Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐRÚN F. HANNESDÓTTIR, Vallargötu 6, til heimilis á Suðurgötu 15-17, Keflavik, er lést að morgni 28. ágúst, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þríðjudaginn 5. september kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð Ólafs S. Lárussonar hjá Þroskahjálp á Suðurnesjum Guðrún K. J. Ólafsdóttir, Ásgeir Einarsson, Jane M. Ólafsdóttir, Arnbjörn Ólafsson, Guðjón G. Ólafsson, Bára Ólafsdóttir, Sigríður K. Ólafsdóttir, Særún Ólafsdóttir, Reynir Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Jóna Ólafsdóttir, Marin Marelsdóttir, Ellert Pétursson, Guðmundur Ingólfsson, Svala Grímsdóttir, Anna Lilja Gestsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og systkini, KONRÁÐ GUNNARSSON, Ólafsbraut 50, Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju mið- vikudaginn 6. september kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSÍ kl. 9.00. Jarðsett verður á Hellnum. Guðrún Tryggvadóttir, Sigurlaug Konráðsdóttir, Haraldur Ingvason, Tryggvi Konráðsson, Sigrún Reynisdóttir, Sölvi Konráðsson, Jóna Konráðsdóttir, Kári Konráðsson, Agnes Konráðsdóttir, barnabörn, langafabarn og systkini. Erla Höskuldsdóttir, Jóhann Jónsson, Elín Hanna Sigurðardóttir, + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR M. PÁLSSON, f.v. pípulagningarmeistari Boðahlein 21, Garðabæ, sem andaðist þann 26. ágúst síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 5. september kl. 15.00. Björn Ólafsson, Gunnhild Ólafsdóttir, Edda Ólafsdóttir, Bjornsdóttir, Jóhanna Guðnadóttir, Finnbogi G. Kristjánsson, Ágúst Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæra, LOVfSA MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR, Snorrabraut 56, Reykjavfk, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 29. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 5. september kl. 15.00. Einar Páll Stefánsson, Sólveig Stefánsdóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Davíð Stefánsson, og fjölskyldur. Guðfinna Ingólfsdóttir, Snorri Loftsson, Jón Kárason, Inger Stefánsson + Frændi okkar, GUÐMUNDUR GUÐBJARTSSON frá Drangsnesi, andaðist á Hrafnistu Reykjavík sunnudaginn 27. ágúst. Útför hans hefur farið fram. Guðrún og Dýrðieif Jónsdætur. TRAUSTI JÓNSSON + Trausti Jónsson, bóndi á Rand- versstöðum í Breið- dal var fæddur 7. júní 1977. Hann lést af slysförum 27. ágúst síðastliðinn. Trausti var sonur hjónanna Jóns Þórðarsonar, f. 14. júlí 1938 og Emel- íu Mýrdal Jónsdótt- ur, f. 26. aprfl 1938, sem búa í Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu. Yngstur í stórum systkinahópi. Syst- kini hans eru: Arnþór, f. 28. janúar 1962, vélvirkjameistari, Bolungar- vík. Kona hans er Margrét Ólafs- dóttir, búfræðingur og eiga þau tvö börn; Sigríkur, f. 15. desember 1965, búfræðingur og tamninga- maður, kvæntur Sigríði Kristjáns- dóttur, búfræðingi og eiga þau tvær dætur; Freyja, f. 15. janúar 1969, búfræðingur og klæðskeri, gift Jóni Krisfjáni Arnarsyni og eiga þau tvær dætur; Dagbjartur, f. 19. október 1972, vélstjóri, til heimilis í Grænuhlíð. Kona hans er Áslaug Sig- urgestsdóttir kenn- ari; Geirþrúður, f. 17. febrúar 1974, húsmóðir í Luxem- búrg. Maður hennar er Mikael Einar Reynis, flugvirkja- nemi og eiga þau tvær dætur; Eygló, f. 30. janúar 1975, matreiðslunemi, býr íNoregi. Trausti gekk í grunnskóla á Eiðum og var eina önn við nám í Iðnskólanum í Reykjavík. Eftir það vann hann víða við afleysingastörf til sveita á Héraði, í Skagaflrði og vestur í Reykhólasveit þar til hann hóf bú- skap á Randversstöðum á sl. ári. Trausti var ókvæntur og barnlaus. títför Trausta fer fram frá Egilsstaðakirkju mánudaginn 4. september og hefst athöfnin klukkan 14. Kæri vinur! Þeir deyja ungir sem guðirnir elska, þvílíkt óréttlæti, af hverju þú? Við héldum þessar fréttir ljótan draum en við vöknum því miður ekki af honum og smátt og smátt áttar maður sig á að þú ert farinn eftir allt of stutta dvöl. Við fengum að hafa þig hjá okkur í eitt sumar af þinni stuttu ævi fyrir tveimur árum. Þú komst hingað um vorið á bílnum þín- um með hestana og kanínurnar þín- ar, sjálfseignarbóndi á uppleið. Nú eru allir stóru draumarnir þínir sem bónda allt í einu horfnir með þér. Þú varst frábær í alla staði, duglegur og góður verkmaður, alltaf rólegur, brosmOdur og oftast var stutt í glettur og glens. Þú varst sérstak- lega góður við börn og dýr, börnin okkar elskuðu þig ekki síður en við sem eldri erum.Sindri hljóp gjarnan á eftir þér úti við og læddi litlum lófa í Trausta hendi, mjög oft fékk hann þá verðlaunin, að fá að fara á háhest. Elsku Trausti, það er gott að eiga þessar góðu minningar þegar þú ert farinn. Guð varðveiti þig og gefi fjöl- skyldu þinni styrk til að takast á við sorgina. Við vottum fjölskyldunni frá Grænuhlíð okkar dýpstu samúð. Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður ogþúmunntsjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni gerði þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Spámaðurinn K.G.) Fjölskyldan Fremri-Gufudal. Ein hreyfing eitt orð og á örskots stund örlaga vorra grunn við leggjum. (E.Ben.) Trausti, tvö byggðai-lög drúpa höfði í orðlausri sorg og spurn. Af hverju var þér svipt á burt svo óvænt? Af hverju þurftu allar þessar björtu vonir að eyðast á einu augna- bliki? - Ekkert svar. Samt hljótum við að reyna að skiptast á orðum og leyfa tárunum að streyma. Víst er það erfitt að sætta sig við, að þessi sérstaklega mikla lífsgleði og dugnaður, velvilji og glettni séu ekki lengur. Bjartsýni þín og æðru- leysi voru svo líkleg til þess að sigra alla erfiðleika sem mæta frumbýl- ingnum. En svo féll þessi stóri dóm- ur. Allt virðist dimmt. í dimmunni förum við mannanna börn samt allt- af að leita að einhverjum geisla. Þess vegna vil ég segja hér og nú: Við sem vorum svo heppin að kynnast þér Trausti, erum miklu ríkari eftir en áður, því skulum við ekki gleyma. Og það vona ég að verði þeirra styrkur og huggun sem um sárast eiga að binda á þessum vegamótum. Um leið og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar rifja ég upp lokaerindi úr minningarljóði eftir Tómas Guðmundsson sem hann orti eftir skólabróður sinn sem hvarf alltof fljótt: Og skín ei bjarta ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur. Um alla framtíð óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir. Sem sjálfúr drottinn myldum lófum lyki um lífsinsperlu á gullnu augabliki. Sævar í Rauðholti. AGUSTA SIGURJÓNSDÓTTIR + Ágústa Sigur- jónsdóttir fædd- ist að Holti í Innri- Njarðvík 16. sept. 1899. Hún lést að Garðvangi, Garði, 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jóns- dóttir, f. 29.2. 1876, d. 27.5. 1966, og Sig- urjón Arnbjörnsson, f. 14.9. 1865, d. 18.8. 1905. Alsystur Ágústu voru: Sigur- jóna Sigurjónsdóttir, f.26.5.1897, d. 22.11. 1918; Karólína Sigurjónsdóttir, f. 16.9. 1899, d. 2.9. 1911; Gunnhild- ur Sigurjónsdóttir, f. 23.9._ 1902, d. 5.5. 1984. Hálfsystir Ágústu samfeðra var Sigríður Sigur- jónsdóttir, f. 5.12. 1889, d. í des- ember 1990. Hálfsystkini Ágústu sammæðra voru Karólfna Kristjánsdóttir, f. 14.7. 1911, d. 27.1. 1981; Helga Kristjánsdóttir, f. 1.12. 1912, d. 27.10. 1978; Ásta Kristjánsdóttir, f. 9.11. 1914, d. 8.11. 1980; Tjörvi Kristjánsson, f. 1.7. 1917, d. 29.6.1971. Ágústa giftist 17. maí 1924 Jóni Sigurðssyni frá Vogi á Mýrum, f. 16.9. 1897, d. 7.12. 1966. Þau eignuðust tvær dætur 1) Sigríður, húsmóðir í Reykja- vík, f. 25.10. 1924, eiginmaður hennar er Jóhann Iljartar- son, trésmíðameist- ari, f. 30.1. 1921, ■JicirFá börn éru; Bjarnfríður, f. 16.2. 1946, Jóhann, f. 24.11. 1948, Málfríð- ur, f. 16.9. 1956, Hjörtur Magni, f. 18.4. 1958. 2) Ásdís, húsmóðir í Keflavík, f. 24.2. 1927, eigin- maður hennar er Hilmar Pétursson fyrrv. fasteignasali, f. 11.9. 1926, þeirra synir eru: Jón Bjarni, f. 23.10. 1952 og Pétur Kristinn, f. 28.10.1965. Ágústa ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum Ingigerði og Jóni í Akri, I-Njarðvík. Hún var lengst af húsmóðir en vann sem sauma- kona fyrir Sjúkrahúsið í Keflavík um 20 ár. Hún bjó lengst af á Hafnargötu 51 Keflavík. Síðast- liðin átta ár dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheimilunum Hlévangi og Garðvangi. títför Ágústu fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 4. september og hefst athöfnin klukkan 14. legt hana heim að sækja, það sást best eftir að hún flutti á elliheimilin Hlévang og síðar Garðvang. Hún fékk ætíð margar heimsóknir afkom- enda sinna, skyldmenna og vina. Dætur hennar heimsóttu hana næst- um daglega, það þótti henni mjög vænt um. Málfríður dótturdóttir hennar var einstaklega dugleg að heimsækja ömmu sína og bar mikla umhyggju fyrir henni sem seint verð- ur fílllhfllrkaa ___________________ Tengdamóðir mín Ágústa Sigur- jónsdóttir andaðist aðfaranótt 28. ágúst sl. tæplega 101 árs að aldri. Mig langar til að minnast hennar í stuttu máli. Hún var mótfallin því að um sig yrði skrifað og alls ekki í löngu máli. Hennar lífsmáti var þannig að hún vildi lítið láta fara fyrir sér og vera sem minnst uppá aðra komin. Lifa heilbrigðu lífí, hugsa vel um sitt heimili og sína nánustu, það var hennar lífssýn. Ég efast um að hægt hafi verið að gera það betur en hún gerði. Umhyggja hennar fyrir eigin- manni sínum Jóni Sigurðssyni, sem var heilsulítill seinni hluta ævi sinnar, var einstök, en hann andaðist árið 1966. Tengdamóðir mín var afar verk- lagin, hannyrðakona mjög góð, öll verk hennar voru einstaklega vel gerð og til fyrirmyndar. Þá fóru öll heimilisverk henni vel úr hendi. Ágústa var vinsæl kona og ánægju- 16. september á sl. ári varð Ágústa tengdamóðir mín 100 ára. Ekki vildi hún láta mikið fara fyrir þessum merku tímamótum í lífi sínu. Samt fór það nú svo að það urðu æði margir sem heimsóttu hana á Garðvang, skyldmenni hennar, nánustu vensla- menn og vinir. Forstjóri og starfsfólk Garðvangs hjálpuðu mikið til að gera afmæli Agústu hið glæsilegasta og vil ég þakka innilega fyrir þá miklu hjálp. Þá var afmælis hennar getið í Víkurfréttum og blaðið Faxi sagði frá afmæli hennar með hlýlegum orðum. Þvi miður fékkst Ágústa ekki til að segja frá lífinu hér á Suðumesjum á uppvaxtarárum sínum. Var það slæmt því hún var stálminnug og hafði frá mjög mörgu að segja og vil ég meina að með henni hafi farið mik- ill fróðleikur sem gagnlegt hefði verið að festa á blað. Mest alla sína búskapartíð bjó Ágústa á Hafnargötu 51, Keflavík, í gömlu fallegu húsi sem þau hjónin byggðu árið 1932. Þar leið henni vel enda alla tíð mjög heimakær. Eftir andlát Jóns svaf hún hjá Ásdísi dótt- ur sinni þótt hún byggi áfram í húsinu sínu við Hafnargötuna en fór alltaf frá okkur snemma morguns og kom svo aftur seint á kvöldin. Allt var þetta mjög skipulagt eins og henni var lagið. Síðustu átta árin á sinni löngu ævibraut dvaldi hún á elliheim- ilunum Hlévangi og Garðvangi. Við Ásdís eiginkona mín og fjöl- skylda þökkum góða umönnun sem hún fékk þau ár sem hún dvaldi á áð- umefndum elliheimilum. Guð blessi minningu hinnar látnu heiðurskonu. Hilmar Pétursson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.