Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 ■3--------------------------- MINNINGAR MORGUNB L AÐIÐ REYNIR - LUDVIGSSON + Reynir var fædd- ur í Reykjavík 29. janúar 1924. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 20. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sumarliðadóttir, f. 23. júní 1894, d. 18. maí 1938, og Ludvig Carl Magnússon, f. 23. júlí 1896, d. 4. •*Júní 1967. Reynir átti fjiigur systkini: Hild- ur Elísabet, f. 2. mars 1917, d. 20. ágúst 1919; Agnar, f. 14. mars 1918; Hilmar, f. 5. október 1919, d. 24. nóvember 1987, og Valtýr, f. 6. janúar 1922, d. 2. maí 1969. Reynir kvæntist ekki en var í sambúð með Signýju Ólafsdóttur, en hún og hennar fjölskylda sýndu honum ætíð tryggð og vin- áttu. Eftir lát móður sinnar dvaldi Reynir í fá ár hjá frændfólki sínu að Breiðabólsstað í Miðdölum, en hóf nám í bókbandi hjá Ársæli Árnasyni bókbandsmeistara á stríðsárunum seinni og lauk því ^ námi ásamt iðnskóla á tilskildurn tíma. Eftir námið starfaði hann siðan að iðn sinni bæði hjá meist- ara sínum og fleiri bókbandsfyrir- tækjum eins og Félagsbókband- inu og Gutenberg. I mörg ár starfaði Reynir við afgreiðslu hjá dagbl. „Ti'minn". Utför Reynis fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar kemur að því að kveðja minn góða frænda Reyni rifjast ~ Tipp margar minningar og þá sér- staklega minningar um það hversu góður, einlægur og heiðarlegur maður hann var. Reynir var fremur veikburða sem barn, en þegar fullorðinsárum var náð var hann mjög heilsu- hraustur allt fram til þess tíma er hann veiktist af þeim sjúkdómi er síðan varð hans banamein. Um fermingu missti hann móður sína úr krabbameini, en hann hafði ver- ið henni mjög tengdur. Hafði það áreiðanlega mikil áhrif á allt hans líf. Og þótt faðir hans og þrír bræður hafi alla tíð verið honum góðir og umhyggjusamir var móð- urmissirinn honum alla tíð sár. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til Reynis er góðvild hans og hjartahlýja til allra, bæði manna og dýra. Hann var einstaklega bjartsýnn og alltaf léttur í lund með spaugsyrði á vör. Hann var mjög ættrækinn og not- aði hvert tækifæri, sérstaklega eft- ir að hann dreif sig, þá kominn á fimmtugsaldur, í bílpróf og keypti sér bíl, til að heimsækja frænd- garð sinn bæði í Reykjavík og r Ðlómabiáðirí /N öa iAðs kom ^ v/ Possvogskit-kjwgarð J V Símii 554 0500 vestur í dali að Skarði til bróðurdóttur sinn- ar, en dalirnir voru honum afar kærir, því á Breiðabólstað, fæð- ingarstað móður sinn- ar, dvaldi hann í nokkur ár eftir lát hennar í góðu atlæti hjá móðurfólki sínu. Reynir nam bók- bandsiðn og starfaði hjá ýmsum bókbands- fyrirtækjum. Einnig starfaði hann í nokkur ár við dagblaðið Tím- ann. Reynir naut ætíð trausts vinnuveitenda sinna sökum samviskusemi og dugnaðar. Reynir var mjög trúaður maður og sótti kraft sinn í bænina. Þegar hann tók ákvarðanir um að gera einhverja hluti var hann mjög ákveðinn og staðfastur og lét ekk- ert stoppa sig í að ná settu marki. Reynir var í sambúð með Signýju Ólafsdóttur og áttu þau ekki börn saman, en Signý átti börn úr fyrri sambúð og reyndust þau öll Reyni einstaklega vel. Milli Reynis og Signýjar var greinileg gagnkvæm virðing og væntum- þykja og áttu þau mörg góð og ánægjuleg ár saman. Að lokum vil ég og fjölskylda mín votta Signýju og Agnari bróð- ur Reynis, svo og mágkonum hans okkar innilegustu samúð um leið og við þökkum Reyni fyrir alla góðvild, ræktarsemi og fyrir liðnar samverustundir. Við biðjum Guð að blessa hann og leiða á nýjum vegum. Theodóra Hilmarsdóttir og fjölskylda. Reynir Ludvigsson var Dala- maður í móðurætt. Ragnheiður Sumarliðadóttir, móðir hans, var frá Breiðabólstað í Miðdölum, en hana missti Reynir 14 ára gamall. Rætur okkar Reynis beggja voru því í þessu sögufræga héraði. Ég kynntist Reyni fyrst þegar hann vann í Víkingsprenti. Þá hafði hann lært bókband hjá Ársæli Árnasyni bókbindara. Á þeim ár- um þekktust nær allir sem unnu í þessari iðngrein hér í Reykjavík. Bókbandsfyrirtækin voru flest öll innan Hringbrautar og voru að mörgu leyti eins og ein fjölskylda. Eftir 1950 var mikið atvinnuleysi í stéttinni. Það var um 60% þegar það var mest. Um tíma urðum við því margir að fara í aðra vinnu. Á sjóinn eða suð’r á Völl. Þannig var með okkur Reyni, en hann var allt- af léttur í lund og hertist við hverja raun. Reynir var góður söngmaður og stundum átti hann það til að taka lagið „O Sole Mio“ á mjög fagmannlegan hátt, enda minntist hann oft uppeldissystur sinnar Guðrúnar Á. Símonar með mikilli lotningu. Helstu einkenni þessa gamla vinar míns má segja að hafi verið mannkærleiki og blítt viðmót. Sama hver átti í hlut. Ég man ekki til þess að hafa heyrt nann nokk- urn tímann leggja illt orð til nokk- urs manns. Hann var félagslyndur UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. | Sverrir Eimrssoti úlfararstjóri, Isími 896 8242 Sverrir Olsen 'útfararstjóri. Baldur Frederiksen 'útfararstjóri, 'sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is í eðli sínu og góður félagi í sínu gamla stéttarfélagi, Bókbindarafé- lagi Islands (seinna Félagi bóka- gerðarmanna). I Bókbindarafélag- inu mætti hann alltaf á hvern aðalfund og barðist lengi fyrir því að félagið eignaðist sinn félags- fána. Stuttu eftir 1970 varð bar- áttumál hans að veruleika og þá varð Reynir sjálfkjörinn fánaberi félagsins. Hann var einarður og fylginn sér þegar hann steig í pontu, en ræðumennsku hafði hann numið í AA-samtökunum, sem honum þótti afar vænt um. Reynir var gæfumaður á marg- an hátt. Hann var harðduglegur bókbindari og vann lengst af í Fé- lagsbókbandinu og Ríkisprent- smiðjunni Gutenberg. Hann eign- aðist góðan lífsförunaut og saman bjuggu þau sér notalegt heimili hér í Reykjavík. Ég sendi aðstand- endum hans mínar bestu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þín, Reynir, og hafðu þökk fyrir liðnar samverustundir og góð störf í þágu stéttar okkar. Svanur Jóhannesson. Reynir minn, ég þakka fyrir allt þetta góða þegar við vorum að kynnast. Það var gaman að koma til ykkar, hann var alltaf svo hress og kátur, við töluðum um daginn og veginn. Hann talaði mikið um fótbolta sem hann hafði gaman af. Ég var heimagangur hjá þér og Signýju. Það er ótrúlegt að þú sért farinn, það var svo gaman að tala við þig svona góðan dreng. Ég og Aldís komum oft í kaffi þegar ég var að selja jólakortin, þá tóku þau vel á móti okkur og buðu upp á kaffi og pönnukökur. Þegar heils- an fór að bresta fór hann á elli- heimili á Stokkseyri. Ég þakka fyrir góðar samverustundir og sendi ættingjum samúðarkveðjur. Guð veri með ykkur. Þínir vinir Stefán Konráðsson og Aldís. Elsku Reynir, við viljum með þessum fátæklegu orðum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir og hlýju minningar sem þú veittir okkur. Ríkidæmi þitt varst þú sjálfur og sú ljúfmennska sem þú barst með þér hvar sem þú komst. Við systkinin vorum svo heppin að fá að kynnast og vera hluti af þessu ríkidæmi þínu. Ósjaldan voru kitlaðar tær eða okkur ljúfmannlega klappað á koll í þeim tilgangi einum að ná fram litlu brosi. Já, það var alltaf stutt í gleðina og grínið þar sem þín naut við. Jákvætt viðhorf þitt til lífsins var okkur og öllum þeim sem þekktu þig mikil hvatning. Þú lést aldrei deigan síga, sama hvað á bjátaði. Lífið væri mun einfaldara ef fleiri tækju lífsviðhorf þitt til eftirbreytni. Elsku Reynir, við kveðjum þig með hjartað fullt af minningum sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Minningum um heim- sóknir til þín og ömmu í Efstasundið. Minningum um öku- ferðir á björtum sumardögum. En umfram allt minningum um ljúfan vin sem eflaust heldur áfram að fylgjast með englunum sínum. Magnús, Brynjar og Berglind. Sérfræðingar í blómaskreytingum vid öll tækifæri Bblómaverkstæði INNA<* Skólavörðustíg 12, á liorui Bcrgstaðastrætis, sími 551 9090. GUÐJÓN MAGNÚSSON + Guðjón Magnús- son var fæddur að Hrútsholti í Eyj- arhreppi 15. ágúst 1913. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 15. ágúst síðastliðinn. 1. janúar 1943 kvæntist Guðjón eft- irlifandi könu sinni Erlu Huldu Valdi- marsdóttir. Börn þeirra eru Anna, Inga, Helgi Óskar, Sesselja Hulda, Steinunn Guðrún, Jenný, Guðríður, Magnús og Erla Jóna. Útför Guðjóns fór fram frá Borgarneskirkju 25. ágúst. Stundum finnst manni að sumt eigi alltaf að vera óbreytt, þannig er mér innanbrjóst núna er ég sest nið- ur og set saman nokkrar línur um pabba minn. Pabbi var alltaf vinn- andi en hafði aldrei neitt sérstakt að gera ef á honum þurfti að halda, hann var alltaf til staðar. Minning- arnar hrannast upp, minningar um ríflega 40 ára samveru. Nú þegar ég er sjálfur kominn á fullorðinsár og lít til baka og hugsa um öll árin í Hrútsholti þá er mér það æ ljósara að sú hugsun að sælla er að gefa en þiggja var ofarlega í hans lífi. Þeir kostir sem mér finnst að prýða þurfi góðan þegn þjóðfélagsins prýddu hann, stundvísi, orðheldni, sam- viskusemi og vinnusemi. Það var ætíð kappsmál að það sem sagt væri, stæði. Tilfinningum var ekki flíkað, aldrei, utan einu sinni man ég eftir að honum liði illa að eigin sögn, ekki fram á síðasta dag er ég hitti hann skömmu áður en yfir lauk. Mér er það í Ijósu minni er það óhapp henti hann fyrir allmörgum árum að hann datt við gegningar og fór úr axlarlið, þetta var að vetri til í kulda og vondu veðri, kvalimar það miklar að það sást. Þetta er fyrir mér eins og þetta hafi gerst í gær. Ekki minnist ég þess að hann hafi lagt mér margar lífsreglumar eða sagt mér að gera ekki þetta eða hitt, aðeins þetta: vertu ætíð maður til að standa við það sem þú gerir og segir, þetta var nóg fyrir mig. Þetta var hans mottó. Allt, sagt í fáum orð- um. Nú er þessu lokið, eftir sitjum við hnípin og hljóð, þakklátur er ég fyrir allt og allt, þakklátur almættinu fyrir allar þær stundir er við áttum saman í gegnum árin, þakklát- ur almættinu fyrir að pabbi þurfti ekki að hggja lengi ósjálf- bjarga og illa á sig kominn. Pabbi fór ekki einsamall í gegnum lífið, við hlið hans stóð móðir mín, Erla Hulda Valdimarsdóttir, til hinstu stundar. Við söknum öll. Börnunum okkar var hann einstakur afi. Þau sakna afa mikið. Með mikilli virðingu og þökk kveð ég þennan aldna föður minn. Minningarnar munu lifa og lýsa um ókomna tíma. Magnús Guðjónsson, Þorlákshöfn. Elsku afi. Ég veit að þér líður mikið betur núna. Þú varst orðinn mjög veikur svo það var gott að þú fékkst að deyja en ég vil fyrst og fremst þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert, þú varst alltaf góður. Þú reyndir að gera allt fyrir mig, þú kenndir mér að spila marías og rússa og áður en þú veiktist svona spilaðir þú við mig til að láta tímann líða. Þú smíðaðir líka sleifar og klemmur og gafst mér báðar tegun- dir, ég á eftir að geyma það vel þang- að til ég verð gömul. Og ég ætla líka að kenna fleirum marías og rússa. Ég veit líka að þér fannst mjög gam- an í heyskap og þú fylgdist með hey- skap alla tíð. Með þeim síðustu orð- um sem þú sagðir voru um heyskap. Elskubestiafiminn, hjáþérvargottaðvera I sveitinni var hugur þinn og alltaf nóg að gera. Þín afastelpa og næstum dóttir, Elín. HELGA SJÖFN FORTESCUE + Helga Sjöfn Fortescue fædd- ist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensás- kirkju 23. ágúst. „Þegar þú ert sorg- mæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Spámaður- inn.) Elsku Helga mín, það er svo sárt að þurfa að viðurkenna að ég mun aldrei fá að hitta mína fyrstu og yndislegu vinkonu aftur. En ég á margar fallegar minn- ingar frá liðnum árum sem munu ylja mér um ókomin ár. Þegar tvær litlar trílur lifðu glað- ar og áhyggjulausar og brostu út í heiminn. Ég man sérstaklega eftir þegar við skriðum undir rúmið þitt, í litla gula húsinu, og borðuðum páska- eggin okkar og ákváðum þá að við yrðum vinkonur að eilífu, en helst vildum við verða systur. Og mikið öfundaði ég ykkur systurnar að hafa allt þetta síða og fallega hár sem bærðist um í vindinum í okkar daglega leik. En hræðslan og óviss- an skaut upp kollinum þegar þú fluttist til Reykjavíkur, því þá gát- um við ekki hist á hverjum degi. En þrátt fyrir flutninginn hittumst við reglulega og gerðum margt sam- an sem ég gleymi aldrei. En með aldrin- um fækkaði heimsókn- unum og eftir ferm- ingu þína heyrðum við varla í hvor annarri og það voru stór mistök sem ég vildi að aldrei höfðu orðið. Síðast þegar við hittumst urðu fagnað- arfundir og röltum við um Hveragerðisbæ og töluðum um allt sem á daga okkar hafði drifið undanfarin ár og ekki óraði mig fyrir að það yrði okkar síðasti fundur. Stundum læt ég mig dreyma um að þú búir enn þá í litla gula húsinu og við gætum leikið okkur saman svo glaðar að hlátrasköllin hljóm- uðu um allan bæ. Með tár í augum, söknuð í hjarta og þessum orðum kveð ég þig, elsku vinkona. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína og bið Guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þótt þessi heimur skilji okkur í sundur ertu enn þá í hjarta mínu og vil ég að heimurinn heyri mig gráta, tárum til þín. Þótt þú sért dáin mun minning þin aldrei deyja. Guð geymi þig, elsku Helga Sjöfn mín. Þín vinkona að eilífu, Sigrún Helga Högnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.