Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 41 MINNINGAR SIGRÚN JÓNSDÓTTIR + Sigrún Jónsdótt- ir fæddist á Hafrafelli 3. nóvem- ber 1934. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 24. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Egilsstaðakirkju 1. september. Jarð- sett var í heima- grafreit á Hafrafelli. Svo sannarlega hef- ur Fljótsdalshérað skartað sínu fegursta undanfarna ágúst- daga. Sólin sendir geisla sína yfir Löginn sem líður áfram sinn veg en er þó þessa stundina ótrúlega vatnslítill eftir þá þurrkatíð sem verið hefur í sumar. Skógar sem nú gefa Fljótsdalshéraði hvarvetna meira af skjóli og grænum lit vaxa nú sem óðast upp og klettarnir sem mynda fell og borgir gefa skjól og landið verður svipmeira og mynda jafnvel einskonar ævintýraheim í sínum margbreytileik. Blátær silungsvötn prýða einnig landið og auka enn á þá fegurð sem hér má hvarvetna sjá. Hafrafell, bemskuheimili okkar Sigrúnar systur minn- ar, er við kveðjum hér í dag, stendur einmitt undir samnefndu felli og umhverfið er á þann veg er ég gat um í upphafi þessarar greinar. Eitt af vorverkum bernsku okkar var að taka þátt í að setja niður skógar- plöntur, en skógrækt var mikið áhugamál föður okkar, og eru nú þessar plöntur myndarleg tré. Hún Sigrún systir var sannarlega Stóra systh- mín með stórum staf. Hún var Stóra systir mín sem oft og iðulega þurfti að líta eftir mér, og umbera ýmsa dynti og galla mína. Hún var Stóra systir mín, sem var mín stoð og stytta er fyrstu sporin að heiman lágu í barnaskóla og síð- ar í framhaldsskólá. Hún var Stóra systir mín, sem notaði tágar er snærisspotta þraut, til að bera heim með silunga þá er óvenju- margir voru í netum sumardag einn. Hún var Stóra systir mín sem taldi í mig kjark og hjálpaði mér aftur á bak Blesa gamla, er hann hafði ausið mér af sér. Hún var Stóra systir mín sem var úrræða- góð er hvers konar vanda bar að höndum, fyrst í leikjum bernskunn- ar og einnig síðar er okkur var ætl- að að taka þátt í þeim störfum er vinna þurfti og talin voru hæfa okkar aldri. Hún var Stóra systir mín er bjargaði mér af klettabrún norðan í Hrafnafellinu, en þar hafði ég lent í sjálfheldu er ég ætlaði að stytta mér leið upp kletta í smala- mennsku. Hún var Stóra systir mín er sneið fyrsta kjólinn er ég saum- aði á mig og hjálpaði mér að koma honum saman í nothæfa flík. Hún var Stóra systir mín er hjálpaði mér til að sauma á mig þann upp- hlut sem ég nota enn í dag. Ævistarf Sigrúnar var eins og flestra að annast um sína fjöld- skyldu og vinna öll þau störf sem til falla á heimili í sveit, hvort sem það er inni- eða útivinna. í gegnum árin eru þau ungmennin ótalin er dvöldu sumarlangt á Hafrafelli og bundu tryggð við heimilið og komu þangað ef færi gafst og vinna og skóli gafu tilefni til. Voru mín börn svo lánsöm að vera í þeim hópi og undir rólegri stjórn þeirra Sigrún- ar og Brynjólfs manns hennar læðu þau að vinna hin ýmsu störf og var það þeim ómetanlegt veganesti sem þau munu búa að alla sína ævi. Sigrún var mikil barnagæla og löðuðust börn mjög að henni, enda naut hún þess að hafa barnabömin í kring um sig, og sóttu þau mjög til hennar. Samhliða búskapnum fór Sigrún að sækja vinnu utan heimilis í Egilsstaði. Þó ekki sé vegalengdin þangað ýkja löng, þá fer það eftir veðri og færð hversu greið leiðin er. Ekki virtist henni vaxa það í augum og dáðist ég oft að dugnaði og kjarki þeim er hún sýndi þá sem oftar. Hún var hand- lagin í besta lagi og hverskonar saumaskapur virtist ekki vefjast fyrir henni og saumaði hún ótaldar flíkurnar, bæði fyrir sitt fólk og ýmsa þá er til hennar leituðu. Nú seinni ár saumaði hún mikið úr hreindýraskinni, bæði vesti, jakka og dragtir, allt eftir óskum hvers og eins. Ófáar flíkur prjónaði hún einnig og nutu börn og barnabörn þess einnig í ríkum mæli. Fyrir nokkrum árum greindist systir mín með illvígan sjúkdóm sem leitt hefur til endurtekinnar sjúkrahússvistar. Þess á milli dvaldi hún heima og undir það síð- asta komst hún heim part úr degi einu sinni til tvisvar í viku og var henni það mikils virði. Brynjólfur eiginmaður hennar hefur stutt hana og annast af ótrúlegri nær- gætni og fómfýsi allt hennar veik- indatímabil. Þá er ógetið allra þeirra góðu og tryggu vina og ætt- ingja, er sýndu henni það svo sann- arlega í verki að sá er vinur er í raun reynist. Á allt þetta góða fólk miklar þakkir skildar fyrir sitt trygglyndi og stuðning á þessu erf- iða tímabili. Systur minni þakka ég samfylgdina og bið henni blessunar guðs. Guðlaug Erla. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Dagbók Háskóla íslands DAGBÓK Háskóla íslands 3.-9. sept- ember. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla íslands. ít- arlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasiðu Háskólans á slóð- inni: http:/Avww.hi.is/stjom/sam/dag- bok.html Prófessor í rafmagns- og tölvu- verkfræði heldur fyrirlestra Dr. David A. Landgrebe, prófessor í raftnagns- og tölvuverkfræði við Purdue University í West Lafayette, Indiana, mun halda tvo iyrirlestra við Háskóla íslands dagana 4. og 6. sept- ember. Fyrri fyrirlesturinn sem er um fjarkönnun sem verkfræðilegt viðfangsefni verður haldinn í hátíðar- sal Háskóla íslands mánudaginn 4. september kl. 14 og hin síðari um notkun merkjafræðiaðferða til grein- ingar fjarkönnunargagna með mörg- um tíðniböndum og er haldinn í húsa- kynnum verkfræðideildar Háskóla íslands (VR-II), stofu 157, miðviku- daginn 6. september kl. 16:15. Allir eru velkomnir á bæði erindin. Nánari upplýsingar veitir Jón Atli Bene- diktsson, prófessor við verkfræði- deild Háskóla íslands (benedikt- @hi.is). Sókrates 2000-2006 Opnunarráðstefna 8. september 2000 í hátíðarsal Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið og Aiþjóða- skrifstofa háskólastigsins-Lands- skrifstofa Sókratesar á Islandi bjóða til opnunarráðstefnu þar sem öðrum áfanga Sókratesar-menntaáætlunar Evrópusambandsins verður form- lega ýtt úr vör. Ráðstefnan verður haldin í hátíðar- sal Háskóla Islands, aðaibyggingu við Suðurgötu, föstudaginn 8. sept- emberkl 14-15:45 Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 5. september í síma 525-4311 eða með tölvupósti ask@hi.is Ráðstefna um íslenska mannfræði Ráðstefna um íslenska mannfræði við starfslok prófessors Hai-aldar Ólafssonar. Ráðstefnan verður haldin í stofu 201 í Odda laugardaginn 9. september og hefst kl. 10. Að ráðstefnunni standa mann- fræði- og þjóðfræðiskor við Háskóla Islands, Mannfræðistofnun, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og félagsvís- indadeild. V ísindavefurinn Hvers vegna - Vegna þess Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurning- um um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gátumar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is Sýningar Amastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Áma- garði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga tíl föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 13-17 daglega, 1. júm' til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftfr- töldum orðabönkum og gagnsöfnum á vegum Háskóla f siands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sér- greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/ Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnfr.html Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunar- starfs: http://www.ris.is + Faðir okkar, afi og langafi, JÓN PÁLSSON frá Litiu-Heiði, varð bráðkvaddur á heimili sínu, Dalsbraut 25, Reykjavík, föstudaginn 1. september. Guðrún Jónsdóttir, Páll Heiðar Jónsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, JÓHANNA ÞORGERÐUR ÞORVARÐARDÓTTIR, Smárabraut 8, Homafirði, andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hring- braut fimmtudaginn 31. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Helgi Árnason, Ámý Helgadóttir, Stéfán Helgason, Ólöf guðrún Helgadóttir, Þorvarður Helgason. Ólympíumótið í brids Þrjú vinningsstig í höndum keppnisstjóra BRIDS Maastricht ÓLYMPÍUMÓTIÐ Ólympíumótið i brids er haldið í Maastricht dagana 27. ágúst til 9. september. Island tekur þátt í opn- um flokki. Hægt er að fylgjast með mótinu á Netinu, t.d. á slóðinni www.bridgeolympiad.nl LEIKUR f slendinga og ítala í und- ankeppni Ólympíumótsins í brids var mikilvægur fyrir báðar þjóðir. ítalar vildu treysta stöðu sína í efsta sæti riðilsins og tryggja sér þannig betri stöðu í 16 liða úrslitum sem hefjast í dag. Og íslendingar voru í harðri baráttu um fjórða sæt- ið í riðlinum sem tryggði sæti í úr- slitakeppninni og máttu því ekki við áföllum. Þegar úrslitin birtust á Netinu eftir leikinn á föstudag voru þau skráð 19-11 fyrir Ítalíu. Þegar úrslit í næsta leik á eftir voru birt hafði stigatala íslendinga hins vegar hækkað um þrjú og nokkru síðar var úrslitum leiksins við Ítalíu breytt þannig að hann endaði 16-14 fyrir Ítalíu. Skýringarnar á þessum sviptíngum er að finna i þessu spili: Áustur gefur, NS á hættu Norður 3 K52 A10832 AK43 Vestur Austur Á76 KDG1042 G1076 93 KDG75 96 G Suður 985 ÁD85 4 D8762 1095 Við annað borðið sátu Þorlákur Jónsson og Matthías Þorvaldsson AV og Alfredo Versace og Lorenzo Lauria NS. Þorlákur opnaði á 2 spöðum með austurspilin og Matt- hías lyfti í 3 spaða í vestur. Lauria doblaði í norður og Versace sagði 4 hjörtu sem varð lokasögnin. Þessi samningur er ekki einfaldur við- fangs eftir tígulkóng út, því spili sagnhafi spaða getur vörnin spilað áfram tigli og þannig stytt suður í trompi. Sennilega má þó alltaf vinna spilið eftfr einhverjum leiðum og reyndin varð sú að Versace fékk 10 slagi, 620 til ítala. Við hitt borðið sátu Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Armannsson NS og Dano de Falco og Guido Ferraro AV. De Falco opnaði einn- ig á 2 spöðum en Ferraro í vestur stökk nú í 4 spaða. Aðalsteinn í norður doblaði til úttektar og Svemr í suður sagði 5 lauf sem varð lokasögn. Þessi samningur er mun þægi- legri viðfangs en 4 hjörtu og allar leiðir virðast liggja til vinnings. Ferraro spilaði út tígulkóng sem Sverrir drap með ás, trompaði tíg- ul, tók drottningu og ás í laufi og trompaði tígul. Hvorugur láglitur- inn hagaði sér vel og Sverrir pruf- aði þá hjartað, tók hjartaás, spilaði hjarta á kóng og þriðja hjartanu. Það þýddi ekki fyrir austur að trompa svo hann hentí spaða. Sverrir fékk því á drottninguna og spilaði fjórða hjartanu og henti spaða í borði: Vestur Norður 108 K3 Austur Á7 KDG — — DG - - 10 Suður 985 8 Nú skiptír engu máli hvað vörnin gerir. Spili vestur spaða trompar sagnhafi í borði og spilar tígli og hlýtur að fá tvo slagi til viðbótar á tromp. Sama gerist spili vestur tígli. Ferraro í vestur hugsaði sig hins vegar lengi um og Sverrir ákvað að lokum að sýna honum spil- in sín og gefa þannig til kynna að engu máli skipti hvað hann gerði. Ferraro leit á spil Sverris og spil- aði loks litlum spaða. Sverrir, sem hafði reiknað með tígli, bað ósjálf- rátt um tígul úr borði en leiðrétti sig nánast strax og bað um tromp. En de Falco var fljótari, spilaði strax spaðakóng og laufi til baka og lýsti því yfir að spilið hefði farið einn niður, 100 til Italíu og 12 stig tíl ítala. Sverrir kallaði á keppnisstjóra sem hlustaði á spilarana og úr- skurðaði síðan að Sverrir hefði ekki mátt skipta um skoðun og því hefði vörnin fengið þrjá slagi. Ekki kom hins vegar fram strax að Sverrir hefði sýnt vestri spilin sín. Eftir leikinn leitaði Guðmundur Páll Am- arson fyrirliði til Bills Schoders yf- irkeppnisstjóra, sem jafnan er nefndur Kojak enda nauðasköllótt- ur, og óskaði eftir því að fjallað yrði um spilið af æðri stjórnvöldum. Kojak hlustaði á söguna og sagði síðan að þar sem Sverrir hefði sýnt Ferraro spilin sin jafngilti það kröfu, þ.e. að Sverrir legði upp spil- in sín og gerði þannig kröfu um ákveðna slagi; og því hefðu atburðir á eftir enga þýðingu. ítalamir mölduðu hins vegar í móinn og vildu ekki kannast við að Sverrir hefði lagt upp. Guðmundur lagði hins vegar til að skrásetjari á vegum mótshaldara, sem sat við borðið og skrifaði niður sagnfr og spilamennsku, yrði kallaður tíl vitn- is, og eftir framburð hans var úrslit- um spilsins breytt í 11 slagi og 600 til íslands en 1 stig til Ítalíu. Guðm. Sv. Hermannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.