Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 11 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir hætta fyrir íslenskt efnahagslíf ef útlendingar næðu hugsanlega yfirráðum yfir undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar segir Sigurður að stjórnvöld hafi að hans mati öll tök á að stýra þeirri hættu frá þar sem sé lagaumhverfið og landhelgin. Þeir útlendingar sem ef til vill myndu eignast hlut í ákveðnum sjávarútvegs- fyrirtækjum yrðu að fara eftir þeim lögum og reglum sem sett yrðu hér af stjórnvöldum. Aukið áhættufjármagn inn í sjávarútveginn myndi hafajákvæð áhrif á þá atvinnugrein. „Við höfum annars gert mikið í því að selja íslensk verðbréf erlendis og gefum meðal ann- ars út rit á þriggja mánaða fresti um íslensk hlutabréf og jafnframt rit um íslenskan skulda- bréfamarkað. Þá höfum við verið með auglýs- ingaherferð í dönskum fjölmiölum, bæði í Bör- sen og Berlingske Tidende. I Lúxemborg fást 4 starfsmenn við það eingöngu að kynna og selja íslensk verðbréf. Meö hliösjón af þessu er líklegt að ekkert íslenskt fjármálafyrirtæki hér á landi hafi jafn mikla hagsmuni af því að íslenska krónan haldist sterk. Við höfum verið að selja íslensk skuldabréf og ef gengið yrði fellt gæti það tekið fyrirtækið mörg ár að byggja aftur upp það traust sem myndi glat- ast,“ segirSigurður. Hver eining fyrirtækisins er sjálfstæð Að sögn Siguröar er sérhver eining Kaup- þings sjálfstæð. Það eigi við um sjóðstjórana, greiningardeildina, útibúin erlendis og aðra þætti í starfseminni. Hann segir að það veki oft á tíöum neikvæð viðbrögð ef til að mynda greiningardeild Kaupþings mælir með því op- inberlega að fjárfestar selji hlutabréf sín í ein- stökum félögum. Þá komi stundum fram það sjónarmið að það sé dæmi um tvöfeldni ef til að mynda einhver sjóður í vörslu Kaupþings sé á sama tíma að kaupa hlutabréf í viókomandi félagi. „Þetta er hins vegar akkúrat dæmi um hið gagnstæöa. Þetta sýnir að sjóðstjórinn fær að ráða því sem hann gerir. Og eins er með greiningardeildina. Hún ber ábyrgð á sín- um skrifum. Af minni hálfu kemur ekki til greina að ritskoöa mat hennar alveg eins og éggeri ráð fyrir að eigendurfjölmiöla virði sjálf- stæöi ritstjórna á sínum vegum.“ Stefnan að starfa á jaðarsvæðum Sigurður segir að hlutdeild Kaupþings í við- skiptum sé mjög stór. Þar sé m.a. um að ræða viðskipti með íslensk hlutabréf og skuldabréf, eignastýringu, fjárvörslu og þátttöku í útboö- um fyrirtækja. Til að mynda hafi hlutdeild Kaupþings í öll- um viðskiptum með fslensk hlutabréf verið nærri 40% á síðasta ári. Líklega sé óraunhæft að halda þessari hlutdeild til langframa, hvað þá að auka hana. Þetta hafi verið einn af drif- kröftunum fyrir því að leita á aðra markaði. „Til þess að láta þessa draumsýn verða að veru- leika teljum við aö það sé nauösynlegt fyrir okkur að komast inn á aðra markaöi. Það var lengi vel meginstefna okkar, og er í raun enn, að einbeita okkur að minni og meöalstórum markaðssvæðum, þ.e. jaðarsvæðunum í Evrópu, um leið og við erum vakandi fyrir nýj- um viöskiptatækifærum hvar sem þau kunna að skapast." „Ég er mjög hlynntur þeirri stefnu sem tekin hefur verið varðandi opn- un Kaupþings. Þetta mun styrkja eiginfjárstöðuna verulega og gera fyrirtækinu kleift að takast á við enn stærri verkefni af öryggi,“ segir Sigurður Einarsson. Útflutningur á þjónustu við lífeyrissjóði Kaupþing er að sögn Siguröar með í skoðun að stofna nýjar starfsstöðvar á nokkrum stöð- um erlendis. Nú þegar hafi verið tekin ákvörð- un um að stofna dótturfélag f Sviss til að sinna verkefni á sviði lífeyrissjóöa. „Frá árinu 1990 hefur verið byggð upp mikil þekking innan Kaupþings í umsjón og stjórnun á lífeyrissjóö- um. Við veitum all mörgum lífeyrissjóðum þjónustu, ýmist frá því að sjá eingöngu um eignastýringu yfir í aö sjá algjörlega um allan reksturinn. Þessa þekkingu ætlum við nú að flytja út. í því sambandi höfum við gengið til samstarfs við svissneska aðila um að stofna dótturfyrirtæki í Lausanne í Sviss sem mun sérhæfa sig í rekstri lífeyrissjóða og einka- bankaþjónustu. Þetta verður hrein viðbót við rekstur Kaupþings og veröur sett á fót í byrjun næsta árs. Forsvarsmaður þessa fyrirtækis verður Bjarni Markússon, sem áður starfaöi hjá líftryggingafyrirtækinu Swiss Life. Mikil samkeppni er í þessari atvinnugrein, en viö teljum okkur hafa fundið rétta samstarfsaðila og komist í sambönd sem ættu að tryggja ár- angur ef allt gengur að óskum. Þarna erum við að hefja útrás þar sem sem Kaupþing reynir að komast á nýja syllu í alþjóðlega markaön- um.“ Útrás erlendis þjóðhagslega hagkvæm Sigurður segir að útrás eins og Kaupþing hefur staðið fýrir erlendis sé þjóöhagslega hagkvæm eins og önnur útflutningsstarfsemi. íslenska hagkerfið sé að mestu opiö og það fjármagn sem safnist fyrir í sjóðum og fýrir- tækjum á íslandi leiti hagkvæmustu ávöxtun- ar og áhættudreifingar, þar sem slíkt býðst. Ef Kaupþing starfrækti ekki fyrirtæki erlendis þá myndu einhver erlend fjármálafyrirtæki hirða hagnað af ávöxtun íslensks sparifjár erlendis og hagnaðurinn því ekki berasttil íslands. „Ég vil lýsa þessu sem fullvinnslu á fjármagni al- veg eins og þegar um er að ræða fullvinnslu á sjávarafurðum. Ef peningarnir eru einungis fluttir út er eins og verið sé að flytja út hráefnið án þess að vinna úr því. Það myndast mikil innlend þekking í þessari starfsemi og Ijóst er að íslendingar sem starfa erlendis eru ávallt vakandi fyrir góðum ávöxtunarfærum á ís- landi, en ólíklegt er að erlendir sjóðsstjórar fjármálafyrirtækja hefðu eins mikinn áhuga á Islenskum verkefnum. Auk þess þykir eftir- sóknarverðara að starfa hjá Kaupþingi vegna þeirrar starfsemi sem fyrirtækið er með er- lendis. Atvinnutækifærin aukast og batna. Á seinustu þremur til fjórum árum hafa til að mynda skapast hér í þessu fyrirtæki um 175 ný störf og eru 35 þeirra á erlendri grund," segirSigurður. Aðild að Norex jákvætt skref Aðspurður um við hverju hann búist þegar tekið verður upp Norex-samstarf norrænna kauphalla í október næstkomandi, sem Verö- bréfaþing íslands er aðili að, segist Sigurður líta á það sem jákvætt skref fyrir Islenskan verðbréfamarkaö. Norex-samstarfið muni tengja íslenskt efnahagslíf betur við umheim- inn sem sé I eöli sínu jákvætt og viöskiptin á íslenska verðbréfamarkaönum geti aukist. Þó geti útkoman orðið sú aó viðskiptin yrðu fýrst og fremst með stærstu félögin, þau sem séu með mest markaðsvirði. Og ef tiifellið verði að hlutabréfavísitalan lækki við þetta, þá sé það einfaldlega vegna þess að félög séu of hátt metin I dag. „Ef bornar eru saman vissar at- vinnugreinar hér á landi við samsvarandi greinar víða erlendis, til dæmis ef skoðaðar eru lykiltölur fyrir bankana hér á landi I saman- burði við banka á Norðurlöndunum, þá eru bankarnir hér lang dýrastir. Þetta kann hins vegar að eiga sér aðrar skýringar. Það geta til að mynda veriö I samþykktum banka erlendis einhverjar takmarkanir á atkvæöisrétti sem rýrir verögildi þeirra. En hvað sem því líður tel ég að Norex-samstarfiö verði til góða.“ Skráning á VÞÍ gerir fyrirtækinu kleift að vaxa áf ram Eigendur Kaupþings, þ.e. Sparisjóöirnir, hafa ákveðið að sækja um skráningu lýrirtæk- isins á Veröbréfaþingi Islands og þar með opna það fyrir öðrum og hætta þeirri stefnu aö eiga félagið 100%. „Ég er mjög hlynntur þeirri stefnu sem tekin hefur verið varöandi opnun Kaupþings. Þetta mun styrkja eiginfjárstöðuna verulega og gera fýrirtækinu kleift að takast á við enn stærri verkefni af öryggi. í þessari starfsemi eru nokkur lykilatriði. í fyrsta lagi er þaö umhverf- ið, þ.e. hvað má gera. í þessum efnum erum við hér á landi svipað sett og aörar fjármála- stofnanir I nágrannalöndunum hvað varðar að við fýlgjum reglum frá Evrópusambandinu. í öðru lagi er tæknistigið. Kaupþing er mjög vel tæknibúið, allur hugbúnaður er nýr og með því besta sem gerist I fjármálaheiminum hvar sem er. í þriðja lagi skiptir miklu hve góðu starfsfólki fyrirtæki hafa á að skipa. Starfsfólk Kaupþings er með þvf besta sem gerist. Menntunarstigiö er hátt, en um 70% af starfs- fólkinu er með háskólamenntun frá öllum heimshornum og starfsmannavelta er hverf- andi. í fjórða lagi er áhættuviljinn sem segirtil um hvort viðkomandi sé tilbúinn að taka áhættu. Óhætt er að segja að Kaupþing hefur sýnt slíkan vilja. í fimmta lagi er svo fjárhags- legur styrkleiki. Þar liggur helsti veikleiki Kaup- þings. Opnun á Kaupþingi með útgáfu nýs hlutafjár mun því styrkja þessa hliö fyrirtækis- ins. Þá tel ég einnig að það sé mjög skynsam- legt fýrir eigendur Kaupþings að opna fýrirtæk- ið og fá þannig verðmióa á hlutafé sitt I því. Þar með verður eigendunum gert mögulegt að minnka sinn hlut hér, óski þeir þess, ef þeir telja slíkt hagkvæmara hverfyrir sig.“ Sameining fyrirtækja þarf að beinast að því að auka tekjur Sigurður telur ekki ólíklegt að miklar breyt- ingar muni eiga sér staö á næstunni I Islensk- um fjármálaheimi. Auðvelt sé að sjá fýrir sér einhverja frekari sameiningu, samruna og samstarf fjármálafýrirtækja en það þurfi ekki að vera bundið við fyrirtæki hér á landi. „Ég tel ekkert endilega skynsamlegt að sameina tvo viðskiptabanka. Við erum með einstaka banka hér á landi sem eru með mjög stóra markaöshlutdeild I þeim viðskiptum sem þeir sinna, eins og til dæmis I innlánum eða I við- skiptum við einstakar atvinnugreinar og ég er ekki viss um aö sú hlutdeild þurfi að vera stærri. Sú fjármálastofnun sem er með á bil- inu 40-50% af ákveöinni tegund viðskipta þarf ekki endilega.að hækka hlutdeildina upp 160- 70% til þess að geta minnkaö kostnað. Ég held því að sameining þurfi fyrst og fremst að beinast I þá átt að skapa tekjur. Það sé miklu vænlegra en að einblína á sameiningu sem veldur kostnaðarlækkun. Samstarf við ýmsa erlenda aðila getur einnig verið mjög skynsam- legt, ef vel er á spilum haldið. í þessu sambandi vil ég geta þess að mér finnst ósanngjörn sú gagnrýni sem oft er beint að stórum íslenskum fýrirtækjum, eins og til dæmis Eimskipafélaginu eða Baugi. Sumir vilja helst að þessum stóru fyrirtækjum verði skipt upp því það sé svo slæmt fyrir sam- keppnina hvað þau eru stór. Ef fýrirtæki eiga að geta haslað sér völl á erlendum mörkuðum þurfa þau að vera stór á íslenskan mæli- kvarða. Og þeim þarf einnig að ganga vel á sín- um heimamarkaöi. Hins vegar held ég að ís- lenskfyrirtæki, sem eru stórá heimamarkaöi, hvort sem er I fjármálageiranum eða á öðrum sviðum, eigi að líta út fyrir landsteinana. Mér finnst menn nefnilega oft vera að hlaupa frá vandanum þegar þeir horfa eingöngu til þess að það þurfi að sameina hér á landi til að hægt sé að byrja á hagræöingu. Þess vegna sé ég engan tilgang endilega I því aö sameina Landsbankann og Búnaðarbankann," segir Sigurður. Framtíðarhlutverk Kaupþings Sigurður segir að I framtíöinni veröi Kaup- þing alþjóölegt fjármálafyrirtæki með tslensk- ar rætur sem hafi meirihluta tekna sinna af al- þjóðlegum viðskiptum. Vonandi verði Kaup- þing áfram I meirihlutaeigu Islendinga en með virkri eignaraöild erlendra aðila. „Við þurfum að geta keppt á jafnréttisgrundvelli um við- skipti jafnt innlendra sem erlendra fjárfesta og fýrirtækja. Við þurfum að öðlast þann styrk aó þegar t.d. danskt fyrirtæki hugar að hlutafjár- útboði þá komi Kaupþing jafnt til greina sem útboðsaðili eins og Den danske Bank eða Carnegie. Alþjóðlegt fjármálafýrirtæki með styrk af þessu tagi verður betur I stakk búið til þess að ávaxta sparnað landsmanna og koma á eins hagstæðri dreifingu á áhættu og ávöxt- un og kostur er fýrir íslenska fjárfesta. Það er einnig mjög brýnt fýrir Kaupþing að styrkja fjár- hagsgrundvöll sinn til þess að geta mætt hugsanlegum hagsveiflum og áföllum I fram- tíðinni. Góðærum lýkur fýrr en varir og fjárfest- ingum fylgir alltaf mikil áhætta. Og hún er því meiri sem þær eru stærri. í raun kemur það ekki I Ijós hversu traust og faglegt fjármálafýr- irtæki er fyrr en fyrirtækiö hefur sannað að það hefur gengið I gegnum kreppu og áföll án þess að missa traust og trúnað viöskiptavina sinna," segir Siguröur Einarsson, forstjóri Kaupþings, að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.