Morgunblaðið - 30.08.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBL'AÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 43
HANNESPETUR
YOUNG
+ Hannes Pétur
Young fæddist í
Keflavík 25. apríl
1971. Hann lést 20.
ágúst síðastliðinn og
fér útför hans fram
frá Keflavíkurkirkju
25. ágúst.
Kæri vinur. Það
hryggir mig mikið að
frétta af andláti þínu.
Minningarnar
streyma fram um þá
daga sem við áttum
saman en jafnt á erf-
iðum stundum sem á
góðum varst þú alltaf sá sem áttir
hugmyndirnar um það hvernig
væri hægt að lyfta sér upp og sjá
fram á bjartari daga. Þú barðist af
hugrekki við þá erfiðleika sem við
þér blöstu og varst jafnan
bjartsýnn á komandi tíð. Þú hafðir
marga góða kosti og var ekki ann-
að að sjá en þú hefðir góðan mann
að geyma. Mér eru minnisstæð þín
seinni ár Og þær þrailtÍT sem þú
áttir við að glíma. Ég vona að ég
hafi verið þér einhver stoð í þeirri
baráttu. Ég veit að við munum öll
sakna þín og minnast kosta þinna
umfram galla. Það er leitt að horfa
til framtíðarinnar án þín en ég
vona að þú hafir horfið til þeirra
heima þar sem draumar þínir búa
og að þú hafir fundið þar þá gleði
sem lífið virtist ekki lengur bjóða
upp á.
Drengur hraustur stóð við sitt
í birtu sem í þrautum,
var í lífi en valdi hitt
drauma sinna lautum.
Þú varst tilfinningarík sál og lit-
ríkur persónuleiki. Það að leiðir
okkar lágu saman gaf lífi mínu
meiri lit og gleði en annars hefði
orðið. Ég mun sakna þín og seint
gleyma.
Þinn vinur og frændi,
Magnús Ársælsson.
Kæri vinur, erfitt er að trúa því
að þú sért dáinn. Mér verður hugs-
að til þeirra stunda sem við áttum
saman er við vorum yngri og lék-
um okkur saman.
Hvað mér fannst gaman að koma
heim til þín og leika. Skemmtilegt
þótti mér líka að hitta pabba þinn
sem var oft svo skemmtilegur og
hress og óspar í að gera samveru-
stundirnar okkar ógleymanlegar
enda varstu alltaf svo stoltur af
pabba þínum og ávallt að segja
mér sögur af honum. Þegar við
urðum eldri lágu leiðir okkar í sitt
hvora áttina en þegar við hittumst
var alltaf eins og það hefði verið í
gær. Við höfðum alltaf um nóg að
spjalla, þú sagðir mér hvað þú
hefðir verið stoltur þegar litla
prinsessan þín fæddist og hvað þú
vildir búa vel að henni. Eg bið guð
að styrkja foreldra þína, bróður og
dóttur. Hvíl í friði kæri vinur.
Kallið er komið,
komin er stundin,
vinaskilnaður viðkvæm stund
Vinirnir kveðja,
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðasta blund.
(V.Briem)
Þinn vinur,
Þúrhallur Garðarsson.
Eðlilega hefði mig ekki órað fyr-
ir því fyrir fimmtán árum síðan að
ég ætti eftir að skrifa minningar-
grein um hann Hannes svona
snemma. Frekar hefði ég haldið að
ég ætti eftir að að lesa um afrek
hans á þessum tíma, því þegar ég
kynntist Hannesi var ég viss um að
hann ætti eftir að verða mikilmenni
því þannig var hans fas að öllu
leyti. Það var greinilegt að þarna
var mjög sérstakur drengur á ferð
sem einkenndist af gríðarlegu
sjálfsöryggi og einbeitingu, var
mjög atorkusamur og geislaði af
gleði og skynsemi, það sáu allir
sem hann hittu. En
því miður fengum við
vininir ekki að njóta
þess eins lengi og
gengur og gerist hjá
vinum almennt.
Hannes, ég hef eðli-
lega hugsað mikið til
þín síðan að þú fórst
og á þeim tíma hafa
margar minningarnar
flogið í _gegnum huga
minn. Ég fékk sem
betur fer að vera vin-
ur þinn á okkar ungl-
ingsárum, já, sem bet-
ur fer segi ég vegna
þess að þú varst pottþéttur vinur
sem komst manni ósjaldan til
bjargar þegar maður var kominn í
klandur. Þú varst nefnilega skyn-
samari en ég og hafðir oftast nær
vit á því þegar maður var að vill-
ingast eitthvað að draga þig útúr
og segja hingað og ekki lengra,
reyndir að telja manni hughvarf og
ef það gekk ekki þá varstu samt
alltaf til staðar til að redda málun-
um með manhí þö þú hafir ektó
komið nálægt þeim. Kannski var
það vegna að þú hafðir sterka rétt-
lætiskennd og gott siðferði og var
greinilegt að þú vissir muninn á
réttu og röngu. Fyrir mér varst þú
mikill áhrifavaldur, þú varst bráð-
þroska, yfirvegaður og mjög sjálfs-
öruggur, þú smitaðir virkilega út
frá þér og þú varst akkúrat þessi
vinur sem ég þurfti á að halda á
mínum unglingsárum. Ég minnist
þess sérstaklega hversu ungur þú
byrjaðir að vinna, aðeins þrettán
ára fórst þú að sýna svona mikla
ábyrgð. Ég man að ég skildi ekki
hvernig að þú gast unnið svona
mikið, það var aldrei hægt að
reikna með þér fyrr en að vídeo-
leigan lokaði, sama hvað var að
gerast hjá okkur vinunum. Þú
stóðst alltaf þína plikt gagnvart
vinnunni, það lýsir því kannski best
hversu vandaður þú varst. Ég man
að bróðir þinn var mikið í uppá-
haldi hjá þér og þér leiddist ekki
að hafa hann með þér. Þú áttir orð-
ið þína föstu vinkonu til margra
ára langt á undan okkur hinum og
vissir svo sannarlega hvað þú vild-
ir. En lífið er óútreiknanlegt, því
höfum við fengið að kynnast, en
fljótlega uppúr unglingsárunum fór
að gera vart við sig sjúkdómur hjá
þér sem þú gast ekki svo auð-
veldlega stjórnað. Þú fékkst heldur
betur að kynnast lífinu á þinni
stuttu ævi og mátt vera stoltur af.
Þú eignaðist litla Perlu og skilst
mér að hún sé það í orðsins fyllstu
merkingu, megi guð vera með
henni og sjá til þess að hún geisli.
Ég kveð þig nú kæri vinur og
þakka þér um leið fyrir þá góðu
tíma sem við áttum saman, ég mun
ávallt minnast þín sem vinarins
með stóra hjartað. Neville, Stein-
unn, Perla og Tommi, þið megið
vera stolt af ykkar dreng. Megi
Guð geyma ykkur.
Guðjón Vilhelm.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
(H.P.)
Hannes minn, ég ætlaði ekki að
trúa fréttinni sem ég fékk á sunnu-
daginn, að þú værir dáinn. Ég varð
að láta hann Eirík vita, en gat ekki
hugsað mér að bara taka upp sím-
ann og segja honum þetta því hann
er svo langt í burtu, svo ég hringdi
í systur hans sem er mikið nær
honum og bað hana að færa honum
þessar slæmu fréttir. Eiríkur gat
ekki trúað því að þú værir farinn,
en ég bað hann um að hugsa um
allar góðu stundirnar sem þið áttuð
saman, og þau eru nokkur símtölin
og tölvupósturinn sem hafa gengið
á milli þessa viku og alltaf talað um
góðu minningarnar. Hjá mér
stendur upp úr allur sá kærleikur
og vinskapur sem þú sýndir þegar
Eiríkur slasaðist mikið fyrii- þó
nokkrum árum. Þú varst fyrstur
inn á sjúkrahús að heimsækja hann
og stóðst með honum þótt á ýmsu
gengi, og flestir vinir búnir að gef-
ast upp og hættir að koma. Hannes
minn, ég vona að Eiríkur hafi get-
að endurgoldið eitthvað af þessari
vináttu þessi seinni ár eftir að þú
veiktist. I hvert sinn sem við töluð-
um saman eða hittumst var alltaf
spurt; eitthvað að frétta af Nesa?
Þú hringdir nú annað slagið og lést
vita af þér og var alltaf gaman að
heyra í þér og töluðum við oft lengi
saman. Alltaf var á planinu hjá þér
að fara út að heimsækja Eika og
kannski hefur þú stoppað á hinstu
ferð þinni til að styrkja vin þinn.
Ég kveð þig, kæri Hannes, og
þakka þér allt það góða sem þú
sýndir okkur Eiríki, og munu
minningarnar sem við eigum um
þig ylja okkur um ókomin ár.
Elsku Steinunn, Neville, Tommi og
Perla, ég bið góðan Guð að gefa
ykkur styrk til að takast á við
þessa erfiðu raun.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir,
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.I.H.)
Særún.
Það er ekki gott að vera langt í
burtu frá ættingjum og vinum á
eins erfiðri stundu og þessari. Hér
sit ég og hugsa um hann Hannes
vin minn með tár í augum en bros í
hjarta. Ég er með bros í hjarta yfir
því að hafa átt svona góðan vin.
Hannes var týpan sem gat komið
manni til að hlæja uppúr þurru og
ekki var langt í stríðnina hjá hon-
um. Hann var sannur vinur vina
sinna og þegar maður lennti í ein-
hverjum vandræðum stóð hann
alltaf við hlið manni eins og klettur
og tók jafnvel sökina á sig líka.
Þegar ég lenti í slysi fyrir nokkrum
árum var Hannes sá fyrsti til að
koma að heimsækja mig. Hann lét
ekki við það sitja heldur kom oft að
vitja mín á þeim erfiða tíma eftir
slysið þegar flest allir voru hættir
að koma. Oft sótti hann mig á
spítalann eða heim og fór með mig
í bíó eða bara út á lífið og skamm-
aðist sín ekki neitt fyrir það hvern-
ig ég labbaði eða talaði eftir slysið,
ef eitthvað þá reyndi hann alltaf að
sjá björtu hliðarnar á ástandi mínu
og kom mér til að hlæja þegar ég
var pirraður og að gefast upp. Ég
vildi að ég hefði verið nær og stað-
ið með honum þegar hann þurfti á
því að halda, en maður fær ekki við
öllu ráðið. Hannes var sannur vin-
ur minn og á ég eftir að sakna
hanns mikið þegar ég kem heim til
íslands og við getum ekki hist eins
og við gerðum alltaf þegar ég kom
heim. Hann var fastur punktur í lífi
mínu í þessu heimsóknum og á ég
erfitt með að ýminda mér að sjá
hann ekki næst þegar ég kem.
Elsku Hannes minn við kveðjumst
að sinni en hittumst aftur á öðrum
stað og tíma. Elsku Steinunn, Nev-
ille, Tommi og Perla allar hugsanir
mínar og bænir eru hjá ykkur í
þessari mikklu sorg, en minning
um góðan dreng lifir.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir,
enginn getur mokað mold
minningamar yfir.
(B. Jónsson)
Eiríkur.
í dag kveðjum við þig, Hannes
okkar. Okkur þykir leitt að svona
hafi farið Það er erfitt fyrir okkur
að kveðja þig.
Það er margt sem veldur því.
Við erum stór vinahópur og enn þá
fleiri kunningjar og allir erum við
hérna enn, en þú ert farinn og ert
ekki meðal okkar. Þó að við vitum
að dauðinn bíði okkar allra, viljum
við þó fá að lifa. Þannig er erfitt að
hugsa um dauðann svona snemma
þegar við erum rétt að verða þrí-
tugir. Lífið er stundargaman þó
ekki sé langt í allskyns erfiðleika
og þrautir sem okkur fylgja sem
oft er æði erfitt og vandasamt að
leysa. Þú, Hannes minn, þurftir að
glíma við mjög erfiða þraut sem
gerði lífið þitt að martröð þó að
ljósið skini stundum inn á milli eins
og þegar þú eignaðist fallega dótt-
ur sem þú varst svo stoltur af. Líf-
ið er súrt og sætt, því verður ekki
neitað. Síðustu árin voru líka erfið
fyrir okkur, að horfa upp á þig
veikjast, og oft æði erfitt að glíma
við þá staðreynd að lítið væri hægt
að gera fyrir þig. Svo illvíg voru
þau veikindi sem þú þurftir að
glíma við. Hjá okkur verður hitt þó
alltaf sterkara í hug okkar allra
hvernig við skemmtum okkur sam-
an þegar þú hafðir heilsu til. Þó
margt hafí verið gert sem ekki féll
í góðan jarðveg hjá foreldrum okk-
ar lentum við þó alltaf á löppunum
aftur. Minningin um þig verður
alltaf súr og sæt eins og líf þitt var.
Það ber öllum saman um að hlátur
þinn og þroski til samskipta til
hinna eldri var aðdáunarverður.
Allir foreldrar okkar báru mikið
traust til þín því þó við værum allir
jafngamlir en þó afskaplega ungir
þá varst þú ábyrgðarfyllri og
traustsins verður.
Ekki vantaði persónutöfrana
sem stigu þér aldrei til höfuðs
heldur nutu allir góðs af sem í
kringum þig voru. Kraftmikill hlát-
ur þinn var svo skemmtilegur því
yfirleití kom grátur með þeim
hlátri.
Greiðvirkni og umhyggja þín um
að enginn biði tjóns í hópnum var
mikil. Það var enginn skilinn út-
undan, ef það gerðist varstu fljótur
að byrsta þig. Alvörugefni og um-
hyggja var aldrei langt undan þó
mikill galsi væri í loftinu því sjálfur
varstu viðkvæmur og næmur sem
gerði þig að þeim dreng sem þú
varst. Nú þegar baráttunni er lokið
og komið að því að kveðja þig, er
eins og að þær minningar sem
mestu máli skipta lýsi um hug okk-
ar allra. Vertu sæll, elsku vinur
okkar. Kæru aðstandendm-, við
vottum ykkur okkar innnilegustu
samúðarkveðjur.
Þínir vinir,
Þórir, Guðjón,
Siguringi og Albert.
Að hryggjast og gleðjast,
hér um fáa daga.
Að heilsast og kveðjast,
það er lífsins saga.
Síðastliðinn sunnudag fékk ég
upphringingu þar sem voru fluttar
þær fréttir að Hannes væri látinn.
Eftir það fóru allar hugsanir á
fullt. Síðasta skiptið sem við Hann-
es hittumst, en það var fyrir einu
og hálfu ári, heimsótti ég hann á
sjúkrahús þar sem hann dvaldi um
tíma. Þá lét hann vel af sér og við
ræddum málin um allt sem brallað
var í Keflavík á sínum tíma. Við
töluðum um að hittast ffjótlega og
hitta líka Gauja, Albert og Silla, þá
gætum við rifjað upp okkar tíma
og allt sem þá var gert, en það
varð ekki af því og það verður að
bíða annars tíma og staðar.
Þórir Erlendsson.
Það hefur stundum verið sagt af
bölsýnismönnum að lífið hafi kald-
ar hendur og það er ekki laust við
að sú hugsun sæki á nú þegar
Hannes er dáinn, eftir marga hild-
arleiki við ágengan sjúkdóm sem
oft hrinti honum fram á brúnina og
að lokum alla leið.
Sterkustu minningarnar um
Hannes verða þó alltaf glaðværðin
hans, einlægnin, hláturinn og leiftr-
andi tilfinningagreindin sem ein-
kenndu hann áður en hann veiktist
fyrir tíu árum og á mörgum góðum
tímabilum sem hann átti eftir það.
Þegar hugurinn stoppar við þann
tíma þegar við vorum krakkar og
unglingar heima í Keflavík, virðist
þessi stefna sem líf hans tók vera
einhvern veginn svo óhugsandi.
Hann var alltaf mesti „sjarmörinn"
meðal jafnaldranna, með nýjustu
klippinguna, í flottustu fötunum,
sagði réttu hlutina á réttu tímunum
og galdraði fram boðsmiða á
frumsýningar heitustu kvikmynd-
anna. Það hefði þótt skrýtin stelpa
í Holtaskóla sem ekki héfói VÍðUT-
kennt að vera allavega „pínu“ hrif-
in af Hannesi. ■,
Hannes var þó aldrei hortugur
eða hrokafullur og var alltaf vel lið-
inn, ekki síst vegna þess hversu
mikill höfðingi hann var og vegna
mikilla samskiptahæfileika hans
sem einkenndust af innsæi í líðan
annarra og samkennd. Það var
ekki auðvelt í leikriti lífsins að fela
líðan sína fyrir honum. Hannes var
þó ekki heilagur maður og átti til
ýmsan grallaraskap sem sjaldnast
var þó á kostnað annarra.
Við fráfall Hannesar spretta
fram úr hugarfylgsnunum ýmis
minningarbrot og svipmyndir og
auka gildi sitt þúsundfalt. Hvernig
hann sagði „blessaður" þegar hann
heilsaði, hvernig hann opnaði sígai'-
ettupakka, hvernig hann mundaði
kjuðann.
Sjúkdómar fara ekki í mann-
greinarálit og þó ég væri bjartsýnn
á batahorfur framan af eins og allir
þyngdist róðurinn með árunum og
þrátt fyrir alla sína einlægni var
Hannes stundum stoltur á röngum
stöðum og mér fannst alltaf leiðin-
legt hvað hann var ófús til að tala
um veikindi sín.
Um leið og ég þakka góðum vini
mínum allar samverustundirnar í
blíðu og stríðu, votta ég Perlu, >
Tomma, Steinunni, Neville og öðr-
um aðstandendum alla mína sam-
úð.
Tumi Kolbeinsson.
t
Laugardaginn 26. ágúst lést á Dalbæ Dalvík,
MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áður til heimilis Hvoli,
Dalvík.
Útför hennar fer fram frá Dalvíkurkirkju laugar-
daginn 2. september kl. 13.30.
Elín Skarphéðinsdóttir,
Gylfi Björnsson,
Jón Emil Gylfason og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
BJARNA HELGASONAR,
Vallarbraut 4,
Hvolsvelli.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Margrét Björgvinsdóttir.