Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frá barnadansleik Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Dansskóli Jóns Péturs og Köru hefur vetrarstarfíð í HAUST hefur Dansskóli Jóns Péturs og Köru sitt 12. starfsár. I vetur verður sem fyrr boðið upp á námskeið í barnadönsum, sam- kvæmisdönsum, gömlu dönsunum, tjútti, mambói og salsa fyrir fólk á öllum aldri, jafnt byrjendur sem lengra komna. Einnig verða kennd- ir nýjustu tískudansarnir s.s. dans ársins, La Luna. Fyi-ir yngstu nemendurna 4 til 5 ára er boðið upp á dans, söng og leik og þessu fléttað saman við tón- list svo börnin fái útrás fyrir þá miklu hreyfiþörf sem þau hafa auk þess að þroska samskipti þeirra á milli. Við þetta bætast síðan fyrstu sporin í almennum samkvæmis- dönsum. Hjá eldri börnum og unglingum er boðið upp á námskeið í sam- kvæmisdönsum og nýjustu tísku- dönsunum. Fyrir fullorðna verður boðið upp á námskeið í samkvæmisdönsum. Á námskeiðinu byrir byrjendur eru kenndir dansar sem nýtast á dans- leikjum s.s. jive, cha cha cha, tjútt, mambó og salsa ásamt helstu gömlu dönsunum. I framhaldshópum barna, unglinga og fullorðinna er haldið áfram að byggja upp dansinn á þeim grunni sem fyrir er og bætt inn fleiri dönsum og sporum. Fyrir utan almenna danskennslu stendur skólinn fyrir jóla- og vor- dansleikjum ásamt nemendasýn- ingu þar sem allir barna- og ungl- ingahópar ásamt nokkrum fuli- orðinshópum koma fram. Samhliða danskennslu í Reykja- vík þá fara kennarar á vegum Dans- skóla Jóns Péturs og Köru víða út á land með dansnámskeið. Eru nám- skeiðin haldin í samstarfi við skóla- og bæjaryfirvöld og eru dansnám- skeiðin m.a. hluti af forvarnastarfi skólanna. Hinn 12. nóvember mun Dans- skóli Jóns Péturs og Köru standa fyrir danshátíð í Laugardalshöll- inni. Þar mun vera blandað saman danssýningum og keppni. Hápunkt- ur hátíðarinnar verður sýning Evrópumeistaranna í flokki at- vinnumanna í s-amerískum dönsum Jukka Haapalainen og Sirpa Suut- ari frá Finnlandi. Innritun á dansnámskeið skólans stendur yfir daglega frá kl. 12-19. Kennsla hefst mánudaginn 11. sept- ember. Ráðstefna um Vatnajökuls- þjóðgarð LANDVERND gengst fyrir ráð- stefnu um Vatnajökulsþjóðgarð þann 29. september nk. að Kirkju- bæjarklaustri í samstarfi við Ferða- málaráð, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsam- tök Islands, Samtök ferðaþjón- ustunnar og Samtök sveitarfélaga á Austurlandskjördæmi. Fjölmargir aðrir aðilar koma að ráðstefnunni, þ.á.m. Náttúruvernd ríkisins, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bændasamtök íslands, Land- græðslan og Landsvirkjun. Á ráðstefnunni mun sérstakur vinnuhópur sem Inga Rósa Þórðar- dóttir hefur veitt formennsku draga upp mynd af Vatnajökulsþjóðgarði, sem nær til jökulsins og aðliggjandi svæða, þar á meðal þjóðgarðsins í Skaftafelli. Settar verða fram hug- - * myndir um hver gætu verið mörk fyrir þjóðgarðinn og lýst mikilvægi þeirra, einkennum og sérstöðu. Tveir erlendir fyrirlesarar, þeir Jack D. Ives frá Háskóla Samein- uðu þjóðanna og Thor Miteng frá Norges Naturvernforbund, munu leggja mat á mikilvægi hugsanlegs Vatnajökulsþjóðgarðs í alþjóðlegu samhengi og miðla af þekkingu sinni á þróun mála og reynslu af þjóðgörðum í öðrum löndum, m.a. af stofnun jökulþjóðgarðs í Noregi fyrir 10 árum síðan. Þá verður fjall- að um tengsl þjóðgarðshugmyndar- ' innar við aðra landnýtingu, s.s. virkjanir, búskap og beit, ferða- mennsku og útivist. Á heimasíðu Landvemdar, www.landvernd.is, er að finna upp- lýsingar um dagskrá, gistingu, ferð- ir og annað sem viðkemur ráðstefn- unni. Þar er einnig hægt að skrá -~j- þátttöku. Fordæma vald- níðslu á aðal- fundi NAUST VINSTRIHREYFINGIN - grænt framboð á Austurlandi samþykkti eftirfarandi ályktun á stjómarfundi sem haldinn var á Egilsstöðum 28. ágúst sl.: „Stjórnin fordæmir þá valdníðslu sem fram fór á aðalfundi NAUST þann 27. ágúst við Snæfellsskála. Verknaðurinn var eflaust löglegur, en siðlaus og til þess fallinn að veikja lýðræðið í landinu. Það er skmm- skæling að reyna að fela valdníðslu undir merkjum félagafrelsis og vilja meirihlutans þegar tilgangurinn er sá að kæfa þær raddir, sem hvað einarðast hafa beitt sér fyrir nátt- úravemd á Austurlandi. Einn af hornsteinum lýðræðisins er að sérhver minnihluti eigi þess kost að afla skoðunum sínum fylgis. Það ber vott um veikan málstað þeg- ar fámennt félag er beitt lýðræðis- legu ofbeldi til þess að kæfa mál- flutning þess og þær áherslur, sem félagsmenn hafa sameinast um. Náttúran talar ekki fyrir sig sjálf og því er nauðsynlegt að til séu ein- staklingar og félagasmtök sem tala fyrir hennar hönd. Hvort sem virkj- anasinnum þykir það ljúft eða leitt ríkir málfrelsi og félagafrelsi á ís- landi, sem flestir hafa hingað til virt. Vonandi er þessi uppákoma ekki for- smekkur að nýjum leikreglum." ■ FÉLAG eldri borgara í Kópavogi efnir til fræðsluferðar um Kópa- vogsland fimmtudaginn 31. ágúst undir leiðsögn Áraa Wang. Stoppað verður á nokkrum athyglisverðum stöðum. Boðið verður upp á kaffi í ferðinni. Fargjald er 500 kr. Mæting er við Gullsmára kl. 13.30, í Sunnu- hlíð kl. 13.45 og í Gjábakka kl. 14. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skólamál í Kastljdsi í KASTLJÓSÞÆTTI fimmtudaginn 24. ágúst sl. var umræðan helguð skólamálum og þá einkum yfirvofandi skorti á kenn- urum. Á meðal gesta þátt- arins var borgarstjóri Reykvíkinga, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Eins og alltaf þegar þessi mál ber á góma bárust böndin fljótlega að kjaramálum kennara og voru lág grunnlaun kennara nefnd sem ein af ástæðum kenn- araskortsins. Ingibjörgu Sólrúnu þótti sú röksemd augljóslega mjög léttvæg og lét á sér skilja að allt tal um grunnlaun kennara gæfi mjög villandi mynd af staðreyndum málsins, sannleikurinn væri nefni- lega sá að með hæfilegri yfírvinnu gæti grunnskóla- kennari auðveldlega haft á bilinu 170-220 þúsund í mánaðarlaun. Fólk í öllum starfsstétt- um getur bætt kjör sín með mikilli yfirvinnu eins og Ingibjörgu Sólrúnu virðist þykja bæði sjálf- sagt og eðlilegt að gera. Það er hins vegar vandséð hvernig slíkt fer saman við fjölskyldustefnuna sem Ingibjörg Sólrún gefur sig út fyrir að aðhyllast. Þá ber einnig að líta til þess að stefnan í mörgum skól- um er sú að bjóða ekki upp á yfirvinnu, auk þess verður því ekki alltaf við- komið, m.a. vegna einsetn- ingar grunnskólanna. Kennarar fá engar kjarabætur ofan á grunn- laun sín líkt og tíðkast hjá öðrum stéttum í formi; álags, ferðapeninga, fata- peninga, matarpeninga og þar fram eftir götunum. Margir kennarar, sér- staklega hér á höfuðborg- arsvæðinu, verða að gera sér grunnlaun sín að góðu allt árið um kring og það ætti Ingibjörg Sólrún að hafa í huga áður en hún geysist aftur fram með jafn vanhugsuð ummæli og hún viðhafði í áður- nefndum Kastljósþætti. Tumi Kolbeinsson, Einarsnesi 40, Reykjavík. Lykilhótel Mývatn - þakkir MIG langar til að láta ánægju mína í ljós með þjónustu á Lykilhótel Mývatn. Þetta mun vera gamli Skútustaðaskólinn sem breytt var í hótel. Eg er „freelance" fararstjóri og hef séð framfarir með hverju árinu til batnaðar í ferða- og hótelmálum á landsbyggðinni. Stærsta breytingin sem ég hef upplifað í sumar er á Mý- vatni. Þar eru nokkur hót- el og gistiheimili sem ég hef flest öll séð. Falleg- asta hótel við hringveginn er Lykilhótel Mývatn við Skútustaði. Útsýnið er óborganlegt úr matsaln- um, sem er einn fallegasti matsalur á landinu, út yfir Mývatn og hólma. Oll upp- bygging við hótelið er til sóma fyrir sveitina og ekki skemmir starfsfólkið fyrir eða maturinn. Þar er sam- an valið gott, kurteist og mjög þjónustulundað starfsfólk, það er greini- legt að allir vinna saman að því að gera gott betra. Hótelstjórinn býður alla hjartanlega velkomna og talar létt við alla gesti og spyi’ hvort þeir hafi átt góðan dag, sofið vel o.s.frv. Hún er einstaklega skemmtileg og lipur og alltaf með bros á vör. Ekki skemmir maturinn, sem er sá besti sem ég og mínir hópar hafa fengið á ferð okkar um hringveg- inn í sumar. Kokkurinn er alveg frábær (enda dansk- ur), hann setur fallega á diskana til að gleðja gest- ina, bæði með bragði og útliti. Þetta hótel er best rekna hótelið á lands- byggðinni að mínu mati í sumar. Einnig hafa kolleg- ar mínir og bílstjórar talað um þetta á góðum kvöld- um. Eg óska þeim til ham- ingju með þetta fallega hótel og góða þjónustu. Það er synd að þetta hótel skuli bara vera opið yfir sumarmánuðina. Hótel- stjórinn heitir Sólveig Hákonardóttir og hennar maður er matreiðslumeist- arinn Hans-Jörn Hinrieh- sen. Það eru þau sem hafa staðið fyrir rekstrinum sumarið 2000. Guðrún Jónsdóttir, „freeiance guide“. Tapad/fundid Upphlutsnæla týndist UPPHLUTSNÆLA tap- aðist í miðbæ Reykjavíkur menningarnóttina 19. ágúst. Nælan er tígullaga og myndar víravirkið s inn í miðjuna. Skartið er afar hjartfólgið eiganda sínum enda gamall erfðagripur. Finnandi vinsamlega hafi samband við Onnu Gunn- hildi í síma 552-9997 eða 569-1262. Vínrauð Wilson- golfkylfa týndist VÍNRAUÐ Wilson (ultra tour ) golfkylfa^ nr. 9 tap- aðist á Úrval-Útsýn golf- móti, sem haldið var 19. ágúst sl. á Kiðjabergi og Ondverðarnesi. Kylfan tapaðist á öðrum hvorum vellinum. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 698- 6963. Myndavél týndist MYNDAVÉL tapaðist á leiksvæðinu við Langholts- skóla 19. júní sl. Filman í vélinni er eigandanum af- ar kær. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 698- 8704 eða 864-3149. Dýrahald Kettling’ur fannst í Hafnarfírði GRÁBRÖNDÓTTUR kettlingur, fress, fannst við Hellisgerði í Hafnar- firði sunnudaginn 27. ágúst sl. Hann er ómerkt- ur. Upplýsingar í síma 565-5319.' Páfagaukur fæst gefins BLÁR páfagaukur (kári) fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 588- 3105. SKÁK IJinsjóii Helgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp á 37. minning- armóti Akiba Rúbinsteins sem lauk fyrir skömmu í Polanica Zdroj í Pól- landi. Úkraínumaðurinn Vassilí Ivantsj- úk (2719) hafði hvítt gegn Hvít- Rússanum Alexei Fedorov (2646). 36.Hxf7! Hxf7 37.DÓ8+ Hf8 38.Dxg5 Dfl 39.Hc2 og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Boris Gelfand 614 v. af 9 mögu- legum 2. -3. Alexei Shirov og Loek Van Wely 6 v. 4.-5. Vassily Ivantsjúk og Mikhaíl Krasenkov 5 v. 6-8. Tomasz Markowski, Sergei Movsesjan, og Zoltan Almasi 4 v. 9. Peter Svidler 3Vá v. 10. Alexei Fedorov 1 v. Hvítur á leik. Víkverji skrifar... VÆRI ekki hægt að koma á ein- hvers konar siðareglum varð- andi meðferð manna og notkun á GSM-símum? Þetta eru orðin feikn útbreidd tæki og þarfaþing en þau má auðveldlega misnota eins og allt annað. Hvernig finnst lesendum til dæmis að sitja hjá hárskeranum, á biðstofu læknis, í brottfararsal flugvallar eða öðrum álíka stöðum og þurfa að heyra öll þessi samtöl sem fara fram í GSM-símunum? Menn komast ekki hjá að heyra þessi samtöl því þarna er rætt hátt og snjallt um menn og málefni og engum dettur í hug að lækka róm- inn. Mætti stundum halda að það væri bara slökkt á símanum eins og hjá Ragnari Reykás! Víkverji telur þetta ekki gert af mannvonsku hjá þeim sem þurfa að tala svona mikið. Þeir verða auð- vitað að fá að sinna þessum erind- um sínum. Á þessum stöðum væri hins vegar til bóta ef menn gætu farið örlítið afsíðis og rætt málin. Best væri ef komið yrði upp sér- stökum símaklefum eða talklefum fyrir GSM-símnotendur. Þá gætu þeir skellt sér þangað og talað að vild án þess að trufla aðra eða eig- inlega neyða þá til að hlusta á mál sitt. Hin leiðin og sú einfaldari væri sú að menn gæfu símanum frí rétt á meðan beðið væri á þessum stöðum. En hvernig væri nú að einhver semdi leiðbeiningar og kurteisis- ábendingar fyrir GSM-notendur. Væri það ekki hlutverk símafyrir- tækjanna? Eflaust þykir einhverj- um þetta jaðra við forsjárhyggju en benda má á að þetta er að sjálf- sögðu bara ábending um sjálfsagða tillitssemi. Hana hljóta allir að vilja viðhafa. XXX EKKI er annað hægt en fagna því ef sjónarmið andstæðra hópa eru að nálgast varðandi gagnagrann á heilbrigðissviði, þ.e. þeirra sem vilja fá sem mest í þennan grann og það sem fyrst og hinna sem segja að fara verði með gát til að réttur sjúklinga verði ekki fyrir borð borinn. Spuming er hins vegar hvort málið er samt sem áður leyst. Bent er á að lagabreyt- ingu þurfí, enn sé ekki frágengið hvað fara eigi í granninn og síðan spyr allur almenningur hvert gagn sé að allri þessari skráningu. Skráning sjúkragagna fer víða fram og er mikil þegar menn þurfa að leita lækna. Þessi efniviður hef- ur löngum verið notaður í rann- sóknum. Fara verður með þessi gögn með gát en spurning er hvort margir geti ekki verið sammála því að nota megi gögnin sem einhvers konar efnivið til rannsókna á sjúk- dómum. Spyrja má líka hvort nota þurfí endilega allan þennan efnivið á einu bretti og hvort ekki sé hægt að gera eins og fram til þessa að læknar setji fram hugmynd að rannsókn og leiti leyfis í hvert sinn. Hlýtur ekki alltaf að þurfa að fara þannig að? Verður eitthvað hægt að rannsaka sérstaklega með efni- við úr einum stóram gagnagranni sem ekki er hægt að rannsaka úr skýrslum sem fyrir liggja í dag? Vissulega er það verðmætt að geta stundað leit að svörum við spurningum úr miklum efniviði og leitin verður alltaf að halda áfram. Það er þessi stöðuga leit og mögu- leikinn á að fínna eitthvað nýtt sem hlýtur að liggja að baki gagna- grannshugmyndinni. En Víkverja er spurn hvort nýsamþykkt stefna lækna á aðalfundi hefur mikla þýð- ingu eða hvort rökræðan um gagnagrunn á eftir að halda lengi áfram áður en hann verður að veraleika.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.