Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGA SJOFN FORTESCUE ASLAUG JÓNSDÓTTIR + Helga Sjöfn Fortescue fædd- ist í Reykjavík 19. janúar 1984. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 14. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grensás- kirkju 23. ágúst. Elsku Helga. Ég var svo þakklát þegar þú varst komin heim frá Galtalæk eftir verslun- armannahelgina, og að þið hefðuð komist tjón- laust heim. Þegar presturinn hringdi í mig þá bara gat þetta ekki verið rétt, því að þið voruð komin heim og þessi hræðilega helgi búin. En núna sit ég hér og sakna þín svo mikið. Það var svo gaman hjá okkur síðast þegar við fórum saman í æfingaakstur. Við hlógum svo mikið að þú gast varla lagt bflnum, og ég var svo stolt af þér að vera að taka bflprófið. Ég kallaði þig alltaf prins- essuna mína og þú vissir að ég meinti það. Það leið aldrei sú vika að þú komst ekki heim eða hringdir í mig út af einhverjum sem átti erfitt, til að biðja mig um að hjálpa þeim, því þú máttir aldrei neitt aumt sjá, hvorki fólk né dýr. Ég trúi því ekki enn að þú sért farin, við sem ætluðum til London til að kaupa brúðarkjólinn sem þú ætlaðir að klæðast þegar þið Rúnar mynduð giftast. Og þú sem varst svo ákveðin í því að verða læknir. Núna er allt svo tómt og sárt, að þetta getur ekki verið raunveru- leiki. En þegar ég sá bréfið stflað til stóru systur í Himnaríki frá Maríu litlu systur, þegar við kvöddum þig, þá vissi ég að þú værir J. Áslaug Jónsdótt- w mw 1 jdHHUBhk farin til Kristjönu litlu 1 ir fæddist á Tröð ■TájuL, * ÍT* systur að passa hana í í Súðavíkurhreppi * Himnaríki. Eftir sitjum 10. desember 1919. 'í: ■ - við með allar minning- Hún lést á Land- L 1 árj!!* ^PB| arnar um prinsessuna spítalanum í Foss- | ■: mína sem var sú allra vogi 19. ágúst síðast- |L s&' %. besta sem nokkur vinur liðinn og fór útför mjik yíffl hefði getað eignast, því hennar fram frá j|||^ ^ ■ þú ert það besta sem Háteigskirkju 25. nokkur móðir eða vinur getur eignast og ég ágúst. p pi M % sakna þín svo mikið að Með þessum fáu orð- Jgj hjartað mitt er brostið. um langar mig að •. *« Eg elska þig og veit að þú ert núna að dekra minnast hennar ömmu minnar, hún var ekki við litlu systur á himn- um með Bjössa og Fjólu. Þín er sárt saknað. Mamraa. Elsku besta vinkona mín, ég trúi ekki ennþá að þú sért farin frá okk- ur. Ég vildi óska að ég gæti vaknað upp frá þessari hræðilegu martröð. Eg var svo heppin að hafa kynnst þér og ég á margar góðar minningar um þig. Leiðir okkar lágu saman þegar mamma þín byrjaði að vinna í skól- anum mínum. Við vorum fjórtán ára gellur sem kynntumst og urðum bestu vinkonur nánast eins og syst- ur. En svo leið tíminn og við fjar- lægðumst hvor aðra en þú verður samt alltaf besta vinkonan mín. Ég kveð þig með tárin í augunum en mun brosa þegar ég hugsa til þín. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð og elsku Oddný mín, megi Guð styrkja þig og styðja þig í þessari miklu sorg. Þín kæra vinkona, Kolbrún. bara amma mín heldur góð vinkona h'ka. Öll þau skipti sem við sátum við litla eldhúsborðið og töluðum um heima og geimasagðir þú við mig: Aslaug mín viltu ekki setjast vinstra megin við borðið ég kann svo miklu betur við þig þeim megin, svona hélt hún fast í gamlar venjur. I vetur var það fastur liður eins og venjulega að heimsækja ömmu á miðvikudögum eftir að ég hafði farið í mæðraskoðun, og alltaf sagði amma hvernig hefur nú litli drengurinn minn það, alla meðgöng- una talaði hún um strákinn og þar reyndist hún sannspá. Allar þær góðu stundir sem við áttum saman mun ég geyma vel í hjarta mínu, og þær stundir sem hún Dagný Lena átti með þér munu varðveitast vel, ég mun sjá til þess. Því miður mun Gabríel Erik ekki kynnast þessari yndislegu langömmu eins og systir hans gerði en við munum hjálpast að að segja honum frá bestu langömmu sem nokkur gæti óskað sér. Elsku amma, nú ert þú í faðmi afa og ert laus við þessi erfiðu veikindi sem þú barðist við eins og hetja, mér þykir erfiðara en nokkur orð fá lýst að þurfa að kveðja þig en ég á svo margar góðar minning- ar um þig sem munu ávallt lifa í mínu hjarta. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- astþér. (Ingibj. Sig.) Þín Áslaug. Jæja Ása mín. Þá er þessu lokið. Nú hefurðu hitt Jón á ný og vonandi eigið þið góðar stundir. Ég ætlaði alltaf að koma til þín í sumar en það varð aldrei úr því. Ég sá þig síðast í vor þegar ég þurfti að fara niður á Rauðarárstíg. Við hittumst bara seinna hinum megin og þá gefum við okkur góðan tíma til að tala aftur saman. Nú sit ég hér við tölvuna og hugsa um allar þær yndislegu stundir sem við áttum í litla eldhús- inu þínu, ég, þú og Vidda eða sitj- andi inni í stofu hjá þér drekkandi kaffi og spjalla saman. Alltaf barstu hag annarra fyrir brjósti. Bigga tók- uð þið Jón að ykkur þegar hann var lítill þótt þröngthafi verið í búi. Passaðir Hrafnhildi og Berglindi fyrir Haffa og hafðir Viddu og Jón MARTEINN BJÖRGVINSSON + Marteinn B. Björgvinsson fæddist í Reykjavík 17. júní 1929. Hann lést 24. ágúst síðast- liðinn. Utför hans fór fram í kyrrþey. Ég vildi með þessum fáu orðum kveðja hann Matta afa minn og nafna. Þótt samskiptin væru kannski ekki jafn tíð og vera mátti vildi svo vel til að ég gat hjálpað honum við að þýða læknisfræðilegar greinar og önnur gögn sem hann not- aði til að skrifa gegn hnefaleikum á íslandi. Þetta var honum mikið kapp- smál enda átti hann við langvarandi erfiðleika að stríða er hann taldi að rekja mætti til þeirra ára er hann stundaði hnefaleika. Ég er afar stoltur og feginn að hafa átt örlítinn þátt í því að hann gat kom- ið þessu frá sér í tíma og vakið þó- nokkur viðbrögð en þau urðu nokkur skrif um greinina hans sem birtist í Morgunblaðinu fyrir eigi löngu síðan. En þótt við hittumst ekki nógu oft vorum við afi búnir að koma okkur upp vissu samskiptakerfi sem byggði á því að hann lenti í sífelldum vand- ræðum með sjónvarpið sitt og ég mætti á stað- inn að lagfæra það og endaði það yfirleitt á samræðum um gamlar góðar myndir og leikara en það var okkar sam- eiginlega áhugamál og svo var auðvitað alltaf fastur punktur að hitta afa á aðfangadagskvöld heima hjá mömmu og það verður skrítið næstu jól að hafa engan Matta afa þar. En hann kvaddi heiminn með pomp og prakt því að á síðasta afmælisdag sinn á síðasta þjóðhátíðardegi íslands á þessari öld mátti ekki vera minna en vænn Suð- urlandsskjálfti til að leggja áherslu á daginn. Ég veit að Matta afa verður sárt saknað af öllum sínum börnum, bamabömum og bamabarnabörn- um. Megi hann hafa góða daga þar sem hann er núna. Marteinn B. Þórhallsson. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður \ Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarssoti útfararstjóri, sími 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 FRIÐUR SIGURÐARDÓTTIR + Fríður Sigurðar- dóttir fæddist að Vatni, Haukadal, Dalasýslu 15. mars 1944. Hún lést á Landspitalanum við Hringbraut 26. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 1. september. Þegar líður að hausti og sól lækkar á lofti hefjast annir í skólum landsins. í ágúst koma starfsmenn skólanna saman til að undirbúa vetrarstarfið. Fyrsti sameiginlegi starfsdagurinn er ævinlega gleðidagur, góðar sögur era sagðar af því sem á dagana hefur drifið frá því horfið var á vit sumars- ins og dyram skólanna lokað. I Selás- skóla hvfldi þungur skuggi yfir fyrsta sameiginlega vinnudeginum nú í ágúst. Kær samstarfskona okkar og einstakur félagi, Fríður Sigurðar- dóttir, lést tveimur dögum áður, langt um aldur fram. Fríður starfaði sem stuðningsfulltrúi í Selásskóla um árabil. Því starfi sinnti hún svo vel að betur verður það ekki gert. Sérstök næmni hennar gagnvart börnum og reyndar öllu fólki, um- hyggjusemi, hlýja og alltumvefjandi faðmur hennar gerðu hana að einstakri manneskju. Það var gott að starfa með Fríði. Hún var alltaf tilbúin að hlusta á okkur sam- starfsmenn sína og hvetja okkur áfram. Alltaf gat hún lagt til góð ráð og ævinlega átti hún nóg af hrósi, hlýju brosi og notalegu við- móti. Það era forréttindi að hafa fengið að kynn- ast Fríði og við eram öll ríkari eftir. Við sendum Sigurgeiri og sonum þeirra okkar dýpstu samúðaróskir og biðjum Guð að styrkja þá og styðja í þeirra miklu sorg. Samstarfsfólk í Selásskóla. Kæra vina, Ég var svo heppin að kynnast þér smástund en þegar þú og Halla vinkona þín komuð á Bakka- stíg 1 fannst mér ég hefði þekkt ykk- ur báðar, annaðhvort í þessu eða öðru lífi. Ég mun alltaf dást að hve huguð þú varst þrátt fyrir sjúkdóm þinn, skemmtileg, bjartsýn og yndis- leg. Þakka þér innilega fyrir að þú Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur íylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigj- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling takmark- ast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksenti- metra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinai'höfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Þór alltaf í kringum þig. Aldrei kvartaðir þú og oft hef ég minnst á það hversu nægjusöm þú varst. í sumar treystir þú þér ekki austur til Hreiðars og Helgu með Viddu og það sýndi að þá varstu orðin veik. Nú þegar ég keyrði fram hjá svefn- herbergisglugganum þínum og leit upp finnst mér skrítið að eiga ekki eftir að koma þarna við. I þessu hverfi sleit maður barnsskónum, varði unglingsáranum og átti sterk- ar rætur að rekja til hverfisins. Ég man þegar ég sagði Sindra Fannari frá því að þið bjugguð með Hreiðari, Vigdísi, Hafsteini, Kristjáni og Bigga á Rauðarárstígnum en þá sagði hann: En hvar sváfu Jón og Ása? Vidda mín, þarna sjáið þið Jón Þór á eftir ykkar besta vini og eigið eftir að sakna þess að geta ekki farið á Rauðarárstíginn lengur. Með þessum orðum kveð ég mikla konu. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðurviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, Er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhérað þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir aUt og allt. Gekkstþú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ég votta öllum aðstandendum Ásu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þín vinkona, Sigríður Marteinsdóttir. varst til og ert í hugum þeirra sem áttu því láni að fagna að hitta þig og kynnast þér, góðri sál. Ég veit að tek- ið verður á móti þér hinum megin með opnum önnum. Þú ert ætíð vel- komin hvar sem þú kemur. Við eigum eftir að hittast aftur og ég hlakka til. Þín vinkona, Unnur Skúladóttir Thoroddsen. Og er það ekki mesta gæfa manns, að milda skopi slys og þrautir unnar, að fmna kímni í kröfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar? (Om Amarson.) Góðar konur fegra umhverfi sitt með nærvera sinni, lýsa upp dagana bara með því að vera til. Fríður var ein af þessum konum. Við kynntumst henni í Selásskóla þar sem hún vann með nemendur sem þurftu sérstakan stuðning. Mannvirðing hennar og manngæska gaf starfi hennar sérstakan svip sem kom fram í samskiptum hennar við börn og fullorðna. Fríður lagði áherslu á að nemendur héldu virð- ingu sinni og reisn þrátt fyrir erfið- leika í námi og hegðun og fann ætíð góðar hliðar á málum og málefnum. Glettni hennar og léttleiki gerði það að verkum að við sóttumst eftir samskiptum við hana. Jákvæðni hennar og viðhorf gáfu starfi okkar aukið gildi. Við áttum með henni óteljandi augnablik sem nú era dýrmætar perlur í hafi minninganna. Við minn- umst stunda með spjalli og hlátri og söng. Sérstaklega er okkur kær minning um yndislegt sumarkvöld í Þjórsárdal fyrir um ári síðan þar sem Fríður og Halla tóku höfðinglega á móti okkur með söng og glensi og góðum veitingum. Nærvera Fríðar var falleg. Falleg eins og fegurstu söngvar jarðar. Þó söngvar Fríðar séu hljóðnaðir þá lifa tónarnir í hjörtum okkar sem kynnt- umst henni. Þeir lýsa upp dagana og halda áfram að vera til í minningunni um Fríði. Við þökkum fyrir að hafa kynnst henni, þökkum henni íyrir að gera okkur að betri einstaklingum, þökk- um fyrir sönginn... Guðrún, Jórunn, Sunneva og Valgerður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.