Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tríó danska djasspíanistans Arne Forchhammer
Sterkir
Danir
á ferð
ÞAÐ verður margt góðra erlendra
gesta á Jazzhátíðinni í ár, og meðal
þeirra er Ame Forchhammer pían-
isti sem kemur hingað til lands ásamt
Birgit Lokke Larsen slagverksleik-
ara og Jesper Bodilsen bassaleikara.
Arne var meðal helstu djasspían-
Arne Forchhammer leikur með
tríóinu sfnu á mánudagskvöld.
ista Dana um 1960 og hljóðritaði þá
fræga breiðskífu með Erik Mose-
holm og Jöm Elniff. Hann hætti að
leika í áratug og fékkst mest við
TÓNLIST - HREYFINC
teikningar og ritun sjónvarpsleik-
rita. Nú er hann kominn á fullt aftur
og nýr diskur með tríói hans, „As-
similiation", kom út í júlí, og hlaut
mjög lofsamlega dóma, þar sem
Birgit er sögð fara á kostum.
Tríóið lék á Jazzhátíðinni í Þórs-
höfn í sumar og nú er það komið til
Islands að halda upp á 25 ára aftnæli
Jesper er yngsta bassastjama Dana.
Jazzvakningar á Jazzhátíð Reykja-
víkur.
Birgit er slagverksleikari og
trommari, sem m.a. hefur leikið mik-
ið með Marilyn Mazur, fyrrverandi
slagverksleikara Miles Davis, og lék
á RúRek djasshátíðinni 1996 með
Norrænu kvennastórsveitinni.
Jesper er yngsta bassastjarnan í
dönskum djassi og segir það meira
um hann en nokkur orð að Ed
Thigpen valdi hann til að leika á bass-
ann á nýjasta geisladiski sínum og
hann lék með Phil Woods í klukku-
tímalöngum sjónvarpsþætti er
danska sjónvarpið gerði um Woods.
Tríóið heldur tónleika á Kaffi
Reykjavík á mánudaginn kl. 22.
Aldursskipt
3ja-12 ára
Elfa
Húsie
S m 551 5103
Maestro
ÞITT FÉ
HVAR SEM
ÞÚ ERT
Viðburður í íslensku djasslífi á Broadway
Djasshetjur leika
frumsamið efni
Morgunblaðið/Arnaldur
Ámi Scheving, Þórarinn, Árni Egilss., Pétur og Jón Páll voru glaðir og
reifir á æfingu í húsnæði FIH.
ÚTLENDINGAHERSVEITIN mun
hefja tónleika sína á Broadway í
kvöld kl. 20.30 en sveitin er nú í
annað sinn að leika á Islandi en
sveitin spilaði á djasshátið 1992 við
mikinn fögnuð áheyrenda.
Það er ekki nema von að langt líði
á milli tónleika, því eins og nafn
sveitarinnar gefur til kynna búa
þeir vítt og breitt um heiminn og
hafa allir getið sér gott orð þar sem
snilldar djassarar og margir unnið
með stærstu nöfnunum í djassheim-
inum. Árni Egilsson bassaleikari og
Jón Páll Bjamason gítarleikari búa
í Los Angeles, Þórarinn Ólafsson
píanisti í London, Pétur Ostlund
trommari í Stokkhólmi, og Ámi
Scheving víbrafónleikari býr í
Reykjavík. Árni segir þá félagana
hafa haft það mjög skemmtilegt
þessa daga sem þeir hafa verið að
æfa en þeir hafa ekkert hist síðan á
síðustu tónieikum árið 1992.
„Við ætlum að leika bæði eldra og
nýrra frumsamið efni og svo djass-
standarda," skýrir Ámi frá. Við
leikum Iag eftir mig, Pétur, Árna og
Jón Pál og útsetningar eftir Þórar-
in. Hann hefur m.a. útsett íslenskt
LIÐ-AKTÍN
Góð fæðubót fyrir
fólk sem
er með mikið álag
á liðum
Skólavörðustlg, Kringlunni & Smáratorgi
lag eitt sem við tökum og bjó til
hálfgerða svítu úr því, þannig að
það má segja að allir eigum við
frumsamið efni á dagskránni.
Svo leikum við auk þess sameig-
inlegar útsetningar á vel völdum
standördum.“
Árni segir að það hafi verið gífur-
lega erfitt að velja lögin í dag-
skrána.
„Það var mjög erfitt. Við vorum
komnir með alveg gífurlega marg-
ar hugmyndir að lögum og það var
sárt að kasta öllu því sem ekki næst
með.“
- Hvernig væri að hittast a ftur
innan átta ára oggera eitthvað úr
þeimlögum?
„Það er mjög góð hugmynd," tek-
ur Árni undir með blaðamanni enda
hafa þessar djasshetjur Islands nóg
að starfa í heimsókninni. Þeir léku á
Norðfírði á föstudagskvöldið og
munu á mánudaginn leika í Akoges-
húsinu í Vestmannaeyjum og á mið-
vikudaginn í kirkjunni á Hornafirði.
Okkur vantar 2 nema sem langar að byrja á hárgreiðslustofu.
1. Nema sem lokið hefur amk. tveimur önnum
2. Nema sem er að byrja
Þeir sem hafa áhuga á að starfa með fagfölki í hárgreiðslu ineð mikinn
metnað og í góðum starfsanda verið velkomin til okkar í viðtal
mánudaginn 4. september milli kl. 9 og 18.
HÁRtí REI ÐSLUSTOFA
Lámúli 5 Sími: 553 1033