Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR RÁÐGJAFAFYRIRTÆKIÐ Deliotte & Touche hefur ráðlagt knatt- spymufélögum að nota ekki meira en helming veltu félaganna i launakostnað. Fyrirtækið hefur einnig sagt að þau félög sem noti meira en 66% af veltunni í launakostnað muni lenda í töluverðum vandræðum á næstu árum og að þau lið sem séu þar á milli verði að gera ráðstafanir sem auki veltuna eða minnki launakostnaðinn. heildarveltu og til samanburðar er heildarvelta Southampton aðeins um 12% af veltu Manchester. Það verður því athyglivert að sjá tölur Deliotte & Touche á næsta ári um sömu rekstr- arþætti ensku félaganna. Aðeins tvö lið sem léku í ensku úr- valsdeildinni árið 1998-1999 not- uðu minna en 50% af heildarveltunni í launakostnað. Ellefu lið eru komin yf- ir hættumörk samkvæmt staðli ráð- gjafafyrirtækisins og afgangurinn af liðunum liggur þar á milli og þarf að gera einhverjar ráðstafanir. Af töfl- unni hér að neðan er athyglivert að stórliðið Manchester United notar aðeins þriðjung af heildarveltu fé- lagsins í launakostnað og gæti í raun og veru hækkað laun sinna leikmanna töluvert en Aston Villa er líkt og Manchester fyrir neðan 50% mörkin en með mun lægri heildarveltu. Chelsea nær aðeins rúmlega helm- ingi af veltu Manchester þrátt fyrir tæplega 7 milljarða heildarveltu og launakostnaður Chelsea er ekki far- inn úr böndunum séu notaðar þumal- puttareglur ráðgjafafyrirtækisins. Liverpool, Everton, Southampton og Blackbum Rovers skera sig nokkuð úr á listanum og eru hlutfallslega með hæstan launakostnað miðað við veltu félaganna. Blackbum sér á báti Blackburn hefur greiniiega eytt um efni fram á keppnistímabilinu, 1998-1999, þar sem öll velta félagsins fór í launakostnað en það dugði ekki til því liðið þurfti greinilega að ganga á varasjóði eða stofna til skulda til að brúa bilið. Erkifjendurnir í Liverpool virðast hafa spennt bogann jafnhátt og aðeins 20 prósent af heildarveltu félaganna situr eftir þegar búið er að greiða stjömunum í Everton og Liv- erpool launin. Southampton er að nálgast Blackbum og notaði tæplega m'u krónur af hveijum tíu af heildar- veltu liðsins í launakostnað. Manchester United ber höfuð og herðar yfír önnur lið hvað varðar Sjónvarpstekjur lífæð félagsliðanna Ensk knattspymufélög hafa gert sjónvarpssamninga við fyrirtækin BskyB, NTL og Granada en frá árinu 1998 hafa 10 félög fengið rúma 30 milljarða króna í tekjur af þeim samningum. Ef tekið er mið af tölun- um sem birtast hér í meðfylgjandi töflu má sjá að Arsenal er með hæst- ar sjónvarpstekjur enskra liða en Manchester og Chelsea eru skammt á eftir. Aftur á móti eru meistaramir í Manchester minna háðir þessum tekjum en önnur lið vegna gríðar- legra heildarveltu liðsins. Rúmlega 22% af heildarveltu Arsenal kemur frá sjónvarpstekjum en rúm 10% af heildarveltu Manchester era tekjur frá sameiginlegum sjónvarpssamn- ingum enskra liða. Minni lið ensku úrvalsdeildarinnar fá oftar en ekki bróðurpartinn af Reuters Lið þeirra Phil Gilchrists og Emile Heskeys, Leicester og Liver- pool, eru á meðal þeirra sem þykja nokkuð eyðsluglöð. heildarveltu sinni frá sjónvarps- tekjum og má þar nefna að á tíma- bilinu 1998-1999 var hlutfall sjón- varpstekna af heildarveltu Nott- ingham Forest 30%, Charlton Athletic fylgdi fast á eftir með 34% og Wimbledon skar sig nokkuð úr með 41%. Ensk félög eyða of miklu Sex lið frá Norðurlandi í 1. deild að ári? SVO getur farið að sex lið frá Norðurlandi, KA, Þór, Leiftur, Tindastóll, Dalvík og KS, leiki í 1. deild karla í knattspyrnu á næstu Ieik- tíð. Þór hefur þegar tryggt sér sæti í 1. deild að ári og allt stefnir í að KA komist ekki upp ár deildinni. KA getur þó enn jafnað Val að stigum en markatala Vals- manna er miklu betri en KA-manna. Leiftur frá Ólafsfírði stendur höllum fæti í efstu deildinni og fátt sem bendir til annars en að liðið falli í 1. deild- ina. Dalvík og Tindastóli eiga góða möguleika á að halda sætum sínum í 1. deildinni og KS frá Siglu- firði nægir jafntefli gegn Aftureldingu í lokaumferð 2. deildar til að tryggja sér sæti í 1. deild. Launagreiðslur og velta liðanna í ensku úrvalsdeildinni leiktímabilið 1998-1999 Félagslið 0 Manchester United Liverpool <j|. Chelsea Newcastle United i? Arsenal Blackburn Rovers Tottenham Hotspur Everton Middlesbrough Leeds United West Ham United Aston Villa Leicester City Derby County Sheffield Wedensday Coventry City Nottingham Forest Southampton Wimbledon Charlton Athletic Milljónir króna Hlutfall launa af veltu 13.104 5.347 6.981 5.282 5.744 2.513 5.030 3.008 3.311 4.368 3.135 4.120 2.813 2.601 2.259 2,232 2.008 1.589 1.737 1.922 LAUN Milljónir króna 4.366 4.285 3.565 3.245 3.128 2.653 2.564 2.391 2.298 2.191 2.086 1.962 1.887 1.681 1.600 1.559 1.395 1.340 1.240 972 Tekjur liðanna í ensku úrvaisdeiidiniii vegna sjónvarpsútsendinga 1998-1999 Félagslið Fjöldi útsendinga Sky BBC ALLS Sjónv.tekjur Röð Milljónir króna liða í deild Arsenal fManchester United Chelsea Leeds United Aston Villa Liverpool West Ham United Middlesbrough Tottenham Hotspur Derby County Newcastle United Leicester City Sheffield Wedensday Everton Wimbledon Blackburn Rovers Coventry City Charlton Athletic Nottingham Forest Southampton 12 15 11 16 10 9 5 5 8 11 8 12 4 9 6 7 6 9 4 6 4 4 4 5 6 3 4 4 3 6 3 4 5 4 7 7 8 4 27 27 19 10 19 20 13 13 15 7 12 7 8 9 9 13 10 12 8 1.295 1.285 1.220 1.079 1.057 1.038 936 910 873 851 819 807 766 725 712 691 676 649 591 (upplýsingar vantar) ? 2. sæti 1. sæti 3. sæti 4. sæti 6. sæti 7. sæti 5. sæti 9. sæti 11. sæti 8. sæti 13. sæti 10. sæti 12. sæti 14. sæti 16. sæti 19. sæti 15. sæti 18. sæti 20. sæti 17. sæti Blikar með aðra hönd á titilinum SÍÐASTA umferð Landssímadeildar kvenna fer fram í dag kl. 14. Þá ræðst hvort það verður Breiðablik eða KR sem hampar íslandsbikarnum. Breiðablik, sem hefur þriggja stiga forskot á KR fyrir lokaumferðina, hefur aðra hönd á titlinum en ef Blikar tapa fyrir Stjörnunni og KR vinnur Val þá verða það KR-ingar sem fagna íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð. FH, neðsta lið deildarinnar, á erfiðan leik fyrir höndum þegar liðið tekur á móti ÍBV í Kaplakrika, en með sigri eiga FH-ingar möguleika á að halda sæti sínu í deildinni á kostnað Þórs/KA, sem þá þarf að tapa sín- um leik gegn ÍA á Akureyri. Það er því Ijóst að úrslit Landssíma- deildarinnar munu ekki ráðast fyrr en lokaflautið gellur á öllum fjórum völlunum skömmu fyrir kl. 16 í dag. Helsti leikur dagsins í dag verð- ur háður á Stjömuvelli í Garðabæ þar sem Stjaman fær Breiðablik í heim- sókn. Breiðabliki dugar að fá eitt stig út úr þeim leik til að tryggja sér íslands- meistaratitilinn, en KR-ingar verða að treysta á að Stjarnan vinni til að eiga möguleika á titlinum. Vanda Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Sigurgeirsdóttir, fyrram landsliðs- þjálfari, þekkir vel til þessara tveggja liða, KR og Breiðabliks. Hún þjálfaði Breiðablik á árunum 1994-1996 þegar liðið varð þre- faldur íslandsmeistari og tók síðan íslandsbikarinn með sér í Vestur- bæinn þegar hún þjálfaði KR árin 1998 og 1999. Vanda hefur ekki komið að þjálfun í ár, en fylgst með úr fjarlægð, nánar tiltekið úr Skagafirðinum þar sem hún býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveim- ur börnum. „Ég hef reynt að fylgjast með stelpunum eins og mögulegt er og séð þá leiki sem ég hef getað, en það verður nú að segjast eins og er að myndefni frá kvennaleikjunum í sjónvarpinu er hvorki langt né ítar- legt en það hefur verið ágæt um- fjöllun um þær í blöðunum,“ sagði Vanda þegar blaðamaður spurði hana hvort hún hafi fylgst með deildinni í sumar. „Mér finnst deildin meira spenn- andi núna en undanfarin ár. Ekkert Iið hefur getað bókað sigra eins og oft hefur verið þegar stundum hef- ur myndast panikástand ef eitt eða fleiri stig hafa tapast. Lið eins og Stjarnan og ÍBV hafa komið mjög sterk inní deildina í ár og haft úr- slitaáhrif í mörgum leikjum. Vissu- lega hefði þetta getað orðið enn meira spennandi ef Valur hefði náð að sýna sitt rétta andlit í sumar en gengi þeirra hefur verið með ólík- indum miðað við þann mannskap sem liðið hefur,“ sagði Vanda. Hvað um leikina tvo í dag sem ráða úrslitum um Islandsmeistara- titilinn? „Ef ég byrja á leik Stjörnunnar og Breiðabliks þá hef ég fulla trú á því að Breiðablik vinni þann leik og tryggi sér titilinn. Þó liðið sé mikið breytt frá þvi ég þjálfaði þar og lék, þá eru þarna margir leikmenn sem vita hvað það er að vinna. Þær hafa aðra höndina á titlinum og fara varla að sleppa takinu á lokasprett- inum. Leikurinn verður þeim þó engan veginn auðveldur, Stjarnan hefur oft lent í því að þurfa að óska liðum til hamingju með titil eftir síðustu umferð móts og þær munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Einnig má ekki gleyma því að þær eiga möguleika á öðra sætinu ef þær vinna og KR tapar svo þessi leikur hefur mikla þýðingu fyrir þær. Tapið gegn KR hefur örugglega þjappað hópnum vel saman eins og þær sýndu á fimmtudag þegar þær unnu ÍBV í Eyjum, en það hefur engu liði öðra tekist í deildinni í sumar. Þetta getur verið áhyggju- efni fyrir Blikana en ef sigurviljinn og löngunin í titilinn er til staðar þá tel ég að þær þurfi engu að kvíða. Hvað varðar leik Vals og KR þá hafa KR-ingarnir haft gott tak á Val í sumar. KR hefur verið á upp- leið seinni hluta móts og skorað mikið svo Valur ætti ekki að verða vandamál fyrir þær. Það sem gæti truflað þær væri ef þær fréttu að Blikarnir væra að vinna í Garða- bænum og færu að slaka á. Þær verða að muna að þó þær þurfl að treysta á Stjörnuna gegn Blikum þá má ekki gleyma því að þær þurfa að skila sínu,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.