Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.09.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2000 57 FOLKI FRETTUM Þýsku rokktröllin í Rammstein vinna nú hörðum höndum að nýrri breiðskífu í Banda- ríkjunum Hljómsveitin Rammstein hefur fangað athygli íslenskra rokkáhugamanna líkt og um kjaftshögg hafi verið að ræða. Sveitin er nú að gera nýja plötu svo Birgir Örn Steinarsson tók upp símann og hringdi í Flake hljómborðsleikara og yfírheyrði hann rækilega. „EIGINLEGA ekki,“ svarar Christ- ian Lorenz, eða Flake eins og hann er kallaður, hljómborðsleikari demantshörðu rokksveitarinnar Rammstein aðspurður hvort upp- tökum á nýju plötunni sé lokið. „Við getum ekki klárað alveg strax. Við erum að bíða eftir því að klára alla textana.“ Hvenær megum við eiga von á því aðpiatan komi út? „Vonandi fyrir jól.“ Þannig að þið hafið þá fundið tíma til þess að semja nýtt efni? „Já, lögin eru öll samin í hljóðver- inu.“ Semjið þið þá aldrei neitt á tón- leikaferðunum? „Nei, við gátum ekkert byrjað að semja fyrr en tónleikaferðinni síð- ustu lauk.“ Er Till söngvari búinn aðjafna sig eftir bílslysið? „Slysið sjálft var ekki svo alvar- legt, hann meiddist á hné en hann var hvort eð er veikur í því fyrir slysið. En hann virðist hafa náð sér að fullu núna.“ Getum við átt von á jafnrólegum og fallegum ástarballöðum eins og þið eruð hvað þekktastir fyrir? „(Hlátur) Það verða reyndar nokkrar ballöður á plötunni. Ein heitir „Mutter“ og hún fjallar um krakka sem finnur ekki móður sína. Önnur ballaða fjallar um mann sem er í uppnámi vegna þess að maki hans hefur yfirgefið hann. Hann fer í göngutúr um skóginn og fuglarnir hætta að syngja því hann er svo niðurlútur.“ En þið voruð búnir að segja að nýja platan yrði enn harðari en fyrri plöturykkar. „Hörðu lögin á nýju plötunni eru alveg jafnhörð og hörðu lögin á plöt- unum á undan. Þannig að þau ættu að vera mjög hörð.“ Ósiðlegar vatnsslöngur Þú og söngvarinn voruð víst hand- teknir í Worcester, Massachusetts í Bandaríkjunum, fyrir ósiðlegt at- hæfi uppi á sviði, ekki rétt? „Tveimur vikum áður en þetta gerðist hafði verið önnur upp- ákoma í borginni sem olli fjaðra- foki. Þá kom nakin stúlka fram á sviði og lögreglan gerði ekk- f ert og var því mjög gagnrýnd | og fékk margar kvartanir. * Þess vegna var lögreglan sér- staklega varkár þegar Ramm- stein kom í bæinn því hún vildi ekki lenda í meiri vandræðum gagnvart borgaryfirvöldum. Þannig að þetta kom hljómsveit- inni sem slíkri ekkert við, þetta var miklu meira einhver innanbæj arpólitík. Þetta olli okkur san ur til Bandaríkjanna. Við þykjum víst ekki æskilegir þar (hlær).“ Hvað voruð þið eiginlcga að gera á sviðinu? „Þetta var bara sviðsetning og kom raunverulegu kynlífi ekkert við. í einum hluta sýningarinnar tekur söngvarinn sem sagt slöngu út úi' buxunum sínum og skvettir úr henni. Þetta var bara sprell og átti að vera fyndið.“ Kom það síðan ekki fyrir seinna að söngvarinn skipti út slöngunni fyrir epli? „Við spiluðum næst eftir þetta í Salt Lake City í Utah og þá notuð- um við epli í staðinn til þess að móðga engan með slöngulimnum." Hvað geymdi hann eplið eiginlega lengi í buxunum sínum áður en hann dró það út? „Þetta er góð spurning (hlær). I mjög, mjög langan tíma (hlær). Hann hafði nefnilega engan tíma á milli laga til þess að koma eplinu fyr- ir en hann var í þægilegum buxum þannig að þetta var líklegast ekkert sérstaklega óþægilegt." Hvað varð svo um eplið? „Hann át það sjálfur eftir að hann dró það úr buxunum sínum.“ Það er frekar augljóst að þið not- ist mikið við húmor þegar þið komið fram. „Já, við viljum það.“ Hverju mega tónleikagestir eigin- lega búast við á næsta tónleikaferða- kigi ykkar? „Við ætlum að spila mikið af nýj- um lögum, en þó að halda þeim gömlu óbreyttum.“ Ætlið þið að breyta sviðsfram- komunni mikið? „Já, alveg örugglega. Við verðum t.d. í nýjum búningum. Það getur líka verið að það verði læknastofa á sviðinu, þá sviðsetjum við kannski uppskurð. Við ætlum líka að notast mikið við vatn. Við höfum notast mikið við eld hingað til en okkur langar núna að gera eitt- hvað frumlegra.“ Eruð þið ekk- ert smeykir við að fá Fáar hljómsveitir hafa verið eins umdeildar á síðust u árum og þýski rokksextettinn Rammstein. Hljómsveitin leikur einkar þekkilega blöndu af harkalegu rokki og mulningsdiskói, sem fellur vel að þýsku textunum. Ekki er það þó tónlistin sem hugnast ekki viðkvæmum sáluin, heldur ímyndin sem mörgum finnst glannalegt daður við þjóðernissósíalisma. rafstuðafblautum sviðsgræjunum? „Nei, það verður ekkert vandamál því vatnið mun lenda mun meira á áhorfendunum en okkur (hlær).“ Það er því vissara fyrir áhorfend- ur að koma með regnhlíf á tónleik- ana. „(Hlær) Áheyrendunum er hvort eð er alltaf svo heitt í hamsi að það verður líklegast ekkert truflandi fyrir þá að fá smá vatnsgusur á sig.“ Fólk kaupir ekki tónlist af pólitískum ástæðum Það eru margir sem tengja nafn ykkar við nasisma, hefur það haft einhver áhrif á hljómsveitina? „Fyrst voru margir sem vissu ekki alveg hvað þeim ætti að finnast um okkur því við höfðum ekki þessa hefðbundnu ímynd sem margar rokkhljómsveitir hafa. Oft þegar eitthvað þýskt nær almennri athygli þá eru Mercedes-bílar og fasismi það fyrsta sem fólk tengir þjóðina við. Það sést þó alveg greinilega þegar við spilum á tónleikum að þetta eru ekki áhrifavaldai' á okkar tónlist. Fólk sem vinnur með okkur, fólk sem les textana okkar og fólk fylgist vel með hljómsveitinni veit að hún er ekki hliðholl fasisma. Við finnum í rauninni enga löngun til þess að svara þessum ásökunum op- inberlega því þetta er eitthvað sem tengist hljómsveitinni ekki neitt.“ Þannig að allt þetta umtal hefur ekki haft nein áhrif á hljómsveitar- meðlimina. „Nei, alls ekki. Þetta er okkur al- gerlega óviðkomandi og alls ekki boðskapur hljómsveitarinnar. Við vinnum hlutina bara eftir okkar eig- in höfði og það sem fólki finnst um okkur fyrir vikið er rauninni ótengt okkur.“ Aíec Empire úr Atari Teenage Riot hélt því fram að ein af ástæð- unum fyrir því að þið selduð svona margar plötur í Þýska- landi væri sú að margir misskildu boðskap ykkar og teldu hann ein- mitt vera áróðui- fyrir fasisma. „Það er bara eintóm vitleysa. Þetta er bara tónlist og ég held að fólk kaupi ekki tónlist af pólitískum ástæðum." Hvað fannst ykkur um það þegar bandarískir fjölmiðlar vildu tengja tónlist ykkar við menntaskólaskot- árásina í Denver fyrir ári? Sumir þeirra héldu því fram að tónlistykk- ar hefði verið í uppáhaldi hjá skot- árásarpiltunum. „Skotárásarmennirnir áttu víst yfir hundrað diska og það fannst einn diskur með Marylin Manson og einn með okkur. Það voru líka plötur með öðrum listamönnum þarna, t.d. Brace Springsteen, þannig að við urðum bara óheppnir að þeir völdu okkur.“ Voruð þið ekki að hella olíu á eld- inn þegar þið notuðuð búta úr mynd Leni Riefenstahl, „Olympia Part One: FestivaT‘ ( sem var heimildar- mynd um ólympíuleikana 1936, gerð fyrir Hitler) í einu myndbanda ykk- ar? „Við notuðum bútana í listrænu samhengi. Okkur fannst tónlist okk- ar passa mjög vel við myndatökuna. Við ætluðum sjálfir að dýfa okkur af stökkpallinum, með hljóðfærin að sjálfsögðu. Fyrst klipptum við myndina án okkar þátttöku og þess vegna notuðumst við upphaflega við Riefenstahl-bútana til þess að sjá hvernig þetta mundi koma út. Síðan þegar við sáum hvað útlitið á upp- runalegu myndinni var flott þá gerð- um við okkur grein fyrir þvi að við myndum aldrei ná jafnflottu útliti. Það er afar listrænt hve vel tónlistin fellur að þessum gömlu myndum.“ Er ísland í Evrópu? Hvernig er það, á ekkert að koma til íslands og spila? „Við eram að skipuleggja heims- reisu og ég held að Island sé á dag- skránni. Hvernig er það, er ísland ekki hluti af Evrópu?" Jú,jú. „(Hlátur) Þá er ísland hluti af Evrópureisunni (hlátur).“ Hvað veistu eiginlega um ísland? „Við þekkjum að sjálfsögðu Björk og við vitum að á landinu era heitir hverir sem hægt er að baða sig í á snjóþungum vetram. Það era víst eklri mörg tré og þið drekkið öll mik- ið af áfengi.“ Það eru tvær kjaftasögur sem hafa verið á kreiki á íslandi síðan þið byrjuðuð. Mig hefur alltaf langað til þess að vita hvort eitthvað sé til í þeim. Getur verið að einhver með- limur Rammstein sé fyrrverandi ól- ympíusundkappi? „Till söngvari varð einu sinni í öðru sæti á Evrópumótinu í sundi. Þetta var áður en hljómsveitin var stofnuð. Hann syndir á hverjum degi til þess að verða ekki feitur.“ Hafíð þið einhvern tímann heyrt í íslensku hljómsveitinni sálugu Ham? „Nei, því miður.“ Það svarar þá þeim orðrómi. „Hvaða hljómsveit var það?“ Það var hörku rokkhljómsveit sem nú þegar er orðin goðsagna- kennd. Tónlist þeirra var ekki ólík þeirri sem þið gerið í dag. „Er það? Ég hef bara því miður aldrei heyrt um hana áður. Hljómar bara sem afskaplega áhugaverð hljómsveit.“ Rammstein og Aqua Þið syngið á þýsku en hafíð þó reynt að þýða nokkur lög yfir á ensku, finnst ykkur eitthvað tapast við þýðingarnar? „Við voram hrifnir af þýðingunum sem slíkum en ekki af því hvemig enskan hljómaði sungin með lögun- um. Við prófuðum að syngja „Du Hast“ og „Engel“ á ensku. Þýðing- arnar vora nokkuð réttar en þegar við svo heyrðum þetta fannst okkur eins og þetta væri önnur hljóm- sveit.“ Þannig að við getum ekki átt von á því í framtíðinni að Rammstein gefí út plötur bæði á þýsku og ensku? „Við ætlum bara að bjóða upp á enskar þýðingar í textabókinni, eins og við höfum reyndar gert áður. Þegar við syngjum á ensku tapast allur sá kraftur sem þýska talmálið hefur.“ Er eitthvað til í því að Ramm- stein og Aqua ætli að vinna sam- an lag? „Nei, því miður. Aqua spurði okkur hvort við hefðum áhuga en við voram bara uppteknir í hljóðverinu og höfðum ekki tíma. Við höfum ekkert lögmál um það hvaða hljómsveitum við vinnum með og hvaða hljómsveitum við vinnum ekki með. Þau vildu fá Till til þess að syngja eitt viðlag fyrir þau. Það hefur enginn í þeirri hljómsveit jafnsérstaka rödd og hann og þau töldu að hún myndi passa vel við.“ ■í .■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.