Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 1
201. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gíslatökumenn á Suður-Filippseyjum
Itreka af-
tökuhótun
Manila, Zamboanga. Reuters, AFP.
TALSMAÐUR öfgahóps múslima á
Suður-Filippseyjum sagði í gær að
Bandaríkjamaður sem hópurinn
hneppti í gíslingu væri farinn í
hungui’verkfall. Itrekaði talsmaður
Abu Sayyaf-skæruliðahópsins hót-
un um að Bandaríkjamaðurinn yrði
drepinn ef filippeysk stjórnvöld
hæfu ekki samninga fljótlega.
„Hótun okkar stendur óhögguð,"
hefur AFP eftir talsmanninum, Abu
Sabaya. í útvarpsviðtali í borginni
Zamboanga syðst á Filippseyjum
sagði hann sína menn vera að bíða
eftir útsendara stjórnarinnar. Sab-
aya vísaði til fyrri hótana um að
hálshöggva bandaríska gíslinn
Jeffrey Schilling. Sabaya bætti því
við að Schilling væri farinn í hung-
urverkfall, en sagði ekkert nánar
um ástand hans eða ástæðu hins
meinta hungurverkfalls.
Hann vísaði fregnum þess efnis á
bug, að skæruliðahópur hans hefði
krafizt 10 milljóna dollara lausnai--
gjalds fyrir Schilling, andvirði um
800 milljóna króna. I viðtalinu gaf
Sabaya hins vegar í skyn, að erlend-
ir hópar sem berðust gegn áhrifum
Bandaríkjamanna hefðu boðið fé og
vopn fyrir að hann yrði tekinn af lífi.
Búizt við lausn sex gísla
Auk Schillings eru sex evrópskir
gíslar og 18 filippeyskir enn í haldi
annars hóps Abu Sayyaf-samtak-
anna, sem berjast fyrir sjálfstæðu
ríki múslima á Suður-Filippseyjum.
Roberto Aventajado, aðalsamninga-
maður ríkisstjórnar Filippseyja í
gíslamálinu, hefur sagt að ránið á
Schilling hefði engin áhrif á lausn
evrópsku gíslanna sex, sem búizt er
við að gangi eftir á næstu dögum.
AP
Þjóðhátíð í Víetnam
Víetnamskir búddamunkar ganga fylktu liði veifandi þjóðfána Víetnam í skrúðgöngu framhjá grafhýsi Ho Chi
Minh í Hanoi í gær. Mikið var um dýrðir í Víetnam í gær í tilefni af 55 ára sjálfstæðisafmæli landsins.
N-kóreskir
njósnarar
látnir lausir
Herforingjastjórnin í Búrma bindur enda á mótmæli
Stiu Kyi færð
heim með valdi
SEXTIU og þremur norður-
kóreskum njósnurum og hryðju-
verkamönnum var sleppt úr fang-
elsi í Suður-Kóreu í gær og fluttir
norður fyrir vopnahléslínuna.
Mennirnir, sem flestir eru vel
við aldur, höfðu setið inni í allt að
45 ár en þeir höfðu kosið fremur
að dúsa í fangelsi en afneita
kommúnismanum. Var lausn
þeirra Iiður í samkomulagi sem
náðist á leiðtogafundi kóresku
ríkjanna í júni. Mennirnir ýmist
gengu eða var ýtt í hjólastól eða
bornir á börum yfir vopnahléslin-
una i landamærabænum
Panmunjon en þar biðu þeirra 34
rauðmálaðar glæsibifreiðar af
Mercedes-gerð sem þeim var ekið
í til Pyonguang. Þar var mönnun-
um fagnað sem hetjum.
Á skilnaðarstundu i Panmunjon
þökkuðu fangarnir fyrir sig og
einn þeirra sagði: „Þakka ykkur
fyrir, sjáumst aftur eftir samein-
ingu rikjanna." Lausn njósnar-
anna var mótmælt i Seoul af að-
standendum suður-kóreskra
manna sem rænt hefur verið og
hafðir eru í haldi í Norður-Kóreu
og um 300 striðsfanga scm enn
eru taldir vera á lífi norðanmeg-
in.
Rangoon. Reuters.
HERFORINGJASTJÓRNIN í
Búrma batt í gær með valdi enda á
níu daga mótmælastöðu stjórnar-
andstöðuleiðtogans Aung San Suu
Kyi gegn þeim hömlum á ferðafrelsi
hennar sem herinn gerir henni að
sæta. Einn samherja Suu Kyi sagði
hermenn hafa þvingað hana til að
snúa aftur heim til sín, þar sem
henni er haldið í stofufangelsi.
í fréttatilkynningu frá stjórnvöld-
um segir, að Suu Kyi og samverka-
menn hennar hefðu snúið heim „vel
á sig komin“. En Tin Oo, einn helzti
samherji Suu Kyi, sagði herinn hafa
snúið þeim til Rangoon með valdi.
Reynt að uppræta NLD?
Ekki tókst að ná í Suu Kyi, sem er
friðarverðlaunahafi Nóbels, né aðra
forystumenn flokks hennar, Þjóðar-
bandalagsins fyrir lýðræði (NLD), í
síma í gær og sjónarvottar í Rangún
sögðu mikla öryggisgæzlu vera við
höfuðstöðvar NLD og heimili for-
ystumanna flokksins. Samkvæmt
heimildum AFP gerði stjórnarher-
inn áhlaup á höfuðstöðvar NLD í
gærmorgun og
gerði upptækan
fjöldann allan af
skjölum.
Bandarískum
og breskum
stjórnarerind-
rekum, sem
lögðu leið sína
að höfuðstöðv-
um NLD, var
snúið frá húsinu,
en þar var þá
mikill viðbúnaður af hálfu óeirða-
lögreglu og leyniþjónustumenn á
hverju strái.
Að ekki skyldi vera hægt að ná í
nokkurn forystumann NLD í síma
og hin mikla öryggisgæzla kpmu af
stað vangaveltum um að stjórnin
ætlaði sér nú að ganga milli bols og
höfuðs á stjórnarandstöðunni.
Vestrænn stjórnarerindreki í
Rangún lýsti miklum áhyggjum af
ástandinu og tjáði Reuters að skorið
hefði verið á öll samskipti erlendra
stjórnarerindreka við NLD.
Stjórnvöld létu til skarar skríða
við að binda enda á mótmælastöðu
Suu Kyi eftir að ástandið var farið
að verða sífellt vandræðalegra fyrir
herforingjastjórnina. Hún þurfti að
þola harkalega gagnrýni erlendis
frá fýrir að lögregla stöðvaði för Suu
Kyi og 14 annarra forystumanna
NLD nærri bænum Dala, er þau
stefndu í nokkrum bílum út úr höf-
uðborginni Rangoon hinn 24. ágúst.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, skoraði í gær á herfor-
ingjastjórnina að opna fyrir sam-
skipti við Suu Kyi og aðra NLD-
menn. Sagði hann brezku stjómina
vera að íhuga til hvaða aðgerða hún,
í bandalagi við ESB-ríki og aðra
bandamenn, gæti gripið til að þrýsta
á Búrmastjórn.
Khin Nyunt, undirhershöfðingi
og yfirmaður hinnar áhrifamiklu
leyniþjónustu stjórnarinnar, vísaði
því á bug í yfirlýsingu í gær, að er-
lendur þrýstingur á stjórnina hefði
nokkuð að segja; tilraunir til að
beita slíkum þrýstingi væru dæmd-
ar til að mistakast, Búrma héldi
ótrautt sinni stefnu.
Aung San
Suu Kyi
Útrás fjármálafyrir-
tækja erlendis þjóð-
hagslega hagkvæm
TROMPIN ERU
SONURINNOG
NÝJA VÉLIN
Smábátar leysa
togara af hólmi
Eldflaugavarnamál
Rússar og
Kínverjar
ánægðir
Moskvu. Reuters.
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, hefur fagnað ákvörðun Bills
Clintons Bandaríkjaforseta um að
fresta um sinn framkvæmd áforma
um uppsetningu nýs eldflauga-
varnakerfis.
,Ákvörðun Clintons forseta (...)
er tekið í Rússlandi sem vel ígrund-
uðu og ábyrgu skrefi,“ segir í yfir-
lýsingu frá skrifstofu Pútíns. Það
sé enginn vafi að þetta skref muni
leiða til aukins stöðugleika í örygg-
ismálum í öllum heiminum og auka
álit alþjóðasamfélagsins á Banda-
ríkjunum. Kínastjórn lét líka þau
boð út ganga í gær, að hún teldi
ákvörðun Clintons skynsamlega.
HAGURÞINN
0G ÞJÓÐAR
STARFSMENNTUN
Af tilefni viku slmenntunar, sem haldin
verður dagana 4.-10. september,
kynnir Starfsmenntaráð starfsemi s(na
og nokkur þeirra verkefna sem stuðning
hafa hlotið.