Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ — ^sii Mikið líf er við smábátahöfnina í Bolungarvík eftir hádegi á virkum dögum þegar trillurnar koma til að landa. vvvvmi' Guðmundur Einarsson fylgist með fóður sínum Einari Guðmundssyni beita í einum af beitningaskúrunum. Tveir nýir bátar komu til hafnar í Bolungarvík, Guðmundur Ein- arsson IS sem er 6 tonna trilla og Þorlákur IS sem er 150 tonna. Um 17 manns starfa í fiskvinnslunni Vík sem fær allt sitt hráefni frá smábátum. BOLUNGARVÍK hefur, líkt og mörg önnur sjávarþorp á íslandi, mátt þola miklar þrengingar samfara erfið- leikum í rekstri sjávarútvegsfyrir- tækja. Fyrir aðeins fáeinum árum voru 5 togarar í bænum og bæjarlífið fjölskrúðugt og lifandi, en eftir árið 1990 upphófst nýtt tímabil í sögu bæj- arins er erfiðleikar steðjuðu að fyrir- tæki Einars Guðfinnssonar og það varð gjaldþrota árið 1993. Á næstu árum missti Bolungarvík megnið af aflaheimildum sínum úr bænum og árið 1995 til 1996 má segja að botnin- um hafi verið náð og endurspeglast það hvað best í því að í kjölfarið fór íbúatala bæjarins í fyrsta skipti um langan tíma undir 1.000. Atvinnu- ástandið var slæmt og fólk sá framtíð sinni ekki borgið í bænum. Nú, við upphaf nýrrar aldar, virðist ný dagsbrún - sumir tala jafnvel um endurreisn - í augsýn í sjávarútvegi í Bolungarvík. Breytingin er sú að í stað togara eru það 6 tonna trillur sem halda uppi atvinnulíftnu við höfn- ina og í fyrsta skipti í 16 ár er að koma nýtt skip inn í byggðarlagið, en út- gerðarfélagið Dýri ehf. hefur fljót- lega veiðar á linuveiðiskipinu Þorláki ÍS. Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, sagði að það hefðu eðlilega orðið ákveðin þáttaskil í bæn- um þegar fyrirtæki Einars Guðfinns- sonar hefði hætt rekstri. „Ég held hinsvegar að við séum að ná áttum og sáttum núna eftir þetta ótímabæra gjaldþrot," sagði Ólafur. „Menn voru svolítið lengi að fóta sig eftir þetta.“ Ólafur sagðist vera mjög bjartsýnn á að nú væri verið að snúa þróuninni við, sérstaklega í ljósi þess að íbúa- fækkunin hefði stöðvast. „Ég tel að þessi smábátaútgerð hafi haft alveg gífurlega góð áhrif á þróun byggðamála hér. Fjölmargir einstaklingar hafa ráðist í stórvirki Smábátar leysa togara af hólmi í Bolungarvík Það eru breyttir tímar í Bol- ungarvík. Trillur hafa nú leyst togarana af hólmi sem helsta lífæð bæjarins og ríkir nú mikil bjartsýni á meðal bæjarbúa um að atvinnuástandið sé að kom- ast á réttan kjöl. Trausti Hafliðason blaðamaður og Árni Sæberg ljósmyndari fóru til Bolungarvíkur og kynntu sér smábátaútgerðina og þau áhrif sem hún hefur haft á bæjarlífíð. með því að kaupa báta og kvóta og hafa gert það með stuðningi Sparisjóðs Bolungarvíkur, sem hefur lánað á annan milljarð króna til þeirra kaupa. Bolvík- ingar eru alveg ákveðnir í því að bjarga sjálfum sér og byggðar- laginu - í dag finnst mér ríkja ró og friður yfir bænum.“ Guðmundur Halldórsson, smábátaeigandi og formaður Smábátafélagsins Eldingar, sem er félag smábátamanna á norðanverðum Vestfjörðum, sagði að það væri sóknarhugur í fólki. Hann sagði að eftír að frystihús Naseo hefði hætt bol- fiskvinnslu og hafið rækju- vinnslu hefðu margir áttað sig á því að bærinn myndi ekki þríf- ast á rækjuvinnslunni einni saman, sérstaklega ekki þar sem að engir rækjubátar væru gerðir út frá Bolungarvík og allt hrá- efnið kæmi frá Flæmingjagrunni. „Uppbyggingin hófst með því að menn hófu að fjárfesta í trilluútgerð og kaupa kvóta með hjálp frá Spari- sjóðnum,“ sagði Guðmundur H. „Þetta var á þeim tíma sem mikil svartsýni ríkti í bæjarfélaginu í kjöl- far gjaldþrots EG (Einars Guðfinns- sonar). Margir höfðu misst vinnuna eftir gjaldþrotið og vildu flytja úr bænum, en nú kveður við nýjan tón. í stað þess að selja húsin sín og flytja úr bænum eru margir að kaupa göm- ul hús til þess að gera þau upp. Meira að segja elsta steinhús bæjarins, sem byggt var fyrir aldamót, hefur verið keypt og það á að fara að gera það upp íljótlega." Að sögn Guðmundar H. eiga Bol- víkingar næststærsta kvóta landsins í aflahámarkinu. „Á þessu ári hafa fimm nýir bátar komið í bæinn, þannig að það eru mikil umskipti í bænum núna og þessi svartsýni, sem ríkti, hefur á skömmum tíma breyst í bjartsýni. Þá hafa sprottið upp tvær nýjar fiskvinnslur í tengsl- um við smábátaútgerðina, fisk- vinnsla Björgvins Bjamasonar ogVík.“ Guðmundui’ H., sem nú er 68 ára, sagðist sjálfur gera út trill- una Tóta ÍS, sem ber sama nafn og fyrsta skip Einars Guðfinns- sonar, sem var áraskip. Guð- mundur H., sem er systursonur Einars og fyrrverandi skipstjóri á Hugrúnu, rækjuveiðiskipi EG, sagðist hafa viljað viðhalda þessu nafni, ekki síst vegna sögunnar. Hann sagðist sækja miðin frá apríl og fram í nóvember og veið- in hefði verið góð undanfarið og ekkert undan því að kvarta. Erum að stökkva marga áratugi aftur í tímann Einn af þeim mönnum sem hafa tekið þátt í uppbyggingu smábátaút- gerðarinnar í Bolungarvík er Guð- mundur Einarsson, en hann hefur verið aflakóngur á 6 tonna bátum síð- ustu ár og hefur veitt yfir 800 tonn á ári, síðustu tvö ár. „Það ríkir bjartsýni þó við séum í raun að stökkva marga áratugi aftur í tímann," sagði Guðmundur. „Við er- um eiginlega komnir í heilan hring í þróuninni - bátastærðin er svipuð og hún var í kringum 1930 til 1940.“ Að sögn Guðmundar eru fimmtán 6 tonna trillur í bænum, sem gera út allt árið um kring, og skila þær gífur- lega miklum afla inn í byggðarlagið. Guðmundur sagðist hafa keypt fyrsta smábátinn fyrir 13 árum. „Ég keypti hann fyrst og fremst til þess að fara út í Jökulfjörð að leika mér. Þetta vatt síðan upp á sig og ég fór að stunda færaveiðar og í slagtogi við aðra keypti ég annan bát. Það var hinsvegar ekki fyrr en árið 1997 að ég ákvað að gera þetta að heilsárs starfi, en fram að þeim tíma hafði ég verið á Guðbjörginni." Guðmundur hefur stundað sjó- mennsku stóran hluta af ævinni, eri í 20 ár starfaði hann á Guðbjörgu ÍS, einu fengsælasta aflaskipi landsins fyrr og síðar. Hann byrjaði þar sem háseti og endaði sem skipstjóri og því óhætt að segja að hann hafi unnið sig upp allan metorðastigann. Þegar út- gerðarfyrirtækið Hrönn, sem gerði út Guðbjörgina, sameinaðist Sam- heija sagðist hann hafa notað tæki- færið til þess að hætta og fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. „Ég var orðinn leiður þessu togara- fiskeríi og hafði alltaf haft áhuga á að stofna eigin rekstur," sagði Guð- mundur. „Ég er ekki sá eini sem stend í þessum sporum, því það eni að minnsta kosti 4 eða 5 menn sem hafa klárað Stýrimannaskólann og hafa full réttindi á stóru skipin, sem eru nú á trillum héma í Bolungarvík.“ 15 trillur skapa vel á annað hundrað störf Guðmundur rekur nú útgerðarfyr- irtækið Ós ásamt föður sínum, Einari Guðmundssyni og foðurbróður, Daða Guðmundssyni og gera þeir út trill- urnar Guðmund Einarsson og Völu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.