Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BRYNGEIRSSONAR verksmiðjustjóra frá Búastöðum, Vestmannaeyjum, Heiðvangi 30, Hafnarfirði. Hrafnhildur Helgadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Dagur Jónsson, Jóhanna Berentsdóttir, Lovísa A. Jónsdóttir, Þorleifur Kr. Alfonsson, Eyjólfur G. Jónsson, Karen B. Guðjónsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okk- ur samúð og vináttu við andlát okkar ástkæra BJARNA INGIMARS JÚLÍUSSONAR forstjóra, Hagamel 30. Sérstakar þakkir til starfsfólks Grensás- og hjartadeildar Landspítalans í Fossvogi fyrirfrá- bæra umönnun og stuðning í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Áslaug Stefánsdóttir, Guðrún Hallfríður Bjarnadóttir, Edward Kiernan, Hildur Sveinsdóttir, Helgi Viborg, Júlíus Bjarnason, Auður Rafnsdóttir, Stefán Ingimar Bjarnason, Steinunn Ásmundsdóttir, Rannveig Júníana Bjamadóttir, Lárus Valbergsson, Bjarni Þórður Bjarnason, Vala Ingimarsdóttir, Sigurður, Sverrir, Guðmundur, Eva Bryndís, Ásthildur, Þóra Björg, Bjami Ingimar, Ámi, Kristín María, Áslaug Ragna, Áslaug Lára, Katrín Júníana og Pétur. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, sonar okkar og bróður, SIGURBJÖRNS FANNDALS ÞORVALDSSONAR, Karlagötu 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks kraþbameins- deildar Landspítalans. Ása Lára Þórisdóttir, Erna Sigurbjörnsdóttir, Þorvaldur Skaftason, Hafdís Eygló Þorvaldsdóttir, Jónas Fanndal Þorvaldsson. Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGTRYGGS BRYNJÓLFSSONAR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynning- ar Krabbameinsfélagsins fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Pálsdóttir, Ásgeir P. Sigtryggsson, Heiða Th. Kristjánsdóttir, Brynjar Sigtryggsson, Anna Margrét Guðmundsdóttir, Sigurveig K. Sigtryggsdóttir, Pétur Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KJARTANS G. NORÐDAHL, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkr- unarheimilisins Eirar fyrir hlýju og umhyggju síðustu árin. Elín Norðdahl, Kjartan Norðdahl, Hrafnhildur G. Norðdahl, Anna K. Norðdahl, Ingvi Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. SIGRÍÐUR ÞÓRA ÁRNADÓTTIR + Sigríður Þóra Árnadóttir, Gullsmára 7, Kópa- vogi, var fædd í Reykjavík 1. septem- ber 1914. Hún lést í sjúkrahúsi Suður- lands, Selfossi, 24. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hcnnar voru Anna Þórðar- dóttir, húsmóðir, f. 27.5. 1872, d. 10.9. 1955 og Árni Þórðar- son, steinsmiður í Reykjavík, f. 28.2. 1882, d. 21.3. 1942. Systir Sigríðar var Guðný Þóra f. 18.10.1915, d. 31.12.1997. Sigríður Þóra giftist 13.10 1934 Einari Guðmundssyni, bifreiða- stjóra, lengst á Hreyfli, f. 5.11. 1902, d. 2.6. 1984. Dætur Sigríðar Þóru og Einars eru 1) Soffía, f. 13.4. 1934, eiginmaður Magnús Ingimarsson tónlistamaður, þau skildu. Börn þeirra eru Einar Ingi, Gunnar, Sigrún Gréta og Ása. 2) Anna Ragnheiður, f. 6.11. 1935, fyrri maður hennar var Ari Jóhannesson starfsmaður Pósts og síma, f. 27.6. 1926, þau skildu, börn þeirra eru Anna Þóra, Jó- hannes Ari, Ámi Alvar og Sigrún Ama, seinni maður Onnu Ragn- heiðar er Þórir E. Magnússon Jesús sagði: Égerupprisanoglífið. Sásemtrúirámig, munlifa, þótthanndeyi. (Jóh. 11.25.) Móðir mín er látin. Síðustu árin var hún veik öðru hvoru, heilsan var farin að gefa sig. Stundum varð hún hress- ari og leið betur og þá fórum við ann- aðhvort í búðir eða göngutúr. Oft fór- um við í bfltúr um Suðurland eða upp í Borgarfjörð. Hún vissi nafnið á hverju einasta kennileiti og stað en hún var mjög glögg og fróð fram á það síðasta. Hún og pabbi fóru mikið í ferðalög áður fyrr og þá var gaman að hlusta á þau, þau voru svo skemmti- leg. í gamla daga, þegar við systkinin vorum veik, vakti hún yfír okkur og gerði allt fyrir okkur sem hægt var, hún var alltaf svo kærleiksrík og blíð, hún var hjúkrunarkonan okkar. flugumferðarstjóri. Þá var fóstursonur Sigríðar Þóru og Einars Guðmundur Arnar Gunnarsson, f. 29.9. 1935, sonur Guðnýjar, systur Sigríðar Þóm, hans kona er Guðrún Gísladóttir, f. 26.6. 1934. Börn, barna- börn og barnabarna- börn Sigríðar Þóru og Einars eru í dag 28. Sigríður Þóra ólst upp við Laugaveg- inn og hefur búið alla tíð í Reykja- vik utan síðustu þrjú árin. Hún lauk barnaskólaprófí 1929. Hún starfaði lengst af við verslunar- störf, m.a. rak hún, ásamt fjöl- skyldu sinni, verslunina Dal á Framnesveginum á ámnum 1958 til 1972. Þá starfaði hún í Sokka- búðinni á Laugaveginum og versl- uninni Glugganum sem dóttir hennar rekur í dag. Verslunar- stússi hætti hún 1989 og hafði þá starfað við það í 60 ár ef frá eru talin þau ár er hún gætti bús og barna. Útför Sigríðar Þóru fer fram frá Dómkirkjunni, mánudaginn 4. september og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þau mamma og pabbi, Anna systir og ijölskylda áttu saman verslunina Dal á Framnesvegi, þá var mamma innanbúðar í afgreiðslunni, hún var sölukona í eðli sínu, lét viðskiptavin- ina ganga fyrir og gerði það besta fyrir þá. Þegar þau hættu með versl- unina var það mikill missir fyrir við- skiptavini hennar, þeim fannst gam- an að koma til hennar í búðina og versla eða bara tala við hana. Hún var af gamla skólanum og lagði sig fram við að hugsa um „kúnnann". „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikur- inn mestur," (Páll postuli, Korintu- bréf 13.13). Eftir að þau lokuðu versluninni Dal fór hún að afgreiða í dömuversluninni Glugganum við Laugaveg. Það var hennar staður, henni þótti alltaf vænt um Laugaveginn, þar fæddist hún og þekkti hvern stein. Skólasystur mínar frá því í barna- + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU KRISTJÁNSDÓTTUR, Klængshóli í Skíðadal. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar og til starfs- kvenna á Dalbæ, Dalvík, fyrir umönnun I erfiðum veikindum. Hermann Aðalsteinsson, Kristján Grétar Sigvaldason, Jón Bjartmar Hermannsson, Anna Dóra Hermannsdóttir, Erik Van de Perre, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 skóla og vinkonur komu oft í búðina til hennar, hún var bæði skemmtileg og fróð og þeim þótti vænt um hana. Hún var um áttrætt þegar hún hætti að afgreiða en oft fór hún í Gluggann eftir það og afgreiddi á meðan af- greiðslustúlkumar fengu sér kaffi. Oft hringdi hún til mín eftir að pabbi dó og bað mig að koma og borða með sér. Henni fannst leiðinlegt að borða ein. Ég fór oft tfl hennar og borðaði með henni, hún var meistarakokkur. Allt sem hún gerði var listilega gert, bæði það smáa og stóra. Hún var skemmtileg í fasi og hafði framkomu eins og leikari og dansari. Það var alltaf reisn yfir henni. Þegar ég veikt- ist fyrir nokkrum árum heimsótti hún mig á hverjum degi, ferðaðist með strætó og gekk langar leið upp að Grensásdeild þótt fætur hennar væru famir að bfla. En henni var sama um það, hún vildi koma til mín og hjúkra mér. Hún var allt í senn: sölukona, kokkur, leikari, dansari og hjúkmn- arkona. Deyrfé, deyjafrændr, deyrsjalfritsama; en orðstírr deyraldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál.) Núna fyrir mánuði eða svo fór hún á heflsuhælið í Hveragerði en þá var hún búin að vera veik um tíma. Þegar hún var búin að vera þar nokkurn tíma varð hún enn veikari og var hún þá flutt á sjúkrahúsið á Selfossi. Hún var búin að vera á Selfossi á aðra viku þegar hún lést. Við þökkum læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hana þar en það er yndislegt fólk. Ég syrgi hana, hún er farin úr þessum heimi en núna veit ég að henni líður vel, þján- ingunum er lokið og hún er nú hjá Guði. Vertu sæl mamma mín og þökk fyrir lífið með þér. Soffía. Elsku mamma. Mig langar að þakka þér alla um- hyggjuna, örlætið og ástina, sem þú gafst okkur öllum, í öll þessi skemmtilegu ár. Fyrst vorum við bömin þrjú, svo makamir okkar, bamabörnin og ekki hvað síst barna- barnabörnin, sem elskuðu þig fyrir hvað þú sýndir þeim mikla athygÚ og ástina sem þú sýndir þeim. Ég veit þú hefur fengið góða heimkomu, nú dvelst þú hjá pabba. Guð blessi minn- ingu þína. Anna. Nú er hjartkær amma mín látin og mig langar til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. í bemskuminningum var amma okkur barnabömunum ætíð góður sálufélagi þótt barnahópurinn dreifð- ist talsvert í aldri, því hún kunni þá list að ná til okkar sem einstaklinga og gaf okkur þá athygli og hlýju sem við búum öll að í dag. Og í reynd þótti mér sjálfsagt að eiga ömmu að þótt ég væri kominn vel á fullorðinsár, því hún var svo órjúfanlegur þáttur dag- legrar tilveru minnar í áratugi. Með öllum sínum eftirsóknarverðu eigin- leikum, sem birtust ekki síst í reisn og atorkusemi, gjöfulleika og vænt- umþykju, frásagnargleði og félags- lyndi, fómfýsi og ósérplægni, skipaði hún alveg sérstakan sess í hugum þeirra sem hana þekktu, skyldra sem óskyldra. Og hún var þekkt fyrir al- menna bjartsýni og alúð og ekki varð ég var við annað en að hún mætti öllu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.