Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ YFIRHEYRSLIIR I ÞYSKALANDI VECxNA FJARMALAHNEYKSLIS GDII IBYRJUN vikunnar kom saman sérskipuð rannsóknamefnd Sam- bandsþingsins í kaþ- ólsku akademíunni í Berlín í 35. skipti. Nefndin tók til starfa í byrjun þessa árs og er henni ætlað að rannsaka hvort ríkisstjómin hafi tekið við ólöglegum greiðslum undir stjóm fyrrverandi kanslara Þýskalands Helmut Kohl. Að þessu sinni yfirheyrði nefndin fyrrverandi formann CDU og þingflokks CDU/CSU, Wolf- gang Schauble, svo og Brigitte Baumeister, fyrrverandi gjald- kera flokksins og fram- kvæmdastjóra þingflokksins. Nefndin hafði þegar yfirheyrt vitnin í aprílmánuði en þar sem ósamræmi er milli frásagna þeirra varðandi 100.000 marka greiðslu frá vopnasalanum Karlheinz Schreiber skömmu íyrir kosningar haustið 1994 var ákveðið að endurprófa vitnisburðinn. Uppákoman vakti mikla athygh þar sem vitnin voru yfirheyrð samtímis og víst þótti að annað þeirra færi með ósannindi. Á blaðamannafundi í Bonn tveimur dögum fyrir jól lofaði þáverandi formaður CDU, Schauble, að vinna að upplýs- ingu fjármálahneykshsins. Þegar á leið virtist þessi yfir- lýsing þó ekki sannfærandi þar sem ljóst varð að Scháuble væri sjálfur flæktur í málið. Hann varð því fljótlega ófær um að vinna að upplýsingu málsins og núverandi formað- ur flokksins, Angela Merkel, tók máhð í sínar hendur. Það var hin svonefnda „100.000 marka greiðsla" sem batt enda á pólitískan frama Scháubles. í byrjun desember viðurkenndi hann á Sam- bandsþinginu að Schreiber væri honum kunnugur. 10. jan- úar greindi Scháuble óvænt frá því í viðtali í ríkissjónvarp- inu að hann hefði hitt Schreib- er einu sinni og tekið við 100.000 marka framlagi til flokksins í reiðufé. Síðar neyddist hann til að játa að hafa hitt Schreiber oftar en einu sinni. Scháuble þurfti þannig ít- rekað að breyta framsögn sinni en það sem gróf endan- lega undan trúverðugleika hans var frásögn Baumeister sem stangaðist á við útgáfu formannsins. Baumeister sagði það ekki rétt að Scháuble hafi tekið við umslaginu heldur hefði hún sjálf veitt því mót- töku. Scháuble var því knúinn til að segja af sér formannsem- bættinu í aprílmánuði og Bau- meister gaf heldur ekki kost á sér til endurkjörs. Hvort þeirra fer með ósannindi? Framan af var þó samræmi í framsögn Scháubles og Bau- meister. Þótt formaðurinn hafi sagt Baumeister ábyrga fyrir því að framlagi Schreibers hafi ekki verið gerð skil í árlegu framtali flokksins staðfesti Baumeister fullyrðingu Scháubles. Baumeister snerist þó hugur þegar Schreiber greindi óvænt frá því að hann hefði ekki veitt Scháuble pen- ingana heldur Baumeister en hún staðfesti fljótlega leiðrétt- ingu Schreibers. Hún sagðist í iyrstu hafa sýnt Scháuble traust sitt með því að líta framhjá ósannindum þeim sem hann hafði látið frá sér opinberlega. í samráði við lögfræðinga sína hafi hún þó ákveðið að segja sannleikann. í yfirheyrslum rannsóknar- nefndarinnar í vikunni stað- festu bæði Scháuble og Bau- meister margsinnis eigin framsögn frá því í vor. í septembermánuði 1994 var Scháuble staddur í kvöld- verðarboði með fulltrúum iðn- aðarins á hóteli í Bonn en Bau- meister hafði skipulagt uppá- Hver tók við fram- lögnm Schreibers? Rannsóknarnefnd á vegum þýska Sambandsþingsins yfírheyrði í vik- unni fyrrum formann og fyrrum gjaldkera kristilegra demókrata. Davíð Kristinsson í Berlín rekur það sem þar kom fram. komuna til að leita fjárstuðn- ings fyrir kosningabaráttuna. Scháuble segir að í framhaldi af kvöldverðarboðinu hafi Schreiber komið við á skrif- stofunni í Bonn til að afbenda honum umslag sem innihélt 100.000 mörk. I yfirheyrslunni í vor sagði Scháuble að það hefði verið daginn eftir boðið en í vikunni leiðrétti hann rannsóknamefnd Sambands- þingsins þar sem kæra liggur fyrir hjá ríkissaksóknara á hendur Mafimann og Schreib- er vegna skattsvika. Frá Toronto hefur Schreib- er, sem er íyrrverandi fulltrúi þrýstihóps vopnafyrirtækisins Thyssen, lekið þeim upplýs- ingum til fjölmiðla að hann sé með lykilvitni sem muni af- að Schreiber hafi komið við á skrifstofunni sinni og afhent honum 100.000 mörk. Scháuble hafi sagt eitthvað á borð við „Það er nú ótrúlegt hvað maður upplifir í Bonn“ og sagt honum síðan söguna af af- hendingu greiðslunnar. Leh- mann sagðist muna svona vel eftir þessu þar sem þeir vinim- ir hafi furðað sig á þeirri fullyrðingu Schreibers að Scháuble gæti gert hvað sem hann vildi við peningana. Lehmann segist ekki muna hvort Scháuble hafi greint sér frá þessu í september eða októþer en slíkar upplýsingar hefðu verið veigamiklar fyrir nefndina. Á meðan að á yfu'heyrslunni stóð var Scháuble yfirvegaður en Baumeister frekar tauga- óstyrk. Scháuble og Baumeist- virtust þó sannfærðir um að tár Baumeister væru ófölsuð og margir virtust lita á þessa uppákomu sem hluta af svið- setningu Baumeisters á hinni tryggu konu sem teldi sig hafa verið svikna. Rannsóknamefndin gagnrýnd Líkt og búist var við var fátt um nýjar upplýsingar fyrir ut- an nokkur minniháttar atriði. Að lokinni fjögurra klukku- stunda yfirheyrslu voru for- ystumenn CDU þeirrar skoð- unar að framburður Scháubles væri sennilegri og trúverðugri en frásögn Baumeisters. Full- trúar stjómarfiokkanna í nefndinni tclja vitnisburð Bau- meisters hins vegar trúverð- ugri. Skoðanir þessar eru þó lit- aðar af þeirri staðreynd að for- AP Wolfgang Scháuble, fyrrverandi formaður CDU, og Brígitte Baumeister við yfirheyrslur rannsóknarnefndar þingsins. A milli þierra situr Gottfried Klotz, lögmaður Baumeisters. framsögn sína og sagði líka mögulegt að það hefði verið nokkrum dögum síðar. Hann segist ekki hafa talið pening- ana heldur afhent gjaldkeran- um upphæðina skömmu síðar. Framsögn Baumeister er allt önnui'. Hún segir Schreib- er hafa hringt í sig nokkrum dögum eftir kvöldverðarboðið, þegar komið var fram í októ- ber, og beðið hana að hitta sig á heimili sínu í Kaufering sem er í nánd við Miinchen. Þar hafi hún fengið umslag frá Schreiber sem hann hafi beðið hana um að koma áfram til Scháubles. Hún hafi gert það án þess að opna umslagið og fengið það daginn eftir frá Scháuble með þeim fyrirmæl- um að í umslaginu væru 100.000 mörk frá Schreiber sem væru ætluð flokknum. Kona Schreibers, ritari hans og bflstjóri Baumeister hafa staðfest samkomuna hjá Schreiber en ekkert þeirra gat sagt til um það hvort Bau- meister hafi fengið umslagið. Forstjóri vopnafyrirtælds- ins Thyssen, Jiirgen Mafi- mann, var einnig staddur á samkomunni en á þriðjudag- inn notfærði hann sér réttinn til að neita fyrri vitnisburði hjá sanna vitnisburð Scháubles. Hann segist þó ekki vilja greina frá því hvert vitnið sé fyrr en ríkissaksóknari í Berlín höfði mál gegn Scháuble vegna meinsæris. Schreiber segir að dagbækur sínar svo og hótel- og símreikningar staðfesti að hann hafi ekki hitt Scháuble á tilteknum degi í september. „Þessu áttu ekki eftlr að trúa“ Scháuble var því knúinn til að koma fram með vitni sem gæti staðfest frásögn hans. Á mánudaginn yfirheyrði nefnd- in arkítektinn Gerhard Leh- mann sem hefur verið vinur Scháubles í 25 ár. Lehmann studdi þann vitnisburð Scháubles að hann hafi tekið við peningunum af Schreiber. Lehmann sagðist muna greini- lega eftir því að Scháuble hafi, á einni hinna reglulegu sunnu- dagssamkoma félaganna í Baden, sagt sér frá því að Schreiber hafi að Ioknum kvöldverðinum í Bonn tekið Scháuble tali og sagst vera fyrrverandi vinur Franz Josef Strauss (eins af stofnendum CSU). Hann sagðist muna greinilega eftir því þegar Schauble sagði honum frá því er, sem voru nánir samstarfs- félagar um árabil, sátu hvort sínum megin viðlögfræðinga Baumeister. Scháuble forðað- ist augnaráð flokksfélaga síns af sömu gaumgæfni og þegar hann forðaðist að h'ta í átt til Kohls þegar kanslarinn fyrr- verandi mætti aftur til vinnu á Sambandsþinginu eftir lengri íjarveru sökum fjármála- hneykslisins. Scháuble og Bau- meister sökuðu hvort annað um trúnaðarbrest og ósannan vitnisburð, og Scháuble lét ekki vera að ýja að því að Baumeister hefði átt í mjög nánu sambandi við forstjóra Thyssen. Baumeister var gráti næst þegar hún sagði ásakanir Scháubles um að hún væri þátttakandi í samsæri væru það versta sem hún hefði upp- lifað. Schauble hafði þegar í aprfl gefið í skyn að Baumeister væri þátttakandi í samsæri Kohls og Schreibers um að steypa sér af stóli. Baumeister gat ekki gefið nefndinni nánari upplýsingar um það hvað hafi farið á milli hennar og Kohl á fundum þeirra í marsmánuði en talið er að deilan við Scháuble hafi verið rædd við það tækifæri. Fáir viðstaddir ystumenn CDU vilja bjarga heiðri formannsins fyrrver- andi á sama tíma og stjómar- andstæðingar eiga sér and- stætt markmið. Rannsókn- amefndin er ekki hluti dómskerfisins heldur pólitísk nefnd og þótt henni sé ætlað að styðjast við reglur sem gilda um rannsóknir dómsmála gefur sú staðreynd að formað- ur nefndarinnar, sem er úr röðum SPD, leyfir sér að vera með kaldhæðna kímni í garð vitna, skýra mynd af því á hvaða forsendum nefndin starfar. Gagnrýnendur segja síðustu yfirheyrslu nefndarinnar svið- setningu sem sé einskis nýt. Smáatriði í tengslum við af- hendingu umslagsins beini at- hyglinni frá höfuðpersónunni Helmut Kohl og þeirri ásökun að stjóm hans hafi tekið við ólöglegum framlögum. Þvi skipti í raun litlu íivort tekið hafi verið við peningunum á til- teknum degi eða nokkmm dögum síðar. Afgerandi sé hvort peningamir hafi haft áhrif á ákvarðanir stjómar Kohls. Sjónleikur vikunnar sýni að stjómarflokkamir, sem era í meirihluta í nefnd- inni, noti tækifærið til að miðla átökunum innan CDU til kjós- enda. Fyrri reynsla af slíkum rannsóknamefndum staðfestir að þær hafi tilhneigingu til að taka pólitíska hagsmuni fram yfirannað. Grandvallai'spuming nefnd- arinnar ætti að mati margra að vera sú hvaða markmiðum Schreiber hafi viljað ná fram með greiðslunni og hvort þeir sem tóku við peningunum hafi gefið Sehreiber vonir um að unnið yrði að þeim markmið- um. Það vekur undran að þessi spuming sé orðin að aukaatriði þar sem Schreiber hefur ítrek- að sett greiðslu sína í sam- hengi við þá áætlunin Thys- sen-íyrirtækisins að koma upp vopnaverksmiðju í Kanada. Með byggingu verksmiðjunn- ar ætlaði fyrirtækið að ná á er- lendri grandu öllum vopna- sölusamningum sem þýsk yfii’völd hefðu ekki heimilað. Svo virðist sem Thyssen hafi á áranum 1985 til 1995 unnið markvisst að því að opna möguleikann á því að snið- ganga hin ströngu lög um vopnasölu sem gilda í Þýska- landi og koma þannig vopnum til átakasvæða. Talið er lfklegt að Baumeister hafi reynt að hafa áhrif á ákvörðunartökur öryggisráös Sambandslýð- veldisins í þá átt að unnið yi'ði að hagsmunum Thyssen. Schreiber á að hafa haft sam- tals 15 milljóna marka „mútu- fé“ til umráða og samkvæmt upplýsingum frá Schreiber sjálfum var 100.000 marka greiðslan hugsuð sem leið til að fá stuðning þýsku rflds- stjórnarinnar í samningum við yfirvöld í Kanada. Schreiber mistókst verkefnið sem féll um sjálft sig árið 1995. Sögubækur framtíðarinnar Schreiber er eitt af mörgum vitnum sem veitt gætu rann- sóknamefnd Sambandsþings- ins mikilvægar upplýsingar. Hann er þó löngu flúinn til Kanada og er líkt og margir aðrir ekki skyldugur til að bera vitni þar sem að ákæra á hend- ur honum liggur fyrir hjá ríkis- saksóknara. Þannig var til dæmis kaupsýslumaðurinn, Dieter Holzer, yfirheyrður hjá ríkissaksóknara á mánudaginn en hann var tengiliður við sölu austur-þýsku óh'uhreinsunar- stöðvarinnar Leuna til franska fyrirtækisins Elf Aquitaine ár- ið 1992. Hann er granaður um að hafa miðlað hluta af millj- ónaþóknun sinni áfram til stjórnmálamanna. í Frakklandi var nýlega gef- in út handtökuskipun á hendur Holzers. Einnig liggur fyrir handtökuskipun á Holger Pfahls (CSU) sem ekki hefur sést síðan í maí en talið er að hann sé í felum á Taflandi. Scháuble og Baumeister hafa nú tvær vikur til að leið- rétta vitnisburð sinn skriflega. Fái nefndin leiðréttingu frá hvoragu þeirra er talið að rík- issaksóknari muni kæra þau bæði vegna meinsæris. Á blaðamannafundi á fimmtu- daginn var sagðist Scháuble sannfærður um að litið verði á leynireikninga CDU sem jað- arfyrirbæri í sögunni. „Eftir 200 ár munum við lesa í sögu- bókum um fall múrsins, sam- einingu Þýskalands, samein- ingu Evrópu og kanslara sameiningarinnar en ekkert um þetta máL“ Ekki era þó tvær aldir heldur tvö ár í næstu sambandsþingskosn- ingar og ekkert bendir til ann- ars en að rannsóknamefndin muni halda áfram að funda út kjörtímabilið. Fjármálahneykshð mun því hvfla áfram á herðum CDU sem enn hefur enga skýra hug- mynd um það hvemig flokkn- um eigi að takast að sigra Schröder í kosningunum árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.