Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 27/8-2/9
► STJÓRN Félags ís-
lenskra leikskólakennara
hefur lýst yfir áhyggjum
sínum af ástandinu sem
skapast hefur vegna
starfsmannaskorts í leik-
skólum.
► Forsætisráðherrar
Norðurlanda og Eystra-
saltslanda héldu samráðs-
fund í vikunni. Efst á baugi
voru umræður um ESB-
aðild og sjúkdómavamir.
► BRESK kona og tvö
börn hennar féllu í Skafta-
fellsá þegar íshelia sem
þau stóðu á, gaf sig. Konan
var flutt á gjörgæsludeild,
en börnin sluppu að mestu
ómeidd.
► UMMÆLI Halidórs Ás-
grímssonar, utanríkis-
ráðherra í Jótlandspóstin-
um, um stöðu íslands
gagnvart ESB, hafa vakið
nokkra athygli. Halldór
sagði ljóst að ef íslending-
ar sæktust eftir aðild yrði
að finnast lausn sem væri
viðunandi fyrir íslenskan
sjávarútveg.en í því sam-
bandi hlyti að reyna á vilja
annarra Evrópuþjóða.
► FERJAN Baldur rakst á
sker á leið til Flateyjar á
miðvikudagskvöld. Um
fjórtán farþegar voru um
borð auk áhafnar og hlutu
bæði áhafnameðlimir og
farþegar meiðsl við högg-
ið.
► OPINBER heimsókn Li
Peng, forseta þjóðþings
Kína, til Islands hófst í
gær. Fjölmörg félaga-
samtök hafa boðað til úti-
fundar á Austurvelli
klukkan 14:30 í dag, til að
mótmæla heimsókninni.
Skuldir sjávarútvegs
hafa stóraukist
SKULDIR sjávarútvegsins voru tald-
ar vera kringum 175 milljarða króna
um síðustu ái-amót og hafa þær aukist
um 70 milljarða á fjórum árum. Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
LIÚ, segir skuldastöðu sjávarútvegs-
ins áhyggjuefni, en hana megi að mestu
rekja til nýfjárfestinga í fiskiskipum.
Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri
Farmanna- og fiskimannasambands-
ins, segir að skuldaaukninguna megi að
nokkru leyti rekja til þess að kvóti og
fyrirtæki hafi verið seld fyrir fé sem
ekki hafi verið endurfjárfest í greininni.
Netverk eykur hlutafé
sitt um 770 milljónir
HUGBÚNAÐAR- og hátæknifyrir-
tækið Netverk hefur aukið hlutafé sitt
um 770 millljónir króna í samvinnu við
hóp erlendra ijármálafyrirtækja. Net-
verk ætlar að nýta hið nýja hlutafé í
frekari þróun á hugbúnaði fyrirtækis-
ins og markaðssetningu hans og sölu
erlendis og hyggst fyrirtækið auka um-
svif sín í Evrópu, Asíu og N-Ameríku.
Bílvelta af vegöxl á
Reykjanesbraut
ÞRÍR ungir piltar voru í fólksbiðreið
sem valt a.m.k. þrjár veltur eftir að
ökumaður hafði misst stjóm á bílnum á
Reykjanesbraut. Tildrög slyssins voru
þau að ökumaður reyndi að taka fram
úr rútu og fólksbifreið sem ekið var
samhliða, með því að aka út á vegöxl.
Ökumaður hlaut hálsmeiðsli og
skurði við bflveltuna en farþegarnir
tveir munu hafa sloppið betur. Nokkuð
mun hafa borið á því að ökumenn noti
vegaxlir á Reykjanesbraut til að taka
fram úr, en Lögreglan og Vegagerðin
segja þær eingöngu ætlaðar til þess að
bflar geti vikið fyrir hraðari umferð.
Gíslar látnir lausir
SEX gíslar sem múslímskir öfgamenn
á Filippseyjum hafa látið lausa tóku á
þriðjudag þátt í móttökuathöfn sem
haldin var þeim til heiðurs skammt frá
Trípólí, höfuðborg Líbýu. Héldu gísl-
amir síðan hver til síns heima. Hvorki
Múammar Gaddafi Líbýuleiðtogi né
sonur hans var viðstaddur athöfnina
en líbýskur embættismaður hvatti
gíslana fyrrverandi til að gleyma því
ekki að Gaddafí hafi átt stóran þátt í
að þeir vora látnir lausir. Sex aðrir
vestrænir menn era enn í haldi.
Stjómvöld á Filippseyjum greindu
síðan frá því sama dag, að Abu-
Sayyaf-uppreisnarmennimir, sem
höfðu haldið gíslunum í fjóra mánuði,
hefðu tekið Bandaríkjamann í gíslingu
og hóti að taka hann af lífi.
„Svarti ágúst“
RÚSSNESK stjórnvöld hétu því að
Moskvubúar myndu á miðvikudag
geta á ný náð útsendingum nokkurra
sjónvarpsstöðva frá Ostankino-sjón-
varpsturninum, sem eldur kom upp í á
sunnudag. Moskvubúar bjuggu við
sjónvarpsleysi frá því síðdegis á
sunnudag og hörmuðu fjölmiðlar
þetta síðasta slys. Gengu sumir svo
langt að tala um „svarta ágúst“ og
sagði eitt blað að í sögu Rússlands hin
síðari ár hefðu aldrei orðið svo mörg
óhöpp í einum mánuði.
Clinton lofar aðstoð
BILL Clinton Bandaríkjaforseti lof-
aðlyfirvöMum í S-Ameríkuríkiilu Kól-
umbíú 1,3 milljarða Bandaríkjadollara
aðstöð í baráttu þeirra gegn fíkniefna-
viðskiptum. Kom Clinton í stutta
heimsókn til landsins á miðvikudag.
Hitti forsetinn hinn kólumbíska
starfsbróður sinn, Andreas Pastrana.
Kólumbíska lögreglan greindi frá því
að tveir menn hefðu verið handteknir
með sprengju í húsi skammt frá ein-
um af viðkomustöðum Clintons.
► RÚSSNESKIR og norsk-
ir kafarar munu í lok sept-
ember hefja það vanda-
sama verk að ná upp
líkamsleifum sjóliðanna
118 sem fórust með rúss-
neska kjarnorkukafbátnum
Kúrsk í Barentshafi. Að-
stoðarforsætisráðherra
Rússlands, Ilija Klebanov,
greindi frá þessu eftir að
hafa átt fund með Vladímír
Pútín forseta. Sagði Kleb-
anov ennfremur að fram-
kvæmdir við að ná bátnum
sjálfum af hafsbotni myndu
að líkindum hefjast eftír
eitt ár. Hann sagði ekkert
um það hvernig farið yrði
að þvi að ná bátnum upp.
► NORSKI Framfara-
fiokkurinn nýtur nú meiri
vinsælda en aðrir sfjórn-
málafiokkar í landinu sam-
kvæmt skoðanakönnun sem
birt var í blaðinu Nationen
á miðvikudaginn.
►SKOÐANAKÖNNUNá
vegum Gallups, er birt var
á mánudag, benti til þess að
George W. Bush, for-
setafranyóðandi repúblík-
ana í Bandarflqunum, pjÓti
nú örlítið meiri stuðnings
kjósenda en frambjóðandi
demókrata, A1 Gore.
► JÓHANNES Páll páfi II
fordæmdi á þriðjudag klón-
un fósturvísa og hvatti viV . :
indamenn til að sýna manrH -
fólki virðingu. Skírskotaði
páfi til hugmynda um klón-
un fósturvfsa til að rækta
líffæri til ígræðslu, en hann
flutti ræðu á alþjóðai'áð-
stefnu um líffæraígræðsu,
sem haldin var í Róm. Sagði
páfi klónun fósturvfsa sið-
ferðilega ranga, jafnvel
þótt í góðum tilgangi væri.
Íslandssími og Lína.Net semja um ljósleiðarakerfi á Suðurlandi
Ljósleiöari lagður
um Suðurland
ÍSLANDSSÍMI og Lína.Net hafa
skrifað undir samning um sameig-
inlega lagningu ljósleiðara frá
Reykjavík til Vestmannaeyja.
Verktíminn er áætlaður tæpir 4
mánuðir og er gert ráð fyrir að ljós-
leiðarakerfið verði tilbúið í byrjun
næsta árs. Heildarkostnaður við
verkið er áætlaður 110 milljónír kr.
í fréttatilkynningu frá Islands-
síma segir að með þessum nýju
tengingum standi þéttbýliskjarnar
á Suðurlandi og Vestmannaeyjar
jafnfætis höfuðborgarsvæðinu hvað
varðar möguleika á þróun öflugrar
Net- og fjarskiptaþjónustu og út-
breíðslu á stafrænu sjónvarpi. Öll
millilandafjarskipti viðskiptavina
Íslandssíma, hvort sem um er að
ræða tal, gagnaflutninga eða net-
umferð, fara um eigið net fyrirtæk-
isins.
Allri netumferð verður beint
inn á nýja strenginn
„Nýi strengurinn, sem hafist
verður handa við að leggja 15. sept-
ember, er um 150 km og verður
ljósleiðarakerfí fyrirtækjanna því
samanlagt hálft fjórða hundrað
kílómetra. Leggurinn til Vest-
mannaeyja er tengdur inn á kerfið
við Höfðabakka og í Tæknigarð við
Dunhaga. Hann liggur um Hvera-
gerði, Selíoss, Hellu, Hvolsvöll,
Austur-Landeyjar og yfir sundið til
Vestmannaeyja í kapalhús Cantat 3
sæstrengsins þar. Gert er ráð fyrir
að aðgangsbúnaður verði settur
upp í öllum þéttbýliskjörnum. Þá .er
í samningnum ákvæði um áð
Íslandssími geti komið upp ATM-
tengingum á leiðinni og Lína.Net
svokölluðum IP-samböndum fyrir
gagnaflutninga. Lína.Net hefur fyr-
ir að ráða 45 mb/s tengingu um
Cantat vestur um haf, og mun beina
allri sinni netumferð um þennan
nýja streng," segir m.a í tilkynning-
unni.
Gunnarsdóttir
Eiríkur Bragason, forstjóri Línú.Nets, og Eyþór Amalds, forsljóri Islandssíma, tóku fyrstu skóflustunguna
vegna nýja Ijósleiðarakerfisins uppi á Kambabrún í gærmorgun.
Markaðsstjóri Nóa-Síríusar vegna fagnaðar í Esjimni
Gengið var frá öllum leyf-
um fyrir tveimur vikum
HJALTI Jónsson, markaðsstjóri
Nóa-SWusar, segir að einhver mis-
brestur hafi orðið í samskiptum
Landsbjargar og lögreglu varðandi
leyfi til að skjóta upp neyðarblysum í
Esjunni. Fram kom i Morgunblaðinu
í gær að þyrla Landhelgisgæslunnar
var sett í viðbragðsstöðu í fyrrakvöld
þegar tilkynning barst um neyðar-
blys í hlíðum Esju.
Starfsmenn Nóa-SWusar voru þar
að halda upp á 80 ára afmæli fyrir-
tækisins og að sögn Hjalta var þar
um að ræða lokahátíð fyrir starfs-
menn og fjölskyldur þeirra vegna af-
mælishátíðarinnar, sem hefur staðið
yfir allan ágústmánuð. Var ákveðið
að Ijúka hátíðarhöldunum með tákn-
rænum hætti þar sem gengið yrði á
Esjuna og tveir hjálparsveitarmenn
tendraðu blys sem mynda áttu töl-
una 80. Tók hann fram að um fjöl-
skylduhátíð hefði verið að ræða og
áfengi ekki verið haft um hönd.
„Við gerðum þetta í samstarfi við
Landsbjörgu og Hjálparsveit skáta.
Þeir seldu okkur blysin og gengu frá
öllum leyfum fyrir tveimur vikum,“
sagði hann.
Haft var eftir lögreglu í Morgun-
blaðinu í gær að engin leyfi hefðu
verið veitt til að skjóta upp neyðar-
blysum. Hjalti sagði að auk þess sem
leyfa hafi verið aflað hjá lögreglu-
stjóra og Landvemd hafi einnig ver-
ið aflað leyfa hjá Skógrækt ríkisins
til að skjóta upp blysunum þar sem
Esjan er friðlýst svæði. „Þarna er
augljóslega um einhvern misbrest að
ræða í samskiptum á milli Lands-
bjargar, Hjálparsveitar skáta og lög-
reglu,“ sagði hann.
Framkvæmdastjóri miðborgar
sagði ekki þörf á lögregluleyfi
Einnig kom fram í fréttinni að lög-
reglan hefði fyrr á föstudag stöðvað
hátíðarhöld Nóa-SWusar á Lækjar-
torgti þar sem tilskilin leyfi lægju
ekki fyrir. Hjalti segir ofsagt að um
hátíðarhöld hafi verið að ræða held-
ur hafi fyrirtækið fengið tvo krafta-
karla til að gefa gestum og gangandi
kost á að lyfta lóðum á Lækjartorgi.
Hjalti sagði að talað hefði verið við
framkvæmdastjóra miðborgar
Reykjavíkur og fengið leyfi hans
vegna undirbúnings þessarar uppá-
komu. Framkvæmdastjóri miðborg-
arinnar hefði sagt að ekki væri þörf á
lögregluleyfi vegna þessa atriðis þar
sem ekki væri um opinberan tónlist-
arviðburð að ræða.