Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 33 fltasnnHiifeifr STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIMSÓKN FORSETA ÞÝZKA ÞINGSINS UM ÞESSA helgi er Wolfgang Thierse, forseti þýzka Sam- bandsþingsins, í opinberri heimsókn hér á Islandi. Með þessari ferð er hann að endurgjalda heim- sókn Halldórs Blöndals, forseta Al- þingis, til Þýzkalands fyrr á þessu ári. Koma Wolfgang Thierse hingað til lands er enn eitt dæmi um það sér- staka samband, sem tekizt hefur á milli Islands og Þýzkalands á undan- förnum árum og endurspeglast m.a. í því, að Schröder, kanslari Þýzka- lands, mun koma hér í stutta heim- sókn næstu daga. Samvinna á öðrum sviðum, svo sem í menningarmálum, er orðin mjög nykil og viðskipti á milli Islands og Þýzkalands hafa alltaf verið mikil. Athyglisvert er hve lífleg útgáfa er í Þýzkalandi á íslenzkum skáldverk- um í þýzkri þýðingu og er ástæða til að gefa gaum því mikla starfi, sem einstakir þýzkir þýðendur og bóka- útgefendur hafa lagt af mörkum í því skyni að koma íslenzkum bókmennt- um á framfæri við þýzka lesendur. Þá eru íslenzkir tónlistarmenn mikið á ferð í Þýzkalandi eins og allir vita. Við Islendingar eigum að leggja mikla rækt við tengsl okkar við Þýzkaland. Þjóðverjar eru miklir vinir okkar og þeir styðja okkur af einlægni, þegar við þurfum á því að halda vegna margvíslegra hagsmuna í samskiptum við Evrópusambandið. Þá er fyrirsjáanlegt að breytingar verða á næstu árum í öryggismálum Evrópu og þar höfum við einnig hagsmuna að gæta. Af þessum ástæðum öllum er okk- ur Islendingum mikill sómi sýndur með heimsókn forseta þýzka Sam- bandsþingsins. HÁLENDIÐ ER AUÐLIND HÁLENDI íslands er auðlind. Uppi eru mörg álitamál um það hvernig við eigum að umgangast þá auðlind. Sumir áfangastaðir ferða- manna á hálendinu eru að verða of fjölsóttir. Þeir láta á sjá. Hvernig á að bregðast við því? Hversu langt á að ganga í fram- kvæmdum á hálendinu? Margir eru þeirrar skoðunar, að það eigi að tak- marka þær eins og kostur er. Hluti af aðdráttarafli hálendisins er, að það er ekki auðvelt að ferðast um það. Hvers vegna ætti það að vera auðvelt? Af þessum sökum er ferð Sivjar Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra, um hálendið fyrir nokkrum dögum mikilvæg. Hún stuðlar að því að beina athygli að málefnum hálendis- ins og þeim viðfangsefnum, sem þar þarf að fjalla um. ÞARFT VERK HÖRÐUR Geirsson, safnvörð- ur á Minjasafninu á Akur- eyri, hefur unnið þarft verk með þeirri forgöngu, sem hann hefur haft um að bjarga líkamsleifum flugmanna, sem fórust í flugslysi í óbyggðum á stríðsárunum og ekki hefur verið sinnt um fyrr en nú. Raunar er óskiljanlegt, að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrr. Minningu þessara manna ber sú virðing, sem nú hefur verið sýnd. Fyrir það á Hörður Geirsson miklar þakkir skildar. Ritstjórnargreinar Morgunblaðsins 3. sept 1980: „Er ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar, „kaupránsstjórnin" svokölluð af ofstækisfullum verkalýðs- rekendum og pólitískum handbendum, fór frá í byrjun september 1978, var þessi kaupmáttur kominn í 118,8 og hefur ekki orðið hærri síð- an, þrátt fyrir það „að kosn- ingar eru kjarabarátta“ og að „samningar" hafa væntan- lega „verið settir í gildi“. Kaupmáttur kauptaxta verkamanns var hinsvegar kominn niður í 103,8 í apríl- mánuði sl. Hann fór niður fyrir 100, eða kaupmátt árs- ins 1971, í maímánuði sl. Eft- ir kauphækkun í júní fór hann upp í um 108 sem þó er allnokkru undir þeim kaup- mætti sem var í endaðan feril ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar á haustdögum 1978, sem Þjóðviljinn kallaði „kaupránsstjóm". Þetta orð, „kaupránsstjóm", fyrirfinnst nú ekki á síðum Þjóðviljans eða annarra vinstrimálgagna. Ekki heldur slagorðið „kosn- ingar em kjarabarátta". Og krafan „samningar í gildi“ er í dag kapitalísk villutrú.“ 3. sept 1970: „Miklar fram- kvæmdir em nú í undirbún- ingi í virkjunarmálum. Með Búrfellsvirkjun var brotið blað og komið upp stórvirkj- un á íslenzkan mælikvarða. Þetta var einungis unnt vegna þess, að hagkvæmir samningar náðust um bygg- ingu álversins í Straumsvík pg raforkusölu til þess. í viðtali, sem Mbl. birti í gær við Jóhann Hafstein, for- sætisráðherra, kom fram, að í vetur verða lögð fyrir Al- þingi fmmvörp um tvær stórar virkjanir í Sigöldu og Hrauneyjarfossi en samtals verða þessar virkjanir 300 MW að stærð en fullbúin verður Búrfellsvirkjun svo sem kunnugt er 210 MW. Enn fremur verða lögð fyrir Alþingi frv. um tvær smærri virkjanir í Lagarfossi á Aust- urlandi og Svartá í Skaga- firði en í báðum þessum byggðarlögum er mikill áhugi á þeim virkjunar- framkvæmdum.“ Hættaað vinnafréttir hálf ijögnr REYKJAVIKURBRÉF Aneðanjarðarbrautarstöðinni Akasuka Mitsuke í Tókýó hafa lestimar vart við mannfjöldanum, sem er á leið til vinnu. Klukkan er um átta að morgni. Um leið og ein lest heldur frá brautar- pallinum kemur sú næsta, en samt er eins og lestarkerfið hafi ekki við körlum í jakkafiötum og konum í drögtum, sem streyma inn og út. A sumum brautarstöðvum í Tókýó starfa sérstakir troðarar þegar örtröðin er sem mest og þrýsta á farþega til að dymar á lestarvögnunum lokist Það em engir slíkir menn á þessari brautar- stöð, en engu að síður er vel troðið í vagnana og einn farþeginn hefur skorðast heldur óheppilega þannig að kinnin á honum flest út á rúðu þegar lest- in tekur af stað. Það er farið að rökkva í Kýótó, gömlu höfuðborg- inni. Skemmtihverfið neftiist Gíon, en öndvert við slík hverfi í Tókýó, sem breytast í iðandi ljósahaf er dimma tekur, hefur þetta gleðihverfi á sér mun ró- legri blæ. Þegar gengið er eftir Pontosjo-götu er eins og horfið sé aftur í tíma. Hefðbundnir japansk- ir veitingastaðir em við hvert fótmál í þröngri göt- unni og maður veit að yíða bak við luktar dyr bíða geisur eftir gestum. Útlendingar fá þar yfirleitt ekki inni, en Japanar voga sér reyndar ekki heldur inn á slíka staði nema þeir hafi meðmæli. I þetta sinn er heppnin þó með ferðalangnum því að skyndilega birtast þrjár skrautbúnar konur, hvítar eins og kalk í framan og vaiimar eldrauðar, með prjóna og skraut í hári, í háum tréskóm og klæddar skrautlegum sloppum í skæram litum með púða á bakinu og breiðan mittislinda. Þær skrafa og hlæja og em horfnar nánast jafnfljótt og þær birtust. Innfæddir sjá sennilega um leið hvort þarna era á ferð geisur, eða mækur, en svo nefnast konur, sem era að læra til geisu, en í þessu tilviki er gests aug- að ekki svo glöggt. Þessar tvær glefsur gefa innsýn í það hvemig er að koma til Japan, þar sem oft virðist eins og takist á tveir tímar, sá gamli og sá nýi. Það þarf ekki að koma á óvart að sjá sloppklæddan súmóglímu- kappa kjaga við hliðina á völtum ungmeyjum klæddum samkvæmt nýjustu tísku í skóm með 15 sentimetra háum hælum. Það er engin spuming að japanskt þjóðfélag hefur á sér vestrænt yfirbragð, en stundum er ekki frá því að fleira sé ólíkt en líkt með Japan og Vesturlöndum. Það fyrsta, sem blas- ir við, er áherslan á hópinn umfram einstaklinginn. Að þessu hafa vestrænir íþróttamenn komist, sem reynt hafa fyrir sér í hópíþróttum í Japan. Fjöldinn allur af sögum er til um bandaríska hafnaboltaleik- ara, sem fengið hafa samning í Japan og fengu kaldar kveðjur þegar þeir lögðu sig hvað harðast fram. Umfram allt má ekki niðurlægja andstæð- inginn og þykir ókurteisi að bursta hann, nóg að vinna. Á ýmsum sviðum þjóð- félagsins gilda ósveigjan- leg lögmál og blaðaheim- urinn þar ekki undan- skilinn. Stærri dagblöð í Japan koma út nokkrum sinnum á dag. Milli þeirra ríkir samkomulag um að hætta að vinna fréttir í síðdegisútgáfurnar klukkan hálffjögur. Það er auðvelt að fylgjast með því hvort þetta er haldið. Ef í blaðinu er greint frá einhverju, sem gerðist eftir þann tíma er augljóst að samkomulagið hefur verið brotið. Þegar stórir viðburðir verða, sem ljóst er að blöð- in munu missa af nema undantekning sé gerð frá samkomulaginu, halda blöðin samráðsfund. Ef ekki næst samkomulag greinir ekkert blað frá at- burðinum. Um síðustu áramót reyndi á samkomulag blað- anna. Nokkra daga á ári koma ekki út blöð í Jap- an og er nýársdagur þar á meðal. Nú brá hins vegar svo við að ekki var vitað hvort ringulreið gripi um sig vegna tölvuvanda er árið 2000 gengi í garð. Sumir blaðaútgefendur hölluðust að því að gefa yrði út blað á nýársdag því að greina yrði frá því ef tölvukerfi heimsins hryndu með nýju ár- tali. Ekki féllust allir á að þetta væri næg ástæða til að bregða af venjunni og kom því ekkert blað út. Það þætti saga til næsta bæjar ef New York Times og Washington Post hefðu sams konar samráð og Asahi Shimbun og Yomiyuri Shimbun. Þó ríkir samkeppni milli blaðanna í fréttaöfl- un. Blaðamaður á Asahi Shimbun segir að ‘olað- inu hafi tekist að marka sér sérstöðu með því að fara ofan í saumana á spillingarmálum í borgum og sveitum. Hann viðurkennir að blaðamanna- fundir með stjómmála- og embættismönnum fari nánast fram eftir handriti og það sé hending að þar komi eitthvað nýtt fram. Oft og tíðum komi spurningamar meira að segja frá stjórnmála- mönnum eða embættismönnum, sem halda fund- ina. Síðan bætir hann við að það sé fráleitt að Japan og kalda stríðið Endurmat á hlut Hirohitos keisara Laugardagur 2. september spyrja erfiðu spurninganna þegar allir keppi- nautarnir heyri, betra sé að sitja einn að frétt- inni. Því hafi japanskir blaðamenn ávallt sérað- gang að heimildarmönnum handan leiksviðsins. Þótt hefðir setji sterk- an svip á japanskt þjóðfé- lag er ákveðin upplausn farin að grípa um sig eft- ir tíu ára samfellda efnahagslægð. Japanar upp- lifðu samfellda uppgangstíma í rúm fjöratíu ár eftir heimsstyrjöldina síðari. Líkt og um Þjóð- verja mátti segja um Japana að þeir hefðu tapað stríðinu en unnið friðinn. Þó þarf að varast að einfalda um of. Þegar stríðinu lauk og hernámslið Bandaríkjanna með Douglas MacArthur í broddi fylkingar kom til Japans settu Bandaríkjamenn sér það markmið að efla lýðræði og koma á sem mestri tekjudreifingu og sem dreifðastri eign á framleiðslutækjum og þátttöku í verslun. Ýmsir atburðir in-ðu til þess að áherslurnar breyttust, ekki síst að 1949 í Kína náði Maó Tse Tung Pek- ing á sitt vald og ári síðar hófst Kóreustríðið. Nú var dagskipunin að framfylgja hinni svokölluðu innilokunarstefnu. Hætt var að hreinsa þjóðern- issinna á hægri vængnum út úr stjórnkerfinu og brátt voru iðjuhöldamir, sem höfðu drottnað fyr- ir stríð, sestir í stóla sína á ný og gömlu pólitísku valdhafarnir teknir við stjórnartaumunum. Sam- band Bandaríkjanna og Japana hefur aldrei ver- ið á jafningjagrundvelli á seinni hluta þessarar aldar. Japanar hafa um flest stutt utanríkis- stefnu Bandaríkjanna, jafnvel þótt það stríddi gegn þeirra hagsmunum. George Kennan, höf- undur innilokunarstefnunnar, skrifaði 1947 í skjalinu, sem markaði hina breyttu stefnu Bandaríkjanna gagnvart Japan, að Japan væri vígi Bandaríkjanna í Kyrrahafinu, eins konar ósökkvandi flugmóðurskip eins og japanskur stjórnmálamaður orðaði það og hefur sama líking verið viðhöfð um Island. Því hefur verið haldið fram að með því að snúa við blaðinu á árunum eft- ir stríð hafi Bandaríkja- menn svipt Japana tæki- færi til að ganga í gegnum nauðsynlegar umbætur. í staðinn hafi það kerfi, sem steypti þeim út í stríðið og ómæld- ar þjáningar, í raun haldið velli og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Onnur afleiðing þessarar stefnubreytingar var að Japanar gerðu aldrei upp grimmdarverk sín í heimsstyrjöldinni. Bandaríkjamenn ákváðu að Hirohito skyldi sitja áfram sem keisari. Hann var gerður að leiksoppi hernaðarsinna, sem teknir voruaflífi. Fyrir nokkra kom út bók, sem heitir Nauðgun Nanking (The Rape of Nanking) eftir Iris Chang. I bókinni er lýst innrás Japana í borgina þar sem þeir nauðguðu, pyntuðu og myrtu með hrottaleg- um hætti á nokkrum vikum rúmlega 300 þúsund manns og er það hrikaleg lesning. Þar er einnig farið yfir það hvernig Bandaríkjamenn og Jap- anar reyndu markvisst að draga úr þessum at- burði eftir stríð. Fjöldamorðanna í Nanking hef- ur að engu verið getið í skólabókum og stjórnmálamenn segja sumir blákalt að um kín- verskan áróður sé að ræða. Fyrr á árinu var meira að segja haldin afneitunarráðstefna um Nanking í Japan. Engu að síður er viðurkenning á þessum atburðum að aukast þar í landi. Nú í ágúst kom síðan út bók eftir Herbert P. Bix, sem nefnist Hirohito og tilurð Japans nútím- ans (Hirohito and the Making of Modern Japan), þar sem viðteknum hugmyndum um keisarann gamla er kollvarpað. í bók Bix er Hirohito ekki leikbrúða hernaðarsinna heldur réð hann gangi mála. Bix leiðir meira að segja líkum að því að keisarinn hafi hvatt til þess að ráðist yrði á Nanking með svo grimmilegum hætti, sem raun bar vitni, er hann lagði til að betra væri að safna miklu liði á lykilstað og veita andstæðingnum yf- irþyrmandi högg í stað dreifðrar, allsheijarsókn- ar. Þau grimmdarverk, sem japanski herinn framdi frá 1931 til 1945, hafa enn áhrif á sam- skipti Japana við grannríkin. Það skipti kannski ekki svo miklu máli í kyrrstöðu kalda stríðsins, en nú þurfa Japanar að feta vandrataðan veg. Þeir vilja hafa áhrif í kringum sig, en grannarnir era tortryggnir vegna þess sem á undan er geng- ið. Er Sovétríkin leystust upp lagði japanska ut- anríkisþjónustan áherslu á að ná áhrifum með opnun sendiráða í fyrrverandi Sovétlýðveldum í Asíu. Aukin umsvif Kínverja setja aukinn þrýsting á Japana og ekki dregur hin hraða atburðarás í samskiptum Suður- og Norður-Kóreu úr óvissu um þróun mála. Við Langasjó. Morgunblaðið/RAX Milli Japana og Kínverja ríkir gagnkvæm and- úð. Þetta viðhorf tekur oft á sig kyndugar mynd- ir. Þannig hafa andófsmenn í Kína oft notað yfir- skin til að efna til mótmæla, sem kínversk yfirvöld hafa ekki getað hafnað. Sú var raunin ár- ið 1985 þegar sú bylgja mótmæla hófst, sem lykt- aði með blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar. Þá var mótmælt undir merkjum andjapanskrar afstöðu og kínverskir ráðamenn töldu ekki skynsamlegt pólitískt að leysa upp slík mótmæli. í Japan má draga sínar ályktanir af því að þau tungumál, sem kennd era í skólunum, er ekki töl- uð í grannríkjunum heldur á Vesturlöndum, einkum enska, þýska og franska. Þegar hópur embættismanna í héraðinu Sætama, sem liggur að Tókýó, er spurður hverju þetta sæti fæst ekk- ert svar. Þeir skilja ekki spurninguna, sjá ekki að það geti verið ástæða fyrir þá til að kenna skóla- börnum til dæmis kínversku, og halda áfram að lýsa því að verið sé að leggja aukna áherslu á enskukennslu. I þessari viku hélt Yohei Kono, utanríkisráð- herra Japans, til Peking þar sem hann ræddi við Tang Jiaxuan. Japanar hafa mótmælt harðlega siglingum kínverskra njósnabáta í japanskri landhelgi og hótað að afgreiða ekki 161 milljónar dollara (tæpa 13 milljarða króna) lán til Kína. Kínverjar eru lítt hrifnir af slíkri tengingu, en þeir hafa hins vegar fengið 23 milljarða dollara (1.840 milljarða króna) í aðstoð frá Japan frá ár- inu 1979 og vilja tæplega gera nokkuð, sem gæti leitt til þess að þar yrði breyting á, allra síst þar sem í Japan hafa kviknað efasemdir um að sýna eigi Kínveijum þetta örlæti. Bæði munu ríkin þurfa að endurskoða stefnu sína í öryggismálum ef Kóreuríkin sameinast. Ætlast yrði til þess að Japanar legðu sitt af mörkum til að greiða fyrir því, en Kínverjar vilja hins vegar ekki að Japanar verði þar of heima- kærir. Þá hafa Japanar gripið til ýmissa ráðstaf- ana í öryggismálum á þeirri forsendu að aldrei væri að vita upp á hveiju Norður-Kórea tæki, en ástæðan hefur ekki síður verið sú að þeir hafa viljað geta varið sig gegn Kínverjum. Þá horfa Japanar fullir efasemda til sambands Rússa og Kínveija. Borís Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, reyndi á sínum tíma að efna til „strategísks samstarfs“ við Kína og Vladimír Pútín, arftaki hans, hefur reynt að halda þeirri stefnu til streitu og ræddi þau mál er hann heim- sótti Kína í sumar. Pútín kemur á morgun, sunnudag, til Japans. Japanar og Rússar hafa enn ekki samið um frið eftir heimsstyijöldina síð- ari og deila meðal annars um hin svokölluðu norðursvæði eða fjórar eyjar í Kúril-eyjaklasan- um, sem Pútín gaf í skyn í viðtali við Asahi Shimbun í dag, laugardag, að yrði ekki leyst í bráð, þótt hann sæi fyrir sér að undirrita mætti friðarsamning fyrir lok ársins. Mitt í þessum hræringum í Asíu era Japanar að glíma við að koma efnahagslífinu af stað á ný eftir áratugar lægð. Japönsk fyrirtæki era mörg í vandræðum og bankar hafa farið halloka. Hið fræga samband launþeganna við vinnuveitendur er í hættu í kjölfar þess að Carlos Ghosn, sem settur var yfir Nissan þegar franski bílafram- leiðandinn Renault sameinaðist fyrirtækinu, lýsti yfir því að hann myndi fækka starfsfólki um 21 þúsund á fjóram árum og loka fimm verk- smiðjum í Japan. Fram að þessu var viðkvæðið í Japan að launþeginn sýndi fyiirtækinu hollustu og fyrirtækið bæri hag launþegans fyrir brjósti. í einu vetfangi brast þessi mynd, en hún var senni- lega löngu horfin í raun. Hagfræðingar hafa áhyggjur af því að rofni þetta samband gæti það leitt til breytts hugarfars á vinnumarkaði og sú vandvirkni, sem verið hafi aðal japanskra verka- manna, heyri sögunni til. Japönsk stjórnvöld hafa reynt að vinna ýmis- legt til að rétta úr kútnum, en ekkert hefur geng- ið. Þegar gengið er um götur Tókýó bendir reyndar ekkert til þess að Japanar eigi í vand- ræðum og sömu sögu er að segja um borgir á borð við Kýótó og Hiroshima. Velmegunin er greiniieg og það er reyndar svo að spamaður ein- staklinga er meiri en nemur skuldum ríkisins. Eins og breiðþota sem loks er að fara af stað Yoshihiro Nishida, for- maður stjómlaganefndar efri deildar japanska þingsins, sagði er hann var staddur hér á landi í vikunni að japanskt efna- hagslíf væri eins og breiðþota, sem loks væri að fara á loft. í fjöratíu ár hefðu Japanar ekki þekkt annað en stöðugan hagvöxt og sú goðsögn hefði vaknað að þeim hagvexti myndi aldrei linna. Annað hefði hins vegar komið í Ijós og það hefði tekið langan tíma að vinna sig út úr því. Samskipti Islands og Japans hafa verið að auk- ast undanfarið og opnun japansks sendiráðs í Reykjavík í janúar 2001 og íslensks sendiráðs í Tókýó síðar á næsta ári era til marks um það. Japan kallar annars vegar fram í hugann gamla tímann með samúræjum, geisum og kyrr- látum görðum, sem haldið er við af natni og elju- semi, en hins vegar Japan nútímans með öllum sínum tækjum og skilvirkni. „Milli þessara tveggja heima er eyða,“ segir Nóbelsskáldið Kenzaburo Oe, „og þar búa Japanar." Japan kallar annars vegar fram í hug- ann gamla túnann með samúræjum, geisum og kyrrlát- um görðum, sem haldið er við af natni og eljusemi, en hins vegar Japan nútímans með öllum súium tækjum og skilvirkni. „Milli þessara tveggja heima er eyða,“ seg- ir Nóbelsskáldið Kenzaburo Oe, „og þar búa Japanar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.