Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, StMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF304O, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RlTSTJiSMBUS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Eldur kviknaði í íþrdttahúsi Árbæjarskdla í gær og talið er að um milljdnatjdn sd að ræða. , Milljónatjón í eldsvoða í íþróttahúsi Arbæjarskóla Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings hf. Dótturfélag stofnað í Sviss á næsta ári KAUPÞING stefnir markvisst að því að auka starfsemi sína á erlend- um mörkuðum og er með í skoðun að stofna nýjar starfsstöðvar á nokkr- um stöðum erlendis. Hefur verið tekin ákvörðun um að stofna dóttur- félag í Sviss sem mun sérhæfa sig í rekstri lífeyrissjóða og einkabanka- þjónustu. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð Einarsson, forstjóra Kaupþings, sem birt er í Morgun- blaðinu í dag. Samstarf við svissneska aðila „Frá árinu 1990 hefur verið byggð upp mikil þekking innan Kaupþings í umsjón og stjórnun á lífeyrissjóðum. Við veitum all mörgum lífeyrissjóð- um þjónustu, ýmist út frá því að sjá eingöngu um eignastýringu yfir í að sjá algjörlega um allan reksturinn. Þessa þekkingu ætlum við nú að flytja út. í því sambandi höfum við gengið til samstarfs við svissneska aðila um að stofna dótturfyrirtæki í Lausanne í Sviss sem mun sérhæfa sig í rekstri lífeyrissjóða og einka- bankaþjónustu. Þetta verður hrein viðbót við rekstur Kaupþings og verður sett á fót í byrjun næsta árs,“ segir Sigurður í viðtalinu. ■ Útrás/lO-11 stöðvarnar og til þess að aðstoða við að slökkva eldinn,“ sagði Jón Viðar. Hann sagði að um þrjátíu slökkviliðsmenn hefðu unnið að slökkviaðgerðum. „Það veitti ekki af auka aðstoðinni, en stuttu eftir að brunaútkallið kom þurftum við að sinna fimm sjúkraflutningum," sagði Jón Viðar. Skólastarf raskast ekki Að sögn Þorsteins Sæberg, skólastjóra Arbæjarskóla, mun skólastarf ekki raskast vegna eld- voðans. Hann segir þó að það verði að endurskipuleggja leikfimi- kennslu skólans og verður hún með nýju móti næstu vikurnar vegna brunans. hafa gengið vel en þó er talið að um milljónatjón sé að ræða. „Það er erfitt að fást við eld í þökum," sagði Jón Viðar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Svona eldar vilja hlaupa um allt en slökkvistarf gekk þó bara nokkuð vel. Þetta er mikið tjón. Það er mikið verk framundan að hreinsa upp vatnið af íþróttagólfinu, sem er mjög illa farið,“ sagði Jón Viðar, en það tókst að koma í veg fyrir að vatn bærist í önnur húsakynni skólans. Að sögn Jóns Viðars hjálpuðu slökkviliðsmenn í Hafnarfirði við að ráða niðurlögum eldsins. „Við sendum út svokallað minna útkall og komu þá til aðstoðar bakvaktar- menn, bæði til að manna slökkvi- Hátíð í Grafarvogi Morgunblaðið/Ásdís Grafarvogsdagurinn var haldinn ,. jj, hátíðlegur í þriðja sinn í gær. Há- tíðarhöldin eru hluti af menningar- verkefni sem nefnist Ljósbrot, en verkefnið er einn af dagskrárliðum Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Dagskráin var fjölbreytt og var meðal annars boðið upp á vatnsleikfimi. Hátíðar- höldunum lauk svo með flug- eldasýningu og fjörugri fjöl- skylduskemmtun þar sem hljómsveitin Á móti sól lék fyrir dansi. ®BÚNAÐARBANKINN Tmntur bamkj 170 tr 90 milljónir símanúmera PÓST- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að fjölga símanúmerum í landinu um 90 milljónir. Tekin verða upp 9 stafa símanúmer sem byrja á tölunni 3, en Halló, Frjáls fjarsldpti og Ipternational Mobile Commun- ications Inc. hafa sótt um milljónir nýrra númera. Þessi breyting mun ekki hafa áhrif á núverandi kerfi, og breytir ekki símanúmerum heimila og fyrirtækja í landinu. Gústaf Arnar, forstöðumaður Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að fjölgunin sé til að mæta þessari eftirspum fyrirtækjanna. Hann segir fjölgunina kalla á talsverða skipulagningu. „Við höfum sent til- kynningu til Alþjóðafjarskiptasam- bandsins, sem síðan birtir frétt í riti sem það gefur út reglulega. Þá þurfa símstöðvar um allan heim að gera þær tæknilegu breytingar sem til þarf,“ segir Gústaf. Hann segist reikna með því að hægt verði að byrja úthlutun á númerunum í nóv- embermánuði. Gústaf segir að stofnunin hafi heimild í lögum til að taka gjald af fyrirtækjunum fyrir númerin. „Við erum að undirbúa nýja gjaldskrá og samkvæmt henni verður tekið gjald íyrir hvert þessara nýju númera. Reyndar þarf að leggja gjaldskrána fyrir ráðherra áður en hún tekur gildi,“ segir hann. Hann segir að gjaldinu sé ætlað að mæta kostnaði við þá vinnu sem Póst- og fjar- skiptastofnunin verði að inna af hendi við þessa aðgerð. Auglýst eftir umsóknum um rekstrarleyfi fyrir farsíma Póst- og fjarskiptastofnun aug- lýsti í Morgunblaðinu í vikunni eftir ALLT tiltækt slökkvilið höfuð- borgarinnar var kallað út vegna elds í Árbæjarskóla um hálftíuleyt- ið í gærmorgun. Tókst að slökkva eldinn rúmri klukkustund síðar. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, varaslökkviliðsstjóra í Reykjavík, kviknaði í þakinu á íþróttasal skól- ans er verið var að leggja þar þak- pappa. Hann sagði slökkvistarf ------------ Samdráttur íbflasölu BÍLASALA hefur dregist saman um tæp 10,5% fyrstu átta mánuði ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Bílgreinasambandi Islands. Ails seldust 10.370 bílar á tímabilinu en 11.577 á sama tíma í fyrra. Þessi samdráttur er í samræmi við vænt- ingar og spár sem Bílgreinasam- bandið sendi frá sér fyrr á þessu ári. 3% aukning varð í bílasölunni í nýliðnum ágúst miðað við sama mán- uð í fyrra. Þá seldist 1.161 bfll en 1.199 í nýliðnum ágúst. nýrra í haust umsóknum um rekstrarleyfi fyrir farsíma. Um er að ræða þriðja leyfið til að starfrækja farsímanet og þjónustu samkvæmt GSM-staðli í 900 MHz-tíðnisviðinu. Fyrir eru Landssíminn og Tal með slíkt leyfi, en að auki eru sex fyrirtæki með rekstrarleyfi á 1800 MHz-tíðnisvið- inu. Að sögn Gústafs má rekja tildrög auglýsingarinnar nokkuð aftur í tímann. „Þegar Islandssími var settur á stofn sótti hann um leyfi á 900 MHz-tíðnisviðinu. Þá þótti óljóst hvort stjórnvöld hefðu skuld- bundið sig til að úthluta ekki fleiri leyfum. Sett var í gang athugun á því og fyrr á þessu ári ákvað ráð- herra að leyfinu skyldi úthlutað. Síðan hefur undirbúningur staðið yfir hjá Póst- og fjarskiptastofnun,“ segir Gústaf Amar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.