt frá því að við séum að skylda nemendur okkar til þess að kaupa sér tölvur. Við erum með margar vélai- í skól- anum en þar eru tvö tölvuver sem notuð eru til kennslu og eitt sem er opið eingöngu fyr- ir nemendur. Auk þess eru fastar vélar í kennslustofum skólans. Hins vegar er öllum nemendum boðið upp á að kaupa fartölvur en þannig viljum við skapa tækifæri fyr- ir þá til þess að eignast slíkar tölvur og nota þær. Nemend- ur sem kaupa vélarnar leigja síðan netkort af skólanum sem veitir þeim ótakmark- aðan aðgang inn á tölvunetið,“ segir Einar. Kennarar sækja viðamikil námskeið Að sögn Einars hafa kenn- arar verið jákvæðir gagnvart tölvuvæðingu nemenda en hópur þeirra sækir nú viða- mikil námskeið til þess að undirbúa sig fyrir að vinna með nemendum með fartölv- ur. „Það sem okkur þykir verst er að skólinn skuli ekki hafa bolmagn til þess að útvega starfsmönnum sínum svona vélar. Kennarar hafa tölvur á vinnuborðum sínum og síðan eru tölvur í kennslustofunum tengdar þessu Neti. Á þann hátt verða þeir að vinna með þetta til að byrja með,“ segir Einar. Tilboð Opinna kerfa og Sparisjóðsins mun standa nemendum opið áfram og lík- lega munu enn fleiri nemend- ur nýta sér það þegar líður á Nemendur munda sig við nýju fartölvurnar. Morgunblaðið/Amaldur veturinn. „í þessari fyrstu út- hlutun voru þetta tæplega 50 nemendur en gert er ráð fyrir að tölvur verði afgreiddar um það bil einu sinni í mánuði eft- ir því sem pantanir berast en næsti frestur rennur út 15. september," segir Einar. Ekki þróunarskóli upplýsingatækni Nokkrir framhaldsskólar á íslandi taka nú þátt í verkefni á vegum menntamálaráðu- neytisins og eru þróunarskól- ar í upplýsingatækni. Þeir hafa meðal annars tekið í notkun þráðlaust tölvukerfi og nemendum hafa verið boðnar tölvur á hagstæðum kjörum. Flensborgarskóli hefur ekki tekið þátt í þessu verkefni heldur hefur skólinn unnið sjálfstætt að uppbygg- ingu kerfisins ásamt styrktar- aðilum sínum. „Við höfum unnið þetta svolítið upp á eig- in spýtur en fengum reyndar styrk frá ráðuneytinu árið 1999,“ segir Einar. Hann segir að kalla megi hóp fyrrverandi stúdenta við skólann upphafsmenn að þessari uppbyggingu. „Árið 1998 gáfu þáverandi 20 ára stúdentar skólans okkur þá gjöf að aðstoða okkur við að byggja upp tölvukerfið sem var orðið dálítið úrelt. Þeir unnu að því með okkur að fá íyrirtæki til samstarfs við skólann. Til þess samstarfs komu Opin kerfi, Sparisjóður Hafnarfjarðar, Landssíminn og SIF auk þess sem Hafnar- fjarðarbær styrkti okkur myndarlega. Þá var byggt upp mjög öflugt tölvukerfi hér í skólanum og gott innra net. Síðan hefur samstarfið við Opin kerfi og Sparisjóðinn haldið áfrarn," segir Einar. Einar segist sannfærður um að í framtíðinni verði meg- inþorri nemenda kominn með fartölvur. „Ég er sannfærður um að þetta sé það sem koma skal og einhvem tíma verða menn að hella sér af stað,“ segir Einar. BS Morgunblaðið/Jim Smart Körfubíll slökkviliðsins kemst naumlega upp breiðari enda brautarinnar. Þjónustubraut við Klukkuberg Brautin orengri en /eikningar segja til um Hafnarfjördur ÞORSTEINN Karlsson, sviðssljóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, seg- ir þjónustubraut við Klukkuberg í Hafnarfirði, sem meðal annars er ætluð slökkviliðsbílum, vera þrengri en fram kemur á samþykktum teikningum. „Á teikningum keraur fram að breiddin á brautinni sé 3,30 metrar en samkvæmt okkar mælingum er hún um það bil 3,12 til 3,15 metrar í beygjunni og í kringum 3,20 við efri inn- keyrslu. Auk þess er beygj- an við neðri innkeyrslu krappari en sýnt er á teikn- ingum,“ segir Þorsteinn. Hinn 20. ágúst varð elds- voði í íbúð við Klukkuberg og komst þá kranabíll slökkviliðsins naumlcga upp brautina. f kjölfar þess fóru starfsmenn slökkviliðs- ins á vettvang til þess að athuga hvort hægt væri að keyra körfubíl slökkviliðs- ins upp brautina, en körfu- bfilinn er stærsti bfllinn sem slökkviliðið notar. „Við komumst ekki upp brautina við neðri innkeyrsluna en við komumst rétt naumlega upp efri innkeyrsluna með mikilli varkárni," segir Þorsteinn. Getur tafíð starf slökkviliðs Hann segir að körfubfll- inn hafi þurft að bakka nið- ur þjónustubrautina enda sé útilokað að hann komist niður brautina við neðri innkeyrslu. Þorsteinn segir brautina geta tafið starf slökkviliðs ef hún verði ekki lagfærð. „Það tók körfubflinn tæpar tvær mínútur að fara frá neðri innkeyrslunni, upp fyrir húsið, snúa þar við og fara upp efri innkeyrsluna. Það getur skipt máli í aðstæð- um eins og voru þarna um daginn þegar skíðlogaði í íbúð í húsinu," segir Þor- steinn. Hann segir bflinn ekki hafa komist upp brautina nema með lcið- sögn. „Það þarf að vera maður úti á brautinni til þess að hjálpa til og jafnvel þarf að gera fleiri en eina tilraun til þess að komast upp,“ segir Þorsteinn. Aðspurður segir Þor- steinn aðstæður sem þessar ekki vera fullnægjandi. „Auðvitað er þetta erfiðara og óþægilegra fyrir okkur en ef við fengjum þarna einhverja lagfæringu á efri innkeyrslu myndi þetta sleppa fyrir horn. Þetta er erfitt eins og þetta er núna og mun sjálfsagt versna þegar fer að snjóa og það fer að myndast þarna hálka eða klaki,“ segir Þorsteinn. Erlendur Árni Hjálmars- son, byggingarfulltrúi í Hafnarfirði, segir að Slökkviliðið muni skila skýrslu um þjónustubraut við Klukkuberg og í kjölfar þess verði málið skoðað. Bæjarstjórn ræður bæjarstjóra á morgun Garðabær BÆJARSTJÓRN Garðabæj- ar mun væntanlega taka ákvörðun um ráðningu nýs bæjarstjóra á sérstökum bæj- arstjórnarfundi sem boðaður er á morgun. Á bæjarráðsfundi í gær- morgun voru lagðar fram um- sóknir 14 aðila um starfið sem losnar þegar Ingimundur Sig- urpálsson tekur við starfi for- stjóra Eimskipafélags íslands í október. Bæjarráð sam- þykkti að vísa málinu til af- greiðslu bæjarstjórnar og boða sérstakan bæjarstjórn- arfund til að fjalla um málið klukkan 17 á morgun. Morgunblaðið/Jim Smart Göngustígar við Eiðsgranda Grandi FRAMKVÆMDIR standa nú yfir við Eiðsgranda í Reykjavík en verið er að lag- færa svæðið milli götu og grjótgarða. Til stendur að leggja göngustíga meðfram sjónum allt frá bæjarmörkum Reykjavíkur og Seltjarnar- ness út að Mýrargötu. Einnig verða steyptir kantar við veg- inn og ný niðurföll gerð. Grjótgarðarnir sjálfír hafa verið endurgerðir og vafa- laust mun svæðið allt breyta um svip þegar framkvæmdir eru yfirstaðnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.