Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 46
^46 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Þú hefðir meira gaman af bakpokaferðum, Magga, ef þú kynnir að rúlla upp svefnpokanum þínum.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vegna greinar Einars Eyjólfs- sonar prests Frá Jómnni Sörensen: í SVARI Einars Eyjólfssonar prests við grein er ég ritaði í Morg- unblaðið 15. ágúst sl. ræðir hann m.a. þá skoðun mína að margir sem alla jafna sækja ekki kirkju en nota engu að síður þjónustu kirkjunnar geri það vegna þess að þeir vita ekki að hægt er að hafa persónuleg- ar athafnir er tengjast gleði og sorgum á annan hátt. Þessa skoðun mína velur Einar að túlka þannig að ég sé að „gera lítið úr því fólki sem notfærir sér þjónustu kirkjunnar" og ennfremur segir hann að þessi skoðun sé „einstæð yfirlýsing um andlegt ásigkomulag þjóðarinnar". Ekkert er fjær mér en að gera lítið úr þeim sem ekki vita. Meginástæðan fyrir því að al- menningur er ekki upplýstari um fjölbreyttari valkosti við nafngiftir, giftingar og minningarathafnir er sú að þrátt fyrir að trúfrelsi sé hér á landi samkvæmt lögum er hér rík- iskirkja. Ef einstaklingur velur sér ekki trúfélag sérstaklega eða að standa utan trúfélaga er hann skráður í þjóðkirkjuna. Minnir dá- lítið á umræðuna um gagnagrunn- inn svokallaða og „ætlað samþykki" sem skiptar skoðanir eru á um þessar mundir. Hefðir leika einnig stórt hlutverk í samfélagi mannanna. Ungur mað- ur, Haraldur Óh Haraldsson, ritaði lesendabréf í Morgunblaðið fyrir skömmu og benti á að fólk leitaði eftir þjónustu kirkjunnar vegna hefðar en ekki trúarþarfar. Einar notar einnig orðið „hefð“ þegar hann ræðir um notkun kirkjunnar á orðinu „ferming". Hefðin kemur oft í veg fyrir að fólk leiti annarra leiða. „Svona hefur þetta alltaf verið“ eða „svona gera allir“ er oft góð út- skýring á því sem gert er. Aðskilnaður ríkis og kirkju er knýjandi nauðsyn. Aðskilnaður við ríkið gerir kirkjuna sjálfstæða og fólk sjálfstæðara gagnvart kirkjunni. Aðskilnaður ríkis og kirkju knýr fólk til að taka afstöðu og velja hvort það vill tilheyra kirkjunni eða standa utan hennar. JÓRUNN SÖRENSEN, kennari. Jórunn Sörensen Þakkir fyrir umbót á umferðargötu Frá Auðuni Braga Sveinssyni: FYRIR rúmu ári skrifaði ég stutt lesendabréf hér í blaðið um ákveðna götu hér í borginni, nánar tiltekið Birkimel. Þar varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera næst- um ekinn niður í vatnsflóði frá bíl einum, er ók þar á ofsahraða. Síðan forðaðist ég að ganga þar á gang- stétt, eftir að vatn hafði safnast í hjólför, sem þar höfðu myndast, og voru alldjúp. Veit ég að fleiri munu hafa forðast þetta eins og ég. Ég benti á í bréfi mínu, að gera þyrfti umbætur á götu þessari, og það sem fyrst. Eyða þyrfti hjólförum þessum og þar með vatnsrásum þeim, er myndast höfðu. Borgin hefur í mörgu að snúast, og þetta var látið dragast, þvf miður allt of lengi. Nú tek ég eftir því, að búið er að gera lagfæringar á götu þessari, á þann veg, að vatn safnast ekki leng- ur í gömlu hjólförin. Borgin hefur látið fræsa upp gamla og slitna götu og gert hana eins og nýja. Vafalaust mörgum til hagræðis og ánægju. Fyrir þetta vil ég leyfa mér að þakka borginni okkar, og hið sama held ég að margir geti tekið undir. Þetta er kannske ekki stórt mál, en varðar samt allmarga, ekki síst gangandi vegfarendur, sem leið eiga meðfram þessari götu, en þeir eru margir. Landsbókasafn-Háskólabókasafn er þarna rétt hjá, og eflaust þurfa margir þangað að leita, bæði starfs- menn og notendur safnsins. Eitt sinn benti Pétur Gunnarsson rithöfundur á, að borgin væri raunar ekki eingöngu úr efnislegum hlutum gjörð, heldur engu síður úr orðum, og væri þess vegna „í höfðinu", eins og hann orðaði það. Að lokum tvö erindi um Reykja- vík, sem ég leyfi mér að setja hér, og vonast til að fáist birt við hentug- leika. Borgin er úr grjóti og gleri, - gjörð úr steypu og malbiki. Signuðhúnæséogveri, með sínu glaða mannlífi. En Pétur Gunnars fann þó forðum fleira í borgarlandinu. Borgin, hún er byggð úr orðum; borginer,jhöfðinu“. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teijast samþykkja þetta, ef ekki fvlgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.