Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ múíJíj Vfj allri umræöunni um minnkandi laxastofna reyna menn aó taka á málunum vió Vatnsdalsá. Þar hafa menn enn fremur til- finningu fyrir vióskiptaumhverfinu í kringum laxveióiárnar og hugrenningar um sióferöi á bökkum vatnanna eru heldur ekki langt und an. Guðmundur Guðjónsson ræddi á dögun um vió leigutaka árinnar, Frakkann Guy Geffroy og Pétur Pétursson. Morgunblaðið/Guómundur Guðjónsson Guy Geffroy t.v. og Pétur Pétursson. Morgunblaðið/Bjöm K. Rúnarsson Ágúst Sigurðsson, leiðsögumaður við Vatnsdalsá, sleppir vígalegum hæng. UY ER ákaflega af- slappaður og geðþekk- ur Fransmaður sem á og rekur fyrirtækið G&P sem er frönsk skammstöfun fyiir nafnið „Stanga- veiði og skotveiði". Fyiirtækið hefur nokkur veiðisvæði víðs vegar um heim á leigu og rekur þau. Má nefna Alaska þar sem aðallega er gert út á kóngslax, Irland þar sem m.a. er boðið upp á lax- og silungsveiði og hrossagauks- og skógarsnípuskytt- erí, Rússland þar sem boðið er upp á eitt besta veiðisvæðið í bestu laxveiðiánni á Kólaskaga, Ponoi, Madagaskar þar sem sérlega fjöl- breytt sjóstangaveiði er á dagskrá og síðast en ekki síst Island þar sem Vatnsdalsá er í leigu í samvinnu við Pétur. Þegar þeir félagar tóku Vatnsdalsá á leigu fyrir fjórum ár- um var það strax gert heyrinkunn- ugt að veitt yrði samkvæmt veiða- sleppa fyrirkomulaginu. Það vakti mikla athygli, enda hvergi stundað á Islandi utan að einstakir stanga- veiðimenn höfðu fundið upp á því hjá sjálfum sér og yfirleitt verið álitnir sérvitringar fyrir vikið. Menn höfðu sínar skoðanir á mál- inu og algengt var að heyra að það þyrfti ekki að vernda árnar hér á landi á þennan hátt. Hér væri alltaf nóg af laxi, líka þegar illa áraði. En í sumar hefur brugðið svo við að margir hafa nú loks áhyggjur af því að e.t.v. sé verið að ganga nærri ís- lenskum laxastofnum eftir allt sam- an, ekki síst ám á Norðurlandi þar sem laxleysið er sýnu mest áber- andi. Guy segir að ástandið í sumar hafi verið nánast „fáránlegt“, því að ofan á þá staðreynd að mun minna af laxi hafi gengið í árnar en menn höfðu vonað, hafi menn sjaldan eða aldrei lent í verri hrinu samspilandi skil- yrða. „Það hefur ekkert rignt, verið allt of heitt, og kannski versta vandamálið að vatnið (Flóðið) hefur verið 25 til 27 gráðu heitt í mestallt sumar. Laxinn hefur því alls ekki farið upp fyrir utan að einhver hreyfing hefur verið að undan- förnu,“ segir Guy og Pétur bætir við að þó vissulega hafi verið lítið af laxi miðað við áður sé samt nokkur fisk- ur til staðar og nú njóti áin þess að honum hafi öllum verið sleppt á ný. „Vatnsdalsá er einmitt þekkt fyrir sinn lélega seiðabúskap, en stað- reyndin er sú að seiðabúskapurinn er nú orðinn sá besti hér á Norður- landi síðan við settum þetta'vernd- arkerfi í gang. Vegna þess að laxi er sleppt héma þá sýnist okkur að þrátt fyrir niðursveifluna verði næg- ur lax til staðar til að halda kúrfunni á uppleið. Þetta er á uppleið hér í Vatnsdal og við bíðum spenntir eftir næsta ári sem er það fyrsta sem reikna má með að lax muni skila sér eftir sleppisumar," segir Pétur. „Þetta er ekki fundið upp af okk- ur. Við erum engir frumkvöðlar í þessu fyrirkomulagi. Veiða-sleppa hefur lengi verið stundað víða með frábærum árangri, t.d. á Kólaskaga og í Argentínu," bætir Guy við. Gætu misst viðskipti Þeir Guy og Pétur segja veiði- menn almennt sýna ástandinu skiln- ing. Mjög margir hafi veitt hér lengi og viti að kúrfan sveiflist ýmist upp eða niður. „Flestir þeirra sem veitt hafa lengi hjá okkur koma aftur. Þeir sýna ánni tryggð og vita að unnið er að því að snúa taflinu við. Viðbúið er að einhverjir þeirra sem eru að koma í fyrsta skipti kæri sig ekki um að koma aftur. Það má því segja að við gætum misst viðskipti. Á móti kemur að við hækkum ekki verðið fyrir 2001 hvað sem síðar verður. Eitt er víst að þetta ástand má ekki vara mjög lengi, þ.e.a.s. verð veiðileyfa hátt spennt en veiðin á niðurleið. Þessir menn eru sport- veiðimenn en þeir eru einnig auð- ugir og munu ekki kasta fjármunum sínum á glæ endalaust,“ segja þeir félagar. Hvaða rullu spilar maðkveiði og veiða-sleppa fyi-irkomulagið inn í sölu veiðileyfa? „Það er nokkuð þjóðernisbundið hverjir vilja sleppa laxi og hverjir vilja drepa hann. Við misstum við- skipti þegar við fórum í að sleppa laxi, hópar Spánverja hættu þá að koma og fóru annað, en það kom bara maður í manns stað og mjög margir vilja frekar veiða í á þar sem aðeins er veitt á flugu og laxi sleppt. Hvað maðkveiðina varðar eru mjög margir erlendir veiðimenn þannig stemmdir að vilja ekki veiða í ám þar sem maðkveiði tekur við þegar þeir hverfa aftur til síns heima. Ef þeir vissu af þessum árlegu blóð- veislum sem taka við í ánum myndu margir hætta að koma hingað." Eruð þið að segja að erlendir veiðimenn viti ekki af maðkveiðinni? „Með því að maðkveiða á þennan hátt eftir fluguveiðina er náttúrunni sýnd mikil óvirðing. Það er ekkert annað en villimennska sem á ekki heima í stangaveiði að strádrepa hundruð laxa á örfáum dögum á maðk eftir að laxinn hefur ekki séð annað agn en flugu svo vikum skipt- ir. Erlendir veiðimenn hafa ekki vit- að af þessu nema kannski einn og einn, en það er að breytast. Þetta er að spyrjast út og þá verður erfíðara að selja í íslensku árnar erlendis. Maðkahollin hafa verið notuð af leigutökum til að rífa upp veiðitölur sem síðan er hampað til að selja veiðileyfin að ári. Nú munu vopnin snúast í höndum þessara aðila því að útlendingarnir sem voru á Islandi í sumar og upplifðu veiðileysið munu reka augun í hvað lokatölurnar eru allt í einu orðnar stórbættar. Þeir munu þá átta sig á því að það er eitt- hvað þarna að baki.“ Verður ekki ætlast til þess að verð veiðileyfa lækki eftir svona vertíð? „Það er okkar skoðun að verð veiðileyfa sé nú í algeru hámarki miðað við framboð, eftirspurn og gæði. Hækkanir við óbreytt ástand kynnu ekki góðri lukku að stýra. Hvað gerist í framtíðinni skal ósagt látið, veiði gæti batnað aftur, nú eða versnað," segja báðir og Guy bætir við: „Ég endurtek það sem ég sagði áðan, að þetta ástand á Islandi má ekki vara of lengi. Island er enn mjög hátt skrifað hjá erlendum veiðimönnum. Það er enn ein af skærustu stjörnunum í heimi stangaveiðimanna, en það eru ákveðin vandamál komin upp sem ógna þeim sess og það væri sorglegt ef jafn frábært land fengi einhvern óþarfa stimpil á sig. Islendingar hafa enn öll ráð í hendi sér í þessum efnum en þá verður að koma til dá- lítil framsýni. Veiðistjórnun hefur lengi verið til fyrirmyndar á íslandi en tímamir breytast og nú verður að sýna og sanna að kerfið er ekki staðnað." Nú gæti „veiða-sleppa“ fælt marga veiðimenn frá, bæði innlenda og erlenda, eru ekki fleiri möguleik- ar? Þessu svarar Guy og segir: „Við vitum vel að það eru ekki allir til- búnir til að sleppa laxi og enn frem- ur að ástandið er ekki alls staðar jafn slæmt. Það era vissulega fleiri skref sem mætti hugsa sér, t.d. að hafa bara fluguveiði. Það veitir ánni mikla vernd. Það er hins vegar oft og iðulega næstum sjálfgefið að skynsamlegra sé að sleppa laxinum. Ég veiddi oft í Hofsá hér á áram áð- ur og menn vora oft að veiða fjölda laxa. Svo var spurt hvað ætti að gera við alla þessa laxa sem lágu dauðir í kælinum og þá var fátt um svör. Ekkert nema fyrirhöfnin að nýta aflann og oftar en ekki fóru menn bara heim og skildu laxinn eftir. Nær væri við þessar aðstæður að sleppa laxinum aftur.“ Áin verður að framleiða seiði Eins og fram kemur, mega Vatns- dælingar vænta þess að fyrstu full- orðnu laxarnir skili sér eftir veiða- sleppa-vertíð næsta sumai'. Hins vegar hafa fiskifræðingar lýst þeirri trú sinni í laxleysinu í sumar að eitt- hvað dularfullt og óþekkt í hafinu sé að höggva skörð í laxastofna og ekki sé það almennt ástand sjávar, það sé álitið gott enda er laxinn sem er að veiðast í fínum holdum og af góðri þyngd. Spurningin er því sú hvort það skipti nokkra máli hvort fleiri eða færri seiði séu að ganga úr ánni ef þau era flest að drepast í sjónum hvort eð er? Guy og Pétur svara þessu báðir á einn veg: „Það era og hafa alltaf verið gífur- leg afföll af laxi í hafmu. Það era hvalir, selir, kuldi, átuskortur, hvað- eina, ekki síst þessir óþekktu þættir sem fiskifræðingarnir tala um. Þetta era í flestum tilvikum þættir sem ekkert er ráðið við hvort eð er og því eina andsvarið að hjálpa ánni að framleiða eins mikið af seiðum og hún getur og það verður gert með því að standa vörð um stofninn og sjá til þess að nóg sé af laxi í ánni á haustin til að hrygna. Þetta er dæmi um hvað hægt sé að gera til að styðja við stofnana á meðan sér- fræðingarnir finna út hvers vegna svo fáir fiskar skila sér úr hafi í góðu árferði."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.