Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/GPV Gunnlaugur Dan Ólafsson skóla- sljóra flutti ræðu við opnunina. Ný skólabygging Einset- inn skóli Grindavík - Á dögunum var tekin í notkun ný skólabygging við Grunn- skólann í Grindavík. Petta hús er mikil viðbót enda 2000 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum. Þama er mötuneytisaðstaða nemenda, sal- ur, kennslustofur o.fl. Hluti neðri hæðarinnar er ekki kominn í notkun en þar verða kennslustofur fyrir smíðar, sauma og myndmennt en sá hluti verður klár næsta haust. Fram kom í máli Einars Njálsson- ar bæjarstjóra að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir sem hófust reyndar með viðbyggingu 1997 væri orðinn 263 milljónir króna en heild- arkostnaður er áætlaður 333 milljón- ir. Auk neðri hæðarinnai' á eftir að ljúka við skólalóðina en ljúka á öllum framkvæmdum fyrir haustið 2002. „Það er gaman frá því að segja hér í dag að fyrir tveimur árum var það mitt íyrsta verk sem bæjarstjóra hér í Grindavík að taka í notkun þær end- urbætur og viðbætur sem þá voru teknar í notkun. Við þurftum að slá á framkvæmdahraðann vegna samn- inga við ríkið um að minnka fram- kvæmdir til að slá á þenslu og þá voru það hafnarframkvæmdir sem höfðu forgang og vil ég þakka skóla- mönnum fyrir biðlund þeirra," sagði Einar. Gunnlaugur Dan skólastjóri var himinlifandi með nýju bygging- una og sagði: „Þetta er stórt skref í skólamálum Grindvíkinga og ég efast um að stærra skref hafi verið tekið í þeim málum. Eg held að sú ákvörðun sem var tekin á sínum tíma um þessa byggingu eigi eftir að skila sér marg- falt til bæjarfélagsins. Þessi nýja og glæsilega bygging gefur okkur tæki- færi til að einsetja skólann." Fram kom einnig í máli Gunnlaugs að nem- endum yrði boðið upp á mat í hádeg- inu og allir hæfu nám sitt að morgni. „Bátamaraþon“ í Sandgerði Safnað fyrir zodiac-báti FÉLAGAR í unglingadeild Björg- unarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, unglingadeildinni Von, þreyttu „bátamaraþon" sl. helgi. 11 unglingar skiptust í 70 tíma á að vera úti í stórum gúmbjörgunarbát, sem flaut í höfninni í Sanderði. Til- gangur uppátækisins var að safna fé fyrir litlum zodiac-bát svonefnd- um, sem unglingarnir gætu æft sig á, að sögn Helenu Daggar Magnús- dóttur, umsjónarmanns unglinga- deildarinnar. Sagði hún að björgun- arsveitin ætti eingöngu stóra báta, sem krakkarnir mættu ekki stjórna. Helena sagði það ljóst að á annað hundrað þúsund króna hefðu safn- ast, en nýr bátur kostar um 300 þúsund. Koma áheitin nær ein- göngu frá bæjarbúum í Sandgerði. Sagði hún að björgunarsveitin ætl- aði að kaupa bátinn með unglinga- deildinni og að deildin ætti sjálf eitthvert fé, þannig að hægt yrði að kaupa bátinn. Vildi Helena þakka Sandgerðis- búum fyrir stuðninginn og björgun- arsveitinni í Garði fyrii' að lána bát til að flytja unglingana út í gúm- björgunarbátinn. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Félagar í Von, unglingadeild björgunarsveitarinnar í Sandgerði, vörðu 70 tímum um borð í gúmbjörgunarbát um helgina í söfnunarskyni. Morgunblaðið/Ingimundur Á mótinu var leikið á mörgum völlum samtímis og ekkert gefið eftir. Btínaðarbanka- mtítið í Borgarnesi Borgarnesi - Búnaðarbankamótið í knattspyrnu var haldið í Borgarnesi í sjötta sinn fyrir nokkru. Þátttakend- um hefur fjölgað jafnt og þétt og voru að þessu sinni um 700 talsins, en mót- ið er fyrir 4.-7. flokk. Mikill fjöldi að- standenda íylgdi keppendum. Þegar efnt var til þessa móts fyrir sex árum var ákveðið að bjóða til þátt- töku liðum frá bæjarfélögum með íbúafjölda um 2000 manns eða frá fé- lögum sem byggju við svipaða að- stæður. Að þessu sinni voru þátttak- endur frá eftirtöldum félögum: Umf. Bessastaðahrepps, Umf. Bolungar- víkur, Reyni Sandgerði, Víði Garði, Umf. Stokkseyrar, Ægi Þorlákshöfn, KFR Blönduósi, Hamri Hveragerði, Kormáki Hvammstanga, KS Siglu- fírði og heimaliðiðinu Skallagrími. Mótið tókst hið besta í góðu veðri og lögðu margir hönd á plóginn. Eft- irtalin lið voru valin prúðustu lið mót- ins: Umf. Stokkseyrar í 4. fl„ Umf. Bolungarvíkur í 5. fl„ KS Siglufii'ði í 6. fl. og Hvöt/Kormákur í 7. fl. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu: 4. flokkur: A. hð Reynir Sand- gerði, Skallagrímur, Hvöt/Kormákur. B. lið KFR, Skallagrímur, Umf. Bessastaðahrepps. 5. flokkur: A. lið Reynir Sandgerði, Ægir Þorlákshöfn, Umf. Bessastaðahrepps. B. lið. Ægir Þorlákshöfn, Skallagrímur, Hamar Hveragerði. 6. flokkur: A. lið Umf. Bessastaðahrepps, Skallagrímur, Umf. Bolungarvík. B. lið Umf. Bessa- staðahrepps, KS Siglufírði, Víkingur Ólafsvík/Reynir Hellissandi. 7. flokk- ur A. lið Skallagrímur, Hvöt/Kormák- ur, KFR. B. lið Umf. Bessastaða- hrepps, KFR, Ægir Þorlákshöfn. Sjálfstæðisflokkurinn Þingflokkurinn sam- þykkir fjárlagatillögur ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis- flokksins kom saman til fundar um helgina til að fara yfir drög að fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001. Samþykkti þingflokkurinn fjár- lagatillögur sem fjármálaráðherra lagði fyrir fundinn. Ekki er gert ráð fyrir að þingflokkurinn fjalli aftur um fjárlagafrumvarpið fyrr en Alþingi kemur saman í haust en fjárlagafrumvarpið er að venju fyrsta þingskjalið sem lagt er fram í upphafi þingsins. ^ Sjálfstæðismenn héldu þing- flokksfundinn að þessu sinni að Höfðabrekku í Mýrdal en þetta var fyrsti fundur þingflokksins eft- ir sumarhlé. „Þetta var hefðbundinn vinnu- fundur sem er alltaf haldinn á þessum tíma. Þar vorum við fyrst og fremst að fjalla um undirbúning fjárlaga," sagði Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður þingflokks- ins. Hún sagði að mikil eindrægni hefði ríkt á fundinum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu hlé á fundarstörfum um helgina og fóru í skoðunarferð um nágrennið í Mýrdal. Heimsótti þingflokkur- inn m.a. Jónas Erlendsson, fiskeldisbónda í Fagradal, þar sem þing- menn skoðuðu bleikjueldi sem þar er stundað. Uppskera á landgræðslu- fræjum á Mýrdalssandi Fagradal - Árleg uppskera á land- græðslufræjum er hafin hjá Land- græðslu ríkisins á Mýrdalssandi. Að sögn Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra mun uppskera á Mýrdalssandi skipta nokkrum tonn- um af fræjum þetta haustið, sem verða svo notuð til landgræðslu- verkefna víðsvegar um land. Hann segir að uppgræðslan á sandinum hafi tekist mjög vel. Mest af fræjun- um er af melgresi, túnvingli og ber- ingspunti. Landgræðslan og Vegagerðin hafa verið í samvinnu um þessa uppgræðslu frá árinu 1987 með það að markmiði að hefta sandfok sem áður hamlaði oft umferð um sand- inn. Sveinn segir þetta samvinnu- verkefni hafa skilað frábærum ár- angri og mjög sjaldgæft er að sandfok valdi töfum á umferð um sandinn. Hann segir að sandurinn sé mjög góður til að rækta harðgert fræ vegna þess að þar þrífast ein- göngu fáar og harðgerðar plöntur og þar fáist mjög hrein uppskera. Að sögn Sveins kemur aukin upp- græðsla sér vel vegna átaks stjórn- valda til að takast á við aukningu gróðurhúsaáhrifa. Landgræðslu- plöntur eru einkar hentugar til að binda gróðurhúsalofttegundir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Landgræðslan að slá á Mýrdalssandi. Atta sinnum a Bókaðu í síma 570 3030 og 460 7000 •930kr .meiflujvallarsköttum FLUGFELAG ISLANDS Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.