Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Faðir, sonur og siðferðið BÆKUR F r æ ð i r i t Siðfræði handa Amador eftir Fernando Savater. 2000. Sið- fræðistofnun Háskólaútgáfan, Reykjavík. 201 bls. ÞAÐ GEFAST fá færi í daglegu lífi fyrir foreldra að rökræða um hin mikilvægustu efni við stálpuð börn sín. Þegar þau vilja ekki lengur láta lesa fyrir sig á kvöldin og þykjast geta séð um það sjálf vilja þau síður hlusta á umvandan- ir foreldra sinna. En þar liggur einmitt vandinn. Börn og ungling- Slóð fíðrild- anna gefin út á Spáni SPÆNSKA útgáfusam- steypan RBA hefur keypt réttinn á Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jó- hann Ólafs- son. Þar með hefur skáld- sagan verið seld til sex landa, austan hafs og vestan, en hún er væntanleg á markað í Banda- ríkjunum þann 21. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta erlenda útgáfan á sög- unni sem lítur dagsins ljós. Ólafur Jóhann Ólafsson ar vilja iðulega láta taka mark á sér og skoðunum sínum hversu langsóttar sem þær eru en for- eldrar eiga erfitt með að eyða löngum tíma í rökræður en vilja koma því til skila að sumir hlutir séu réttir og aðrir rangir og við sumu eru blá bönn. Það vill því fara lítill tími í rökræðu á milli for- eldra og barna en þeim mun meiri í átök um hver ræður hverju. Fernando Savater hefur skrifað bók um siðferði sem er stíluð eins og samtal föður og sonar. Amador er sonurinn. Raunar fær sonurinn ekki að komast að heldur les faðir- inn honum fyrir í góðgjarnlegum tón um þau efni sem ungu fólki eru mikilvæg og segir honum hvað hann skuli lesa. í hverjum kafla eru í lokin örstuttar ívitnanir í klassísk siðfræðirit þar sem vikið er að því efni sem um hefur verið fjallað. I upphafi er greint frá því um hvað siðfræðin snýst. Síðan veltir höfundur fyrir sér ólíkum tegund- um af ástæðum, boðum, venjum og duttlungum og hvernig þessar ólíku ástæður tengjast frelsi í breytni. Þær vangaveltur leiða til þeirrar niðurstöðu að maður eigi að gera það sem maður vill og maður eigi að vilja lifa hinu góða lífi og gott líf krefst þess að maður ígrundi breytni sína, láti ekki skeika að sköpuðu. Frelsið og ábyrgðin á eigin lífí eru eðlisþættir hins góða lífs og undan þessu verður ekki vikist. En það er ekki einungis að við höfum skyldur við okkur sjálf heldur höfum við skyldur við aðra og Savater orðar það svo að það að koma fram við annað fólk eins og manneskjur fel- ist í að setja sig í þeirra spor. í lok bókarinnar fer höfundurinn nokkr- um orðum um tvö siðferðileg efni, stöðu og hlutverk kynlífs í hinu góða lífi og hvers konar skipulag á samfélagi hæfi bezt hinu góða lífi. Eftirmálinn nefnist „Þú verður að hugsa málið“ og í honum leggur faðirinn syni sínum þá lífsreglu að sjálfur verði hann að ákveða hvað hann geri við líf sitt og hann dreg- ur fram röksemdir sem sýna fram á fánýti þess að telja lífið til- gangslaust eða eitthvert vit sé í því að svipta sig lífinu. Þetta er bráðskemmtileg bók og hún er skrifuð af umtalsverðri fimi. Það kemur bæði fram í því að hún er vel stfluð, höfundurinn hugsar vel hvað höfðar til ungs fólks, finnur góð og viðeigandi dæmi og leitast við að gera hlutina ljósa og skýra. En þegar hann leyfir sér að víkja að tæknilegum atriðum, eins og í upphafi fjórða kafla, þá er það vel gert og þjónar tilgangi í textanum. Það ætti í raun engan að undra að bókin hef- ur orðið metsölubók því hún er skemmtileg aflestrar, vel hugsuð og um hin mikilsverðustu efni. Eg vona bara að sem allra flest ungt fólk lesi þessa bók, ekki vegna þess að þetta sé inngangur að sið- fræði heldur vegna þess að maður getur nálgast siðferðið í þessari bók: hún bendir manni á mikils- verð atriði þegar maður hugsar um siðferði í hversdagslegum kringumstæðum. Svo held ég að höfundurinn hafi á réttu að standa um flest sem hann segir. Þýðingin hefur tekist vel, er á látlausu máli en áferðarfallegu. Ef það eru prentvillur í bókinni fóru þær fram hjá mér. Guðmundur Heiðar Frímannsson anqar pi DlTtippáhaldslögin þín! ......og eigá það á myndbandi! Hjá SÖNGLIST gefst þér tækifæri til þess! Einungis FAGMENNTAÐIR kennarar sjá um kennslu. Mikil áhersla lögð á rétta TÆKNI og TÚLKUN. Burjenda- oq framhaldsnámskeið fyrir. 20 ára og eldri Söngskemmtun ílok hvers námskeið 12-13 ára______________ 14-16 ára LeiklistarnámskeiéL< Geisladiskur með afrakstri 17-19 ára fyrir fullorðna!\JEA * hvers hóps! Kennsla hetst Innritun þegar hafin i sima V Ásgeirsdótt ir ml m .«11111 Agnar Jón Égilsson SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 21 fyrir alla Allir almennir dansar fyrir börn, unglinga og fullorðna. Gömlu dansarnir - Standard - Latin Byrjendur og framhald. Kántry línudans Salsa + Mambó + Merenge Brúðarpör Keppnispöræfingar 2-3svar í viku Erlenáir gestakennarar Einkatímar Frábærir kennarar og skemmtilegt anárúmsloft • Opið hús á laugaráagskvöláum Faýmenns/íci. DANSSKÓLI Sigurðar Hákonarsonar Auöbrekku 17 - Kópavogi 1 ■ 'aris frá 1 y Ekki innifalið: Föst aukagjöld - fullorðnir 3.025 kr., börn 2.290 kr. J Út 13/9 - Heim 20/9 Haust í París: Ljúfur og rómantiskur sumarauki! Flug13-20/9 fyrstu 10sætin Ekki innifalið: Föst aukagjöld Flug almennt verð Ekki innifalið: Föst aukagjöld VIKA í PARÍS* Innifaiið: Flug + skattar, akstur hótel/flugv., gisting 2** m/morgunv. Flug aðra leið Ekki innifalið: Föst aukagjöld áfj TERRA NOVA -Spennandl valkostur- Slangarhyl 3A ■ 110 floykjavik Simi: 587 1919 ■ Fax: 587 0036 info@terranova.is ■ lerranova.is ÁDUR FEROAMIDSTÖB AUSTURLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.