Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 31 FRETTIR Vonast til að Baldur verði kominn í siglingar í næstu viku o Sálf ræðistöðín Námskeið Sjálfsþekking - SjáKsöryggi FERJAN Baldur, sem steytti á skeri við Flatey síðastliðið mið- vikudagskvöld, var tekin í slipp hjá skipasmíðastöðinni Þorgeir & Ell- ert á Akranesi í gærmorgun þar sem skipið var smíðað. Skákþing fslands Jafnt í annarri skákinni JAFNTEFLI varð í annarri ein- vígisskák Þrastar Þórhallssonar og Jóns Viktors Gunnarssonar um ís- landsmeistaratitilinn sem tefld var á fostudag. Þröstur er nú með lv. gegn v. Jóns Viktors. Stefán Kristjánsson hefur yfír gegn Jóni Garðari Viðarssyni 2-0 í einvígi um 3. sætið. Jón Garðar hefur hvítt. Sjötta og næstsíðasta umferð í kvennaflokki var tefld í fyrrakvöld. Harpa Ingólfsdóttir vann Önnu Björgu Þorgrímsdóttur, Aslaug Kristinsdóttir vann Önnu Lilju Gísladóttur, Aldís Rún vann Önnu Margréti Sigurðardóttur, Eydís Rún Sigurbjörnsdóttir sat yfir. Staða efstu kvenna fyrir síðustu umferð: í 1. sæti er Aldís Rún Lárusdóttir, með 4 v. af 6, hún hefur lokið skákum sínum og situr yfir í síðustu umferð. Harpa Ing- ólfsdóttir og Aslaug Kristinsdóttir eru i 2.-3. sæti með 3 v. af 5. í 4. sæti erAnna Björg Þorgrímsdóttir með 3 v. af 5. Skagafjörður Sumarbú- staður eyði- lagðist í eldi SUMARBÚSTAÐUR i Deildardal í Skagafirði eyðilagðist í eldsvoða á föstudagskvöld. Bústaðurinn var mannlaus þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt upplýsingum lögreglu höfðu eigendur bústaðarins skroppið í beijamó og stóð bústaðurinn í Ijós- um logum þegar þeir sneru aftur. Slökkviliði og lögi-eglu var tilkynnt um eldinn kl. 20.25 og var búið að ráða niðurlögum hans á ellefta tím- anum í gærkvöldi. Talið er að kvikn- að hafi í út frá gasofni. Er bústaður- inn talinn gjörónýtur. Guðmundur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Baldurs, segir að við skoðun hafi komið í ljós að opið er inn í stafnhylkið. Engar aðrar skemmdir er að sjá á skipinu. Tal- ið er að það geti tekið allt upp í eina viku að gera við skipið og kostnaður skipti hundruðum þús- unda króna, jafnvel milljónum. Ekkert skip verður sett inn í áætl- unarferðir Baldurs þar sem ekki hefur fundist skip sem hentar í það. Haldið verður uppi ferðum til Flateyjar með skipi frá Eyjaferð- um kl. 10 í dag og 17.30 á sunnu- dag. Fleiri ferðir verða síðan í næstu viku. Þó er vonast til þess að Baldur verði kominn í gagnið á ný í næstu viku. Útgerðin hefur sent inn beiðni til héraðsdóms Vesturlands um sjópróf. Guðmundur sagði að áður en ferjan steytti á skerinu hefði skipstjórinn verið búinn að setja á fulla ferð afturábak og greinilegt, miðað við umfang skemmdanna, að skipið hafi verið farið að bakka eitthvað. Skipstjórinn hefði vitað um skerið en ekki orðið var við í hvað stefndi fyrr en um seinan. A námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir _______Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12 --------------- Tölvuþrjót- urinn gaf sig fram RÚMLEGA tvítugur karlmaður gaf sig fram við lögreglu á þriðjudaginn og viðurkenndi að hafa brotist inn á heimasíðu Hæstaréttar og breytt þar upplýsingum. Samkvæmt upp- lýsingum frá embætti ríkislögreglu- stjóra ákvað maðurinn að gefa sig fram í kjölfar fréttaflutnings af mál- inu þegar honum varð Ijóst að það væri komið í hendur lögreglunnar. Jón H. B. Snorrason, saksóknari hjá embætti ríkislögreglustjóra, seg- ir dæmi þess að menn geri sér ekki grein fyrir því að það sé refsivert að brjótast inn á heimasíður og breyta þeim. Það flokkist undir skemmdar- verk að breyta vinnslu á tölvubúnaði. Jón segir að það megi ætla að sá sem braust inn á heimasíðu Hæstaréttar hafi ekki gert sér grein fyrir alvöru málsins fyrr en hann sá fréttaum- fjöllun um málið. I < • • . • ___ ' ’ _ 'œíí-i' ..............«......i trm-í-'í m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.