Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/GPV
Gunnlaugur Dan Ólafsson skóla-
sljóra flutti ræðu við opnunina.
Ný skólabygging
Einset-
inn skóli
Grindavík - Á dögunum var tekin í
notkun ný skólabygging við Grunn-
skólann í Grindavík. Petta hús er
mikil viðbót enda 2000 fermetrar að
grunnfleti á tveimur hæðum. Þama
er mötuneytisaðstaða nemenda, sal-
ur, kennslustofur o.fl. Hluti neðri
hæðarinnar er ekki kominn í notkun
en þar verða kennslustofur fyrir
smíðar, sauma og myndmennt en sá
hluti verður klár næsta haust.
Fram kom í máli Einars Njálsson-
ar bæjarstjóra að kostnaðurinn við
þessar framkvæmdir sem hófust
reyndar með viðbyggingu 1997 væri
orðinn 263 milljónir króna en heild-
arkostnaður er áætlaður 333 milljón-
ir. Auk neðri hæðarinnai' á eftir að
ljúka við skólalóðina en ljúka á öllum
framkvæmdum fyrir haustið 2002.
„Það er gaman frá því að segja hér í
dag að fyrir tveimur árum var það
mitt íyrsta verk sem bæjarstjóra hér
í Grindavík að taka í notkun þær end-
urbætur og viðbætur sem þá voru
teknar í notkun. Við þurftum að slá á
framkvæmdahraðann vegna samn-
inga við ríkið um að minnka fram-
kvæmdir til að slá á þenslu og þá
voru það hafnarframkvæmdir sem
höfðu forgang og vil ég þakka skóla-
mönnum fyrir biðlund þeirra," sagði
Einar. Gunnlaugur Dan skólastjóri
var himinlifandi með nýju bygging-
una og sagði: „Þetta er stórt skref í
skólamálum Grindvíkinga og ég efast
um að stærra skref hafi verið tekið í
þeim málum. Eg held að sú ákvörðun
sem var tekin á sínum tíma um þessa
byggingu eigi eftir að skila sér marg-
falt til bæjarfélagsins. Þessi nýja og
glæsilega bygging gefur okkur tæki-
færi til að einsetja skólann." Fram
kom einnig í máli Gunnlaugs að nem-
endum yrði boðið upp á mat í hádeg-
inu og allir hæfu nám sitt að morgni.
„Bátamaraþon“
í Sandgerði
Safnað fyrir zodiac-báti
FÉLAGAR í unglingadeild Björg-
unarsveitarinnar Sigurvonar í
Sandgerði, unglingadeildinni Von,
þreyttu „bátamaraþon" sl. helgi. 11
unglingar skiptust í 70 tíma á að
vera úti í stórum gúmbjörgunarbát,
sem flaut í höfninni í Sanderði. Til-
gangur uppátækisins var að safna
fé fyrir litlum zodiac-bát svonefnd-
um, sem unglingarnir gætu æft sig
á, að sögn Helenu Daggar Magnús-
dóttur, umsjónarmanns unglinga-
deildarinnar. Sagði hún að björgun-
arsveitin ætti eingöngu stóra báta,
sem krakkarnir mættu ekki stjórna.
Helena sagði það ljóst að á annað
hundrað þúsund króna hefðu safn-
ast, en nýr bátur kostar um 300
þúsund. Koma áheitin nær ein-
göngu frá bæjarbúum í Sandgerði.
Sagði hún að björgunarsveitin ætl-
aði að kaupa bátinn með unglinga-
deildinni og að deildin ætti sjálf
eitthvert fé, þannig að hægt yrði að
kaupa bátinn.
Vildi Helena þakka Sandgerðis-
búum fyrir stuðninginn og björgun-
arsveitinni í Garði fyrii' að lána bát
til að flytja unglingana út í gúm-
björgunarbátinn.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Félagar í Von, unglingadeild björgunarsveitarinnar í Sandgerði, vörðu
70 tímum um borð í gúmbjörgunarbát um helgina í söfnunarskyni.
Morgunblaðið/Ingimundur
Á mótinu var leikið á mörgum völlum samtímis og ekkert gefið eftir.
Btínaðarbanka-
mtítið í Borgarnesi
Borgarnesi - Búnaðarbankamótið í
knattspyrnu var haldið í Borgarnesi í
sjötta sinn fyrir nokkru. Þátttakend-
um hefur fjölgað jafnt og þétt og voru
að þessu sinni um 700 talsins, en mót-
ið er fyrir 4.-7. flokk. Mikill fjöldi að-
standenda íylgdi keppendum.
Þegar efnt var til þessa móts fyrir
sex árum var ákveðið að bjóða til þátt-
töku liðum frá bæjarfélögum með
íbúafjölda um 2000 manns eða frá fé-
lögum sem byggju við svipaða að-
stæður. Að þessu sinni voru þátttak-
endur frá eftirtöldum félögum: Umf.
Bessastaðahrepps, Umf. Bolungar-
víkur, Reyni Sandgerði, Víði Garði,
Umf. Stokkseyrar, Ægi Þorlákshöfn,
KFR Blönduósi, Hamri Hveragerði,
Kormáki Hvammstanga, KS Siglu-
fírði og heimaliðiðinu Skallagrími.
Mótið tókst hið besta í góðu veðri
og lögðu margir hönd á plóginn. Eft-
irtalin lið voru valin prúðustu lið mót-
ins: Umf. Stokkseyrar í 4. fl„ Umf.
Bolungarvíkur í 5. fl„ KS Siglufii'ði í
6. fl. og Hvöt/Kormákur í 7. fl.
Sigurvegarar í einstökum flokkum
urðu: 4. flokkur: A. hð Reynir Sand-
gerði, Skallagrímur, Hvöt/Kormákur.
B. lið KFR, Skallagrímur, Umf.
Bessastaðahrepps. 5. flokkur: A. lið
Reynir Sandgerði, Ægir Þorlákshöfn,
Umf. Bessastaðahrepps. B. lið. Ægir
Þorlákshöfn, Skallagrímur, Hamar
Hveragerði. 6. flokkur: A. lið Umf.
Bessastaðahrepps, Skallagrímur,
Umf. Bolungarvík. B. lið Umf. Bessa-
staðahrepps, KS Siglufírði, Víkingur
Ólafsvík/Reynir Hellissandi. 7. flokk-
ur A. lið Skallagrímur, Hvöt/Kormák-
ur, KFR. B. lið Umf. Bessastaða-
hrepps, KFR, Ægir Þorlákshöfn.
Sjálfstæðisflokkurinn
Þingflokkurinn sam-
þykkir fjárlagatillögur
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis-
flokksins kom saman til fundar um
helgina til að fara yfir drög að
fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001.
Samþykkti þingflokkurinn fjár-
lagatillögur sem fjármálaráðherra
lagði fyrir fundinn. Ekki er gert
ráð fyrir að þingflokkurinn fjalli
aftur um fjárlagafrumvarpið fyrr
en Alþingi kemur saman í haust en
fjárlagafrumvarpið er að venju
fyrsta þingskjalið sem lagt er fram
í upphafi þingsins. ^
Sjálfstæðismenn héldu þing-
flokksfundinn að þessu sinni að
Höfðabrekku í Mýrdal en þetta
var fyrsti fundur þingflokksins eft-
ir sumarhlé.
„Þetta var hefðbundinn vinnu-
fundur sem er alltaf haldinn á
þessum tíma. Þar vorum við fyrst
og fremst að fjalla um undirbúning
fjárlaga," sagði Sigríður Anna
Þórðardóttir, formaður þingflokks-
ins. Hún sagði að mikil eindrægni
hefði ríkt á fundinum.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu hlé á fundarstörfum um helgina
og fóru í skoðunarferð um nágrennið í Mýrdal. Heimsótti þingflokkur-
inn m.a. Jónas Erlendsson, fiskeldisbónda í Fagradal, þar sem þing-
menn skoðuðu bleikjueldi sem þar er stundað.
Uppskera á landgræðslu-
fræjum á Mýrdalssandi
Fagradal - Árleg uppskera á land-
græðslufræjum er hafin hjá Land-
græðslu ríkisins á Mýrdalssandi. Að
sögn Sveins Runólfssonar land-
græðslustjóra mun uppskera á
Mýrdalssandi skipta nokkrum tonn-
um af fræjum þetta haustið, sem
verða svo notuð til landgræðslu-
verkefna víðsvegar um land. Hann
segir að uppgræðslan á sandinum
hafi tekist mjög vel. Mest af fræjun-
um er af melgresi, túnvingli og ber-
ingspunti.
Landgræðslan og Vegagerðin
hafa verið í samvinnu um þessa
uppgræðslu frá árinu 1987 með það
að markmiði að hefta sandfok sem
áður hamlaði oft umferð um sand-
inn. Sveinn segir þetta samvinnu-
verkefni hafa skilað frábærum ár-
angri og mjög sjaldgæft er að
sandfok valdi töfum á umferð um
sandinn. Hann segir að sandurinn
sé mjög góður til að rækta harðgert
fræ vegna þess að þar þrífast ein-
göngu fáar og harðgerðar plöntur
og þar fáist mjög hrein uppskera.
Að sögn Sveins kemur aukin upp-
græðsla sér vel vegna átaks stjórn-
valda til að takast á við aukningu
gróðurhúsaáhrifa. Landgræðslu-
plöntur eru einkar hentugar til að
binda gróðurhúsalofttegundir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Landgræðslan að slá á Mýrdalssandi.
Atta sinnum a
Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000
•930kr .meiflujvallarsköttum
FLUGFELAG ISLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is